Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981 25 Heiðursdoktorar + Hér eru tveir gamlir vinir úr kvikmyndaborginni Hollywood, sem léku saman í mjög vinsælli kvikmynd árið 1940. Til hægri er Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og með honum kvikmyndaleikarinn Pat O’Brien. Háskólinn Notre Dame í háskólabænum South Bend í Indíanafylki sæmdi þá félaga heiðursdoktorsnafnbót fyrir skömmu, sem vott þakklætis fyrir leik þeirra í kvikmyndinni „Knute Rockne, All American", árið 1940. Þessi mynd er af heiðursdoktorunum, að athöfninni lokinni. í þessari kvikmynd sló Ronald Reagan í gegn. Þar lék hann ungan stúdent við háskólann, Joe Gipp, sem var íþróttastjarna í skólanum. Hann lést ungur að árum. Pat O’Brien er nú 81 árs. Reagan hefur sagt frá því að forfeður þeirra beggja hafi átt heima í sama bænum á írlandi. Dœmdir Rauðu- herdeildarmenn + Mál þessara Rauðuherdeild- armanna suður á Ítalíu var tekið fyrir í Feneyjum fyrir skömmu. — Maðurinn til hægri er Mario Moretti, og er hann að ræða við sálufélaga sinn og fangelsisfé- laga, Rauðuherdeildarmanninn Enrico Fenzi. Var myndin tekin við réttarhöld í máli þeirra, en ítalska lögreglan handtók þá félaga 4. apríl í Milanó í skyndi, aðgerðum. Dómur er genginn í máli þeirra. Hlaut Moretti 8 ára fangelsi fyrir vopnasmygl. En hann er ekki búinn að svara til saka fyrir önnur afbrot sín. Moretti, sem er 35 ára, er talinn vera maðurinn sem skipulagði ránið og morðið á Aldo Moro forsætisráðherra. Er Moretti var handtekinn hafði lögreglan leit- að hans óslitið frá því að sá glæpsamlegi verknaður var framinn vorið 1978. Verður þessi glæpaþáttur hans tekinn sér- staklega fyrir af dómstólum. Þess má geta að félagi hans, Fenzi, var dæmdur í rúmlega 7 ára fangelsi fyrir vopnasmygl. ffólk í fréttum + Þegar sá atburður gerðist á Péturstorginu á dögunum að skotárás var gerð á Jó- hannes Pál páfa, brustu margir í grát meðal þúsund- anna, sem voru á torginu í þetta skipti. Kaþólskar nunnur sem voru þar, höfðu þá þegar snúið sér að hinum harmslegnu og tekið að hugga þá. Hér má sjá ein- mitt eitt slíkt atvik á torg- inu, er nunna kemur grát- andi konu til huggunar. Ég vil þakka öllum þeim mörgu vinum og œttingjum, sem með heillaóskum, gjöfum og heim- sóknum glöddu mig á 80 ára afmœli mínu 1!+. apríl síðast liðinn. Guð blessi ykkur öll. Óli Pétursson Hlídarvegi 20. ísafirði. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Kvöldskóla F.B. (öldungadeild) verður slitiö þriöju- daginn 26. maí og hefst skólaslitaathöfnin kl. 18.00 en hún verður í húsakynnum skólans í D-álmu. Eftir skólaslit veröa einkunnir á vorönn afhentar og prófúrlausnirnar sýndar. Val nemenda Kvöldskóla F.B. fyrir haustönn verður ásamt innritun nýrra nemenda 3. og 4. júní frá kl. 9.00—19.00 í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti báða dagana, en seinni daginn einnig frá kl. 8—10 um kvöldið. Aöstoðarskólameistari. 1 Fullt hús malah M. Ódýr matarkaup: Nautahakk Nautahakk, 10 kiló Lambahakk Ærhakk Saltkjötshakk Folaldahakk Kálfahakk Svínahakk Kjúkllngahakk Kálfakótelettur Kálfalæri Kálfahryggir Mareneruð lambarif Lambageiri beint á pönnuna Folaldakarbonaði Okkar tilboð 48.00 pr. kg. 43.00 pr. kg. 34.50 pr. kg. 26.00 pr. kg. 34.50 pr. kg. 22.00 pr. kg. 37.00 pr. kg. 49.00 pr. kg. 53.00 pr. kg. 26.00 pr. kg. 26.00 pr. kg. 22.00 pr. kg. 28.00 pr. kg. 69.00 pr. kg. 30.00 pr. kg. 100 grömm Rækjusalat 6.50 pr. dós Skinkusalat 6.80 pr. dós Síldarsalat 5.30 pr. dós Lauksalat 3.40 pr. dós ítalskt salat 4.50 pr. dós Reykt folaldakjöt Bacon í sneiöum Bacon í stykkjum Okkar tilboð 22.90 pr. kg. 48.00 pr. kg. 43.00 pr. kg. 5íjsJ^I©K®8BTrt!í5dÐORO Skráð verð 73.60 pr. kg. 73.60 pr. kg. 53.70 pr. kg. 39.00 pr. kg. 53.70 pr. kg. 34.00 pr. kg. 66.00 pr. kg. 72.00 pr. kg. 34.00 pr. kg. 82.50 pr. kg. 45.00 pr. kg. Skráð verð 28.50 pr. kg. 117.00 pr. kg. 105.00 pr. kg. LAUGALÆK 2 Sími 86511. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.