Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981 29 Hægt að silkiprenta eða sauma þessa fána G.S. skrifar: „Mig langar til að beina því til forráðamanna þjóðhátíðar, þó að snemmt sé, hvort ekki sé hægt að hætta söiu á þessum litlu bréf- fánum sem seldir hafa verið hér á sumardaginn fyrsta og 17. júní. Það er hreinasta skömm af því að sjá þessa fána liggjandi rifna um allar trissur á þessum dögum, og ekki er það til að ala á virðingu á meðal barna og unglinga fyrir þessu sameiningartákni okkar, að hægt sé að fara með fánann eins og hvert annað rusl. Ég minnist þess að hér á dögunum var hægt að kaupa taufána sem að börnin báru virðingu fyrir, geymdu allt árið og notuðu aftur og aftur við þau tækifæri sem við áttu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Þó að stefnan í dag sé að gera aila hluti einfalda og ódýra, þá eru þeir hlutir til sem gera verður vissar gæðakröfur til. Ég er viss um að hægt er að silkiprenta eða sauma þessa fána þannig að viðráðanlegt verði fyrir alla að fjárfesta í þeim. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið og bezt er að byrja að undirbúa þetta strax. Komum okkur upp fánastöng fyrir sumarið Jafnframt langar mig til að minnast á fánastengur við heimahús. Það virðist á seinni árum hafa dofnað áhuginn fyrir því að flagga og fagna þannig sameiginlega þeim dögum sem fagna ber, það virðist ekki vera fánastöng við þau hús sem byggð hafa verið síðustu 20 árin. Væri ekki ráð, að við kæmum okkur upp fánastöng fyrir sumarið." Er þetta svar Morgunblaðsins? Þessir hringdu . . Viltu birta kvæðið sem Svavar Gests las Sif A. Ólafsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Miðviku- daginn 13.5. las Svavar Gests kvæði í útvarpsþætti þeim er hann stjórnar og fjallaði það um konur, hvernig þær væru, eftir því í hvaða mánuði þær væru fæddar. Ég er viss um að einhver lesenda þinna kannast við þetta kvæði og kann það. Viltu gjöra svo vel að birta það, mér og öðrum til fróðleiks og skemmtunar. Ég sendi Svavari Gests kveðju mína, hann er frábær útvarpsmaður. Svavar Gests Hví ekki hjól- reiðabrautir? Gömul kona hringdi og kvaðst vera eindregið á móti því að leyfa hjólreiðar á gangstéttum. — Mér finnst nóg sem er fyrir okkur gamla fólkið að komast áfram í umferðinni, þó að þetta eigi nú ekki líka yfir okkur að ganga. Hví eru ekki afmarkaðar hjólreiða- brautir á götunum og nýjar götur gerðar með tilliti til þessa? Ég þakka fyrir meðan ég treysti mér til að stjákla eitthvað um, a.m.k. það nauðsynlegasta, en mér líst ekki á blikuna ef misjafnlega aðgætnir eða glannafengnir hjól- reiðamenn fá að leika lausum hala innan um okkur gangandi vegfar- endur. K. skrifar: „Ágæti Velvakandi! Með örfáum línum vil ég óska Morgunblaðinu til hamingju með að það er tekið til við að misnota leiðaralesturinn í útvarpinu á morgnana. Það vakti athygli mína að morgni fimmtudagsins 21. maí, að þá var lesið úr þremur leiður- um Morgunblaðsins, þegar aðeins tveir birtust í blaðinu sjálfu. Er þetta svar blaðsins við því, að svokölluð helgarblöð Alþýðublaðs- ins, Tímans og Þjóðviljans hafa að geyma tvo leiðara, og er annar lesinn á laugardegi, þegar blöðin koma út en hinn á sunnudegi, þegar ekkert þessara blaða kemur út? Hvers vegna skrifið þið Morg- unblaðsmenn ekki tvo leiðara í sunnudagsblaðið ykkar, svo að þið komist að í útvarpinu á mánu- dagsmorgnum?" S\GGA V/GGA í iiLVtmi Hef mikið spurt og leitað Þegar ég var barn að aldri, lærði ég sálm af aldraðri konu, sem fædd var 1879. Hann byrjar að ég held svona: Af barnanna munni þii hjónt þúr hrw ok húiú að lofxjórð hefur. Þú Drottinn ert... ok likn þina oss ollum |{efur. Ég hef mikið spurt og leitað, en enginn hefur getað hjálpað mér með framhaldið eða sagt mér hver er höfundur sálmsins. BNSTAKT TÆKIFÆRI Serlega góöur Körfubíll til sölu Simon D56 17.07 m vinnuhæö lyftigeta 230 kg. Stuttur afgreiðslufrestur Verö 259.634.-. meö söluskatti Allar nánari upplýsingar hjá RÁLMASON &VALSSON HF. KLAPPARSTÍC 16 S. 27745 S40RGUNBLAÐI0M0R MORGUNBLAÐIÐMOR MORGUI^LAOIÐMQ!? MORGUy MORGl/ £ MOR( MOW Moe< m\ MC\ MO> MOF\ MORC MORGM MORGj) M«r M(l M0 MO MORfj MOR, MOF/ / MOfM MO Mén MORGUfiá! MORGUNB! MORGUNBLA Blað- burðar- fólk óskast Úthverfi Smálönd MOMORGUNBLAÐlU QMORGUNBLAÐIÐ y/-—^SGUNBLAÐIÐ LNBLADID JLAÐIO IBLADID 'ALAOIÐ -\.AÐIÐ (ÐIÐ ^XÐID ?DIÐ SðLAÐIO \-AÐIO IlÐIO )IO IÐIÐ )IO )ID DIÐ £ \\OIÐ OIÐ Hringiö í síma 35408 MORGUNBLAÐIÐMb^ ÍNBLAÐIÐM( ^iCvOIO ^BLAOIO ^LAOIO tíbladid ^JNBLAOIO ZiUNBLAÐIÐ (gunblaðið IGUNBLAÐIÐ EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l (il.YSINf, \- SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.