Morgunblaðið - 22.05.1981, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.05.1981, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981 9 Arnþór Jensen, Eskifirði 75 ára Arnþór Jensen, einn helzti máttarstólpi Eskfirsks athafnalífs í hálfa öld, er 75 ára í dag. Hann fæddist 22. maí 1906 að Siglunesi við Manitobavatn í Kanada en fluttist sex mánaða gamall til íslands, með foreldrum sínum og þriggja ára til Eskifjarðar, þar sem hann hefur búið æ síðan. Faðir Arnþórs var Pétur Vil- helm Jensen frá Eskifirði og fyrri kona hans, Þórunn Magnúsdóttir, frá Stafafelli í Lóni. Þau skildu þegar Arnþór var á 9. ári, en það var áfram náið samneyti með þeim feðgum þótt Arnþór fylgdi móður sinni við skilnaðinn. Arn- þór gekk í barnaskóla á Eskifirði en fór síðan í tilsögn einn vetur hjá Ríkarð Breck, síðar prófessor. Þaðan hélt hann í Gagnfræðaskól- ann á Akureyri, sem Sigurður Guðmundsson skólameistari, hafði þá nýtekið við, og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1923. Þar með var formlegri skólagöngu lokið. Hann sótti þó síðar fáeina tíma í bók- haldskunnáttu hjá Gísla Sigur- björnssyni á Grund, en að öðru leyti hefur hann numið í skóla lífsins. Fyrst að námi loknu vann Arnþór í verzlun föður síns en siðan m.a. hjá ýmsum athafna- mönnum á Eskifirði við verzlun- arstörf, verkstjórn í fiskverkun og útgerð og við fiskverkun í félagi við aðra um árabil. í heimskreppunni hafði Arþór forgöngu um að stofnað var Pönt- unarfélag Eskfirðinga og hefur leitt það fyrirtæki af myndarskap og dugnaði. Fyrir það og störf hans í þágu Pöntunarfélagsins verður hans lengi minnst á Eski- firði. Frá aðdraganda stofnunar- innar segir í bók eftir Einar Braga Sigurðsson, 40 ára afmælisriti Pöntunarfélags Eskfirðinga. Þar segir svo: „í næstu byggð fyrir norðan hafði verið stofnað Pöntunarfélag alþýðu, Neskaupstað. Það fór vel á stað og var strax áberandi verzl- unaraðili í kauptúninu. Þó Esk- firðingar hafi löngum verið tregir til að viðurkenna að nokkuð gott kæmi frá Norðfirði, hvað þá Reyð- arfirði vakti þetta nú engu að síður athygli á Eskifirði og ýtti undir að sambærileg tilraun yrði gerð þar. Þegar kom fram á árið 1933 fóru nokkrir menn í þorpinu að bera saman bækur sínar um þetta efni. Á því er enginn vafi að Arnþór Jensen hreyfði þessu máli fyrstur. Kristján í Skuld sagði við mig í vor er leið: Við Arnþór hittumst á götu eitt kvöld sem oftar og fór hann þá að minnast á hvort við ættum ekki einhverjir að reyna að stofna félag um að panta okkur vörur. Jú, okkur kom saman um að það gæti verið gagnlegt." Það reyndust orð að sönnu og hér á við, að mjór er mikils vísir. Pöntunarfélagið var stofnað 6. des. 1933. Þar tóku menn höndum saman um félagslegt átak til að lækka vöruverð í dýrtíðinni. T.veimur vikum síðar var Arnþór ráðinn pöntunarstjóri félagsins frá næstu áramótum. Pöntunarfélagið byrjaði smátt. Framkvæmdastjórinn safnaði saman listum frá félagsmönnum og pantaði eftir þeim. En félagið óx og dafnaði undir stjórn Arn- þórs og strax á fyrsta ári flutti það inn kol auk ýmissa matfanga og hreinlætisvara og flutti út dálítið af fiski. Framan af hafði félagið ekki eigið húsnæði en strax 1935 réðst Arnþór í það sjálfur að kaupa hús sem Kaupfélag Eskfirð- inga hafði starfað í og leigja Pöntunarfélaginu aðstöðu í því. Hér er ekki aðstaða til að rekja þá miklu og umbrotasömu sögu sem Pöntunarfélagið og Arnþor hafa átt sameiginlega. En það er óhætt að segja að saga Arnþórs og saga Pöntunarfélagsins séu svo sam- ofnar að þær verði ekki sagðar sitt í hvoru lagi. Og vöxtur og viðgang- ur Pöntunarfélagsins er til marks um dugnað og ósérplægni og útsjónarsemi Arnþórs. laðibörn sem koma þjóðfélaginu arsamur um að aldrei vantaði að litlu gagni. neitt. Arnþór hefur ávallt verið mikill Ég veit að það munu mér færari dugnaðarforkur. Þegar hann var menn skrifa um þau hjón Guðnýju 60 ára byggði hann síldarplan. og Arnþór Jensen á þessum merku Hann hefur starfað mikið að tímamótum í ævi þeirra. En Guð- félagsmálum. Var lengi í hrepps- nývarð 70 ára 8. marsl sl. nefnd Eskifjaðar og kom þar Ég óska ykkur hjónum og niðj- mörgu góðu til leiðar eins og um ykkar allra heilla í nútíð og raunar allstaðar þar sem hann framtíð. Einnig þakka ég ykkur hefur haft hönd í bagga. Þátt fyrir fyrir góða viðkynningu sl. 19 ár. 75 ár að. baki vinnur Arnþór Og það er svo lærdómsríkt að ^ ennþá. Hann er umboðsmaður spjalla við ykkur yfir kaffibolla í Olís, Esso og auk þess afgreiðslu hinu gamla og vel við haldna húsi Ríkisskipa. ykkar. Forseti íslands sæmdi Arnþór Lifið heil og lengi. riddarakrossinum árið 1979 fyrir Regína Thorarensen. vel unnin verslunar- og félags- Eskifirði. málastörf. Tel ég hann vel að þeim sóma kominn. Arnþór stýrði Pöntunarfélagi í gegnum heimskreppuna, stríðsár- in, síldarævintýrin, innflutnings- haftatímabil, góðæri og illæri af myndarskap, framsýni og dugn- aði. Önnur verzlunarfyrirtæki börð- ust í bökkum og gáfust upp þar á meðal kaupfélagið Björk, sem var meðlimur í Sambandi ísl. sam- vinnufélaga og óskaði það reyndar eftir því að sameinast Pöntunarfé- laginu. Því var hafnað, en síðan samþykkt að yfirtaka rekstur þess og gekk þá Pöntunarfélagið í Samband ísl. samvinnufélaga. Þetta var árið 1969. Óhætt er að segja, að þegar blaðað er í gegnum sögu Pöntunarfélagsins að ævin- lega voru atburðir að gerast, hugmyndir að fæðast og fram- takssemin birtist hvarvetna, jafn- vel á mestu erfiðleikatímum. Arnþór gekk að eiga Guðnýju Pétursdóttur árið 1931. Þau eign- uðust fjögur börn, Gauta yfir- lækni á Akureyri, Val, kaupfélags- stjóra á Akureyri, Hlíf, sem búsett er í Danmörku, og Guðnýju Önnu, sem búsett er í Reykjavík. Arnþór Jensen hefur alla tíð verið mikill félagshyggjumaður og áhugasamur jafnaðarmaður. Hann hefur verið einn af burðar- ásum Alþýðuflokksins á Eskifirði og Austurlandi um áratuga skeið. Ævinlega er gott að leita til Arnþórs og bera saman við hann bækur, um hvaðeina sem efst er á baugi hverju sinni. Arnþóri er félagshyggjan og jafnaðarstefnan í blóð borin. Hann vildi og vill sjá árangur hennar í framkvæmd. Það hefur líka tekizt, hann hefur með nær fimm áratuga starfi sínu í Pönt- unarfélaginu reist minnisvarða um stefnuna í framkvæmd. Arnþór hefur, eins og áður segir, verið einn af helztu mátt- arstólpum Alþýðuflokksins á Austurlandi. Hann var um árabil fulltrúi Alþýðuflokksins í sveitar- stjórn og tvisvar var hann í framboði fyrir Alþýðuflokkinn til Alþingis og vegnaði vel í þeim kosningum og styrkti stöðu flokksins í kjördæminu. Á þessum tímamótum flyt ég Arnþóri og fjölskyldu hans beztu heillaóskir og þakklæti okkar Al- þýðuflokksmanna fyrir ágætt og ánægjulegt samstarf. Kjartan Jóhannsson Arnþór er fæddur að Siglunesi við Manitobavatn í Kanada, 22. maí 1906. Foreldrar hans voru Pétur W. Jensen og Þórunn Mark- úsdóttir. Er Arnþór kominn af góðum og traustum ættum og dugmiklu heiðursfólki, sem drifu sig áfram á heiðarlegan hátt og urðu traustir athafnamenn hver á sínu sviði. Arnþór hefur ekki orðið neinn eftirbátur forfeðra sinna, nema síður skyldi. Á unglingsárunum vann Arnþór við verslun föður síns. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri á 2 vetrum árið 1923 (3ja ára nám þá) þá 17 ára. Hann vann hjá Friðgeir Hallgrímssyni og fleiri athafna- mönnum og allstaðar líkaði vel við hann. Þá var hann verkstjóri hjá útgerðarfélaginu Andra, sem var stórt fyrirtæki á þeim tíma. Sem marka má af því að 300 skipspund af saltfiski komust í einu á fiskireitinn og voru um 100 manns i vinnu. Árið 1933 var stofnað á Eski- firði Pöntunarfélag. Var Arnþór Jensen kosinn framkvæmdastjóri þess og gegndi hann því starfi í samfellt 43 ár við góðan orðstír. Arnþór giftist fallegri og mikil- hæfri konu, Guðnýju Pétursdóttur og áttu þau 4 börn. Gauti, yfir- læknir á Akureyri, fæddur 1933, Valur forstjóri á Akureyri, fædd- ur 1935, Hlíf. búsetta í Danmörku, fædd 1940 og Guðný Anna fædd 1951, búsett í Reykjavík. Öll hafa börn Guðnýjar og Arnþórs verið ábyrg og mikilhæf þjóðfélags- þegnar, enda urtnið fyrir sinni skólagöngu sjálf. Ég tel að það séu bestu þjóðfélagsþegnarnir, sem þurfa að vinna fyrir sinni skóla- göngu sjálf. En ekki að foreldrar segi börnum sínum að þau eigi að læra þetta og hitt og skaffa börnum sínum ótakmarkaðan pening til náms, eins og algengt er í nútímaþjóðfélagi. Enda þegar þetta blessaða fólk á að standa á eigin fótum, eru þetta bara súkku- Eins og áður segir, er Arnþór gagnfræðingur að mennt. Ein kona, sem vann hér í pöntó undir stjórn Arnþórs í 2 sumur sagði mér að hún hefði mikið lært af honum þrátt fyrir mikla reynslu sína í verslunarmálum í Reykja- vík, þar sem hún rak verslun sjálf. Þessi kona dásamaði Jensen fyrir stjórnsemi og góða umgengni i versluninni. Ennfremur sagði hún að það hefði oft verið langur vinnutími hjá Arnþóri, því hann hefði rekið Pöntunarfélagið af iífi og sál, og alltaf verið svo hugsun- Hús til sölu í Stykkishólmi Einbýlishús, hæö, ris og bílskúr til sölu. Upplýsingar í síma 93-8308. Safamýri Höfum í einkasölu 2ja herb. 95 fm. íbúö á jaröhæö í fjölbýlishúsi. Mjög góö íbúö á góöum staö. 28444 HÚSEIGNIR &SKIP VELTUSUNDn Verkstæðishús í Hafnarfirði á besta stað við Reykjavíkurveg til sölu. Húsiö er steinsteypt um 200 ferm. Heimild til stækkunar. 3000 ferm. lóö fylgir. Laust 1. júlí. Árni Gunnlaugsson hrl. Austurgötu 10, Hafnarfiröi, sími 50764. AUSTURSTRÆTI FASTEIGNASALA AUSTURSTRÆTI 9 SÍMI 15920 — 17266. Huseign að Þjórsárgötu 9 er til sölu Mjög hentugt lager- eöa iönaðarhúsnæði. Jaröhæö um 400 ferm. Stendur á rúmlega 1000 fm. eignarlóö. Vöruafgreiösla skipafélags á næstu grösum. Laus strax. Frekari uppl. á skrifstofunni. Gunnar Guðmundsson hdlT Hafnarfjörður Nýkomið til sölu Kaldakinn 3ja herb. íbúð í 1. flokks ástandi á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Bílgeymsla úr timbri fylgir. Ólduslóð 2ja—3já herb. íbúð í góðu ástandi á neðri hæð í tvíbýlis- húsi á fallegri hornlóð. Norðurbraut 3ja herb. falleg íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Iðnaðarhúsnæði við Reykjavíkurveg um 200 ferm. á efri hæð á góðum stað. Fullfrágengiö að utan. Sér inngangur. Árnl Gunnlaugsson. nri. Austurgotu 10. Hafnarfirdi. sími 50764 Við Álftamýri 3ja herb. 96 fm. góö íbúö á 1. hæö Bílskúrsplata Utb. 370 þ. í smíðum Skerjafirði 150 fm. fokheld neöri sérhæö í tvíbýlis- húsi. Afh. fokheld í júní nk. Teikn. á skrifstofunni. Raðhús við Fljótasel 280 fm. vandaó raóhús m. 2ja herb. sér íbúó í kjallara Skipti hugsanlega á 4ra—5 herb. góóri blokkaríbúó í Heim- um, Laugarnesi eöa Fossvogi. Lítið steinhús við Nýlendugötu 55 fm. snoturt steinhús. Nióri er rúm- gott eldhús meó nýlegri innrótttingu, baóherb. og geymsla. Uppi er góó stofa. Veró 270 þús. Hæð við Holtagerði 4ra herb. 127 fm. neöri sórhæö í tvíbýlishúsi. Laus fljótlega Utb. 430 þús. Við Bólstaðarlíð 4ra til 5 herb. 120 fm. góó íbúó á 3ju hæó Utb. 430 þús. Við Álfheima 4ra herb. 117 fm. vönduö íbúö á 1. hæö Utb. 430 þús. Við Sléttahraun Hf. 4ra herb. 107 fm. góó íbúó á 1. hæö Þvottaaóstaóa á hæóinni. Bílskúrsrétt- ur Utb. 330 þús. Við Hraunbæ 4ra herb. 110 fm. góö íbúó á 1. hæö. Utb. 380 þús. Viö Kóngsbakka 4ra herb. 108 fm. góö íbúó á 2 hæó. Þvottaherb. innaf eldhúsi Utb. 370 þús. Viö Móabarð Hf. 3ja herb. íbúó á 1. hæö í fjölbýlishúsi. Suóursvalir. Laus fljótlega. Utb. 280 til 300 þús. Við Hraunbæ 3ja herb 96 fm. íbúó á 1. hæó. 2 svalir Laus fljótlega. Utb. 300 þús. I Norðurmýri 3ja herb. 90 fm. vönduó kjallaraíbúó. Sér inng og sér hiti Utb. 300 þús. Við Engjasei 3ja herb. 88 fm. góó íbúó á 1 hæö Bílastæói í bílhýsi fylgir. Utb. 350 þús. Við Furugrund 3ja herb. 85 fm. góó ibúó á 2. hæó Herb. i kjailara fylgir Utb. 360 þús. Viö Dvergabakka 3ja herb 86 fm. góö endaíbúó á 3ju hæó (efstu). 2 svalir. Laus fljótlega. Utb. 300 þús. Byggingarlóðir Höfum til sölu byggingalóóir undir einbýlishús í Skerjafirói, Mosfellssveit og á Álftanesi. EiGnftmioLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SÍMI 27711 Sölustjóri Sverrir Kristinsson Unnsteinn Beck hrl. Simi 12320

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.