Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981
13
Fjármálaráðherra hefur sam-
ið lista yfir nokkur stór fyrir-
tæki, sem ekki hafa greitt tekju-
skatt undanfarin ár. Þessi listi
er síðan sendur ríkisútvarpinu
til upplesturs.
Tilgangurinn mun hafa verið
að sýna fram á réttmæti þeirrar
breytingar á skattalögum sem
fólust í frumvarpi ríkisstjórnar-
innar, þar sem gert er ráð fyrir
takmörkun afskrifta ef hagnað-
ur nær ekki tilteknu hlutfalli af
Athugasemd
■ (
veltu fyrirtækisins. Að því er
Sölumiðstöðina varðar þá hefði
hér ekki verið feitan gölt að flá,
þar eð afskriftir í rekstri SH eru
óverulegur liður.
Skattleysi Sölumiðstöðvarinn-
ar byggir ekki á lélegri afkomu
og því síður miklum afskriftum,
heldur á sérstöku ákvæði í
skattalögum, sem gerir ráð fyrir
að slík fyrirtæki hafi heimild til
að endurgreiða hagnað til fé-
lagsmanna, en þá er hagnaður-
inn að sjálfsögðu tekjufærður
hjá þeim og skattlagður á venju-
legan hátt eftir því sem efni
standa til.
Til frekari upplýsinga má geta
þess að Sölumiðstöðin fær 2% af
fob-verðmæti útflutnings til að
standa undir sölukostnaði og
annarri þjónustu við frystihúsin.
Á undanförnum 10 árum hefur
um 1%, eða jafnvel rúmlega
helmingur þessarar þóknunar,
verið endurgreiddur frystihús-
unum í árslok, og er þetta að
sjálfsögðu tíundað sem tekjulið-
ur af Þjóðhagsstofnun, þegar
samdar eru áætlanir um afkomu
frystihúsanna.
Það virðist því hæpið að til-
greina Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna í fyrrnefndri upptaln-
ingu.
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson
Cynthia segir frá
ævi sinni með Lennon
Fjölvaútgáfan hefur sent
frá sér bókina „Lifað með
Lennon“, eftir Cynthiu, fyrr-
verandi eijíinkonu Johns
Lennons. Bókin er minn-
ingahok hennar, þar sem
Cynthia greinir frá upphafi
vinsælda Bítlanna, en hún
var skólafélagi Lennons og
var kona hans, unz Yoko Ono
kom til skjalanna.
Bókin er 256 blaðsíður með
ógrynni mynda frá Bítlaævintýr-
inu, en auk þess hefur höfundur
myndskreytt atburði, sem ekki
tókst að festa á filmu. Bókin er 11
kaflar. í fyrsta kafla lýsir Cynthia
bernsku sinni og kynnum af Lenn-
on, en síðasti kaflinn heitir „Yoko
Ono“.
Steinunn Þorvaldsdóttir hefur
þýtt bókina á islenzku, setning og
Lífað með
Lennon
prentun er unnin af Prentstofu G.
Benediktssonar og bókband af
Arnarfelli.
Ráðstefna:
„Bindindi er náttúruvernd“
í Brúarlundi í Landsveit
7% vísitöluskerðingu
mótmælt harðlega
Á AÐALFUNDI Sveinafélags
málmiðnaðarmanna á Akranesi,
sem haldinn var 22. april sl„ var
eftirfarandi ályktun samþykkt:
Aðalfundurinn mótmælir harð-
lega 7% vísitöluskerðingu, sem
ríkisstjórnin lögfesti um síðustu
áramót og kom til framkvæmda 1.
mars. Það vekur reiði og furðu
málmiðnaðarmanna hversu ráð-
lausir og glámskyggnir þeir menn
eru sem með stjórn landsins fara,
nú og á liðnum áratug, að sjá þá
einu leið í baráttunni við verðbólg-
una að rifta gerðum kjarasamning-
um. Ríkisstjórnir er slíkum aðferð-
um beita ættu að víkja tafarlaust
af valdastóli, ef þær sjá ekki aðra
maðka í verðbólgumysunni en kaup
hins almenna launþega.
ÞINGSTÚKA Reykjavíkur
(IOGT) og íslenskir ungtemplar-
ar efna til ráðstefnu laugardag
og sunnudag 13. og 14. júní nk.
um verkefnið „Veröld án vímu“
sem þessir aðilar vinna sameig-
inlega að. Auk þess verður á
ráðstefnunni fjaliað um málefni
árs fatlaðra og ferða- og úti-
lifsmál og n\un Ásgerður Ingi-
marsdóttir, fulltrúi Öryrkja-
bandalagsins, flytja erindi um
fyrrgreinda málefnið og Tómas
Einarsson kennari um hið síðar-
nefnda.
Ráðstefnan hefur fengið yfir-
skriftina „Bindindi er náttúru-
vernd“ og verður haldin í félags-
heimilinu Brúarlundi í Lands-
sveit í Rangárvallasýslu og verð-
ur sett á laugardagsmorgun 13.
júní og henni lýkur eftir hádegi á
sunnudag. Efnt verður til kvöld-
vöku á laugardagskvöld. Gert er
ráð fyrir að um 40 fulltrúar muni
sækja ráðstefnuna.
Á vegum verkefnisins „Veröld
án vímu“ hefur verið efnt til
ferðahappdrættis til tekjuöflunar
fyrir þetta fræðslu- og kynning-
arstarf m.a. í skólum, er tekur til
tveggja ára tímabils. Dregið
verður í happdrættinu 10. júlí nk.
Forráðamenn þessa starfs
treysta á stuðning góðra manna
til þess að bindindisstarf í land-
inu megi fara vaxandi og dregið
verði úr tjóni af völdum áfengis-
neyslu.
í stjórn framkvæmdanefndar
fyrrgreinds verkefnis eru: Einar
Hannesson, Árni Einarsson,
Halldór Kristjánsson og Sigurður
Rúnar Jónmundsson. — Skrif-
stofa þess er í Templarahöllinni í
Reykjavík.
Howard Hesseman og Sylvia Krist-
el i hlutverkum sínum i myndinni
„Táningur i einkatíma".
Laugarásbíó frumsýnir:
„Táningur í einkatíma“
í DAG (rumsýnir Laugarásbió
handaríska gamanmynd, Táningur
í einkatíma (Private Lessons). Leik-
stjóri er Alan Myerson. t aðalhlut-
verkum eru Sylvia Kristel. Howard
Iiesseman og Eric Brown.
Myndin fjallar um vinina Philly
og Sherman, sem komnir eru á þann
aldur, þegar hugurinn er farinn að
snúast um kvenþjóðina, og fyrstu
reynslu þeirra í ástamálum.
Iceland Review
með breyttu útliti
NÝTT IIEFTI er komið út af
ritinu Iceland Review og er það
fjölskrúðugt að vanda og lit-
prentað. Með þessu hefti hefur
verið gerð talsverð útlitshreyt-
ing á ritinu. sem hóf göngu sina
fyrir hartnær tveimur áratug-
um. Er útlit blaðsins nú allt mun
frísklegra. þótt það hafi áður
verið mjög vandað að allri gerð.
í ritinu eru auk fastra þátta
grein eftir Sveinbjörn Björnsson
um ummerki jarðmyndunar á
Islandi, reks höfuðskelja jarðar,
hinn fornhelga stað Þingvelli,
grein um fangelsið að Litla-
Hrauni eftir Magnús Bjarnfreðs-
son, grein um úthafsveiðar og
sjómennsku eftir Kristjönu
Gunnarsdóttur, grein um leir-
kerasmíð eftir Aðalstein Ing-
ólfsson og einnig eru birtar í
ritinu margar gullfallegar mynd-
ir eftir Björn Rúriksson. Þá er
grein eftir Kjartan L. Pálsson um
golfleik allan sólarhringinn. Þá
er grein um prentsmiðju Guð-
brands Þorlákssonar biskups og
loks er grein um íslenzka fálkann.
Forsíðumynd blaðsins er kera-
st*PCNT or vMJOta ««*>«
or«>' nsm
» pam o» KmiM
wmnio ium>
oocf *»w>wo oocc
>9"- CCNTUNV MW Mn wj
1MC ICCUMJ ' M.COO
£5
mik-mynd eftir Sigrúnu Guðjóns-
dóttur, en greinin um leirkera-
smíðina, sem áður er nefnd, er
um list hennar og manns hennar,
Gests Þorgrímssonar.
ur Hagstætt verð
góð gre/ðs/ukjör
Timburverzlunin Völundur hf.
LESTUNÍ
ILENDUM
AMERIKA
PORTSMOUTH
Berglind
Bakkafoss
Goöafoss
Berglind
Bakkafoss
NEWYORK
Ðakkafoss
Berglind
HALIFAX
Goóafoss
Hofsjökull
21. maí
25. maí
28. maí
15. júní
22. júní
27. maí
17. júní
1. júní
22. júní
BRETLAND/
MEGINLAND
ROTTERDAM
Eyrarfoss
Álafoss
Eyrarfoss
Álafoss
ANTWERPEN
Eyrarfoss
Alafoss
Eyrarfoss
Álafoss
FELIXSTOWE
Eyrarfoss
Álafoss
Eyrarfoss
Álafoss
HAMBORG
Eyrarfoss
Álafoss
Eyrarfoss
Álafoss
WESTON POINT
Urriöafoss
Urriöafoss
Urriðafoss
Urriöafoss
25. maí
1. júní
8. júní
15. júní
26. maí
2. júní
9. júní
16. júní
27. maí
3. júní
10. júní
17. júní
28. maí
4. júní
11. júní
18. júní
3. júní
17. júní
1. júlí
15. júlí
KLAPPARSTIG 1 S. 18430
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Dettifoss 1. júní
Dettifoss 15. júní
Dettifoss 29. júní
KRISTIANSAND
Mánafoss 25. maí
Mánafoss 8. júní
Mánafoss 22. júní
MOSS
Mánafoss 26. maí
Dettifoss 2. júní
Mánafoss 9. júní
Dettifoss 16. júní
GAUTABORG
Mánafoss 27. maí
Dettifoss 3. júní
Mánafoss 10. júní
Dettifoss 17. júní
KAUPMANNAHOFN
Mánafoss 28. maí
Dettifoss 4. júní
Mánafoss 11. júnf
Dettifoss 18. júní
HELSINGBORG
Mánafoss 29. maí
Dettifoss 5. júní
Mánafoss 12. júní
Dettifoss 19. júní
HELSINKI
Múlafoss 8. júní
írafoss 18. júní
VALKOM
Múlafoss 9. júní
írafoss 19. júní
RIGA
Múlafoss 11. júní
irafoss 22. júní
GDYNIA
Múlafoss 12. júní
írafoss 23. júní
THORSHAVN
Dettifoss
frá Reykjavík 28. maí
Mánafoss
frá Reykjavík 20. júní
Þrándheimur
Fjallfoss 27. maí
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
- fram og til baka
frá REYKJAVÍK alla mánudaga
frá ISAFIRDI alla þriöjudaga
frá AKUREYRI alla fimmtudaga
EIMSKIP
SIMI 27100