Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aóalstræti 6, sími 22480. Afgreiósla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakió. Stefnuleysi í kjaramálum Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður og forseti Verka- mannasambands íslands var einn ræðumanna Alþýðubanda- lagsins í útvarpsumræðunum á þriðjudagskvöldið. Þar gafst honum kjörið tækifæri til að skýra sjónarmið sín til hækkunar þingfararkaups í janúar sl. og gagnrýna þá þingmenn, sem hann þá taldi „skinhelga", ef þeir ætluðu að taka við launahækkuninni. Auðvitað notaði Guðmundur J. Guðmundsson ekki tíma sinn í umræðunum til að halda þessu máli á loft, enda samrýmdist það ekki þungamiðjunni í ræðu hans, að alþingismenn skyldu muna það fyrst og síðast „að þeir hafa dýpstu skyldurnar við þá sem lægst hafa launin ...“ Mestum tíma ræðu sinnar varði Guðmundur J. Guðmundsson til að ráðast á lækna fyrir kjarabaráttu þeirra auk þess sem hann nefndi flugmenn einnig, þegar hann talaði um kröfur „forrétt- indahópa", eins og hann orðaði það, sem sæktu fram „utan samninga". Athygli vakti, að Guðmundur J. minntist ekki á fóstrur í þessu samhengi, enda mun kjarabarátta þeirra vera honum of skyld eins og hækkun þingfararkaups. Eftir að hafa ráðist heiftarlega á lækna, tók Guðmundur J. Guðmundsson til við að rökstyðja réttmæti þess, að ríkisstjórnin lækkaði laun manna með lögum um 7% 1. mars síðastliðinn. Þar með brá forseti Verkamannasambandsins sér í svipað gervi og Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands Islands, sem tók að sér um áramótin að gegna blaðafulltrúastörfum fyrir ríkisstjórnina til kynningar á bráðabirgðalögunum um kauplækkunina. Dómur Þjóðhagsstofnunar um þau lög er á þann veg, að veigamesti þáttur þeirra hafi verið kaupskerðingin, án hennar hefði framfærsluvísitalan hækkað um 15—16% frá febrúar til maí. I ræðu sinni taldi Guðmundur J. Guðmundsson, að á sínum tíma hefði ekki verið unnt að mynda stjórn með Geir Hallgrímssyni, af því að í stjórnarmyndunarviðræðum hafi hann krafist „afnáms vísitölugreiðslu á kaup, til þess að hindra verðbólgu". Og síðan segir forseti Verkamannasambandsins: „Baráttan gegn verðbólgunni virðist vera eingöngu gegn launum en ekki gegn verðhækkunum." Af samhengi má skilja þessa setningu svo, að verkalýðsrekandinn ætli með henni að vega að pólitískum andstæðingum sínum, en þegar setningin er skoðuð með hliðsjón af gjörðum þeirrar stjórnar, sem Guðmundur J. Guðmundsson styður, er augljóst, að hún hittir hann sjálfan og aðra stjórnarsinna. Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins kom saman til aðal- fundar sl. laugardag og mun þar hafa verið ætlunin að álykta um kjaramál, eftir að flokksbroddarnir kynntu stöðu þeirra og framtíðarstefnuna. Einn fundarmanna hefur lýst andrúmsloftinu á fundinum þannig, að það hafi verið dapurlegt. Engin ályktun var gerð. Alþýðubandalagið er því stefnulaust í kjaramálunum, eins og ræða Guðmundar J. Guðmundssonar í útvarpsumræðun- um sannar. Alþýðubandalagið er að kikna undan þeirri staðreynd, að kaupmáttur launa hefur rýrnað jafnt og þétt í stjórnartíð þess, þrátt fyrir yfirlýsingar flokksbroddanna um að til þess eins væru þeir í stjórn að vernda kaupmáttinn. Það er ekki síður dapurlegt fyrir Guðmund J. Guðmundsson að verða á Alþingi persónugerv- ingur mestu flokkspólitísku misnotkunar verkalýðshreyfingar- innár um áratugaskeið. Örlög Sakharovs Andrei Sakharov varð sextugur í gær. Hann er lifandi tákn andófsins gegn einræðisherrunum í Kreml. Frjálshuga menn um heim allan líta til hans með virðingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hinnar ómannúðlegu ráðstjórnar, hefur henni ekki tekist að þagga niður í Sakharov. Þvert á móti hafa örlög hans orðið til þess að herða menn í vissunni um, að sovésku þjóðinni er haldið í járngreipum. Við höfum kynnst því hér^á landi, þegar dyrum sovéska sendiráðsins er harðlæst á þá menn, sem vilja koma boðum til Kremlar til hjálpar fjölskyldu skákmeistarans Viktor Kortsnojs, hvílík grimmd ræður afstöðu Sovétstjórnarinnar til þeirra einstaklinga, sem hún telur sig ekki hafa algjörlega á valdi sínu. Sakharov hefur verið lokaður af í eigin landi, þó ekki beinlínis með því að senda hann í fangelsi, heidur með því að láta hann dúsa nauðugan í lokuðu borginni Gorki. I tilefni sextugsafmælis Andrei Sakharovs eru honum sendar heillaóskir með því að taka undir orð hans sjálfs, sem eiga erindi til okkar allra: „Að standa vörð um mannréttindi hvar sem er, það er að standa vörð um allt sem heitir mannúð, um leið og það er að standa vörð um framtíð okkar allra." Tillögu Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks um stóríðjumál vísað til ríkisstjórnar: Kommúnisti ræður ferðinni í orkumálum SAMEINAÐ Alþintji samþykkti með 28 atkvæðum gegn 26. að viðhöfðu nafnakalli, tillögu stjórnarliða í allsherjarnefnd, um að visa þingsályktunartillögu meirihluta nefndarinnar (Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks) um stjóriðjumál. til ríkisstjórnar- innar. Með þessari afgreiðslu var komið í veg fyrir að þingsálykt- unartillagan hlyti beina af- greiðslu, en efni hennar er á þá leið að Alþingi skuli kjósa nefnd til að fjalla um aukningu orku- freks iðnaðar næstu ár. til að nýta í rikari mæli en nú er gert, óheislaðar orkulindir vatnsfalla og jarðhita hér á landi. Við atkvæðagreiðsluna voru fimm þingmenn fjarverandi, en einn greiddi ekki atkvæði, Jón Helgason forseti sameinaðs Al- þingis. Stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar voru sammála þess- ari málsmeðferð, en þingmenn stjórnarartdstöðu andvígir og þeirra á meðal voru þeir Eggert Haukdal og Albert Guðmundsson. Nokkrir þingmenn gerðu sér- staka grein fyrir atkvæði sínu. Fyrstur talaði Birgir ísl. Gunn- — segir Matthías Bjarnason — Albert og Eggert greiddu atkvæði með stjórnarandstöðu arsson og sagði hann að ef tillaga allsherjarnefndar yrði samþykkt, þá þýddi það að ríkisstjórnin treysti sér ekki til að lýsa því yfir að verulega eigi að auka orkufrek- an iðnað. í samþykktinni fælist ennfremur að ríkisstjórnin vildi hafna allri samvinnu við stjórnar- andstöðuna um þetta mikilvæga mál. Birgir sagði nei. Gunnar Thoroddsen sagði að hér væri ekki um að ræða hvort menn væru fylgjandi eða andvígir stóriðju, heldur um hvert fyrir- komulag á athugun og undirbún- ingi ætti að vera. Gunnar sagði að venja væri að ríkisstjórn skipaði nefndir til þess að vinna að þessum málum, þær hefðu aldrei verið kosnar af Alþingi. Vitnaði Gunnar í Bjarna Benediktsson sem skipaði nefnd til að fjalla um þessi mál, þegar hann var iðnað- arráðherra. Gunnar sagði já. Halldór Blöndal sagði að sér þætti gott að forsætisráðherra nefndi nafn Bjarna Benediktsson- ar, en hitt þætti sér meira vert ef hann reyndi að tileinka sér skoð- anir hans og eindrægni. Halldór sagði að svo mjög skildi á milli kommúnista og sjálfstæðismanna, að sjónarmiðin yrðu ekki sam- ræmd. Halldór sagði nei. Kjartan Jóhannsson sagði að núverandi vinnubrögð stæðu í vegi fyrir sókn til bættra lífskjara, nú ríkti núll- og neistefna. Kjartan sagði nei. Matthías Bjarnason sagði að sér væri skylt að standa við sína sannfæringu og flokks síns í þessum málum. Matthías sagði að orkuráðherra, sem væri kommún- isti, réði fyrst og fremst ferðinni í þessum málum og gerði ekkert nema grafa sig í möppur með starfshópum og flytja loðnar yfir- lýsingar, því treysti hann ekki ríkisstjórninni að móta stefnuna í stóriðjumálum. Matthías sagði nei. Þingsályktun um eldsneytisgeyma varnarliðsins: Kemur ekki í veg fyrir olíugeyma í Helguvík SAMEINAÐ Alþingi ræddi í gærkveldi þingsályktunartillögu um olíuhöfn og birgðastöð í Ilelguvík. en tillögunni var hreytt i utanrikismálanefnd og mælti nefndin með samþykkt hennar, en ólafur Ragnar Gríms- son hafði þar fyrirvara á. Efni tillögunnar eins og hún er frá utanríkismálanefnd er þannig að Alþingi álykti að fela utanrikis- ráðherra að vinna að þvi, að framkvæmdum til lausnar vanda- málum, sem skapast hafa fyrir byggðarlögin Keflavík og Njarð- vík vegna eldsneytisgeyma varn- arliðsins. verði hraðað sem kost- ur væri. bá leggur nefndin til að fyrirsögn tillögunnar verði eftir- farandi: Tillaga til þingsályktun- ar um lausn á vandamálum vegna eldsneytisgeyma varnar- liðsins. í umræðum um tillöguna kom það m.a. fram hjá Geir Hallgríms- — segir Geir Hallgrímsson son formanni utanríkismála- nefndar að í tillögu nefndarinnar fælust engar efnisbreytingar, mið- að við upprunalegu tillöguna. Orðalagsbreytingar nefndarinnar högguðu ekki því höfuðatriði að ráðherra væri falið að flýta fram- kvæmdum við byggingu eldsneyt- isgeyma fyrir varnarliðið. Geir sagði að þótt Helguvík væri ekki nefnd á nafn í tillögunni, kæmi það ekki í veg fyrir að unnt væri að reisa geyma og höfn þar. Ólafur Ragnar Grímsson sagð- ist fagna því að í nefndinni náðist samstaða um breytingu á tillög- unni. Sagði Ólafur að skoðun Alþýðubandalagsins væri sú að byggja ætti olíugeymslu á Kefla- víkurflugvelli í samræmi við til- lögur Olíufélagsins, en talið væri að unnt yrði að byggja slíka geymslu á 12—18 mánuðum. Ekki væri því lengur gert ráð fyrir byggingu í Helguvík. Eyjólfur Konráð Jónsson sagð- ist fagna nýrri stefnu Alþýðu- bandalagsins í varnarmálum. Sagði hann að með þessum fram- kvæmdum væri verið að stórbæta aðstöðu varnarliðsins og væru þetta mestu framkvæmdir frá stríðslokum. Myndi þetta stuðla að efldum vörnum landsins. Karl Steinar Guðnason sagði að Alþýðubandalagið hefði skipt um skoðun í þessu máli og „étið ofan í sig“ fyrri fullyrðingar um þetta efni. Umræða stóð enn yfir í Alþingi þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkveldi, og benti allt til að tillagan yrði samþykkt með atkvæðum þingmanna allra flokka. Utanrikisráðherra um þingsályktun um eldsneytis- geyma varnarliðsins: Vald utanríkisráðherra ekki skert eða takmarkað „ÞAÐ FER um þessa framkvæmd að öllu leyti með sama hætti og aðrar varnarliðsframkvæmdir, þannig að vald utanrikisráð- herra er ekki skert eða takmark- að á neinn hátt,“ sagði ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra. i umræðum á Alþingi i gær- kveldi, en rætt var um þings- ályktunartillögu um lausn á vandamálum vegna eldsneytis- geyma varnarliðsins, en mjög hefur verið rætt um Helguvik í því sambandi. Ólafur sagði ennfremur, að ekk- ert í tillögunni segöi að olíugeym- ar ættu að rísa í Helguvík, en ekkert mælti því heldur í mót. Hann sagði að í sumar færu fram jarðvegs- og botnrannsóknir við Helguvík og gæti enginn sagt fyrir um útkomu úr þeim rannsóknum. Sagði hann að ákvörðun í málinu gæti mótast af þeim niðurstöðum, hann gæti ekki tekið ákvörðun nema að undangenginni rannsókn. Guðrún Helgadóttir spurði í þessum umræðum, hvort utanrík- isráðherra héldi að það væri í hans valdi að byggð væri her- skipahöfn í Helguvík. „Vald hans væri hið sama og annarra ráð- herra, ekki meira." Síðan sagði Guðrún að „enginn óbrjálaður maður talaði um varnarlið á Islandi". Vöktu þessi ummæli nokkurn kurr hjá þingmönnum og sagði þá Guðrún, að hún „teldi utanríkisráðherra ekki brjálað- an“, en bætti við að „enginn maður með óbrjálaða dómgreind teldi að hér væri um varnarlið að ræða“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.