Morgunblaðið - 22.05.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 22.05.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981 5 Hestamannafélagið Sörli, Hafnarfirði: Dagur fatlaðra á morgun f TILEFNI af ári fatlaðra hyjíxst HcstamannafélaKÍð Sörli í Hafn- arfirði efna til dags* fatlaðra laugardaginn 23. mai nk. Þá munu félagar þess teyma undir fötluðum á svæði félagsins við Kaldársselsveg frá kl. 15. Þeim sem óska eftir að nýta sér þetta boð er bent á að æskilegt er að tilkynna þátttöku í síma 53418 og 51990 eða 52658 föstudaginn 22. maí, en þeim sem ekki eiga þess kost að tilkynna þátttöku á þeim tíma er eigi að síður velkomið að mæta. Hermann Þórisson Þrjár hljómsveit- ir í Hafnarbiói HUÓMSVEITIRNAR Orghestar, Tívolí og Jurkar halda í kvöld kl. 20:30 hljómleika í húsnæði Al- þýðuleikhússins í Hafnarbíói. Tív- olí kynnir þar lög af væntanlegri plötu sinni og Orghestar og Jurkar flytja aðallega frumsamið efni. Sem fyrr segir eru hljómleikarnir í Hafnarbíói kl. 20:30 í kvöld. Doktorsvörn Miðvikudaginn 27. maí varði Hermann Þórisson doktorsrit- gerð við Gautaborgarháskóla. Ritgerð Hermanns er á sviði líkindafræði og heitir „The Coupling oí Regenerative Pro- cesses*4.1 ritgerðinni beitir hann nýlegri líkindafræðilegri tækni við rannsókn á „Regenerative Processes“, sem er mjög mikil- væg tegund líkindaferla (stoch- astic processes). Niðurstöður Hermanns hafa hagnýtt gildi, m.a. í „Queuing Theory", en hún er grundvöllur ýmissa líkana við rannsóknir og áætlanir varðandi birgðastreymi, samgöngur og aðra þjónustu. Hermann er fæddur 1. október 1952, sonur Bjargar Hermanns- dóttur og Þóris Bergssonar, tryggingastærðfræðings. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1972, og fil. cand.-próf frá Gautaborgar- háskóla 1975. Síðustu árin hefur hann, samhliða námi og rann- sóknum, kennt við þann háskóla. Kona Hermanns er Rannveig Sigurðardóttir, sem lauk fil. cand.-prófi í nútímasögu frá Gautaborgarháskóla nú í vetur. Bessi hylltur á 30 ára afmælinu BESSI Bjarnason átti 30 ára leikafmæli á frumsýningu Gusts í Þjóðleikhúsinu sl. miðvikudagskvöld. Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri og ýmsir fleiri úr röðum leikhúsmanna ávörpuðu Bessa, en á myndinni er einn úr hópi leikara, Arni Tryggvason, að tala í tilefni dagsins. Voru Bessa færðar blómaskreytingar og heilla- óskir bárust og Þjóðleikhús- gestir fögnuðu innilega þess- um vinsæla leikara. Siglfirðingafélagið í Reykjavik 20 ára: Siglfirðingamót á sunnudag SIGLFIRÐINGAR búsettir á höf- uðborgarsvæðinu minnast afmæl- is kaupstaðarréttinda Sigiufjarð- ar með fjölskyldufagnaði á sunnudaginn kemur, 24. mai, i veitingahúsinu Glæsibæ. Slikar samkomur hafa verið haldnar árlega á vegum Siglfirðingafé- lagsins í Reykjavik og nágrenni. en félagið er 20 ára á þessu ári. Á fjölskyldufagnaðinum hittast ungir og aldnir Siglfirðingar og velunnarar Siglufjarðar syðra. Fjöldi kvenna innan vébanda fé- lagsins annast undirbúning, bakstur og framreiðslu á kaffi og meðlæti á þessari samkomu milli klukkan 15 og 18. Verði veitinga verður mjög í hóf stillt og sem fyrr munu ellilífeyrisþegar fá veitingar ókeypis á fjölskyldu- fagnaðinum. Siglufjörður hlaut verslunar- réttindi 20. maí 1818 og kaupstað- arréttindi 100 árum síðar eða 20. maí 1918. Þessara tímamóta er árlega minnst á Siglufirði og jafnframt hefur sú venja skapast að Siglfirðingafélagið haldi fjöl- skyldufagnað sinn á sunnudegi sem næst 20. maí ár hvert í Reykjavik. Á félagaskrá Siglfirð- ingafélagsins eru nú um 1100 manns og tekur unga fólkið ekki síður þátt í starfseminni en hinir eldri. Formaður Siglfirðingafé- lagsins í Reykjavík og nágrenni er Ólafur Ragnarsson. ITALIA LIGNAN0 SABBIADORO Feröaskrifstofan Forsjáll^Ferðamaður velur Útsýnarferð Austurstræti 17, símar 20100 og 26611. Það bezta ,er ódýrt í Útsýnarferð Útsýnarferð — bezta fjárfestingin BEZTA FERÐATILBOÐ VORSINS: Lignano: 29. maí og 12. júní 2 eða 3 vikur. Útborgun aðeins kr. 500.00 Eftirstöðvar á 6 mánuðum. Sérstakur barnaafsláttur NÚ SKÍN SÓLIN GLATT Á GULLNU STRÖNDINNI OG HITINN ER ÞÆGILEGUR Blikandi sólskin — blátt haf — dimmgrænn furuskógurinn, sem ilmar yndislega — iðandi mannlíf — góðar verzlanir — og ítölsk matargerðarlist — hvað er hægt að hugsa sér betra í sumarleyfinu? RESIDENCE LUNA 2-3-4 Bjartar og rúmgóðar íbúðir alveg á ströndinni á bezta stað í Lignano. íbúðirnar eru með 1 eða 2 svefnherbergjum, stofu, baði og eldhúsi. Góðar svalir. Á jarðhæð er eigin skrifstofa Útsýnar og fjöldi þjónustufyrirtækja s.s. matsölustaðir, verzlanir, kaffihús, hjólaleiga o.fl. Sundlaug og garður. Diskótek. KYNNISFERÐIR: Lignano er frábærlega vel staðsett með tillitl til áhugaverðra og fróðlegra kynnisferða til fornfrægra borga og staða í þessu sögufrægasta landi Evrópu. Möguleikarnir eru óþrjótandi eftir óskum farþega, s.s. Flórenz, Róm, Verona, Milano, Trieste. örstutt er til Austurrikis og Júgóslaviu. ógleymanleg ferð öllum. sem reynt hafa er Feneyjaferðin. Sigling um síkin á gondól hefur lengi verið talið tákn rómantikur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.