Morgunblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981
17
Sigmundsgálginn og Sigmundspallurinn:
Trillu sem var sökkt. með sjálfvirkan sleppibúnað bjorKunarbáts, marar í kafi en Gúmmibátur á leið i sjóinn byrjaður að
sjómaðurinn er kominn um borð i gúmmibát sem skaust upp undan trillunni um leið og blásast upp eftir að Grímur á Felli kippti i
sjór komst í piiluna sem losar gúmmíbjörgunarbátinn og hleypir lofti á hann. handfangið á Sigmundspallinum. en pallur-
Ljósmyndir Mbl. SiKurifeir. inn er staðsettur á stýrishúsinu.
Sjómaður syndir að bát sinum á hvolfi en
við kjölinn sést handfangið sem losaði
gúmmíbjörgunarbátinn ok einni mínútu
síðar var sjómaðurinn kominn i upphlásinn
KÚmmíbjorKunarbát.
Sýning á nýjum björKunartækjum í skip, Sigmundsgálgan-
um og Sigmundspallinum, var haldin í Vestmannaeyjahöfn sl.
miðvikudag að viðstöddu miklu fjölmenni. Skuttogarinn
Vestmannaey sýndi notkun pallsins við skutrennuna, Helga Jó
sýndi notkun Sigmundspallsins á stýrishúsi lítils báts, trillu
var sökkt til þess að láta sjálfvirkan sleppibúnað björgunar-
báts virka og öðrum litlum báti var hvolft til þess að sýna
möguleika manns sem komst á kjöl, en með hinum nýja
útbúnaði Sigmunds er auðvelt að koma fyrir sleppibúnaði með
einu handfangi á kilinum. Fulltrúar Siglingamálastofnunar,
SVFÍ, Sjóslysanefndar, Fiskifélags, útvegsmanna og fleiri
aðila, voru viðstaddir sýninguna, en menn eru sammála um að
búnaður Sigmunds eigi eftir að auka mjög björgunarmögu-
leika sjómanna er bátar farast. Haraldur Henrysson,
formaður Sjóslysanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið
að nefndin myndi berjast fyrir lögbindingu þessa búnaðar á
öll skip landsins fyrir næstu vetrarvertíð. Páll Guðmundsson
frá Siglingamálastofnun kvað hér um mjög athyglisverðar og
snjallar hugmyndir að ræða, hér væri um mikið vandamál að
ræða bæði á smærri og stærri skipum að sjósetja björgunar-
báta og kvaðst hann telja að Siglingamálastofnun tæki þetta
mál snarlega fyrir. Hannes Hafstein hjá SVFÍ kvðast harla
glaður yfir framkvæmd þessara hugmynda Sigmunds, því með
þeim rættist langþráður draumur í öryggis- og björgunarmál-
um sjómanna.
Á björgunarsýningunni í Eyjum sýndi Markús Þorgeirsson
einnig öryggisnetið Markús og fór vel að sýna verk þessara
tveggja manna saman.
Stundum hafa skip farist með svo snöggum hætti að áhafnir
þeirra hafa ekki fengið tíma til sjósetningu gúmmíbjörgunar-
báta. Þó hefur kannski tekist að komast með bátana
óuppblásna í sjóinn og eftir mikið erfiði þar að blása þá upp og
nota sem björgunartæki, en því miður hafa menn stundum
farist við þess háttar aðstæður og í annan tíma hefur öll
áhöfn farist vegna þess að enginn hefur komist að
björgunarbátnum, að álitið hefur verið. Menn hafa því oft á
undanförnum árum velt fyrir sér hvort ekki væri hægt að
útbúa tæki, sem á fljótvirkan hátt og með lítilli fyrirhöfn gæti
komið gúmmíbáti í sjóinn og blásið hann upp.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, stýrimaður, mikill áhugamaður
um slysavarnamál, hvatti Sigmund Jóhannsson í Vestmanna-
eyjum til þess að hanna slíkt tæki, en Sigurður Óskarsson í
Eyjum reifaði fyrst hugmyndina um skotpall fyrir björgunar-
bát. Sigmund hafði síðan á þessum vetri, samband við
kunningja sína, útgerðarmennina á Kap II, Einar Ólafsson
skipstjóra og Ágúst Guðmundsson vélstjóra, og fór fram á það
að fá að útbúa á Kapina tæki, sem hann hafði hugsað sér til
fyrrnefndra nota. Þeir félagar létu sér ekki nægja að leyfa
Björgunarnet Markúsar sannaði ágæti sitt á sýningunni.
Sjóslysanefnd
berst fyrir
lögbindingu
björgunartækja
þetta, þeir buðust einnig til þess að kosta smíði og
uppsetningu tækisins. Tækið byggist á því að þegar tekið er í
handfang, sem er í brú eða annars staðar, eða fleiri handföng
sem geta verið í sama skipi, þeytist gúmmíbáturinn
uppblásinn í sjóinn.
Tækið var reynt í fyrsta skipti um borð í Kap II 24. feb. sl.
Sjómenn, útgerðarmenn og áhugamenn um björgunarmál,
sem fylgdust með, voru allir sammála um ágæti tækisins.
Margir sögðu að þarna væri komið tækið, sem svo oft hefði
vantað, þegar skip hefðu farist með snöggum hætti og þegar í
stað ætti að setja svona útbúnað í öll skip. Þórhallur
Hálfdánarson, starfsmaður Rannsóknanefndar sjóslysa,
fylgdist með og hreifst, sem aðrir og í framhaldi þessarar
reynslu var ákveðið að Sigmund hannaði tvö tæki til viðbótar,
sem Rannsóknanefndin kostaði. Tæki þessi voru sett á b/v
Vestmannaey, 462 brl. skuttogara, og Helgu Jó, 12 brl.
dekkbát. Tækið á b/v Vestmannaey er hugsað sem björgun-
artæki fyrir mann, sem fer aftur úr skutrennu skuttogara.
Það var reynt 25. mars og reyndist fullkomlega.
Enn var haldið áfram og smíðað tæki, þar sem gengið var
frá opnara (handfangi) við kjöl á litlum báti, til þess að sýna
að þó skip og bátar færu á hvolf ættu menn lífsvon, ef þeir
kæmust á kjöl og næðu þar í handfangið og skjóta þar með og
blása gúmmíbátinn upp.
Enn hélt Sigmund áfram að fullkomna útbúnað sinn, og nú
síðast tæki sem sjósetur bátinn og blæs hann upp án þess að
mannshönd komi þar nálægt.
„Álkassa, sem er að fyrirferð lítið stærri en kíkiskassi, er
komið fyrir í stýrishúsi," sagði Friðrik Ásmundsson, skóla-
stjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, á fundi með
blaðamönnum. „Þegar þessi kassi fyllist af sjó losnar
gúmmíbáturinn og blæs sig upp og verður björgunartæki á 5
sekúndum. Allt þetta hefur Rannsóknanefnd sjóslysa kostað.
Básaskersbryggjan var þétt skipuð fólki og margir fóru um
borð í næstu háta til þess að fylgjast með björgunarsýning-
unni.
Sigmund Jóhannsson hefur ekki og ætlar ekki að taka við
neinum greiðslum fyrir þennan útbúnað, hvorki fyrir
hugmynd né vinnu. Hann segir þetta gjöf til íslenskra
sjómanna. Tækin hafa verið smíðuð í vélsmiðjunni Þór hér í
Eyjum, aðallega af Matthíasi Nóasyni og Eggerti Garðars-
syni, vélsmiðum. í sjónvarpi hefur komið fram sá mikli
misskilningur, að nánast þurfi að sérsmíða þennan útbúnað á
hvert skip. Aðalhlutar tækisins, læsing fyrir losun og
uppblásningu gúmmíbátsins, gilda fyrir öll skip, stór og smá.
Gálginn sem er á Kap II gæti verið á fjölda annarra skipa og
pallurinn, sem er undir bátnum á Helgu Jó, Vestmannaey,
bátnum á hvolfi og bátnum með sjálfvirka útbúnaðinum, sem
verður látinn sökkva, gæti verið á öllum skipum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Sigmund og félagar á Kap
II eiga samstarf í slysavarnamálum. Árið 1971 slösuðust 2
menn í sömu vikunni við netaspiliö þar um borð. Einar
skipstjóri hafði þá samband við Sigmund og bað hann að
útbúa tæki, sem kæmi í veg fyrir hin tíðu slys við netaspil.
Viku seinna var tækið komið á spilið á Kap II. Þá þegar var
þetta tæki að áliti þeirra sem sáu, fullkomin vörn gagnvart
hinum slæmu spilslysum.
Árið 1973 var af ráðuneyti gefin út reglugerð, sem
fyrirskipaði þennan búnað á öll spil, þar sem um nýsmíði
skipa var að ræða og alls staðar, þar sem skipta þyrfti um spil.
Fljótlega sást að seint yrði þetta komið á allan flotann. Eftir
mikið japl var ný reglugerð gefin út í júní 1978, en þar var svo
kveðið á, að setja skyldi tækið á öll netaspil. Árið 1980 er
fyrsta heila árið, þar sem öll netaveiðiskip eru með þennan
útbúnað á spilum sínum. Það ár slasaðist enginn maður við
netadrátt, en frá 1971 til þess tíma, það er að segja frá því að
Sigmund fann tækið upp, og þar til það var loksins komið á
flotann, slösuðust 92 menn við þessi störf, sumt voru alvarleg
slys, örkuml og eitt dauðaslys.
Þetta er sorgarsaga og af henni vilja menn læra. Hópur
áhugafólks, sjómenn, útgerðarmenn og slysavarnafólk hér í
Eyjum, hefur því tekið höndum saman og ætlar af alefli að
vinna að því að floti Vestmanneyinga verði allur kominn með
þennan nýja björgunarbúnað fyrir næstu áramót. Þetta fólk
er allt sérfræðingar í björgunar- og slysavarnamálum og er
sammála um ágæti tækisins. Þessi hópur ætlar ekki að bíða
eftir áliti annarra sérfræðinga í mörg ár.
Bið í mörg ár eftir áliti þeirra gæti þýtt mörg töpuð
mannslíf. Margra ára sleifarlag við að lögbinda útbúnað
Sigmunds á netaspilinu var til mikils tjóns.
Sjómannadagsráð Vestmanneyinga hefur ákveðið að næsti
sjómannadagur verði helgaður baráttunni fyrir því að hinn
nýi björgunarbúnaður verði kominn á öll Vestmannaeyjaskip
á þessu ári.“ _ £ j
Björgunarbáturinn svífur í sjóinn frá Sigmundsgálganum
og sjómaðurinn fiýgur á eftir.