Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1981 15 Ragnar Kjartansson góöur vermir að tapa í skjóli þess að helsti samkeppnisaðili þess tapi hlutfallslega enn meiru — eða ef Eimskipafélag Islands hefði komið út á núlli á síðasta ári þá hefði Hafskip hf. sýnt 600 milljón króna hagnað. Hér þarf annað og meira að koma til og dugar það hverfi annað til skemmri tíma litið en málefnaleg og sanngjörn verð- lagsstefna, sem samhliða gerir aðhaldshvetjandi kröfur til at- vinnurekstrarins." Síðan gerði Ragnar Kjartansson nokkur sérmál að Umtalsefni og sagði: „Á vegum félagsins er nú unnið að umfangsmikilli tiltektar og kostnaðaraðhaldsáætlun. Sam- anstendur þessi áætlun af á milli 50—60 verkefnum sem stór hópur starfsmanna félagsins vinnur að sérílagi í samstarfshópum. Það er von félagsins að þegar heildar- áhrifa þessarar áætlunar gætir á árinu 1982 megi árangur hennar vera mælanlegur í samsvarandi 5—7% af rekstrarkostnaði félags- ins sem áætlaður er í ár um 180 millj. nýkróna. Eitt af þeim málum sem Haf- skip hf. hefur haft frumkvæði að og getið hefur verið um opinber- lega er könnun á innkaupaskipu- lagi eldsneytis vegna íslenska far- skipaflotans, en þessi eldsneytis- kaup sem nema um 25 milljónum dollara, fara nær einvörðungu fram erlendis. Niðurstaða erlends ráðgjafafyr- irtækis er sú, að félögin geti sitt í hverju lagi en þó í enn ríkari mæli sameiginlega náð umtalsverðri hagkvæmni í innkaupum eða á bilinu 10—15%. Um leið og könnun þessi hefur átt þátt í að breyta innkaupa- skipulagi íslensku skipafélaganna á eldsneytisolíu og þegar sparað stórfé, á eftir að fá niðurstöðu í hvort félögin geta náð samstöðu um vinnubrögð en gætu haft þjóðhagslegan sparnað í för með sér. Það er trú félagsins að á þessu sviði samstarfið geti beðið fleiri áhugaverðir möguleikar. Staðreyndin er sú, að íslenskar rekstrareiningar eru það smáar, að það eitt út af fyrir sig hamlar uppbyggingu á nauðsynlegri viðskipta- og samningakunnáttu gagnvart hinm margslungna ytri viðskiptaheimi. Þess vegna má í raun einskis láta ófreistað að leita nýrra vinnubragða í þeirri atlögu er miðar að lækkun erlends tilkostn- aðar. Þá vil ég í öðru lagi minna á að á undanförnum árum hafa þær raddir orðið æ háværari, sem kallað hafa eftir íslensku farþega- skipi. Hefur þessa reyndar einnig orðið vart á hluthafafundum í félaginu og í stjórn þess. Af því tilefni var ákveðið að gera frumkönnun á möguleikum þess að reka boðlega farþega- og bílaferju út frá Reykjavík. Fyrri hluti þessarar könnunar er afstaðinn, en hana unnu utan- aðkomandi aðilar í nafni félags- ins. Er reynar óhætt að fullyrða að að þessari könnun hafi verið staðið með vönduðum hætti og m.a. leitað viðhorfa aðila í ferða- mannaiðnaðinum víðsvegar í Evr- ópu. Síðari hluti þessarar könnunar er nú í gangi sem innanhúss verkefni. Er þess að vænta að frá félaginu heyrist innan skamms í þessu máli og þá hvort heldur sem niðurstaðan verður jákvæð eða neikvæð. Snemma á árinu 1980 hóf félag- ið könnun á líklegri framtíðar þróun vöruflutninga í lofti og kosti þess að tengja saman þessa tvö skyldu þjónustuþætti. Fékk félagið bæði erlenda og innlenda sérfræðinga til að vinna að þessari úttekt. í kjölfarið hefur félagið fylgst náið með þróun mál hér á innanlandsvettvangi. Er megin niðurstaða félagsins sú, að nauðsynlegt sé, burtséð frá sjóflutningum, að byggja upp trausta vöruflugþjónustu til og frá landinu í náinni framtíð. Viðsjár í íslenskum flugmálum undanfarin misseri hafa þó enn sem komið er hamlað frekari aðgerðum. I lok ræðu sinnar sagði Ragnar Kjartansson: Það starfstímabil sem nú er siglt inní er lykill tímabila í sögu Hafskips hf. Á þessu næsta tímabili mun ljúka framkvæmd þeirrar áætlun- ar sem hafist var handa við 1978 um endurskipulagningu félagsins. Ef allt væri með felldu tæki þá við eðlilegt uppbyggingartímabil á grunni afstaðinnar hreingern- ingar. En í kjölfar alls annars mun úrslitaþýðingu hafa hin opiiibera verðlagsstefna. í þeim efnum þurfum við öll að leggjast á eitt um kröfuna um málefnalega framkvæmd. Það er á þeim leikvelli — ef ekki vígvelli, sem tekist verður á um hinn endanlega árangur. Albert Guðmundsson, stjórnarformaður: Haf skip hef ur snúið vörn í sókn „Hafskip hf. var sem kunnugt er stofnað á árinu 1959 af inn- og útflytjendum víðsvegar að til að auka samkeppni í flutningum til og frá landinu. j nokkuð á þriðja áratug hefur félagið átt í baráttu við að tryggja upphaflegt markmið við mjög misjafnan árangur. Flutningar félagsins þróuðust fljótt í að verða að mestu þunga- flutningar, þ.e. timbur, járn, fóð- ur, mjöl o.þ.h., og var staða sú fram til ársins 1977. Einhæfni þessara flutninga reyndist félaginu hættuleg. Við- skiptamannafjöldinn var eðlilega lítill, samkeppni hörð við stóran erlendan leiguskipamarkað og verðlagi stjórnað af samkeppnis- aðilum Hafskips hf. Á síðasta áratug gekk því rekst- ur félagsins vægast sagt mjög illa. Má nánast segja, að gengið hafi næst kraftaverki, að tekist skyldi að halda félaginu á lífi miðað við rekstrarskilyrði. Á árinu 1977 var svo komið, að lengra varð ekki haldið með óbreyttum vinnubrögðum, enda hafði þá félaginu lengi verið hald- ið á floti með rekstrarlánum, sem félagið hefur í dag þungar búsifjar af. Mun láta nærri, að tap félags- ins á árum 1973 til 1977 hafi numið rúmum 3 milljörðum króna á núgildandi verðlagi og í gömlum krónum talið. Það var því ekki síst að frum- kvæði viðskiptabanka félagsins, Útvegsbanka Íslands, að á árunum 1977 og 1978 var hafin gagnger úttekt á rekstri félagsins og starfsskipulagi öllu — enda félag- ið sem næst gjaldþrota. Sótt var í auknum mæli inní almennan stykkjavöruflutning í kjölfar fastmótaðra línu- og áætl- anasiglinga. 'Samhliða voru margvíslegar breytingar gerðar á rekstrinum. Má reyndar segja, að svo hafi verið allt fram til dagsins í dag og að á næsta starfstímabili ljúki í veigamestu atriðum frumáætlun um endurskipulagningu félags- ins.“ „Hafskip hf. er komið um lang- an veg og hefur átt við mótlæti að stríða. Með góðum skilningi fjölmargra aðila á mikilvægi virkrar sam- keppni og jafnvægis á markaðnum hefur tekist að snúa vörn í sókn. Félagið hefur náð miklum árangri og gengið í gegnum skeið rekstrarlegrar uppbyggingar. Ennþá býr félagið þó við búsifj- ar hinna erfiðu ára og greiðslu- byrði þess mikil. Meginerfiðleikar félagsins á liðnu starfstímabili stafa þó af tvennu. Annarsvegar afspyrnu óhagstæðri gengisþróun á siðasta ári, þegar gengi dollars hækkaði um 58% en hafði þó ekki hækkað um nema 24% árið á undan. Hinsvegar af óskiljanlegri verð- lagsstefnu, sem varð þess valdandi á síðasta ári, að ekki fékkst nema 4% meðaltalshækkun á frakttöxt- um á meðan rekstrarkostnaður hækkaði á milli 15—20% í erlend- um gjaldeyri talið. Er næsta óskiljanlegt að félagið skyldi komast í gegnum þessi skakkaföll með þó ekki meira rekstrartapi en raun ber vitni. Bjargar þar félaginu mikil frakt- aukning og margvíslegar hagræð- Albcrt Guðmundsson ingar í rekstri, sem hrint hefur verið í framkvæmd á liðnum misserum. Um leið og félagið getur nokk- urs vænst af frekari aukningu og hagræðingu þá verður ekki enda- laust haldið áfram inní þann farveg. Stjórnvalda bíða því málefna- legri umfjöllun verðlagsmála eigi ekki að ganga milli bols og höfuðs á atvinnurekstrinum. Að lokum minni ég á að félagið á í mjög harðri samkeppni — sú samkeppni er harðari en tíðkast á velflestum öðrum sviðum íslensks atvinnulífs. Annarsvegar etur félagið kappi við Skipadeild Sambandsins, sem nýtur sérstöðu með sterkri að- stöðu sinni, og hinsvegar og í ríkara mæli er samkeppni af hálfu Eimskipafélags íslands. Margs er því að gæta á komandi mánuðum og nauðsynlegt að missa ekki sjónar á meginmark- miðurn." LbK LANDSSAMBAND BLANDAÐRA KÚRA R EYKJAVÍ K Kóramótið: Isklang ’81 Fyrir kóra og kórsöngvara á íslandi veröur haldiö dagana 11. —14. júní nk. aö Flúðum. Kennarar og kórstjórar veröa Garöar Cortes og Anders Ohrwall og Bo Johanssohn frá Svíþjóö. Fjölbreytt dagskrá veröur á mótinu frá fimmtudags- kvöldi til sunnudags, m.a. morgunsöngur, kórkennsla og fjölbreyttar kvöldvökur. Umsóknareyðublöö hafa verið send formönnum allra kóra L.B.K., en þau liggja einnig frammi í Söngskól- anum í Reykjavík, Hverfisgötu 45. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 28930 eöa 27366. Þátttökutilkynningar þurfa aö hafa borist skrifstofu L.B.K. (í Söngskólanum) fyrir'5. júní nk. Stjórnin. Söngskglinn í Reykjavik Laugardagurinn 30. maí er lokadagur Söngskólans í Reykjavík Lokatónleikar í Gamla bíói kl. 14.30. Miöasala viö innganginn. Fastir styrktarfélagar hafa þegar fengiö senda miöa. Skólaslit í Tónleikasal Söngskólans aö Hverfisgötu 44, kl. 17.00. Lukku- og listakvöld írskt kvöld verður í listaklúbbi Söngskólans í Reykjavík aö Hverfisgötu 45, kl. 20.30. Jafnframt veröur dregiö í lukkuleik Söngskólans. Leiörétting Búiö var aö tilkynna bréflega aö lokadagurinn yröi sunnudagurinn 31. maí. Þetta er hér meö leiörétt. Skólastjóri. Orkuþing 81. sem frestað var, verður haldið 9, 10 og 11 júní. Erindi verða flutt fyrstu tvo dagana að Hótel Loftleiðum. Dagskrá þriðja dagsins fer fram í hátíðarsal háskólans. Þá lýkur flutningi erinda og hefst umræða stjórnmálaflokka um þjóðfélagsleg markmið í orkumálum og síðan verða pallborðsumræður. Þeir sem hyggja á þátttöku, en hafa ekki látið skrá sig, eru beðnir að gera það sem fyrst í síma 21320. Þingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald er Kr. 300.- Iðnaðarráðuneytið. Rannsóknarráð ríkisins, Orkustofnun. Samband ísl. rafveitna, Samband ísl. hitaveitna, Olíufélögin, Verkfræðifélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.