Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 44
 Sími é ritstjórn og skrifstofu: Síminn é afgreiöslunni er Sm 10100 IHlsiMPIOtPiltPÍP wm} 83033 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ1981 Þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt: Flugvélar saknað með 4 mönnum LK!T var hafin i Kærkvöldi að litiííi fjögurra manna flugvél TF ROM með fjórum mönnum innan- burðs. Flugvélin fór frá Reykja- vík kl. 19.21 í gærkvöldi og lending áætluð á Akureyri kl. 20.36. Síðast heyrðist í flugvél- inni. er hún yfirgaf flugumferð- arsvæði Reykjavikur yfir Akra- nesi og ætlaði hún þaðan í sjónflugi til Akureyrar. Vélin hafði fjögurra stunda flugþol. Vélin er eins hreyfils af gerð- inni Rockwell Commander í eigu nokkurra einkaflugmanna. Um miðnætti var hafin víðtæk leit úr lofti og af landi og tóku þátt í henni tíu flugvélar og fyrirhugað var að senda fjölmennar björgun- arsveitir til leitar strax og birti. Veðurskilyrði voru góð, þó var þokuslæðingur og lágskýjað yfir Holtavörðuheiði, en leitin beindist einkum að því svæði. I öllum flugvélum eru neyðar- sendar, sem eiga að fara sjálf- krafa í gang ef flugvélin brotlend- ir. Engin slík merki höfðu heyrst, þannig að menn gerðu sér nokkrar vonir um að mönnunum hefði tekist að nauðlenda, en ekki getað látið vita af sér. Meistarasamband bygg ingarmanna úr VSI Meistarasamhand hygginga- manna samþykkti á aðalfundi sín- um sl. föstudag að samhandið segði sig ur Vinnuveitendasambandi ís- lands. Verður VSÍ tilkynnt form- lega um úrsögnina fyrir 1. júlí. en uppsagnarfrestur er sex mánuðir miðað við áramót. Gengur Meist- arasamhandið því úr VSÍ um næstu áramót. Segja upp samningum S\MRAND islenskra hankamanna hefur sagt upp kjarasamningi sam- handsins og samninganefndar hankanna. fyrir hönd bankanna. frá 15. dcsember 1980. Samningnum er sagt upp miðað við 1. september nk. Jafnframt hefur Samband ís- lenskra bankamanna lagt fram kröfugerð og megintillögur að nýjum kjarasamningi. Höfuðinntak kröfu- gerðarinnar er, að farið er fram á leiðréttingu launa, sem nemur rýrn- un kaupmáttar frá meðaltali áranna 1978 og 1979. Að sögn Kristins Kristinssonar, formanns Meistarafélags húsa- smiða, sem er eitt fjórtán aðildarfé- laga Meistarasambandsins, var veruleg andstaða gegn úrsagnartil- lögunni á aðalfundinum, en þó var hún samþykkt með meirihluta at- kvæða. Kristinn sagði, að úrsögnin væri búin að vera á döfinni í um tvö ár. Það hefði legið fyrir, að ef úrsögnin hefði ekki verið samþykkt myndu nokkur aðildarfélaga Meistarasam- bandsins hafa sagt sig úr samband- inu og hefðu margir tekið þá afstöðu, að meira virði væri að halda Meist- arasambandinu saman. I Meistarasambandi bygginga- manna eru um eitt þúsund félags- menn. Samningar verða lausir 1. nóv. nk., þannig að VSÍ mun væntan- lega fara með samningamál sam- bandsins í síðasta sinn fyrir áramót- in. Kristinn sagði í lokin, að þrátt fyrir ákvörðunina um úrsögn væri sterkur vilji til að hafa sem nánust og sterkust tengsl við VSÍ. „Sigla svona við hliðina á þeim eða í kjölfarið, eins og Vinnumálasam- band samvinnufélaganna gerir," sagði hann. Á lokaæfingu Þær voru dæmalaust fínar ungu stúlkurnar sem sýndu á nemendasýningu List- dansskóla bjóðleikhússins í gærkvöldi, en myndina tók Emilía Björg Björnsdóttir, Ijósm. Mbl., á lokaæfingu í fyrradag. Fimdur í sexmanna- nefnd leystist upp í gær Ástæðan var bókun fulltrúa kaupmanna, þar sem krafizt er hækkunar smásöluálagningar á landbúnaðarvörur FUNDUR í sexmannanefndinni, sem ákveða á nýtt landbúnaðar- vcrð frá 1. júni nk., leystist upp í gærmorgun þegar fulltrúi kaup- manna i nefndinni. Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, lagði fram bókun, þar sem þess er krafizt, að þegar verði gerðar ráðstafanir til þess, að smásölu- álagning á landhúnaðarvörum verði hækkuð, að öðrum kosti áskilji Kaupmannasamtökin sér allan rétt til þess að gripa til viðeigandi ráðstafana fyrir hönd félagsmanna sinna til þess að fá þvi framgengt. Fundinn sátu Einar Hallgríms- son, Gunnar Guðbjartsson, Ingi Tryggvason, Torfi Ásgeirsson, Málgagn sovéska hersins: „Herstöðvakrabbpmein- ið“ breiðist út á Islandi í RAUÐU stjörnunni málgagni sovéska hersins birtist nýlega grein undirrituð af Belski nfursta. þar sem segir, að „her- stoðvakrahbameinið" breiðist út á íslandi. Keflavíkurstoðin sé notuð eftirlitslaust af fíandaríkja- monnum. bar hafi hygging hern- aðarmannvirkja verið hafin longu áður en íslensk stjórnvöld gáfu samþykki sitt. t greinlnni segir orðrétt: „íslcnskur almenn- ingur lítur á aðgerðir Pcntagon (handaríska varnarmálaráðu- neytisins, innsk.) sem enn eina tilraun til að binda ísland á klafa Atlantshafsstefnu sinnar og hef- ur því hcrt haráttuna fyrir úr- sögn íslands úr NATO og lokun amerísku herstöðvarinnar.“ Morgunblaðinu hefur ekki tekist að afla upplýsinga um það, hvaða maður Belski ofursti er, eða hvort - röksemdafærsla Rauðu stjörnunnar, Ólafs R. Gríms- sonar og Svavars Gestssonar sam- hljóða starf hans lýtur sérstaklega að íslenskum málefnum í sovésku herstjórninni, Rétt er að hafa í huga, að slíkar greinar, sem ritað- ar eru til að ófrægja erlend ríki í augum Sovétmanna, eru oft birtar undir dulnefni. Þykir líklegt, að þær séu þá samdar í sovéska sendiráðinu í viðkomandi löndum eða af starfsmönnurn fréttastof- unnar Novosti. Pólitísk ákvörðun ræður því, að slíkar greinar eru birtar. Athygli vekur, að Belski ofursti notar röksemdir í grein sinni, sem falla saman við sjónarmið Ólafs R. Grímssonar og Svavars Gestsson- ar, þingmanna Alþýðubandalags- ins, og þeir létu til dæmis í ljós í umræðum um skýrslu utanríkis- ráðherra á Alþingi 11. og 15. maí sl. Belski ofursti segir: „ísland flækist nú æ meira inn í hernað- aráætlanir USA. Bandaríkin og NATO vinna að því að færa út hlutverk flugstöðvarinnar í Kefla- vík, m.a. með byggingu á nýjum flugskýlum og vopnageymslum. Auk þess ákveður Pentagon án tillits til fullveldis íslands, hvort vopn, geymd í þessum geymslum, séu eldflaugar fyrir Phantom- þotur eða stýriflaugar eða eitthvað annað." Þeir Ólafur R. Grímsson og Svavar Gestsson hafa lagt mikla áherslu á, að með tilkomu svo- nefndra AWACS-flugvéla hafi orð- ið „eðlisbreyting" á störfum varn- arliðsins. Um þetta segir Belski ofursti: „Auk þess er Keflavíkur- stöðin orðin þáttur í AWACS-kerfi NATO, sem er hlustunar- og njósnakerfi í þágu USA og banda- manna þeirra í Evrópu. Sérstak- lega varasöm er sú staðreynd, að Pentagon hyggst gera eyríkið að einni kjarnorkustöðva í varnar- kerfi USA.“ Eins og venja er í slíkum gagn- rýnisgreinum lýkur Belski ofursti grein sinni með því að vitna í Brezhnev, forseta Sovétríkjanna, og minna á friðarvilja hans. Með því staðfestir Rauða stjarnan sam- þykki manna á æðri stöðum við birtingu umræddrar greinar. (Sjá grein hls. 12) Guðmundur Sigþórsson, Guðni Þorgeirsson og Magnús E. Finns- son. Þegar Magnús hafði lagt fram bókun sína rauk Ingi Tryggvason á dyr og fundurinn leystist upp í kjölfar þess. I bókuninni segir ennfremur, að á undanförnum árum hafi Kaup- mannasamtökin margsinnis ítrek- að, að smásöluálagning á landbún- aðarvörum sé alltof lág og í mörgum tilfellum standi hún ekki undir dreifingarkostnaði. Yfirvöld- um verðlagsmála hafi verið send erindi um lagfæringu álagningar- innar, en án árangurs. Þá hafi fulltrúar Kaupmannasamtakanna margítrekað þetta á fundum í sexmannanefndinni en einnig án árangurs. Þá segir í bókun Kaupmanna- samtakanna, að opinber gögn sýni svo ekki verði um villzt, að rekstr- arafkoma matvöruverzlana sé mjög léieg og megi rekja orsök þess m.a. til of lágrar smásöluálagn- ingar á landbúnaðarvörum. Bent er jafnframt á það, að talsmenn kaupfélaganna í landinu hafi margsinnis vakið athygli á því opinberlega, að smásöluálagning á landbúnaðarvörum væri orsök mjög lélegrar afkomu kaupfélag- anna. „Sú aðferð, sem hefur verið viðhöfð í sexmannanefndinni við ákvörðun smásöluálagningar er fólgin í því, að gerðar eru smávægi- legar breytingar á krónutölu álagningar í hlutfalli við hækkun rekstrarkostnaðar. Grunnálagn- ingin, sem þessar breytingar leggj- ast á er of lág þannig, að þær hafa tiltölulega lítil áhrif. Þessar breyt- ingar eru yfirleitt látnar mæta afgangi, þegar aðrir hafa fengið sinn hlut bættan," segir að síðustu í bókun Magnúsar E. Finnssonar, fulltrúa Kaupmannasamtakanna í sexmannanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.