Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1981 11 BRAGI ÁSGEIRSSON Toikn. örlyKur Sijcurðsson Af mæliskveðja til Braga Það var nokkuð seint, að ég vissi af því merka afmæli, er vinur minn og kollega í tvöföld- um skilningi heldur hátíölegt í dag. Bragi er lesendum Morgun- biaðsins það kunnugur, að ekki ætla ég að eyða í það mörgum orðum. Hann er oft á síðum blaðsins með miklum sóma og hefur verið ötull að koma sínum skoðunum á framfæri, þannig að ekki verður um villst, hvað fyrir honum vakir. Bragi á það sann- arlega skilið, að honum sé send kveðja frá okkur hinum, sem haft höfum við hann samstarf í áraraðir. Varla er hægt að finna öllu skemmtilegri félaga en Braga á góðum stundum. Hann er nokk- uð mikill fyrir sér og þéttur á velli. Utlit hans á vel við skap- mikinn listamann, og fer það ekki millum mála, að það er hann. Á síðasta ári hélt Bragi rosa- sýningu, sem sprengdi af sér annað eins gímald og Kjarvals- staði. Það sýnir hverri elju hann hefur á að skipa, ef í það fer og allir þekkja skrif hans hér í blaðinu. Bragi Ásgeirsson er margslunginn listamaður, sem hefur góða menntun á sínu sviði. Hann er víðförull og þekkir til hér og þar, en áhugi hans hefur einkanlega beinst að hinum norræna meistara Edward Munch, og er hann orðinn einn af sérfræðingum í lífi og mynd- list þess meistara. Það mætti margt og merkilegt um Braga segja í tilefni þessa dags, en ég er aðeins að senda honum vinarkveðju, en ekki skrifa um hann hól, er hann á skilið. Það verður að bíða betri tíma, hvenær sem það verður. En samt vil ég þakka Braga fyrir allar þær mörgu ánægjustundir, er hann hefur veitt mér með langri viðkynningu. Hann.hefur verið boðinn og búinn til að taka til hendi, þegar með hefur þurft, og hann á það að vísu til að vera svolítið önugur, en það er nú aðalsmerki hvers einasta gagn- rýnanda. Hann á það einnig til að vera bjartsýnn og stór í sniðum, og það er aðalsmerki hvers einasta góðs listamanns. Það má heldur ekki týna því niður í þessum fáu línum, að Bragi Ásgeirsson er dugmikill- kennari og hefur stundað þá atvinnu um langan aldur í þeim fræga skóla, þar sem kennd er Nýlist. Að lokum Bragi minn, fyrir- gefðu tilskrifið, sem er bæði stutt og ónógt. Það verður samt að duga að sinni og ég þakka þér fyrir allar þær sýningar, er þú hefur látið frá þér fara, og ekki má draga undan skrif í Morgun- blaðið, sem hafa fyllt upp í þjóðarsálina á undanförnum ár- um. Vonandi blandast púnsið vel og fa>ðu að ráðum læknisins með að taka ekki upp þunga hluti. Til hamingju með daginn. Valtýr Pétursson rætinn í dómum, vísvitandi. Hann er hleypidómalaus. Hann reynir ailtaf að gera rétt, af því að hann er gæddur sómakennd. Hann myndi aldrei leika sér að misnota valdið og afhausa byrjanda í listinni af ráðnum hug eða gefa öðrum óverðugum grænt ljós að gamni sínu. Þetta finna þeir og sjá, sem lesa sannfærandi pistla hans. Alls staðar er tekið mark á skrifum hans. Hann hefir risið af sjálfum sér upp í sinn óvígða biskupsdóm í listheimum landans. Hann hefir gengið í gegnum meiri og stærri andlegar eldraunir en nokkur starfsbróðir hans í dag og komið stæltari og sterkari úr hverri raun. Hann hefir öðlast verðugar, sálrænar uppbætur. Hann stendur nú í fylkingar- brjósti í fremstu röð íslenzkra myndlistarmanna, og kann manna mest fyrir sér á því heillandi sviði. Jafngott bókmál og hann skrifar rynni ekki úr penna hans í dag, ef suddaleg reykvískan hefði glumið honum látlaust í eyrum síðustu áratugina. Næmleiki augans hefir skerpzt, svo er um hugsun hans og andlega athygli hans alla á ótal sviðum. Hann hefir numið erlend- ar tungur svo undrun sætir og les jöfnum höndum heimsmálin, ensku og þýzku auk Norðurlanda- málanna af vörum útlendinga og af þrykktum bókum. Hann er orðinn hámenntaður maður af lestri fjölbreyttra bóka og það langt út fyrir eigið fag. Hann er svo jákvæður, að hann getur jafnvel brugðið fyrir sig vanda- sömum danssporum eins og fox- trot eða flamingó, þó að dansmús- íkin hafi þagnað í eyrum hans fyrir fjörutíu og einu ári. Hann hefir lifað æðrulaus í sínum þögla heimi og ekki hlustað á annað en þögnina eina saman síðan hann var frískur og fjörugur níu ára sveinn. Hann er sá starfsbróðir, sem ég ber ósjálfrátt hvað mesta virðing fyrir og dái fyrir drýgðar dáðir. Þegar ég hugsa til hetjulegs lífs hans og kröftugrar listar, blygðast ég mín fyrir að hafa nokkru sinni kvartað og fundist veröldin vera mér andsnúin. Ég hefi jafnvel fundið til dvergkennd- ar við hlið þessarar merkilegu fimmtugu hetju í listheimum þjóðar vorrar. Hann er alls góðs maklegur og vel að hólinu kominn. Það er ekki hægt að skrifa nema á einn veg um slíkan stórlistamann og öðling. Megi þjóð vor bera gæfu til að eignast fleiri hans Iíka. Það verður alltaf bragarbót af slíkum Brög- um. Að svo mæltu vindum við okkur í Bragakaffið í tilefni dags- ins. Örlygur Sigurðsson Bragi Ásgeirsson tekur á móti gestum að heimili sínu, Drápuhlíð 3, milli 3—7 í dag. ekkieiouo9'^|^aBaHet _M'U\»w"vuU'^ s 857A2°9 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.