Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ1981 25 SkaKfirðin)?akórinn að æfa undir tónleikana á laugardaginn og Kanadaferðina i sumar Til Kanada á 10 ára afmælinu SkaKÍirðinKakórinn fer til Kanada í sumar ok syngur þar vítt ok breitt um borgir ok byKKðir í þrjár vikur i júnimánuði. Ileldur með því hátíðleKt tiu ára afmæli sitt. En áður en laKt er upp, heldur kórinn sína árleKU hljómleika. sem verða i Austurba'jarbiói á lauKardaKÍnn kl. 3. Við litum inn á æfinKU i SkaKfirðinKaheimil- inu á mánudaKskvöld, en þar hefur kórfólkið komið 3svar sinnum í viku ok oftar þegar nálgast hljómleika ok æft i hálfan þriðja tíma. Kórinn, sem í eru 60 manns, var að syngja „Erla, góða Erla“ undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnar- dóttur og við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar þegar okkur bar að og lét sér ekki bregða þótt ljósmynd- arinn smellti af. Helst að tenórnum Einari Gunnarssyni brygði svolítið við að fá svoleiðis smelli. En auk hans syngja einsöng með kórnum bæði í Kanadaferðinni og á tónleik- unum á laugardag Halla Jónasdótt- ir, sem var að hlaupa á æfingu hjá kennaranum sínum, Demetz, og Snorri Þórðarson. Snæbjörgu helst á karlmönnunum, því báðir eru þeir í söngnámi hjá henni sjálfri. Kórinn tekur sér alltaf kaffihlé, eftir að einhver hefur brugðið sér í eldhúsið og kveikt undir könnunni. I hléinu grípa menn í spil, og konur taka í prjónana sína. Það er greinilega góður félagsandi á staðnum. Kórstjórinn Rögnvaldur Haraldsson og stjórnandinn Snæ- björg Snæbjarnardóttir rabba við okkur um Kanadaferðina, þar sem þau verða að verulegu leyti með sömu söngskrá og í Austurbæjar- bíói á laugardaginn. Kórinn mun syngja ýmis íslenzk lög, þar á meðal þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar. En einnig bæta þau inn í verkum eftir vestur-íslenzk tónskáld og skáld eins og Stephan G. Stephansson. Farið verður 3. júní með flugvél Arnarflugs til Toronto. Dvalið verður í viku í Winnepeg og haldnir nokkrir tón- leikar þar, einnig í Calgary í viku og í Toronto í bakaleiðinni í viku og verða nokkrir tónleikar á hvorum stað. Auk þess heimsækir kórinn ísiendingabyggðir, þar sem hann hefur verið beðinn um að syngja á sumarskemmtunum. Líður ekki sú vika, að ekki sé hringt einhvers staðar frá og spurt hvort hann geti nú ekki komið við og sungið, eftir að frá ferðinni var sagt í Morgun- blaðinu og Lögbergi-Heimskringlu. Og hvað segið þið? var spurt. — Við segjum helst ekki nei, Skagfirð- ingar eru svo söngglaðir, svaraði Snæbjörg að bragði. Frá því í fyrrasumar hefur kór- inn verið að búa sig undir ferðina, sem er dýr, kostar um 9 þúsund kr. á mann. 50 kórfélagar fara og makar sumra, alls um 80 manns. Fararstjóri er Jón Ásgeirsson. Fjáröflun hefur verið í gangi allan veturinn með tónleikum og bösur- um, sem konurnar hafa unnið muni á. Karlmennirnir, sem margir eru iðnaðarmenn, hafa tekið að sér það verkefni að smíða hurðir til ágóða fyrir ferðina, auk þess sem Skag- firðingakórinn söng inn á tvær breiðskífur, sem hafa selst vel. Skagfirðingakórinn var stofn- aður 1970. Uppistaðan í honum eru Skagfirðingar eða makar Skagfirð- inga. Starfsaðstaða breyttist mjög til batnaðar, þegar félögin þrjú, Skagfirðingafélagið, Kvennadeildin og Skagfirðingakórinn, keyptu hæð fyrir félagsheimili, sem er í stöð- ugri notkun. Sé það leigt út kvöld og kvöld í fjáröflunarskyni, þá vinna konurnar þar gjarnan í sjálfboðavinnu. Þegar maður veltir fyrir sér hvaða áhrif svona mikil félagsstarfsemi, æfing 3 kvöld í viku og fjáröflun að auki, hafi á heimilislífið, kemur í ljós að í kórnum.eru 10 hjón, og á jólatón- leikunum söng kór barna kórfélag- anna. Svo allir eru sýnilega með. Og það er svo gaman að syngja saman, segja þau. — E.Pá. Einsöngvararnir Einar Gunnarsson, Halla Jónasdóttir og Snorri Þórðarson. Snæbjörg mátar á Einar íslenzkt ullarvesti. Prjónastoí- ólafur Vignir Albertsson leikur undir, eins og an Tinna í Kópavogi hefur gefið hlý vesti á allan venjulega og Snæbjörg Snæbjarnardóttir kórinn. til að nota í Kanadaferðinni. stjórnar. Ráðstefna um Elliðaárdalinn Nk. laugardag. þann 30. maí, verður haldinn á vegum Framfara- félags Scláss- og Arbæjarhverfis ráðstefna um Elliðaárdalinn, sem náttúrufyrirbæris i horginni og hlutverk hans fyrir nærlÍKgjandi hyggðir. svo og þá starfsemi. sem þegar er tengd sjálfum Elliðaár- dainum. Elliðaánum og Elliðavatni ásamt Ileiðmörk. Ráðstefnan verður haldinn í Fé- lagsheimili Rafveitunnar við Elliða- ár og hefst kl. 9.15 um morguninn og stendur til kL 17.30 e.h., j)ó með matarhléi I hádeginu og stuttum hreyfiWéum á ktukkutímafresti. Einfaldar veitingar verða falar á staðnum. Ráðstefnan er haldinn að frum- kvæði og undir stjórn FSÁ, en til samstarfs hafa komið 10 félög og stofnanir, sem tengjast umræðuefn- inu á einhvern hátt. Ráðstefnunni verður skipt í tvo hluta. Fyrir hádegi verða flutt stutt erindi, þessir flytja: Vilhjálmur Sigtryggsson um skóg- ræktina í dalnum. Sigríður Einars- dóttir flytur hugleiðingar Kópavogs- búa. Elías Ólafsson um tengsl Ell- iðaárdals og Breiðholtsbyggðarinn- ar. Elín Pálmadóttir talar um Ell- iðaárdalinn og umhverfismál. Nanna Hermannsson lýsir Árbæjarsafni. Kristján Guðmundsson skýrir frá hestamönnum í dalnum. Eyþór Ein- arsson segir frá gróðrinum í dalnum. Árni Hjartarson útskýrir jarðfræði Elliðaársvæðisins. Árni Reynisson skilgreinir fólkvang. Árni Waage lýsir fuglalífi í dalnum. Garðar Þórhallsson segir frá laxveiði og umhverfismálum. Aðalsteinn Guð- johnsen lýsir virkjuninni í dalnum. Steinn Halldórsson talar um íþróttamenn í dalnum. Eftir hádegi flytja þessir yfirlita- erindi: Páll Líndal um Árbæjar- svæðið, landareign og lagaþrætur. Reynir Vilhjálmsson talar um efniö Elliðaárdalurinn í þágu mannlífsins. Að lokum verða pallborðsumræð- ur þar sem valinn 6—8 manna hópur lítur til framtíðar i ljósi þess, sem fram hefur komið á ráðstefnunni. Meginspurningar: Hvað er hættu- legast dalnum? Samskipti mismun- andi hópa á svæðinu. Til hvers og hvernig á að varðveita dalinn? Hvað næst? „Vel skal að hyggja, ef hér á að byggja." Ráðstefnan er öllum frjáls meðan húsrými leyfir. Ráðstefnustjórar verða Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt, og Þórir Einarson, prófess- or, en formaður FSÁ er Ásmundur J. Jóhannsson, tæknifræðingur. Ferming í Skarðskirkju Sunnudaginn 31. maí næstkomandi verður ferming í Skarðskirkju á Landi. Sóknarprestur- inn, sr. Hannes Guð- mundsson, fermir þá við fermingarguðsþjónustu sem hefst kl. 14 þau: Kristínu lijarnadóttur. Leirubakka og GunnlauK Svein ólafsson. Húsa- Karði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.