Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ1981 5 Leikrit vikunnar kl. 20.30: „Lifandi og dauðir44 — eftir Helge Krog Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.30 í kvöld verður flutt leikritið „Lif- andi og dauðir" eftir Helge Krog í þýðingu Þorsteins Ö. Stephensen. Leikstjóri er Sveinn Einarsson og flytur hann einnig formálsorð um höfundinn og verk hans. Með stærstu hlutverk fara Gísli Hall- dórsson, Helgi Skúlason og Herdís Þorvaldsdóttir. Leikritið var áður flutt 1975 og er 80 mínútna langt. Tveir taugaveikisjúklingar, Jensen og Fletting, liggja á sömu stofu og eru á batavegi. Annar þeirra ímyndar sér að hann eigi von á stórri fjárfúlgu og er að bollaleggja um eitt og annað sem hann ætli að gera. En lífið og tilveran er ekki eintóm ánægja, það hafa þeir félagar fengið að reyna og þeim verður það enn betur ljóst áður en lýkur. Útvarpið hefur áður- flutt eftir: talin verk Krogs: „Afritið" 1937, „í leysingu" 1938, „Móti sól“ 1956, „Hugsanaleikurinn" 1957 og „Kom inn“ 1960. Sjónvarp föstudag kl. 21.20: Dagar í Póllandi Á dagskrá sjónvarps kl. 21.20 er ný sænsk heimildamynd, Dagar í Póllandi, og fjallar um daglegt líf almennings í Póllandi. Þýðandi Jón Gunnarsson. Fréttir sem við heyrum snúast flestar um taugastríð verkalýðsfé- laga og stjórnvalda og baráttu þeirra beggja við að halda voldug- um nágranna í austri rólegum, svo að hann fari ekki að „stilla til friðar“. En mitt í öllu þessu lifir og hrærist þjóð með langa og litríka sögu og sjálfstæða menningu. Myndin fjallar um líf þessa fólks. Föstudagsmyndin kl. 22.20: Auga f yrir auga Á dagskrá sjónvarps kl. 22.20 er bandarísk sjónvarpsmynd, Auga fyrir auga (Banyon), frá árinu 1971. Leikstjóri Robert Day. Aðalhlutverk Robert Forster, José Ferrer, Darren McGavin og Herb Edelman. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin gerist árið 1937. Miles Banyon er einkalögreglumaður sem búið var að reka úr lögreglunni vegna afskipta stjórnmálamanna. Þeir beittu áhrifum sínum til þess að losna við hann eftir að hann kom Victor Pappas í fangelsi með hjálp Irine Postolla, afgreiðslustúlku í veitingahúsi, og Lee jennings, sem starfar við fréttaskýringar í útvarpi. Robert Forster I hlutverki Banyons. Athugasemd frá Flug- leiðum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Flugleiðum: í frétt í Morgunblaðinu í dag um hugsanleg kaup starfsmannafélags Arnarflugs á hlutabréfum Flug- leiða hf. í Arnarflugi hf., er því jafnframt haldið fram, að Flugleið- ir hafi gert þá kröfu að starfsmenn- irnir kaupi þann varahlutalager, sem Flugleiðir hafa keypt vegna þarfa Arnarflugsflugvéla. Þetta er á misskilningi byggt. Á það er minnt, að með bréfi samgönguráðherra til Flugleiða, dags. 8. nóv. 1980, eru félaginu sett 7 skilyrði fyrir því að fá ríkis- ábyrgð, sem félagið fór fram á 15. sept. 1980. Skilyrði þessi voru ákveðin á sameiginlegum fundi ráðherranefndar og fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Al- þingis 6. nóv. 1980. Eitt þeirra var eftirfarandi: „Starfsmannafélagi Arnarflugs verði gefinn kostur á að kaupa hlut Flugleiða í Arnarflugi." Stjórn Flugleiða tók formlega afstöðu til skilyrðanna á fundi sínum 11. nóv. 1980 og tilkynnti hana samgönguráðherra samdæg- urs. Fallist var á að seija starfs- mönnum Arnarflugs hlutabréfin á matsverði, enda fari samtimis fram viðræður milli stjórnenda Flugleiða hf. og stjórnenda Arnar- flugs hf. um innlausn Arnarflugs hf. á þeim varahlutum. sem Flug- leiðir hafa keypt eingöngu vegna viðhalds flugvéla Arnarflugs, svo og endurgreiðslu þeirrar fjárfest- ingar. sem Flugleiðir hafa lagt i vegna hreyfla umræddra flugvéla. Fyrra samkomulag milli Flugleiða og Arnarflugs á þessu sviði var gert í skjóli meirihlutaeignar Flugleiða hf. í Arnarflugi hf. Með bréfi viðræðunefndar Flug- leiða til starfsmannafélags Arnar- flugs, dags. 7. maí sl., eru hlutabréf- in boðin til kaups á 5,3 földu verði, þ.e. kr. 3.657.000, sem er í samræmi við niðurstöðu sérstakrar mats- nefndar, sem aðilar urðu sammála um. Þá er jafnframt tekið fram, að endanleg sala bréfa sé háð sam- þykki stjórnar Flugleiða og mun ekki verða fyrr en samkomulag hefur náðst milli Arnarflugs og Flugleiða um uppgjör á hreyfiltím- um og kaup eða ábyrgð Arnarflugs á varahlutalager Flugleiða vegna flugvéla Arnarflugs. Flugleiðir hafa ekki fengið svar við þessu bréfi. Þá hefur viðræðunefnd Flugleiða með bréfi til framkvæmdastjóra Arnarflugs, dags. 11. maí sl., lagt fram formlega tillögu um uppgjöf framangreindra mála varðandi hreyfiltíma og varahluti, og eru þau atriði enn á umræðustigi milli félaganna. Við kynnum þér Kenwood SigmaDrive, turbo hlaðm Hi-Fi. Það sem er turbo fyrir bíla, er Sigma Drive fynr Hi-Fi hljómburð. Þetta er ný einstök Kenwood aðferð við að láta magnarann annast eftirlit með, og stjóma tónblæ hátalaranna. Aðferðin er í því fólgin, að á sama andartaki og magnarinn sendir frá sér rafboð til hátalaranna, nemur Sigma Drive hvemig þau birtast í þeim, gerir samanburð og knýr fram leiðréttingu til samræmis við upprunalega gerð þeirra. Þess vegna tengjast 4 leiðarar í hvem hátalara. ®KEIMWOQD T MIFl STEREO DRIVE NEWHISPEED KENWOOD SIGMA DRIVE er algjör stökkbreyting í gerð hljómtækja FREOUENCY CHARACTEAISTIC AT SREAKER INPUT FRfOUCNCY |Mí| Distortion characteristic between 51 and normal drive. Simplified biock diagram of Drive. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 fKENWOOO T i U. 1 ... ...... ■■ 11 T IDao! I I Cl El 0 r fio KA-1000: Sigma Drive syslem "hi speed '-100 walts per channel-distortion—0 005°/a—Non magnetic construction—DC coupted—dualpower supply—Zero switching

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.