Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR ?8. MAÍ1981
19
Matjurtir, tré og blóm
SVAR:
Birki hefur grunnstæðari ræt-
ur en flestar aðrar trjátegundir,
en að sjálfsögðu er þó mikilvægt
að plönturnar eigi aðgang að
frjósömum jarðvegi. Slíka hug-
ulsemi endurgjalda þær með
örari vexti og fegurra laufi. Við
sumarbústaði ætti að vera nægi-
legt að grafa 30—40 sm holur
fyrir hverja plöntu, blanda sam-
an við jarðveginn sem svárar
einni til tveim skóflum af hús-
dýraáburði (sem handhægast er
að komast yfir) og helst þyrfti
hann að vera gamall þ.e. frá
fyrra ári, en nýrri áburður má
helst ekki snerta rætur plantn-
anna. Eðlilegt vaxtarrými fyrir
plönturnar er 150—200 sm. At-
huga þarf að birki má ekki
gróðursetja dýpra en það hefur
áður staðið, þ.e.a.s. upp að rótar-
hálsi.
Úöa daglega
I>orbjörg Jóhanna Gunnars-
dóttir, Stórholti 35 hringdi og
vildi gjarnan fá að vita hvernig
best væri að meðhöndla inni-
burkna þar sem hún hefði átt þá
marga, en allir hefðu þeir visnað
og dáið.
SVAR:
Varast ber að ofvökva burkna,
en mikilvægt er að úða yfir þá
vatni öðru hvoru (helst daglega).
Til þess fást hentugir úðabrúsar
í flestum blómaverzlunum. Þá
ættu burknar ekki að standa
nærri giugga, því hvorki sterk
sól, né súgur á heppilega við þá.
Sjáifsagt er að umpotta burkna
einu sinni á ári (marz-apríl). Ef
þeir fá þá frjósama mold, ætti
þeim að endast sú næring allt
árið.
Rófurnar tréna
Rósa Magnúsdóttir, Brekku-
götu 9, Vestmannaeyjum, hringdi
og spurði hver ástæðan væri
fyrir því að rófur trénuðu hjá
henni fyrst í moldinni, en svo
einnig við geymslu. Vantar eitt-
hvað í moldina og ef svo er hvar
er þá hægt að fá efni og hve
mikið skal setja af því í mold-
ina?
SVAR:
Á síðastliðnu sumri bar mikið
á trénun í gulrófum, einkum í
svonefndum Káifafellsrófum,
sem ræktaðar eru af íslenskum
stofni og þykja flestum rófum
heppilegri og ljúffengari í rækt-
un hér. Fræaræktun þeirra fer
fram í Danmörku að mestum
hluta og þaðan kom fræ það sem
sáð var hjá okkur vorið 1980.
Hinsvegar mislukkaðist rækt-
unin hjá flestum sem notuðu
þetta fræ og leikur grunur á að
það hafi frjóvgast með öðrum
tegundum sem ekki kynbættu
okkar stofn. Nú í ár er í stað
Kálfafellsstofnsins einkum selt
fræ af svonefndum Þrándheims-
rófum sem nálgast það að jafn-
ast á við íslensku rófuna að
gæðum. Vafalaust verður fljót-
lega bætt úr því og okkur gefist
kostur á að fá Kálfafellsrófur
aftur til sáningu.
Rétt er að vekja athygli á að
eftir að sáð hefur verið rófum og
kímblöð eru komin úr mold,
mega plönturnar ekki verða
fyrir frosti né vöntun á raka.
Komi slíkt fyrir geta plönturnar
sjokkerast og slegið yfir sem
kallað er. Þá tréna þær og geta
orðið fræberar á fyrsta sumri.
Ótrúlegt þykir mér að nokkuð sé
að moldinni í Vestmannaeyjum,
er torveldi það að rófur geti
þrifist í henni með ágætum.
Mosi
Guðlaug Jónsdóttir, Efsta-
sundi 49, hringdi og spurði
hvernig hægt væri að útrýma
mosa úr túni.
SVAR:
Seint hygg ég að takast muni
að útrýma mosa úr túni, en
draga má verulega úr tilvist
hans.
Fyrst þarf þó að gera sér grein
fyrir, hvað er sem gerir það að
verkum að hann skuli hafa
fengið slíka vaxtarmöguleika í
túninu sem okkur var umhugað
að rækta sem fallegan grasflöt
frekar en mosaþembu.
Til þess að mosi fái góð
vaxtarskilyrði þarf hann fyrst
og fremst nógan raka í öðru lagi
hæfilegan skugga og í þriðja lagi
næringu sem fullnægir þörfum
hans, en er af skornum skammti
fyrir annan gróður. Mosinn er
nægjusöm jurt. Ef við fyrir-
byggjum þetta þrennt, þá mun
annar gróður hafa yfirhöndina
og mosinn verða að víkja fyrir
túngrösum. Oft vill það brenna
við þegar unnið er að gerð
túnflata við híbýli okkar að ekki
sé nægilega vel til þeirrar rækt-
unar vandað. Engin framræsla
t.d. og ónóg jarðvinnsla eða
tilfinnanleg vöntun á lífrænum
áburði sem auðveldar eðlilegt
bakteríulíf í jarðveginum sem
vinnur að meitingu næringar-
vökvans fyrir gróðurinn ef við
getum orðað það svo.
Með hliðsjón af öllum þessum
annmörkum reynum við að bæta
úr þeim með einhverjum skyndi-
aðgerðum, t.d. að bera svartan
sjávarsand á grasflötinn og mos-
ann, þannig að sólin hiti hana
betur og minnki rakann. I öðru
lagi með grisjun gróðurs sem
varpar skugga á flötina og í
þriðja lagi að bera vel og ræki-
lega á. Þá er betra að bera oftar
á og minna í einu, heldur en
hrúga einum stórum skammti
yfir flötina snemma vors.
Hvað er TCA?
Erla Salómonsdóttir. Egils-
stöðum hringdi og vildi gjarnan
fá leiðbeiningar um hvernig út-
rýma mætti húsapunti á svæði
þar sem fyrirhugað væri að
gróðursetja í. I skrúðgarðabók-
inni væri talað um TCÁ sem gott
lyf við húsaplöntunni, en þetta
efni væri ekki lengur á skrá yfir
eiturefni og hún gæti ekki fundið
hvað þessi skammstöfun ætti að
tákna.
SVAR:
Húsapuntur er það illgresi
sem einna erfiðast er að ráða
við. Nokkur kemisk efni hafa
komið á markaðinn sem auðvelt
var að úða yfir illgresið og dró
það verulega úr vexti þess, eða
jafnvel tortímdi á stórum spild-
um með endurtekinni úðun í
nokkurn tíma. Hinsvegar hafa
þessi efni þótt mengunarvaldar
og víðsjárverðir fyrir framvindu
lífs í ám og vötnum og þar af
leiðandi verið bannfærð. Nú er
eitt efni í hávegum haft víða um
Evrópu og talið lítill skaðvaldur
en hér hefur það ekki verið
heimilað á frjálsum markaði.
Efni þetta nefnist ROUNDUP.
Þó veit ég að t.d. skógræktar-
menn hafa fengið eyðingarefni
þetta og með því að þeir eru
nærtækastir fyrir Erlu til að
leita til og öðrum mönnum
greiðviknari leyfi ég mér að
birgða og planta þeim svo seinna
á rétta staðinn og hve langt bil á
þá að vera á milli?
Og Guðfinna spyr einnig hvar
best sé að rækta grænar baunir.
Er best að rækta þær inni eða
úti (í kassa).
SVAR:
Það eru takmörk fyrir því,
hvaða trjám er hægt að fjölga
með græðlingum, en þó flestum
runna og víðitegundum.
En varast ber þó að hafa
græðiingana of langa og lítill
gróði að láta þá skjóta rótum í
vatni. Best fer á því að stinga
þeim strax í mold. Hæfilegt bil á
milli þeirra í uppeldisreit er 10
sm. í uppeldisreit standa þeir í
eitt eða tvö sumur, en þá eru þeir
gróðursettir á framtíðarvaxtar-
stað og rétt að planta það djúpt
að upprunalegur græðlingur fari
niður fyrir moldaryfirborð.
Varðandi hina spurninguna
má baunir sem best rækta úti
þar sem vel nýtur skjóls og sólar,
en að sjálfsögðu er meiri von um
góðan árangur ef ræktað er í
gróðurhúsi eða í sólarreit.
Opin mold
Margrét Jóhannsdóttir,
Þrúðvangi 8, Hafnarfirði hringdi
og sagðist hafa hjá sér birki-
hríslur og barrtré sem hun setti
niður fyrir 5—10 árum. Hún
spyr hvort það sé nauðsynlegt að
hafa mold í kringum stofninn
eða hvort grasrótin megi vaxa
óhindrað inn að honum.
SVAR:
Það er að sjálfsögðu betra að
hafa opna mold meðfram trjá-
stofninum, en þó ættu bæði birki
og grenitré að geta dafnað vel
þótt gras vaxi upp að stofni
þeirra.
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
ráðleggja henni að leita á þeirra
fund með vandkvæði sín.
Skylt er mér að benda henni á
það gamla húsráð að tína allar
rætur sem finnast í gróðurbeð-
inu og fjarlægja þær, en grafa
síðan meðfram beðjöðrum og
setja niður með þeim harðplast,
járnplötur eða jafnvel tjöru-
pappa ef annað efni er ekki
fáanlegt og með þeim útbúnaði
(sem nær á 30—40 sm dýpi) ætti
að mega verjast að mestu ófögn-
uði þeim sem húsapuntur er í
öllum gróðurreitum.
Hvenær á ad
klippa Ösp?
Guðlaug Óskarsdóttir. Þóris-
túni 19, Selfossi hringdi og
spurði hvort mætti klippa af ösp
og snyrta hana strax fyrsta
sumarið eftir að hún, nokkurra
ára er flutt til.
SVAR: "
Við flutning trjáa sem orðin
eru limmikil er skynsamlegast
að skerða trjákrónuna strax
eftir flutning, til jafnvægis við
rótarskerðinguna. Gildir þar
sama um Ösp og önnur lauftré.
Snyrting á trjám getur farið
fram eftir að þau eru orðin
allaufguð. Síður meðan þau eru
að laufgast. Haust eða vetrar-
skerðing er þó eðlilegust.
Grænar baunir
Guðfinna Þorvaldsdóttir
hringdi og sagðist hafa klippt af
tré og sett í vatn. Hún spyr hvað
ræturnar eigi að vera lengi í
vatni og hve langar. Má setja
græðlingana í beð til bráða-
Lítil eða
stór hola?
Guðrún Jónsdóttir, Hraunbæ
76, hringdi og sagðist ætla að
setja niður litlar birkitrjáplönt-
ur við sumarbústað. Hún vildi
gjarnan vita hvað mikið hún
ætti að pæla í kringum tréð og
hvort það væri best að búa til
litla holu fyrir hvert tré eða
stóran skurð fyrir þau öll. Hún
vildi einnig vita hvernig áburð
ætti að nota og hvað væri
hæfilegt bil á milli trjánna.
HAFLIÐI Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, heíur tekið að sér að
svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkju. Svörin við fyrstu
spurningunum birtast í dag. Næsti þáttur birtist nk. laugardag. Lesendur geta
lagt spurningar fyrir Hafliða jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og
blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgunblaðsins í
síma 10-100 milli kl. 11 og 12 árdegis mánudaga til föstudaga. Hafliði Jónsson er
landsþekktur garðyrkjufrömuður og hefur haft yfirumsjón með öllum
ræktunarmálum borgarinnar i nær þrjá áratugi.