Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAI 1981 Amnesty International 20 ára: Mannréttindi í mikilli hættu á þessum áratug jOlafur .lohnson sUSrkaupmaAur______ ALDARMINNING ákvað ásamt nefndinni að kaupa frá Vesturheimi einn skipsfarm af brýnustu nauðsynjavörum. Var Ó. Johnson & Kaaber beðið um að útvega skip til þessarar ferðar. Var norska gufuskipið „Hermod" tekið á leigu og var farmurinn vestur gærur að miklum hluta, en auk þess 2400 tunnur af síld. Var Ólafi falið, ásamt Sveini Björns- syni síðar forseta, að fara með skipinu og annast viðskiptin vestra. íslensk síld hafði aldrei verið seld í Ameríku og var því alveg rennt blint í sjóinn með sölu á henni. En þeim tókst að fá kaupanda að síldinni, og síðar, eða 1916, seldi Ó. Johnson & Kaaber þessum sama aðila talsvert af síld, sem þá var send vestur með Goðafossi. Ferð Ólafs og Sveins vestur haustið 1914 heppnaðist í alla staði vel og varð upphaf að miklum viðskiptum við Ameríku, sem héldust til ársins 1920, en þá var þeim að mestu leyti hætt sökum þess, að ekki borgaði sig að sigla litlu íslensku skipunum þangað, og auk þess voru þá aftur opnar leiðir til viðskipta í Norður- álfu. En þessi ferð Ólafs leiddi til þess, að hann var að nokkru leyti trúnaðarmaður ríkisstjórnarinnar í Ameríku á árunum 1914—1918 og annaðist þá m.a. vöruinnkaup og leigu á skipum. Árin 1915 og 1916 keypti Ó. Johnson & Kaaber tvær danskar skonnortur, „Venus" og „C.H. Friis", en átti þær stutt, því að önnur fórst á tundurdufli, en hin við Færeyjar. Árið 1917 keypti fyrirtækið í félagi við Ólaf Davíðs- son í Hafnarfirði þrímastraða skonnortu frá Ameríku, „Frances Hyde“. Hún var 1000 smálestir með kola-hjálparvél, afar vel byggt og traust skip. Það var leigt ríkisstjórninni til flutninga, að svo miklu leyti sem eigendurnir notuðu það ekki. Árið 1918 varð Ludvig Kaaber bankastjóri Landsbankans og seldi þá hlut sinn í Ó. Johnson & Kaaber. Arent Claessen varð þá meðeigandi Ólafs og fram- kvæmdarstjóri ásamt honum, en hafði starfað sem fulltrúi við fyrirtækið frá 1912. Árið 1935 var það gert að hlutafélagi. — Ólafur varð einn af stofnendum Isafold- arprentsmiðju hf. 1919 og löngum formaður stjórnar hennar frá 1926. Árið 1919 gerðist hann ennfremur einn af stofnendum Veiðarfæraverslunarinnar Geysis. Þá var hann stofnandi Tóbaks- verslunarinnar London og annar eigandi hennar. — Ólafur naut mikils trausts stéttarbræðra sinna. Hann átti hlut að stofnun Verslunarráðs íslands 1917 og var í stjórn þess frá upphafi til ársins 1928. Og sem kaupsýslumaður var hann í hafnarnefnd 1928—1933. Vísikonsúll Rússa var hann 1912—1916 og Spánverja 1928— 1939. Skömmu eftir að síðari heims- styrjöldin braust út fluttist Ólafur með fjölskyldu sína vestur til New York og bjó þar til ársins 1956 að hann flytur alfarinn heiin. Meðan styrjöldin stóð þurftu íslendingar að sækja allar sínar nauðsynjar til Bandaríkjanna. Ólafur varð þá annar stjórnandi Innkaupanefnd- ar ríkisins og ennfremur trúnað- armaður Innflytjendasambands stórkaupmanna í Reykjavík. Á miðju ári 1952 skipaði utanríkis- ráðherra hann ólaunaðan verslun- arráðunaut við sendiráð Islands í Washington, með aðsetri í New York. Á heimsstyrjaldarárunum fyrri var Guðmundur Vilhjálmsson um- boðsmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga í New York og þurfti hann og Ólafur því oft að hafa samstarf. Taldi Guðmundur Ólaf einhvern færasta og heiðar- legasta kaupsýslumann, sem hann hefði kynnst og framúrskarandi ábyggilegan í öllum skiptum. — Thor Thors sendiherra vann nær daglega með Ólafi á styrjald- arárunum síðari. Hann sagði um Ólaf látinn: „Það var Islandi mikið happ að geta notið þekkingar þessa mikilhæfa manns á sviði verslunar og viðskipta, og hin alhliða vöruþekking hans kom þjóðinni að drýgstum notum. — Hann var eldfljótur að hugsa og ákveða, og honum var ævinlega Ijóst, hvað best hæfði hagsmunum Islands." VII Ólafur kvæntist fyrri konu sinni, Helgu, dóttur Ásthildar og Péturs J. Thorsteinssonar, 1907, en missti hana 1918. Börn þeirra eru: Agnar, læknir í Danmörku, Friðþjófur, framkvæmdastjóri, sem er látinn, Pétur, verslunar- maður í Bandaríkjunum og Örn, formaður stjórnar Flugleiða. Seinni kona Ólafs var Guðrún Árnadóttir frá Geitaskarði. Börn þeirra eru: Hannes, forstjori hjá Tryggingu hf., Helga, búsett í Bandaríkjunum og Ólafur, for- stjóri hjá Ó. Johnson & Kaaber. Á síðari heimsstyrjaldarárun- um lá leið margra Islendinga ti) Bandaríkjanna, einkum náms- manna, og þá reyndi oft á, að þeir áttu þrautgóðum manni að mæta, þar sem Ólafur var. Thor Thors hafði af því meira en spurnir, en hann sagði: „Margir urðu þeir, sem til Ölafs leituðu um ráð og beina hjálp, og hygg ég engan hafa farið bónleiðan til búðar. Mér er nokkuð kunnugt um það, hversu rausnarlega þau hjón tóku öllum Islendingum, sem til þeirra leit- uðu hælis hér vestan hafs og hversu margs konar erfiðleika landanna þau leystu af hjálpfýsi og höfðingslund." Mörg seinustu árin þjáðist Ólaf- ur af þungum sjúkdómum, en tók þeim með óbilandi karlmennsku. Hann andaðist 9. nóvember 1958. Guðrún lifði hann í 15 ár, lést 11. september 1973. Kynni mín af Ólafi urðu ekki að ráði fyrr en ég byrjaði að draga að föng í ævisögu föður hans, en þá átti ég á tímabili nokkuð tíð erindi við hann. Ekki duldist mér, að hann var einn af þeim mönnum, sem ætíð kaus að gera betra úr hinu verra, lyfta undir allt, sem horfði til mannbóta og mann- heilia. Vel man ég, að hann sagði eitt sinn: „Mér hefur aldrei verið illa við nokkurn mann, en hitt er rétt, að mér hefur verið misjafn- lega um menn gefið." Þótt Ólafur væri farinn að heilsu, þegar við ræddumst við, var hann engu að síður snarfari í hugsun, glöggsýnn i ályktunum, svo að alls staðar gætti þess, þar sem hann bar niður, að þar fór vitur maður. Áreiðanlega reyndist Ólafur mörgum löndum sínum hér heima mikill greiðamaður, ekki síður en vestur í Ameríku, en taldi það ekki fréttnæmt. Ekki gat farið hjá því, þegar ég ritaði Bíldudalsminningu Ásthildar og Péturs J. Thor- steinssonar, að ég hefði ekki af því verulegan pata, hversu stórmann- lega hann reyndist þeim í ellinni. Eitt sinn leiddi ég orð að því, en Ólafur ansaði því einu, að þau hefðu átt það inni hiá sér. Þorlákur, faðir Ólafs, var' svo framstígur í samtíð sinni, að menn áttuðu sig ekki á mörgum hugmyndum hans. En síðar rönk- uðu menn við sér, og eru þær nú flestar orðnar að veruleika í fram- kvæmd. Hlutur Ólafs í því starfi var mikill, og hygg ég, að þá er hann leit yfir farinn veg, hafi fátt glatt hann meira en vita sig hafa orðið að góðum liðsmanni á þeim vettvangi. Fyrirtækið Ó. Johnson & Kaab- er hefur margeflst á þeim þrem aldarfjórðungum, sem það hefur starfað, en þar sitja m.a. við stjórnvöl sonur og sonarsonur Ólafs. Þegar að því kemur, að saga frjálsrar verslunar verður skráð, fer ekki hjá því, að Ólafur Johnson hljóti þar verðugan sess sem framsýnn og farsæil tímamóta- maður á fyrri helmingi þessarar aldar. Lúðvik Kristjánsson. Víða er barist hart gegn rétti manna til andófs. Þessvegna munu mannréttindi eiga undir högg að sækja á niunda áratugn- um. segir i grein frá Amnesty International. Á morgun er 20 ára afmæli samtakanna og á þeim timamótum kalla þau eftir alþjóðasamstarfi i baráttunni fyrir mannréttindum. Beinist sú barátta að þvi um allan heim að byggja upp almenningsálitið og stuðla að bættri lagasetningu vegna mannréttindamála. Heita samtökin þvi að efla enn sitt eigið starf og vonast eftir þvi að Basar á Lækjartorgi SÖFNUÐURINN Krossinn Auð- brekku 34, Kópavogi, efnir til basars á útimarkaðinum á Lækj- artorgi á morgun og segir í frétt frá söfnuðinum, að allur ágóði renni til eflingar kristilegs starfs. tala þeirra sem taka ákveðið með í blokkina til varnar mannrétt- indum tvöfaldist á næstu tveimur árum. Pyndingar og morð, mannrán og fangelsanir án dóms og laga eru skipulega iðkuð í fjölmörgum löndum, segir í grein Amnesty. Dauðatölur af þessum orsökum fara ört hækkandi. Víða um heim er ekki aðeins samvizkufrelsið undir hæl stjórnvalda, líf sam- vizkufanganna eru einnig í hættu. Amnesty tekur örfá dæmi af þeim langa lista yfir ríki þar sem ofbeldi er beitt af opinberum aðilum. Þar kemur m.a. fram að þús- undir hafa látið lífið fyrir hendi erindreka stjórnvalda í Guate- mala. I Argentínu og Filippseyj- um hafa öryggissveitir rænt fólki sem síðan hefur horfið sporlaust, í Suður Afríku og Malasíu er fólki haldið langtímum í fangelsum án réttarrannsóknar, og andófsmenn eru dæmdir í þrælkunarvinnu í Sovétríkjunum. Stofnun Amnesty International má rekja til greinar sem birtist í breska blaðinu The Observer 28. maí 1961 þar sem var höfðað til almennings að starfa saman að því að þeir fangar yrðu leystir úr haldi sem fangelsaðir voru ein- vörðungu vegna skoðana sinna eða uppruna. Amnesty byggir á starfi og fjárstuðningi hins almenna borg- ara. 20 ára reynsla samtakanna sýn- ir glögglega að viðbrögð almenn- ings víða um heim geta orðið samvizkuföngum til bjargar. Sjálfstæði Amnesty gagnvart stjórnvöldum byggist ennfremur á fjárhagslegu sjálfstæði samtak- anna. Fjárframlög einstaklinga greiða rekstrarkostnað samtak- anna. Rúmlega 250 þúsund karlar og konur eru nú virk í starfi á vegum Amnesty International. (Frá íslandsdeild Ámnesty International) OASIS * 4’ Nýjar sumarvörur frá 0ASIS Síðbuxur frá kr. 180.-. Stærðir 26—31. Jakkar verð frá kr. 225.- Stærðir 34—42. VÍRZIUNIH © Laugavegi 58 — Sími 11699

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.