Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1981
21
Fyrstu hljómleikar
nýjasta útlaKans úr
sovézkri listamanna-
stétt. Maxim Sjosta-
kovitsj, á Vesturlönd-
um fóru fram við
handaríska þinKhúsið i
Washington á mánu-
daK-skvöldið, en þá
var „Memorial Day“
þar í landi. Þann dajf er
minnzt þeirra Banda-
rikjamanna, sem fall-
ið hafa í styr jöldum, og
var fyrsta verkið á tón-
leikunum þjóðsönKur
Handaríkjanna. Því
næst kom verk eftir
föður hljómsveitarstjór-
ans. Dmitri Sjosta-
kovitsj, þá Rhapsody
in Blue eftir Gershwin,
ok loks Fimmta sin-
fónia Tsjaikovskys.
Maxim Sjostakovitsj
flæmdist frá Sovétríkj-
unum ásamt syni sinum
i siðasta mánuði. Hafa
feðffarnir fengið hæli
i Bandarikjunum.
AP-símamynd.
Pólsk kvikmynd
sigraði í Cannes
Samsæri um morð
á konungi Spánar
Barcelona. 27. mai. AP.
GÖNG hafa fundizt í verkstæði
José Maria Cuevas, eina hryðju-
verkamannsins sem var drepinn i
bankaárásinni i Barcelona um
helgina. ok nota átti göngin til að
koma Juan Carlosi konunifi fyrir
kattarnef að sögn yfirvalda i da«.
Göngin liggja að leiðinni sem
konungur fer um þegar hann
kannar heiðursvörð 15.000 manna
í lok viku hátiðahalda til heiðurs
heraflanum.
Upp komst um göngin við yfir-
heyrslur níu hryðjuverkamanna,
sem voru handteknir eftir björgun
gíslanna í bankanum.
Uppgötvunin er talin skýrasta
sönnunin um að taka bankans hafi
ekki verið verk ótíndra glæpa-
manna eins og lögreglan sagði í
fyrstu heldur liður í víðtæku
samsæri gegn ungu lýðræði Spán-
ar, þremur mánuðum eftir mis-
heppnaða byltingartilraun hægri-
manna í hernum.
Fyrirliði hryðjuverkamann-
anna, José Juan Martinez Gomez,
fyrrverandi stjórnleysingi að sögn
lögreglu, segir að Spánverji, sem
hann hitti tvisvar sinnum í marz í
Perpignan í Frakklandi og hafi
aðeins kallað sig hægriöfgamann,
hafi fengið sig til að gera árásina
á bankann.
Martinez játaði að sögn lögreglu
að hafa þegið 1,5 milljónir peseta
fyrir bankaárásina, einn þriðja
heildarupphæðar er hann hefði
átt að fá að fullu greidda að verki
loknu. Hann sagði að hinir hryðju-
verkamennirnir hefðu þegið svip-
aðar greiðslur.
Leopoldo Calvo Sotelo forsætis-
ráðherra sagði á þingi í gærkvöldi
að hann gæti ekki enn svarað því
fyllilega hver hefði staðið straum
af kostnaði við bankaárásina þar
sem nægar sannanir lægju ekki
fyrir.
En hann kvað ljóst að árásin
væri af pólitískum toga og lofaði
að einskis yrði látið ófreistað til
að komast til botns í málinu.
Hann gaf í skyn að samband væri
milli bankaárásarinnar og bylt-
ingartilraunarinnar.
Cannes, 27. maí. AP.
PÓLSK kvikmynd um verkfall
verkamanna i skipasmíðastöðv-
um i Gdansk í fyrra, „Járnmað-
urinn“. hlaut „Gullpálmann" —
fyrstu verðlaun — á kvikmynda-
hátíöinni i Cannes í ár. Leikstjóri
er Andrzej Wajda.
Það kom á óvart að kvikmyndin
var lögð fram þar sem talið var að
ríkjandi stjórnmálaástand í Pól-
landi kæmi í veg fyrir að hún yrði
leyfð til útflutnings og sýningar á
henni yrðu leyfðar í Póllandi.
Cannes-hátíðin er talin mikil-
vægasta kvikmyndahátíð heims-
ins og „Gullni pálminn" örugg
trygging fyrir vinsældum í Evr-
ópu, þótt Óskars-verðlaunin þyki
fínni.
Wajda leikstjóri sagði á
blaðamannafundi á sunnudaginn
að kvikmyndin hefði ekki verið
sýnd fyrr en á Cannes-hátíðinni
og hann mundi stytta tveggja
klukkustunda sýningartíma henn-
ar fyrir pólska áhorfendur. Kvik-
myndin hefur greinilega verið
unnin í miklum flýti.
í Varsjá sagði Roman Boniecki,
forstöðumaður kvikmyndadreif-
ingar pólska ríkisins, að „Járn-
maðurinn" yrði hugsanlega tekinn
til sýninga seint í júní eða
snemma í júli ef nógu mörg eintök
yrðu fáanleg þá.
Kvikmyndin fékk mikið hól í
Varsjá þegar skýrt hafði verið frá
verðlaunaveitingunni. „Pólsk
kvikmyndalist hefur unnið mesta
sigurinn í sögu sinni,“ sagði kvöld-
blað í Varsjá í forsíðufrétt.
Formaður dómnefndarinnar í
Cannes í ár var franski leikstjór-
inn Jácques Deroy og í fyrsta
skipti átti kona sæti í nefndinni —
bandaríska leikkonan Ellen Burst-
yn.
Kvikmynd svissneska leikstjór-
ans Alain Tanner, „Ljósárin", fékk
sérstök verðlaun. ítalinn Ugo
Tognazzi hlaut verðlaun fyrir
beztan leik í karlhlutverki í kvik-
myndinni „Harmleikur fáránlegs
manns" og franska kvikmynda-
stjarnan Isabelle Adjani í kven-
hlutverki í tveimur kvikmyndum
— „Kvartett" eftir Jaes Ivory og
„Eign“ eftir Andrzej Zulawski.
Þrjú ár eru síðan bandarisk
kvikmynd hefur ekki hlotið
„Gullpálmann".
Kleif hæsta
turn heims og
fór í fangelsi
ChicaKo. 26. mai. AP.
DANIEL Göodwin situr i fang-
elsi eftir að hafa fyrstur
manna klifið hæstu byggingu
heims. Sears-turninn i Chi-
cago, klæddur eins og teikni-
söguhetjan Spiderman.
Það tók Goodwin sjö og hálfa
klukkustund að klífa turninn að
utanverðu, en hann er 110
hæðir. Eigendur fyrirtækisins
Sears, Roebuck & Co, sem á
turninn, segja að engar
skemmdir hafi orðið á bygging-
unni og ætla ekki í mál við
Goodwin, sem er loftfimleika-
maður að atvinnu.
Hins vegar var Goodwin
ákærður fyrir ósæmilegt athæfi
og óreglu á almannafæri.
Einvígi Karpovs og
Timmans á ffiM-mótinu
Amstcrdam. 27. mai. AP.
Stórmeistararnir Jan Timman,
Ilollandi, og Anatoly Karpov
heyja nú mikið einvigi um sigur á
IBM-skákmótinu i Amsterdam.
ar, að tvísýnt væri
nálans.
um líf kardi-
Meza ætlar frá
La Paz. Búliviu. 27. maí. AP.
LUIS GARCIA Meza, leiðtogi
herforingjastjórnarinnar í Bóli-
víu, tilkynnti í gær að hann
hygðist fara frá völdum þann 6.
ágúst næstkomandi. Hann hefur
beðið herinn um að útnefna eftir-
mann sinn fyrir 17. júlí. Síðasta
hálfa mánuðinn hefur tvívegis
verið reynt að koma Meza frá
völdum en í bæði skiptin runnu
byltingatilraunirnar út í sandinn.
Saarinen kjörinn
formaður finnskra
kommúista
Frá Harry (iranberg. frcttaritara Mbl.
i Helsinki. 27. mai.
AANE Saarinen var um helgina
kjörinn formaður finnska komm-
únistaflokksins, en þá fór 19. þing
kommúnistaflokksins fram. Taisto
Sinisalu, sem er helsti leiðtogi
stalínista innan flokksins, var
kjörinn varaformaður. Þingið var
mjög stormasamt og í kosningum
til miðstjórnar flokksins voru 25
nýir menn kjörnir, en 50 manns
eiga sæti í miðstjórn finnska
kommúnistaflokksins. Er jafnvel
búist við, að á næsta þingi komm-
únistaflokksins verði að nýju skipt
um leiðtoga; slíkar voru deilurnar.
Kjamorkudeilan
í Japan magnast
Tokyo. 27. mai. AP
Kjarnorkuvopnadeilan á
Japan magnaðist í dag þegar
leiðtogar kommúnista kröfð-
ust þess að bandaríska flug-
vélamóðurskipinu Midway
yrði meinað að sigla til
heimahafnar sinnar skammt
frá Tokyo og bæjarstjórinn
kailaði heimkomu skipsins
eftir 2l/2 mánaðar siglingu
„óviðeigandi“ eins og á stæði.
Japanski kommúnistaflokk-
urinn vill koma í veg fyrir að
skipið komi til hafnar í Japan
þar til úr því fáist skorið hvort
nokkur kjarnorkuvopn séu um
borð. Flokkurinn hefur haldið
því fram í marga mánuði að
slík vopn séu um borð í
bandarískum herskipum og í
herstöðvum í Japan.
Kanzuo Yokoyama, borgar-
stjóri í Yokosuka, er liggur að
flotastöð 7. bandaríska flot-
ans, sagði á fundi að hann
gæti ekki neitað Midway að
leggjast að bryggju, en það
væri „við hæfi að bandaríski
heraflinn sýndi tillitssemi
vegna uggs borgarbúa út af
kjarnorkumálinu."
Borgarstjórinn sagði í við-
tali að hann hefði ekki
áhyggjur af því í sjálfu sér
hvort kjarnorkuvopn væru í
skipinu, heldur hinu að deilan
gæti spillt sambandi Banda-
ríkjamanna og borgarbúa.
Jan Timman vann biðskák sína
gegn sovéska stórmeistaranum
Lev Polugaevsky úr 8. umferð og
náði þar með vinnings forustu en
gerði síðan jafntefli við Lajos
Portisch, Ungverjalandi. í 9. um-
ferð.
Karpov greip þá tækifærið og
minnkaði muninn í hálfan vinning
þegar hann vann Hollendinginn
Kick Langeweg, sem hafði betri
stöðu framan af en heimsmeistar-
anum tókst að ná frumkvæðinu og
sigra í 41 leik. Jan Timman hefur
nú 6 xk vinning og Karpov 6
vinninga. Næstir koma Vlastimil
Hort, Tékkóslóvakíu, Lajos Port-
isch, Ungverjalandi, og Vassili
Smyslov, Sovétríkjunum, með 5'k
vinning.
Hort og Polugaevsky gerðu
jafntefli í mikilli baráttuskák þar
sem báðir fórnuðu mönnum.
Smyslov gerði jafntefli við Banda-
ríkjamanninn Lubosh Kavalek.
Önnur úrslit urðu: Tony Miles,
Bretlandi, vann Jan-Hein Donnar,
Hollandi, Lubomir Ljubojevic,
Júgóslavíu, og Hans Ree sömdu
um jafntefli eftir 20 leiki.
Hagstætt verð/góð greiðslukjör
v Timburverzlunin Völundur hf.
KLAPPARSTÍG 1 S. 18430