Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAI1981
A lkalískemmdir í hús-
Svona eftirlit veitir sementskaup-
andanum og steypukaupandanum
enga tryggingu fyrir því, að sem-
entið sé nægilega tott til að
standast veðraham og veðrunará-
lag íslenzkrar náttúru.
um — 2. flokks sement
Alkalískemmdir
í húsum —
2. flokks sement
í Morgunblaðinu 19. maí sl.
gerir huldumaður frá Sements-
verksmiðju ríkisins einkennilega
athugasemd við ummæli mín í
sjónvarpsþætti nýlega varðandi
gallaða framleiðslu verksmiðjunn-
ar á sínum tíma. Gallar í stein-
steypu af völdum íslenzka sem-
entsins hafa komið fram í vaxandi
mæli á undanförnum árum, e.t.v.
mest á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Og hafa þessir gallar verið óbættir
með öllu af Sementsverksmiðj-
unnar hálfu.
Veðrun og veik-
leiki sementsins
Steinsteypa er háð sömu lög-
málum um veðrun og grjótið í
náttúrunni. Steypa úr lélegu efni
grotnar fyrr niður en steypa úr
góðu efni. I mörgum bergtegund-
um eru það alkalíefnin, sem veðr-
ast fyrst, og í því eru alkalí-
skemmdir í steinsteypu þáttur í
eðlilegri veðrun, ef viðeigandi skil-
yrði eru til staðar. Og það eru
einmitt slík skilyrði, sem verið
hafa hér til staðar um langt skeið,
m.a. á stærsta byggingasvæði og
steinsteypumarkaði landsins.
Stærstu markaðssvæði landsins
fyrir steinsteypu hafa um árabil
þurft að búa við meira og minna
alkalí-virk fylliefni til stein-
steypu. Með fylliefnum er átt við
möl og sand. Orsök þessara vand-
ræða hefur verið þurrð á betra
efni. En markaðurinn hefur einnig
þurft að búa við alkalí-ríkt sement
um langt skeið, þótt nú sé reynt að
gera átak til úrbóta með tilkomu
kísiiryks frá Grundartanga.
í viðtali við dr. Óttarr P.
Halldórsson prófessor í 5. tbl.
Iðnaðarblaðsins árið 1979, kemur
m.a. fram, að alkalí-innihald ís-
lenzka sementsins hafi verið
1,2—1,5%, meðan æskilegt þætti
erlendis að haida þessu magni
neðan við 0,6%. Og það er einmitt
þetta atriði í sementinu, sem skipt
hefur margan húseigandann á
ísiandi máli. Það er vegna þess, að
það getur verið alkalí-innihaldinu
háð, hve hratt steypan í húsinu
skemmist og hve hratt verðmæti
húseigandans rýrna, t.d. til sölu.
Styrkleiki en
samt lítil ending
Það er ekki ástæða til að rengja
fullyrðingu Sementsverksmiðj-
eftir dr. Bjarna
Helgason,
jarðvegsfrœðing
„Miðað við ríkjandi
aðstæður á stærstu
markaðssvæðum
landsins fyrir stein-
steypu var í rauninni
aldrei forsvaranlegt
að selja jafn alkalí-
ríkt sement og hér
var gert á tímabili,
a.m.k. Sú sölu-
mennska hefur verið
að koma niður á hús-
eigendum í vaxandi
mæli undanfarin ár.
Sannleikurinn er sá,
að alkalí-virkni sem-
entsins gerði það í
reynd að 2. flokks
vöru og jafnvel verri,
þótt litið sé á það
velviljuðum augum.“
unnar um, að ísienzka sementið sé
sambærilegt að styrkleika við
hærri gæðaflokka erlendis. Hvort
svo hefur verið alla tið, veit ég
ekki, en látum það vera. Það sem
okkur skiptir máli, auk styrkleika
augnabliksins, er að sjálfsögðu
ending steypunnar og þar með
sjálfs sementsins. Húseigandinn
hefur í sjálfu sér yfirleitt lítið við
það að gera, að steypan hans geti
harðnað hraðar en í mannvirkjum
Landsvirkjunar við Sigöidu og
Hrauneyjafoss. Húseigandinn er
tæplega í neinu kapphlaupi við
þessa aðila, þótt Sementsverk-
smiðjumanninum kunni að sýnast
svo. Sementsverksmiðjan getur
ekki klórar yfir hina slærnu end-
ingu steinsteypunnar og steypu-
galiana á undanförnum árum með
þvi að þyrla upp kísilryki, sem nú
er reynt að styrkja sementið með,
og skrifum um gæðaeftirlit.
Miðað við ríkjandi aðstæður á
stærstu markaðssvæðum landsins
fyrir steinsteypu var í rauninni
aidrei forsvaranlegt að selja jafn
alkalí-ríkt sement og hér var gert
á tímabili, a.m.k. Sú sölumennska
hefur verið að koma niður á
húseigendum í vaxandi mæli und-
anfarin ár. Sannleikurinn er sá, að
alkalí-virkni sementsins gerði það
í reynd, að 2. flokks vöru og
jafnvel verri, þótt litið sé á það
velviljuðum augum. Það var svo
margfalt auðveldara að ráða bót á
þessum galla sementsins heldur
en að fást við alkalívirkni í
fylliefnunum. Illu heilli hefur vald
Sementsverksmiðjunnar yfir
markaðnum verið slíkt, að fólkinu
hefur verið skammtaður 2. flokk-
ur, sem keyptur var í góðri trú um
góða vöru.
Leysir lípar-
ítið vandann?
Og vissulega segir það sína sögu
um meint gæði islenzka sements-
ins á sínum tíma, að ekki var leyft
að nota það við mikilvægustu
mannvirki Búrfellsvirkjunar. Að-
eins tíminn einn getur leitt í ljós,
hvort sementsgæðin hafa batnað
jafnmikið og Sementsverksmiðjan
fullyrðir með því að blanda það að
einum fjórða með líparíti. En
þessi háttur var, að sögn huldu-
manns verksmiðjunnar, hafður á
við steypuframkvæmdir við Sig-
öldu- og Hrauneyjafossvirkjanir.
Nú er það vitað, að gallar af
völdum alkalí-efna í steypu koma
yfirleitt ekki fram fyrr en að
nokkrum tíma liðnum. Líparítið er
svo sannarlega varhugavert í
þessu sambandi. Til fróðleiks má
nefna hér, að við sérstakar, en þó
enn óljósar aðstæður í jarðvegi,
eru alkalí-efni líparitsins miklu
auðleystari og því virkari en t.d. í
venjulegu grágrýti. En sements-
framleiðendur, sem aldref hugsa
um veðrun og myndun jarðvegs,
hafa sennilega ekki heldur hugsað
út í þennan möguleika. — Annars
koma fram efasemdir um ágæti
líparítsins til sementsframleiðslu
einnig fram í áðurnefndu viðtali
við dr. Óttarr Halldórsson, og
telur hann, að framleiðslan hafi
lítið batnað frá því sem áður var.
Islenzkur byggingastaðal! frá 1971
bendir einnig á líparít sem dæmi
um alkalí-virka bergtegund.
Kísilrykið
bjargar öllu?
Kafli Sementsverksmiðjunnar
um kísilrykið á ekki heima í þeirri
umræðu, sem ég stofnaði til með
gagnrýni minni. Þau skrif eru
eingöngu ætluð til að leiða menn
frá kjarna málsins, alkalí-virkni
sementsins á undanförnum árum.
Vissulega er það rétt, að rann-
sóknir benda til, að notkun kísil-
ryks kunni að vera til bóta í þessu
sambandi. En þó hníga ekki öll
visindi í þá átt, svo að betra er að
fara með nokkurri gát. Á vett-
vangi hagnýtra visinda og rann-
sókna er það ætíð reynslan, sem
kveður upp lokadóminn. Það veit
enginn, hvernig steinsteypa með
hinu nýlega „endurbætta" sementi
muni líta út eftir 5 ár eða 10 ár.
Maðurinn í Sementsverksmiðj-
unni má ekki villast um í öllu
kísilrykinu sínu, — það er ekki
hollt. Gífurlegur bygginga-
kostnaður í þessu þjóðfélagi gerir
það hins vegar óvarlegt að flana
án fullrar vissu.
Gæðaeftirlit
I umræðum um gæði sementsins
skiptir það fjarska takmörkuðu
máli, þótt Sementsverksmiðjan
hafi sína eigin „rannsóknastofu"
og reki sitt eigið eftirlit með
framleiðslunni. Þetta segir í raun-
inni ekki meira en það, að verk-
smiðjan á að geta fylgzt með,
hvort framleiðslan sé svipuð frá
degi til dags, — hvort hún sé
jafngóð eða jafnvond alla tíð.
í skrifum sínum reynir huldu-
maður Sementsverksmiðjunnar að
fela fyrirtækið bak við gæðaeftir-
lit annarra aðila. Slíkt er varla
viðeigandi, þótt gæðaeftirlit hafi
til skamms tíma mest miðast við
brotþol steypunnar og styrkleika
sementsins í því sambandi að
erlendri fyrirmynd. Slíkt gæðaeft-
irlit hefur reynzt ófullnægjandi,
enda aukið og hert að nokkru leyti
í nýrri byggingareglugerð. Hús-
eigandinn er að hugsa um varan-
lega eign og þvi skiptir höfuðmáli,
að steypan í húsinu hans sé
endingargóð.
Hörmungarsagan
Einhverjum hefði þótt eðlilegt,
að ríkisverksmiðjan sjálf hefði
haft forystu alla tíð um að bæta
úr umræddum ágalla sementsins.
Verksmiðjan getur ekki með
nokkru móti skotið sér bak við
steypuframleiðendur eða alkali-
virk fylliefni til steinsteypu. í
mörg ár hefur verið vitað um
alkalí-virkni sementsins hér á
iandi og hættuna henni samfara.
Einnig hefur verið vitað um erfið-
leikana á öflun betri fylliefna.
Þrátt fyrir þetta var lengi haidið
áfram að selja svona vafasamt
sement, sem húsbyggjendur
keyptu í góðri trú sem úrvalsvöru.
Og það líður langur tími, þangað
til verksmiðjunni þóknast að
breyta svo framleiðslunni í átt til
verulegrar lækkunar á alkalí-
innihaldi sementsins. Þó veit eng-
inn enn með vissu, hversu miklu
endingarbetra sementið er nú í
samanburði við það sem var.
En skaðinn er skeður og margir
húseigendur hafa orðið fyrir óút-
reiknanlegu tjóni af þessum sök-
um. Sementsverksmiðja ríkisins
þarf ekki að standa í frjálsri og
heiðarlegri samkeppni um mark-
aðinn og standa þannig eða falla
með gæðum framleiðsiu sinnar.
Engu að síður getur hún ekki
skorast undan ábyrgð á hlutdeild
sinni í tjóni af völdum alkalí-
skemmda í steinsteypu undanfar-
in ár. Slíkt undanskot mundi bera
vott um ábyrgðarleysi og óheiðar-
leik í rekstri. Sementsverksmiðjan
þarf ekki að verða eins og rykað
steintröll í þjóðfélaginu. Það er
hlutverk stjórnmálamannanna að
sjá um, að þetta ríkisfyrirtæki
þjóni fólkinu í landinu eins og bezt
verður á kosið. Aðeins það bezta
er nógu gott í þessum efnum.
Bridgefréttir
frá Patreksfirði
í gærkvöldi lauk bridgedeild
Taflfélags Patreksfjarðar
starfsemi sinni með síðasta
spilakvöldi og verðlaunaafhend-
ingu í Félagsheimili Patreks-
fjarðar.
Úrslit vetrarins urðu þessi:
Sveitakeppni:
1. sv. Birgis Péturssonar en í
henni voru auk Birgis Gísli
Jónsson, Gunnar Snorri Gunn-
arsson, Haraldur Ólafsson og
Jakobína Theodórsdóttir,
Tálknafirði. 80 stig
2. sv. Hafliða Ottóssonar 60 stig
3. sv. Páls Ágústssonar 55 stig
Tvímenningskeppni 3ja
kvölda:
stig
1. Ágúst og Guðjón 564
2. Sveinn og Jóhann 563
3. Hafliði og Páll 527
Firmakeppni (16 firmu)
stig
1. Logi hf., spilari
Páll Ágústsson 320
2. Eyrarsparisjóður spilari
Ágúst H. Pétursson 298
3. Iðnverk hf., spilari
Guðmundur Friðgeirsson 290
Spiiað var alls 30 kvöld í vetur
auk þess sem deildin fór til Rvk.
og keppti við Bridgedeild
Barðstrendingafél. í Rvk. í apríl-
byrjun eins og áður er getið.
Brldge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
Samanlagt í öllum tvímenn-
ingskeppnum vetrarins höfðu
Páll og Heba flest stig.
Stofnuð var bridgedeild í
Tálknafirði sl. haust og skiptust
Patreksfirðingar og Tálknfirð-
ingar á heimsóknum sem voru
mjög ánægjulegar að öllu leyti.
Páll.
Tafl- og
bridgeklúbburinn
Fimmtudaginn 21. maí var
spiluð þriðja og síðasta umferðin
í tvímenningskeppni TBK og
urðu úrslit þessi:
stig.
Ingvar Hauksson
— Orwelle Utley 1316
Hrólfur Hjartarson
— Vigúfús Pálsson 1304
Júlíus Guðmundsson
— Bernharður Guðm. 1280
Gunnar Karlsson
— Sigurjón Helgason 1271
Gissur Ingólfsson
— Guðm. G. Arnarsson 1236
Hróðmar Sigurbjörnson
— Jóhann J. Sigurðsson 1234
Sigurður Emilsson
— Albert Þorsteinsson 1190
Ingólfur Böðvarsson
— Guðjón Ottósson 1180
Guðjón Einarsson
— Kristján M. Gunnarsson 1179
Jón Páll Sigurjónsson
— Sigfús Örn Árnason 1160
Breiðholts
Siðastliðinn þriðjudag var
seinna kvöldið í firmakeppni
félagsins. Úrslit urðu þau að
Austurborg, Stórholti 16, bar
sigur úr býtum með 53 stig,
spilari Jón Þorvaldsson. önnur
röð var þessi:
2. Sölunefnd Varnarliðseigna,
(sp. Guðjón Jónsson) 52
3. Hreiðrið Smiðjuvegi 10,
(sp. GUðbjörg Jónsdóttir) 51
4—5. Straumnes, Vesturbergi 46,
(sp. Ingólfur Guðlaugsson) 46
Stólpi s/f
(sp. Helgi Skúlason) 46
6. Litaver, Grensásvegi 18,
(sp. Bergur Ingimundarson) 45
Meðalskor 42
Þriðjudaginn 26. maí verður
síðasta spilakvöld vetrarins og
verður spiluð létt rúbertubridge,
einnig verður verðlaunaafhend-
ing fyrir aðalkeppni vetrarins og
er vonast til að sem flestir mæti.
Spilað er í húsi Kjöts og fisks
Seljabraut 54, kl. 19.30.