Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ1981 29 Stjómendur óskast! BANDARÍSKUM stóríyrirtækjum gengur stöðust verr að manna æðstu stjórnstöður sínar, en samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem framkvæmd var af samtök- um stjórnenda, þá Kerist það æ oftar, að menn sem hafa sent inn umsóknir vegna au^lýstra starfa stjórnenda við stórfyrirtæki, hafna stöðunum, þe«ar þeim er boðin hún. í niðurstöðunum kemur fram, að um 22% þessara manna hafna stöðunum þegar á reynir. Hlutfallið er síðan enn verra ef tekin eru stærstu fyrirtæki landsins, eða 31%. Nokkrar ástæður eru nefndar þessu til skýringar. Fyrir það fyrsta greiða stórfyrirtæki yfirleitt lægri laun heldur en þau smærri. Þá hefur vinnuálagið á yfirmönnum stórfyrirtækja stóraukizt hin síðari ár og ábyrgð þeirra er stöðugt gerð meiri, auk þess sem stjórnstöðum stórfyrirtækja hefur stórlega fjölgað hin síðari ár. Þá segir, að menn vilji mun frekar taka að sér stjórnstöður í minni fyrirtækjum, sem minni ábyrgð fylgir og launin eru jafnvel hærri. Þau eru reyndar mun hærri um leið og mikil ábyrgð fylgir starfinu. Fréttir frá Sviþjóð VERÐMÆTI útflutniruís Svía á síðasta ári óx um 11% ok nam alls um 131 milljarða sænskra króna, eða sem næst 183 milljörð- um íslenzkra króna. Innflutningsverðmæti óx hins vegar um nærri 15% og nam alls um 141,3 milljörðum sænskra króna, eða sem næst 198 milljörðum íslenzkra króna. Það vekur athygli, að olíu- innflutningur Svía hefur auk- izt uni rúmlega 11%, á sama tíma og innflutningur til margra landa hefur staðið í stað eða jafnvel minnkað. Sala nýrra bíla minnkaði um liðlega 9% fyrstu fjóra mánuði þessa árs, en alls voru seldir tæplega 46.500 bílar samanborið við 51.200 bíla á síðasta ári. Mest var selt af 240-línunni af Volvo, eða tæp- lega 10.500 bílar. Síðan kemur Saab 900, en af honum voru seldir tæplega 5.000 bílar. Atvinnuleysi hefur heldur farið minnkandi fyrstu fjóra mánuði ársins í Svíþjóð, en í apríl var atvinnuleysið um 2% vinnufærra manna. í mars voru atvinnulausir um 2,1% og í febrúar voru þeir um 2,5% vinnufærra. Fimm íslenzk fyrir- tæki á sjávarútvegs- sýningu í Kanada FIMM íslenzk fyrirtæki tóku þátt í sjávarútvegssýningunni i Yarmouth í Nova Scotia í Kanada, sem fram fór í lok síðasta mánaðar. en alls tóku 110 fyrirtæki þátt i sýning- unni. íslenzku fyrirtækin, sem þátt tóku, voru Elektra, J. Hinriks- son hf., Plasteinangrun hf., Tæknibúnaður hf., og Vélsmiðj- an Oddi hf. Rúmlega 6000 gestir sóttu sýninguna, bæði frá Kanada og Bandaríkjunum. í framhaldi af þessari sýningu er ætlunin að halda árlega „Fish Canada", sem verða til skiptis í Halifax og Vancouver. Sýnendur voru mjög ánægðir með árangur sýningarinnar og binda vonir um viðskiptasam- bönd, sem náðust. Það er nokkuð ljóst, að Kan- ada mun í náinni framtíð verða einn mikilvægasti útflutnings- markaður íslendinga fyrir veið- arfæri og útbúnað til fisk- vinnslu. Það er því mjög brýnt, að halda áfram skipulagðri markaðsstarfsemi fyrir vörur okkar þar. Handavinnu- sýning og kaffisala í Bústaða- kirkju ■1 j ■if mm m s IÍP^JÉéé& Á LIÐNUM vetri hafa miðviku- dagarnir verið hátíðisdagar hjá öldruðum í Bústaðasöfnuði. Þá hefur verið haidið til kirkju, svo til í hvaða veðri sem var, og hvorki látið á sig fá. þótt Kári gnauðaði eða snjór hyldi allt. Það sem var um að vera og dró svo sterkt að sér var félags- starf aldraðra, sem starfrækt hefur verið síðustu vetur. Það sem þar fer fram, er á ýmsa lund, en þó ber hæst alls kyns handavinnu og föndurstarf, sem frú Magdalena Sigurþórsdóttir stýrir með góðri aðstoð listrænna kvenna. Þá þykir það nú ekki ónýtt, þegar organisti kirkjunnar, Guðni Þ. Guðmundsson, birtist til að leika undir almennum söng eða aðstoða góða hljómlistarmenn og söngvara, sem koma til að leyfa gestum að njóta listar sinnar. Þá ber einnig ýmsa aðra að garði, eru þá flutt erindi og sýndar myndir, auk þess sem heimaskáldin eru ekkert spör á það að láta vísur ganga milli borða eða flytja úr ræðustól. Er þar einna ötulastur öðlingurinn Ólafur Þorkelsson við ljóðagerðina og er efnið þá oft sótt til fundarmanna eða atvika, sem ailir þekkja úr starfinu. Þá er ónefndur þáttur sóknarprestsins, séra Ólafs Skúlasonar, dómpró- fasts, sem oftast kemur, leiðir helgistund og ræðir við samkomu- gestina. Og sízt skyldi gleymast framlag kvenfélagskvennanna, sem koma með alls kyns góðgæti og bera fram, meðan spilafólkið safnar styrk í næstu atlögu og nálar og penslar hvílast um hríð. A uppstigningardag gefst síðan kostur á því að skoða afrakstur vetrarins, hvað handavinnuna snertir, en til viðbótar sýna konur í Kvenfélagi Bústaðasóknar ýmsa muni, sem þær hafa unnið á hinum margvíslegustu námskeið- um félagsins. Auk þess verður kaffisala til ágóða fyrir starfið. Og til enn frekari yndisauka mun Arnesingakórinn í Reykjavík syngja á sýningunni undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. En sýningin verður opnuð strax að lokinni guðsþjónustunni, sem hefst kl. 2 síðdegis á uppstign- ingardag. Er ekki að efa það, að fjölmennt verður til guðsþjónust- unnar og síðan gengið í safnaðar- salinn til að skoða og njóta. Verið hjartanlega velkomin. Áslaug Gísladóttir, formaður Safnaðarráðs Bústaðasóknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.