Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 Hvalveiðiflotinn til veiða í nótt Samningar við landfólk tókust í fyrrakvöld Svavar Gestsson heilbrigðis- og félagsmálaráðherra: Við Ásgeir erum sáttir í þessu máli Asakanir stjórnar Brunabótafélagsins kostulegar „ÉG ER mjöK ánægöur með aö hafa fenjíiÖ tækifæri til þess aö veita Inga R. Helgasyni þetta starf vegna þess aö ég tel aö hann sé mjög hæfur til þess aö gegna því og ég veit ekki til þess að það hafi komið fram hjá stjórn félagsins, né öðrum aðilum. neinn efi um það aö hann geti það. En varðandi Ásgeir ólafsson og þau mál sem að mér og honum snúa vil ég ekkert segja á þessu stigi. Við vorum og erum sáttir í þessu máli og ég vil ekkert segja um það frekar nú,“ sagði Svavar Gestsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra er Mbl. hafði simasamband við hann í gærkvöldi til Genf í Sviss, þar sem hann situr þing Alþjóða vinnumálastofnunarinnar. SAMNINGAIi tókust í fyrra- kvöld milli fyrirtækisins Hvals hf. og 200 starfsmanna i hval- stöðinni í Ilafnarfirði. Áður var lokið samningum við áhafnir hvalveiðihátanna. Ilvalveiðiflot- inn lét því úr höfn í nótt. Að sögn Kristjáns Loftssonar hjá Hval hf. voru samningarnir samhljóða þeim samningum sem Verkamannasambandið gerir við Vinnuveitendasambandið, en ágreiningur hefði staðið um hvort þessi samningur hefði verið kom- inn á og hvort starfsmenn Hvals hefðu verið búnir að fela þeim Jón Örn Marinósson Ríkisútvarpið: Jón Örn Marinós- son ráðinn tón- listarstjóri JÓN ÖRN Marinósson var í gær ráðinn tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins. Útvarpsstjóri gekk frá ráðningunni. Jón Örn Marinós- son tekur við starfi tónlistar- stjóra 1. júlí nk. Hann starfar nú sem varadagskrárstjóri hjá Ríkisútvarpinu. Jón Örn Marinósson hlaut þrjú atkvæði við atkvæðagreiðslu í utvarpsráði um stöðuna, Þuríður Pálsdóttir tónlistarkennari hlaut einnig þrjú atkvæði og Soffía Guðmundsdóttir tónlistarkennari eitt atkvæði. Aðrir umsækjendur hlutu ekki atkvæði. aðilum samningsumboð sitt sl. haust. Ekki hefur neitt frést frá Greenpeace-samtökunum eða hvort þeir hyggja á aðgerðir gegn hvalveiðunum á þessari vertíð og að sögn Landhelgisgæslumanna hafði gæslan ekki frétt neitt af skipi þeirra, Rainbow Warrior, í gær en það var hér við land á síðustu hvalveiðivertíð, og flækt- ist þá mikið fyrir skipunum. Greinilega minna vinnu- framboð nú en fyrir ári „ENDA þótt atvinnuástand hafi lagast frá fyrri mánuði. einkum þar sem það var lakast. þ.e. á Norðurlandi eystra og höfuð- borgarsvæðinu, er þó greinilcga minna vinnuframboð á þessum sva'ðum en á sama tíma á síðasta ári. Þetta hefur leitt til þess að erfiðara hefur reynst að útvega skólafólki sumarvinnu nú en áð- ur.“ segir m.a. i fréttatilkynn- ingu frá vinnumáladeild félags- málaráðuneytisins um skráða at- vinnuleysisdaga i maímánuði 1981. í tilkynningunni kemur fram, að atvinnuleysisdagar reyndust skráðir á öllu landinu 5.690 í maímánuði sl. Þetta svarar til þess að 263 manns hafi verið skráðir atvinnulausir allan mán- uðinn eða 0,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað frá aprílmánuði um 2.187 og skráðum atvinnulausum um 100. Skráðir atvinnuleysisdag- ar í maímánuði nú eru hins vegar 2.141 fleiri en i maí 1980 en þá reyndust þeir 3.549, sem jafngildir 164 atvinnulausum í mánuðinum. Þá kemur fram að lakara at- vinnuástand nú á þessum tíma en á fyrra ári hefur leitt til þess að erfiðara hefur reynst að útvega skólafólki sumarvinnu nú en áður. Þannig reyndust 379 skólanem- endur á atvinnuleysisskrá í Reykjavík 31. maí sl. Er það 142 fleira en á sama tíma í fyrra. Annars staðar á landinu virðist sumarvinna skólafólks vera með svipuðum hætti og áður. — Áttu við samband þitt og Ásgeirs Ólafssonar í þessu máli? „Já, það verður bara að koma í ljós síðar.“ — Ertu að gefa í skyn að hann hafi ekki viljað halda áfram? „Ég vil ekkert gefa í skyn. Ég vil helst ekkert um það tala.“ — Þú segir að Ingi R. sé mjög hæfur til að gegna þessu starfi. Mótumsækjendur hans eru margir hverjir með langa starfsreynslu og lærðir í vátryggingafræðum, sem er sérhæfð starfsgrein. Ingi hefur ekki starfað á þeim vett- vangi. Hvað hefur hann þá fram yfir þá að þínu mati? „Brunabótafélagið er nokkuð sérstakt félag og þar veltur á mestu, að menn hafi almenna stjórnunarhæfileika og það eru náttúrulega bara mín orð sem segja, að hann hafi þá hæfileika til að bera, en ég er viss um að það á eftir að koma í ljós. Það skiptir mestu að forstjóri félagsins eigi gott samstarf við alla aðila sem skipta við félagið og ég er viss um að Ingi getur mjög vel gert það.“ — Hvað með gefin fyrirheit til framkvæmdastjórnar um að hafa samvinnu og samstarf við stjórn- armenn? „Ég stend við öll þau fyrirheit sem ég hef gefið, ég er vanur því og líka við þessa stjórn. — Þeir telja að þú hafir svikið gefin loforð. „Nei, og ég tel það kostulegt ef hún er að bera mér það á brýn. Það er mál sem ég ræði við framkvæmdastjórnina þegar ég hef tækifæri til, en ég er nú staddur í Sviss og hef ekki rætt við þá hábornu menn síðustu sólarhringa." — Þá hefur einnig verið bent á það að Brunabótafélagið sé ekki ríkisfyrirtæki og því hljóti stjórn þess að eiga að vera í höndum kjörinna fulltrúa, sem eru í þessu tilfelli stjórnin. „Þessi lög um Brunabótafélagið eru frá 1917. Samkvæmt lögunum ber ráðherra að veita þetta starf. Staða framkvæmdastjórnar er með nokkuð sérstökum hætti. Hún á að vera ráðgefandi í rekstri og varðandi endurbætur í rekstri fyrirtækisins. Ég vil minna á, ef Magnús H. Magnússon er að gagnrýna þessa hluti, að honum hefði verið nær að beita sér fyrir því meðan Alþýðu- flokkurinn fór með yfirstjórn heil- brigðis- og tryggingamála i land- inu að lögum um fyrirtækið yrði breytt. Ég sat í ríkisstjórn með Magnúsi í 13 mánuði meðan hann fór með þessi mál og ég varð aldrei var við að hann hefði áhuga á að breyta þeim þannig að veitingavaldið yrði tekið af ráð- herra. Auk þess má benda á, að Alþýðuflokkurinn hefur farið með stjórn ráðuneytis Brunabótafé- lagsins líklega samfellt frá 1956 til 1971, í 15 ár, þannig að hann hefði átt að hafa nægan tíma til að breyta lögunum. — Er þetta þá ekki pólitísk veiting, eins og sumir vilja kalla? „Þú getur kallað það því nafni, ef þú vilt.“ — Þú mótmælir því ekki? „Ég geri hvorki að játa því né neita. Fyrst og fremst tel ég að þetta sé góð veiting og Brunabóta- félaginu til góðs.“ Heimsókn þingmanna til Sovétríkjanna: Fengu „ábendingu“ um hver mátti tala við Kuznetsov og um ÞEGAR íslenzku þingmennirnir, sem fyrir skömmu komu úr opinberri heimsókn til Sovétríkjanna, fengu boð um, að þeir mundu hitta að máli einn hclzta ráðamann þar í landi, Kuznetsov, sem er íyrsti varaforseti Sovétríkjanna, fengu þeir „ábendingu“ um tvennt. í fyrsta lagi, að ekki væri við hæfi, að aðrir töluðu á þeim fundi en Jón Helgason, forseti Sameinaðs þings, og i öðru lagi var áherzla á það lögð af hálfu gestgjafa, að Jón Helgason ræddi ekki mál sovézka skákmannsins Korchnois við varaforsetann og raunar engin mál önnur en ferðalag þingmannanna um Sovétrík- in. Fundur þessi fór síðan fram með þeim hætti, að eftir að Jón Helgason hafði rakið ferðir þeirra þingmanna um Sovétrík- in, flutti Kuznetsov yfir þeim langa áróðursræðu. Að henni lokinni stóð hann upp og fundi þingmanna með honum var lok- ið. Hinir sovézku gestgjafar blönduðu sér í mál gestanna með fleiri „ábendingum" en þeirri, hver mætti opna munninn í návist Kuznetsovs og um hvað mætti tala við hann. í upphafi ferðarinnar skiptust þingmenn á um að þakka fyrir sig við hin ýmsu tækifæri. Þegar þeir höfðu skiptzt á um þetta, Jón Helgas- on, Sverrir Hermannsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, kom „ábending" um, að við hæfi væri, að Jón Helgason hefði einn orð fyrir þeim. Undir lok heimsóknarinnar lögðu Sovétmenn skyndilega fram fréttatilkynningu, sem þeir óskuðu eftir að birt yrði. Is- lenzku þingmennirnir höfðu ekki fyrr heyrt minnzt á fréttatil- kynningu. í plaggi því sem Sov- étmenn lögðu fram sem „sameig- inlega fréttatilkynningu" sagði m.a.: „Athygli var sérstaklega beint að hinum nýju friðartillög- um, sem settar voru fram á þinginu í skýrslu L.I. Breznjevs, aðalritara og forseta miðstjórn- ar Æðsta ráðsins." Á þessa setningu og ýmislegt fleira gátu íslenzku þingmennirnir ekki fallizt og lögðu fram breytta og endurskoðaða tillögu að frétta- tilkynningu, þar sem tilvitnaðri setningu var m.a. breytt á þann veg, að athygli gestanna hefði verið beint að o.s.frv. Sovétmenn reyndu enn að fá vilja sínum framgengt og sögðu þá íslenzku þingmennirnir, að annað hvort hvað yrði þeirra tillaga birt eða engin fréttatilkynning gefin út. Féllust Sovétmenn þá á það. í heimsókninni kom til snarpra orðaskipta milli Þor- valds Garðars og Sovétmanna um Atlantshafsbandalagið og Sverris Hermannssonar og Sov- étmanna um Afganistan. Mál- efni Korchnois komu ekki til umræðu fyrr en í lok heimsókn- arinnar og skv. þeim upplýsing- um, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, fóru Sovétmenn ófögr- um orðum um Korchnoi svo ekki sé meira sagt, neituðu að ræða mál hans og töldu það innanrík- ismál í Sovétríkjunum. Þess skal svo getið að lokum að ekki var tekið tillit til ýmissa sérstakra óska íslenzku þingmannanna um skipulag þessarar heimsóknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.