Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 SKOLASLIT — SKÓLASLIT — SKÓLASLIT — SKOLASLIT — SKÓLASLIT — SKÓLASLIT — SKÓLASLIT — SKÓLASLIT Iðnskóla Rvíkur slitið Iðnskólanum í Reykjavík var slitið laugardaginn 30. maí sl. Athöfnin hófst með því að Steinn Guðmundsson deildarstjóri í málmiðnaðar- deiid sonK einsöng við und- irleik Sigríðar Sveinsóttur. Þá flutti Ingvar Ásmunds- son yfirlit um starfsemi skólans og framtíðarhorfur. Helgi IlallRrímsson yfir- kennari afhenti málverk af fyrrverandi skólastjóra. Þór Sandholt. Málverkið, sem er eftir Örlyg Sigurðs- son, er gjöf frá starfs- mönnum skólans. Friðgeir Grímsson fyrr- verandi Öryggismálastjóri ríkisins flutti kveðju frá 50 M ólafur H. Kristjánsson skólastjóri flytur ávarp við skólaslitin. Reykjaskóli 50 ára: Ólafur H. Kristjánsson lætur nú af störfum eftir 25 ára skólastjórn REYKJASKÓLA í Hrútafirði var slitið nýletca en fimmtíu ár eru liðin frá því skólinn var stofnaður. Tiu nemendur voru útskrifaðir úr öðrum bekk framhaldsnáms en nemendur í vetur voru rúmletta 130 oj? skólinn fullsetinn. Ólafur H. Kristjánsson hefur verið skóla- stjóri Reykjaskóla i 25 ár en lætur nú af störfum. Kona hans, SólveÍK Kristjánsdóttir. hefur kennt meira og minna við skólann þann tíma. Voru þeim þökkuð mikil ok heillarík störf við skólaslitin. Margt gesta var við skólaslitin m.a. nemendur sem útskrifuðust fyrir 50 árum, 20, 15 og 10 árum og færðu þeir skólanum og fráfarandi skólastjóra góðar gjafir. Skólastjóra var afhent vönduð útgáfa Landnámabókar frá menntamálaráðuneytinu. Viðskiptabraut skólans bárust tvær kennslutölvur frá Spari- sjóði Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga. Námsbrautir voru þrjár við skólann síðastliðinn vetur, þ.e. almenn bóknámsbraut, við- skiptabraut og uppeldisbraut. í ráði er að hefja kennslu á íþróttabraut á næsta vetri. Skól- inn hefur tekið miklum breyt- ingum að ytri og innri gerð. Árið 1950 útskrifaði skólinn fyrst nemendur með landspróf en nú geta nemendur við skólann lokið öðrum bekk í samræmdu fram- haldsnámi. Auk þess hefur skól- inn útskrifað skipstjórnarmenn með 30 tonna réttindi og er til athugunar að auka kennslu á því sviði. í fyrstu var skólinn tveggja vetra skóli eins og aðrir héraðsskólar. Á Reykjum er nú nýtt kennsluhúsnæði, 50 metra sund- laug og góð íþróttaaðstaða. Með byrjun næsta skólaárs mun Bjarni Aðalsteinsson, sem kennt hefur við skóiann síðan 1963, taka við skólastjórn. Tíu búf ræðingar voru útskrif aðir f rá Hvanneyri ára nemendum og tveir kennarar, sem nú hætta störfum eftir langan srarfs- feril við skólann, Jón Sætr- an og Ilaraldur Ágústsson, fluttu ávörp. Verðlaun Iðnnemafélagsins Þráins fyrir hæstu meðaleinkunn á burtfararprófi hlaut Guðmund- ur Örn Benediktsson húsgagna- smiður. Hann hlaut meðalein- kunnina 9,7. Önnur verðlaun hlaut Eggert Snorrason húsa- smiður. Verðlaun Iðnaðarmanna- félagsins hlaut Guðmundur Örn Benediktsson einnig. Verðlaun Finns Thorlaciusar hlaut Eggert Snorrason og verðlaun Helga Hermanns Eiríkssonar fyrrver- andi skólastjóra hlaut Snorri Halldórsson vélvirki. Verðlaun skólans hlutu þeir nemendur sem fengu hærri með- aleinkunn en 8,7 á burtfararprófi. Þeir voru: Guðmundur örn Bene- diktsson, Eggert Snorrason, Björn Sverrisson, rafvirki, Eyj- ólfur Jónas Ólafsson, húsgagn- asmiður, Guðmundur Þór Björns- son, bifvélavirki, Kristín Hjalta- dóttir, sem lærði kjólasaum og Pétur Helgi Friðriksson húsa- smiður. I kaffiboði að lokum skólaslit- um flutti formaður skólanefndar; Þuríður Magnúsdóttir ræðu. I boðinu voru einnig afhent verð- laun fyrir hæstu einkunn sem gefin hefur verið í tækniteiknara- námi en þau hlaut Anna Filbert, sem fékk meðaleinkunnina 9,9. Aðalsteinn Thorarensen, formað- ur Kennarafélags Iðnskólans, flutti einnig ræðu við þetta tæki- færi. ^ Hvanneyri. 9. júní. Á FÖSTUDÁGINN 5. júní sl. var Bændaskólanum á Hvanneyri slitið, og útskrifaðir 10 búfraeði- kandidatar. Athöfnin fór fram í matsal Bændaskólans að við- stöddu fjölmenni. Meðai gesta voru ráðherrar, búnaðarmála- stjóri, form. Stéttarsambands bænda og fleiri virðulegir ráða- menn í landbúnaði. Magnús B. Jónsson skólastjóri setti samkomuna og stjórnaði henni. í skólaslitaræðu hans kom fram m.a. að á sl. hausti hefði 21 nemandi hafið nám í búvísinda- deild skólans. Meðal nemenda væri einn sem þá hefði hafið fjögurra ára nám við deildina, Gísli Sverrisson, og væri hann fyrstur til að hefja slíkt nám. Skólastjóri rakti í stórum dráttum fyrirkomulag kennslu við deildina og þakkaði öllum þeim er á einhvern hátt stuðluðu að því, að þessum áfanga væri náð. Deildarstjóri búvísindadeildar er Bjarni Guðmundsson. Bestum árangri á lokaprófi náði Álfhild- ur Ólafsdóttir frá Gerði, Hörgár- dal, 8,9. Eftir að skólastjóri hafði af- hent kandídötum prófskírteini sín og árnað þeim heilla í störfum þeirra á komandi árum, flutti landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson, ávarp og óskaði bæði skóla og nemendum heilla í starfi. Fjölmargir aðrir tóku til máls, m.a. Jónatan Hermannsson form. félags búfræðikandidata og af- henti hann Álfhildi viðurkenn- ingu frá félaginu fyrir góðan námsárangur. Að lokinni athöfninni bauð skólastjóri viðstöddum til kaffi- drykkju. ófeigur. Sauðárkrókur: Tónlistarskólan- um slitið í 17. sinn Sauöárkróki. 6. júní. TÓNLISTARSKÓLANUM á Sauðárkróki var nýlega slitið og lauk þar með 17. starfsári skólans. í vetur innrituðust 130 nemendur í skólann. Kennt var á píanó, orgel, blásturshljóð- færði, fiðlu, gítar, auk tónfræði, tónheyrnar og tónlistarsögu. Nemendur taka próf tvisvar á vetri, miðsvetrarpróf í byrjun febrúar og vorpróf í apríl og mai. Nemendatónleikar eru einu sinni í mánuði og haldnir eru sérstakir jólatónleikar. í vor voru þrennir tónleikar þar sem nemendur komu fram og léku á ýmis hljóðfæri. Lúðrasveit skólans tók þátt í lúðrasveitarmóti skóla, sem hald- ið var í Mosfellssveit í vor. Stjórnandi sveitarinnar er Lárus Sighvatsson. Skólastjóri Tónlistarskóla Sauðárkróks er Eva Snæbjarnar- dóttir, en fastráðnir kennarar auk hennar eru Rögnvaldur Val- bergsson og Lárus Sighvatsson, sem nú lætur af störfum við skólann vegna brottflutnings eft- ir nokkurra ára vel unnin störf. Stundakennarar í vetur voru fjórir: Guðni R. Björnsson, gítar, Helga Magnúsdóttir, píanó, María Ásbjörnsdóttir, píanó og Svava Bernharðsdóttir, fiðla. Formaður skólanefndar er Mar- teinn Friðriksson framkvæmda- stjóri. Skólinn hefur í samvinnu við Tónlistarfélagið á Sauðárkróki gengist fyrir tónleikahaldi og fengið hingað ýmsa ágæta tón- listarmenn, nú síðast óperu- söngvarana Ólöfu K. Harðardótt- ur og Garðar Cortes, ásamt Guðrúnu Kristinsdóttur píanó- leikara. Tónleikarnir voru vel sóttir og vöktu mikla hrifningu áheyrenda. Kári. Nokkrir félagar í lúðrasveit Tónlistarskólans á Sauðárkróki á lokatónleikum skólans i vor. LjÓHm. Mbl. CuAni R. BjörnHson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.