Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1981 2 3 Skynsemisheimska útvarpsfréttastjórans Athugasemdir við grein Margrétar Indriðadóttur eítir Þorstein Páisson Fyrir skömmu gerði fréttastofa útvarpsins lista yfir nokkur fyrir- tæki, er greiddu ekki tekjuskatt árið 1980. Listi þessi var lesinn sem eins konar aðfararorð að samtali við Ragnar Arnalds fjármálaráðherra. Vinnuveitendasamband Islands sendi fréttastofunni skömmu síðar fréttatilkynningu með skrá yfir heildarskattgreiðslur þeirra fyrir- tækja er aðild eiga að VSI og fréttastofan hafði valið á lista sinn yfir tekjuskattslaus fyrirtæki. Fréttastofan neitaði að birta þær viðbótarupplýsingar, er fólust í fréttatilkynningu VSÍ. Er synjunin hafði verið staðfest af fréttastof- unni ritaði ég í nafni Vinnuveit- endasambandsins bréf til útvarps- ráðs og óskaði eftir þvi að bundinn yrði endi á hlutdrægni fréttastof- }}Það er ekki nema von að mistök eigi sér stað á fréttastofunni, þegar fréttastjóranum er ókunn- ugt um þetta alkunna ákvæði útvarpslaganna og virðist standa í þeirri barnalegu trú að hann heyri að þessu leyti undir lögregluna.66 unnar i málinu. Afrit af bréfinu var sent öllum fjölmiðlum. I Morgunblaðinu í gær, miðviku- dag, tekur Margrét Indriðadóttir fréttastjóri til andsvara fyrir fréttastofuna. í grein fréttastjórans er herfilega ruglað saman aðalatrið- um og aukaatriðum og ályktanir dregnar af þeim þáttum, sem koma sjálfu efni málsins lítið eða ekkert við. Það væri skemmtilegt viðfangs- efni að gera grein fréttastjórans rækileg skil, en ég ætla að láta duga að gera eftirfarandi athugasemdir við einstök efnisatriði í þeirri röð, sem fréttastjórinn setti þau fram. Misskilningur um lögregluvald 1. Fréttastjórinn tekur réttilega fram, að í bréfi VSÍ til útvarpsráðs er fréttastofan sökuð um að brjóta 3. grein útvarpslaganna um óhlut- drægni. En fréttastjórinn spyr í því sambandi hvers vegna ég hafi ekki leitað til lögreglunnar, hvort það sé ekki venja. Hér er á það að líta, að í 6. grein útvarpslaganna er skýrt tekið fram, að útvarpsráði er falin gæsla þess, að óhlutdrægnisregl- unni sé fylgt. Það er ekki nema von að mistök eigi sér stað á fréttastof- unni, þegar fréttastjóranum er ókunnugt um þetta alkunna ákvæði útvarpslaganna og virðist standa í þeirri barnalegu trú, að hann heyri að þessu leyti undir lögregluna. Hvers vegna bara mynd f jár- málaráðherrans? 2. Þessu næst segir fréttastjórinn að Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra hafi á Alþingi greint frá því að mörg stórfyrirtæki í landinu greiddu ekki tekjuskatt, og slíkar upplýsingar teldust hvarvetna til tíðinda og svo hafi verið á frétta- stofunni. Af þessu tilefni er rétt að taka fram, að VSI hefur aldrei gert athugasemd við frásagnir frétta- stofunnar af þingræðum fjármála- ráðherra. Það er hugarburður eða tilbúningur fréttastjórans, sem hvergi á stoð í raunveruleikanum. Hitt er annað mál, að ýmis stjórnvöld og þar á meðal núverandi fjármálaráðherra hafa árum saman verið í áróðursherferð gegn fyrir- tækjum með endurteknum upplýs- ingum þess efnis, að fjöldi fyrir- tækja greiddi ekki tekjuskatt. Það er alltaf látið ósagt í þessum áróðri að þau fyrirtæki sem ekki ná því að skiía tekjum til tekjuskattsálagn- ingar bera eigi að síður þunga skattabyrði. Með því að segja aðeins hálfan sannleikann um skattgreiðsl- ur fyrirtækja er verið að læða því inn hjá fólki, að þau gjaldi ekki keisaranum það sem keisarans er og komist undan réttmætum greiðslum til samfélagsins. Fjármálaráðherra endurtekur þessar upplýsingar með reglulegu millibili. Útvarpið má að sjálfsögðu greina frá því. En VSÍ á samkvæmt útvarpslögum rétt á að koma á framfæri þeim upplýsingum, sem skýra heildarmyndina af skatt- greiðslum fyrirtækja. Þegar Ragnar Arnalds flytur reglubundnar ræður sínar um „skattlausu fyrirtækin", sem farið er að nefna svo vegna einhliða áróðurs, lætur hann yfirleitt duga að nefna heildartölur um fjölda fyrirtækja, sem ekki greiða tekju- skatt. í frétt útvarpsins 20. maí sl. er hins vegar birtur listi yfir tiltekin nafngreind fyrirtæki, sem ekki greiddu tekjuskatt 1980. Fjár- málaráðherra er ekki tilgreindur sem heimildarmaður fyrir þessum lista. Þetta er því listi fréttastof- unnar sjálfrar. Og hún hefur að sjálfsögðu heimild til þess að birta hann. Góð fréttastofa hefði hins vegar reynt að fræða hlustendur um heildarskattgreiðslur fyrirtækja og leita skýringa á því hvers vegna ýmis veigamestu fyrirtæki landins ná ekki að skila tekjuafgangi til tekjuskattsálagningar. En slíkar kröfur er tæpast unnt að gera til fréttastofunnar. VSÍ sendi því sjálft lista yfir heildarskattgreiðslur þeirra fyrirtækja, sem fréttastofan valdi á lista sinn og aðild eiga að sambandinu. Þegar þar að kom sagði fréttastofan: Nei. Á því augna- bliki blandaði hún sér í áróðursher- ferð fjármálaráðherra og braut gegn óhlutdrægnisreglu útvarpslag- anna. Ég fæ ekki séð, að fréttastofan sjálf og Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra hafi meiri rétt til þess að birta nöfn fyrirtækja í útvarpsfrétt- um með athugasemdum um tekju- skattsleysi þeirra en VSÍ að fá birtan lista yfir heildarskattgreiðsl- ur sömu fyrirtækja. Eða má ég spyrja: I hvaða rökréttu samhengi við óhlutdrægnisregluna stendur það, að neita að birta upplýsingar um heildarskattgreiðslur þessara tilteknu fyrirtækja, þegar greint hefur verið frá tekjuskattsleysi þeirra? Þetta er ekki síst furðulegt í ljósi þess að tekjuskatturinn er aðeins óverulegur þáttur í tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Óvandaður útúrsnúningur 3. Fréttastjórinn segir, að VSÍ hafi farið þess á leit, að fréttastofan leiðrétti frétt sína frá 20. maí. Þetta er rangt. Það hefur hvergi komið fram krafa þar að lútandi. Hér er annað hvort um að ræða hreinan tilbúning eða ónákvæmni í lestri. Hvort tveggja er slæmur vitnis- burður fyrir fréttastjóra. í frétta- tilkynningu VSÍ var hvergi farið fram á leiðréttingu. Þar var aðeins greint frá því mati VSÍ að lista útvarpsins hefði mátt skilja á þann veg, að fyrirtækin greiddu ekki til samfélagsins það sem þeim ber. Þetta var mat VSÍ og er fréttastof- unni óviðkomandi. Meginefni fréttatilkynningar VSI var listi yfir heildarskattgreiðslur fyrirtækja þeirra, sem í hlut áttu. Hér var um að ræða nauðsynlegar viðbótarupp- lýsingar til þess að útvarpshlust- endur fengju rétta mynd af skatt- greiðslum þeirra nafngreindu fyrir- tækja er fréttastofan hafði dregið í dilk. Þessum viðbótarupplýsingum vildi fréttastofan ekki koma á fram- færi við hlustendur sína. Það er kjarni málsins. Tilbúningur frétta- stjórans um leiðréttingu er óvand- aður útúrsnúningur. Hvers vegna talaði séra Jón ekki við séra Jón? 4. Loks gerir fréttastjórinn það að efnisatriði í málinu að ég skuli ekki hafa talað við fréttastjórann sjálfan eða varafréttastjórann. Vegna þessa er rétt að taka fram, að annar af hagfræðingum VSÍ vann fréttatilkynningu þá sem send var öllum fjölmiðlum 1. júní. Hann leitaði upplýsinga hjá fréttastof- unni um birtingu tilkynningarinnar. Sá starfsmaður, sem varð fyrir svörum, bað um frest til að athuga málið og tilkynnti skömmu síðar ákvörðun fréttastofunnar. Hag- fræðingur VSÍ gerði þetta í fullu umboði mínu. Hafi viðkomandi starfsmaður fréttastofunnar á hinn bóginn talað í umboðsleysi yfirboð- ara sinna er það innanbúðarvanda- mál fréttastofunnar. Ég fæ ekki skilið hvers vegna fréttastjórinn er að bera það á torg út. Og enn síður sé ég samhengi þessa við efni málsins. Alltént vil ég ekki trúa því, að fréttastjórinn sé með þessu að gefa til kynna, að niðurstaða fréttastofunnar í málum sem þess- um fari eftir því, hvort Jón talar við Jón eða séra Jón við séra Jón Skynsemisheimskan 5. Svo sem ljóst má vera sam- kvæmt þessum stuttu athugasemd- um er röksemdafærsla fréttastjór- ans öll mjög bágborin, hún byggist á tilbúnum staðhæfingum og atriðum, sem koma málinu ekki við. Mál- flutningur fréttastjórans fellur ágætlega vel að því, sem Þórbergur kallaði ruglandi og, ef ég man rétt, rakti til þess sem hann kallaði skynsemisheimsku. Teknir af lífi í Sovétríkjunum Moskvu. 10. júní. — AP. HÁTTSETTUR opinber starfs- maður í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, í Sovétríkjunum var tekin af lífi fyrir skömmu fyrir að þiggja mútur, samkvæmt fréttum i dagblaði í Georgiu. Fjórir menn aðrir voru teknir af lííi í Azerbajan-héraði fyrir nokkru, eftir að komst upp um peningasvindl, sem þeir voru viðriðnir. Skotsveitir sjá yfir- leitt um aftökur i Sovétríkjun- um. Kobakahidze fyrrverandi for- seti borgarstjórnar Tbilisi var kærður fyrir að taka við 117.000 rúblum eða 1.277.500 ísl. kr. í greiðslur undir borðið á árunum 1976—1979 frá tilvonandi leigj- endum borgarinnar. blaðið Zar- aya Vostoka sagði, að hann hefði AlKil.YSINUASIMINN ER: 22480 JtUroiinbUibib svikið traust kjósenda hrapalega og gert lög landsins að engu með því að úthluta íbúðum á óheiðar- legan hátt. „Maðurinn bað sér miskunnar," sagði í blaðinu, „en honum var neitað, og dauða- dómnúm var framfylgt." Mennirnir fjórir voru ákærðir fyrir að breyta ríkisrekinni prjónaverksmiðju í einkafyrir- tæki á árunum 1972—1975 og auka mjög framleiðsluna, en hirða aukinn ágóða verksmiðj- unnar. Sagt var, að þeim hefði áskotnazt yfir 2 milljónir rúblur eða um 204 milljónir ísl. króna. Sagt var frá yfirheyrslum yfir mönnunum í fyrrasumar, en þá var ekki tekið fram, hvenær dauðarefsingin ætti að fara fram. Norskir læknar gera til- raunir með glasabörn 10. júní. Frá íréttaritara Morgunblaðsins i Osló. NORSKUM læknum við Ullav&l- sjúkrahúsið í Osló hefur tekizt að frjóvga egg i tilraunaglasi. en tilraun þeirra til að flytja það i leg konu mistókst. Miklar tilraunir eru í gangi við sjúkrahúsið í sambandi við til- raunaglasabörn. Margir barnlaus- ir foreldrar hafa gefið sig fram og vilja taka þátt í tilraununum. En læknar sjúkrahússins vilja fá frið á næstunni til tilrauna með glösin og hafa takmarkaðan áhuga á tilraunum við að flytja eggin yfir í móðurkvið. Bilskúrshurðir Hagstætt verð/góó greiðslukjör Biðjið um myndalista isima 18430 ^ Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S. 1 8430 j SKEIFAN 19 S. 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.