Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 FIMMTIJDAGUR 11. JÍJNÍ1981 Samninga- neíndir Belga og íslendinga náðu sam- komulagi SAMNINGANEFNDIR BelKa o>í íslendinKa. sem fjallaö hafa frá í fvrradan um veiði Beltca fram yfir heimilaðan kvóta hér við land. hafa náð samstöðu um drög, sem lojfð verða fyrir ríkisstjórn- ina árdeKÍs í dax- Niðurstöður draxanna eru að sögn Ilannesar llafstcin hjá utanríkisráðuneyt- inu alKjört trúnaðarmál þar til ríkisstjórnin hefur fjallað um þau. Sendinefnd BelKanna dvelur hérlendis þar til vitað er um afgreiðslu rikisstjórnarinnar á málinu. Sendinefnd Belga skipa sjö manns undir forystu sendiherra Belgíu á íslandi, Jacques Vermer, en hann situr í Osló. Fjórir af nefndarmönnum Belganna eru opinberir embættismenn og þrír frá útgerðaraðilum í Ostende. Formaður íslenzku nefndarinnar er Hannes Hafstein. Einnig sátu í henni Jón Arnalds frá sjávarút- vegsráðuneyti, Guðmundur Ei- ríksson þjóðréttarfræðingur og Jón B. Jónasson frá sjávarútvegs- ráðuneytinu. Sem ráðgefandi fuil- trúar sátu einnig í nefndinni Kristján Ragnarsson frá Lands- sambandi ísl. útgerðarmanna og Benedikt Guðmundsson eftirlits- maður hjá Landhelgisgæzlunni. Eftir að samkomulagið náðist milli nefndanna í gær var farið með Belgana í skemmti- og kynn- isferð. Farinn var Þingvallahring- urinn. Ríkisstjórnarfundur er boöaður árdegis í dag. Læknadeilan: Samninga- viðræðum haldið áfram á ný - segir í niðurstöðum læknafundar í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI var haldinn fundur með sjúkrahúslækn- um á vegum Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Kynnt voru á fundinum samningsdrög en þau ekki tekin til atkvæða- greiðslu. enda ekki talið endanlegt orðalag á drögun- um og þættir i þeim sem þyrftu nánari útskýringa við. að sögn fulltrúa lækna. Fundurinn lýsti yfir stuðn- ingi við áframhaldandi samn- ingaviðræður og þann áfanga sem náðst hefði. Þó taldi hann ýmis atriði vanrædd og að fullnægjandi árangur lægi ekki fyrir og segir í niðurstöð- um hans: „Þess vegna leggur fundurinn til að samningavið- ræðum verði enn á ný haldið áfrarn." Magnús Indriðason Jóhann Kr. Briem Rafn Ilaraldsson Flugvélin skall í jörðina um 40 metra frá vatnsbakka ÁHÖFN TF-RÁN, þyrlu Landhelgisgæzlunnar. fann flakið af flugvélinni TF- ROM á isskör á vatni á Arnarvatnshciði; í austur- átt frá Fornahvammi, á átt- unda tímanum i gærkvöldi. Með TF-ROM fórust fjórir menn; Magnús Indriðason, kaupmaður Lundahólum 6 Reykjavík, 32ja ára, sem var flugmaður. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Hjörleifur Einarsson, tryggingastarfsmaður Langholtsvegi 14 Reykja- vík, 25 ára. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Jóhann Kr. Briem mat- reiðslumaður Gyðufelli 6 Reykjavík. 22ja ára, ókvæntur og barnlaus, og Rafn Ilaraldsson tannsmið- ur Hjallabrekku 43 Kópa- vogi, 33ja ára, sem lætur eftir sig eiginkonu og barn. TF-ROM hefur verið saknað síðan á miðvikudagskvöld í fyrri viku, en þeir fjórmenn- ingar voru á leið frá Reykja- vík til Akureyrar. Þyrla Landhelgisgæzlunn- ar var í fyrradag og í gær notuð til leitar út frá ljós- myndum, sem starfsmenn Landmælinga ríkisins höfðu tekið úr lofti. I gær var leitað víða á Norðurlandi, einkum í fjallgarðinum milli Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar. Á leiðinni aftur til Reykjavíkur fannst flak TF-ROM og lenti þyrlan hjá flakinu klukkan 19:48. Af vegsummerkjum að dæma hefur TF-ROM rekist fyrst í jörðina um 40 metra frá vatnsbakkanum og er talið, að mennirnir fjórir hafi látizt samstundis. Ekk- ert var heillegt eftir af flug- vélinni. Þyrlan fór síðan til Reykjavíkur, en einn úr áhöfninni varð eftir á slys- stað til leiðbeina flugbjörg- unarsveitarmönnum með blysum, ef með þyrfti. Starfsmenn Loftferðaeftir- lits fóru svo með þyrlunni á slysstaðinn. Aðalfundur SÍF haldinn í gær: Samningar við Itali haía enn ekki tekizt Þorsteinn Jóhannesson, Garði, kjörinn formaður SÍF í stað Tómasar Þorvaldssonar TÓMAS Þorvaldsson baðst undan endurkjöri á aðal- fundi Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda, sem haldinn var í gær, en hann hefur verið formaður SÍF í 16 ár og í stjórn í 21 ár. Formaður SÍF var kosinn Þorsteinn Jóhannesson, Garði. Á fundinum kom fram, að misgengi dollars hefur valdið erfiðleikum í sölu á saltfiski og t.d. hafa engir samningar verið gerð- ir um sölu á saltfiski til Ítalíu í ár. Á síðasta ári voru seld um 8.200 tonn af saltfiski frá íslandi til Ítalíu, en margir samverkandi þættir hafa gert möguleika á sölu saltfisks til Ítalíu erfiða það sem af er þessu ári. Vegur þar þyngst, að síðan síðustu samningar voru gerðir við Itali hefur ítalska líran fallið um 42% gagnvart dollarnum. Samn- ingaumleitunum við ítali hef- Tómas Þorvaldsson ur verið frestað um sinn, en vonir standa til að síðar í ár takist samningar. Afskipanir upp í stóra samninga, sem gerðir voru við Portúgal og Spán síðast- liðinn vetur, ganga vel. Hins Þorsteinn Jóhannesson vegar hafa komið upp vanda- mál í Grikklandi vegna orma í saltfiski frá íslandi. Það hefur þó ekki orðið til þess að draga úr kaupum Grikkja á saltfiski frá íslandi. í stjórn SIF voru kjörnir Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Garði, Sigurður Markússon, varaformaður, Reykjavík, Einar Sveinsson, ritari, Reykjavík, Bjarni Jó- hannesson, Akureyri, Soff- anías Cecilsson, Grindavík, Dagbjartur Einarsson, Grindavík og Stefán Runólfs: son, Vestmannaeyjum. í varastjórn voru kosnir Guð- bergur Ingólfsson, Garði, Sig- urður Einarsson, Vestmanna- eyjum, Ólafur Björnsson, Keflavík, Kristján Guð- mundsson, Rifi, Gunnar Tómasson, Grindavík, Bene- dikt Thorarensen, Þorláks- höfn og Hallgrímur Jónas- son, Reyðarfirði. Auk Tómas- ar Þorvaldssonar lét Víglund- ur Jónsson, Ólafsvík, nú af stjórnarstörfum í SÍF, en þeir Soffanías og Dagbjartur voru kjörnir í aðalstjórnina í þeirra stað. Sjá nánar á miðopnu blaðsins: „17% íram- leiðsluaukning“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.