Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1981
19
Tölvudeild Kristjáns Ó Skagf jörð hf.
Kerfisfræðingar hjá Kristján ó. Skagfjörð hf. að störfum.
Liósm. Kristján
Hef ur sett
upp sex-
tíu tölvur
hérlendis
í TILEFNI þess að fimm ár
eruliðin frá því að Tölvudeild
Kristjáns ó. Skagfjörð hf. af-
henti fyrstu tölvuna af Kerðinni
PDP/11 til kaupanda hérlendis,
efndi fyrirtækið til sérstakrar
kynningar á starfseminni fyrir
forráðamenn fyrirtækja og stofn-
ana ok blaðamenn. A kynning-
unni kom fram að fyrirtækið er
nú annar stærsti tölvusalinn
hérlendis en um 60 tölvur hafa
verið settar upp hérlendis á
vegum fyrirtækisins. Stærsta um-
boð Kristjáns Ó. Skagfjörð er
fyrir Digital Equipment Corpor-
ation. sem er meðal fimm stærstu
tölvusala í heiminum og hefur
vaxið ört á undanförnum árum.
Tólf starfsmenn vinna nú hjá
Kristján Ó. Skagfjörð við þjón-
ustu og sölu á ýmiss konar
tölvubúnaði.
Frosti Bergsson, deildarstjóri
tölvudeildar Kristjáns Ó. Skag-
fjörð, sagði að allar þær Digital
tölvur sem hér eru seldar, væru
þeim kostum búnar að margir
gætu unnið við þær samtímis og
væri hver maður í beinu sambandi
við tölvuna gegnum skjá.
Hann benti einnig á að Digital
tölvur væru hannaðar á þann hátt
að auðvelt væri að stækka tölv-
urnar því grunnbúnaðurinn væri
sá sami og stöðugt mætti auka við
kerfið.
Kristján Ó. Skagfjörð hefur átt
viðskipti við fyrirtæki og stofnan-
ir með mjög ólíka starfsemi. Má
þar nefna Landspítalann, Flugum-
ferðarstjórn, Vegagerð ríkisins,
Póst og símamálastjórn, banka,
dagblöð og fleira. Stærsta tölvan
sem Kristján Ó. Skagfjörð hefur
selt hingað til, er af gerðinni Vax
11/780 en hún getur verið með
eigið minni allt að 12 milljónum
stafa, diskarými yfir 20 milljarðar
stafa og mikinn fjölda útstöðva.
Reiknistofnun Háskólans notar
Vax 11/780 og er gert ráð fyrir að
fjöldi útstöðva við hana muni
verða um sjötíu í haust.
Frosti sagði að fyrirtækið hefði
nú í auknum mæli átt viðskipti við
viðskiptafyrirtæki, t.d. hefði Fálk-
inn nú allt sitt bókhald í PDP-11/
44 tölvu og er gert ráð fyrir að
sérstakir búðakassar verði tengdir
beint við tölvuna þannig að fylgj-
ast megi með sölu dagsins og
breytingum á lager frá búðakassa.
Auk Digital tölva hefur Krist-
ján Ó. Skagfjörð umboð fyrir
sænska fyrirtækið Datsaab og
bandaríska fyrirtækið Tektronix.
Frosti sagði að fyrirtækið legði
mjög mikla áherslu á að hafa góða
þjónustu við kaupendur, þ.á m.
skjóta viðgerðaþjónustu, enda
væri mikilvægt að starfsemin
tefðist ekki hjá þeim fyrirtækjum,
sem byggja starfsemi sína að
miklu leyti á flóknum tölvubúnaði.
Starfsmenn Kristjáns ó. Skagfjörð hf. standa við tölvubúnað af gerðinni PDP-11/44, en fyrirtækið mun
afhenda tslenskum aðalverktökum sex tölvur af þeirri gerð bráðlega. F.h. Frosti Bergsson, deildarstjóri.
Júlíus Ólafsson, forstjóri, Erik Hansen. sölustjóri Digital i Danmörku, Dino Petersen, tæknimaður, Hákon
Guðmundsson, söluráðgjafi og Vigfús Asgeirsson, þjónustustjóri. Ljóxm. Kristján
Sandgerði:
Tónleikar í
Björgunar-
sveitarhúsinu
í KVÖLD kl. 20.30 halda gítarleik-
arinn Joseph Ka Cheung Fung og
sópransöngkonan Margrét J.
Pálmadóttir tónleika í Björgun-
arsveitarhúsinu í Sandgerði. Á
verkefnaskrá eru verk eftir Sig-
valda Kaldalóns, Schubert, Moz-
art, Haydn, Rodrigo og Bela Bart-
ok. Þá mun Joseph Fung leika
nokkur einleiksverk eftir Roberto
Gerhard John Dowland og F. Sor.
PERMA-DRI utanhúss- málningin sem endist og endist X^=D ARABIA HREINLÆTISTÆKI BAÐVÖRURNAR FRÁ BAÐSTOFUNNI ]E)aðstofa Rl, ÁRMÍILA 23 - SlMI 3I8I0.
Nuddstofa Hilke Hubert
auglýsir:
Enn eru nokkrir nudd- og Ijósatímar lausir aö
Hverfisgötu 39.
Vinsamlegast sækið ósótt handklæði.
Lokaö veröur frá 6. júlí til 11. ágúst.
Upplýsingar í síma 13680 alla daga kl. 14.30—
18.30 nema þriðjudaga kl. 14.00—17.00.
UÓSRHHNARhróllUSTA
Hraóari afgneiösla - Lðegra verð
Rööun - Heftun
Við höfum nú tekiö i notkun nýja Ijósritunarvél,
U-BIX 300, i Ijósrltunarþjónuatuna f verzluninni.
Þessi nýja vél tekur 35 alrit é mfnutu. Vió getum nú
boóið hraóari afgreióslu og raóaó saman og hoft
af þess er óskað.
Venjulegt verö, minna magn:
A-4
A-3, B-4
A-4, béöum megin
A-3, B-4 báðum megin
1,60
1,80
3,60
4,00
Englnn afsláttur veittur af Ijósritun
bóóum megin vegna of mlkilla affalla.
Löggildur 2,40
Löggildur béöum megin 5,00
Gl»rur 4,00
Magnverð þegar unnlð er með U-BIX 300, aðeins öðrum
megln á blaðlð, raðað og hett, fef þess er óskaðj:
Verð pr. eintak
30-99 eintök
100-249 eintök
250 og fleiri
A-4
1,15
0,90
0,80
A-3, B-4
1,35
1,10
1,00
Betri þjónusta - Lægra veró
£ cgg> %
I SKRIFSTOFUVÉLAR hXI
^ Hverásgötu :
%rtuielr Sími20560
i 33
Nýja línan
ffrá HAFA
nú einnig fáanleg í hvítu
Nýtísku HAFA baðinnréttingar í baöherbergið
yðar.
Mjög fjölbreytt urval. Afgreiöum samdægurs.
VALD. POULSEN
Suöurlandsbraut 10. Sími 86499.
Innréttingadeild 2. hæð.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU