Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 13 Athugasemd - frá stjórn Kennarafélags Reykjaness Sumarbúðir fyrir stúlk- ur og drengi i Skálaf elli Vegna greinar Helga Jónasson- ar fræðslustjóra í Morgunblaðinu 6. júní sl. vill stjórn Kennarafé- lags Reykjaness að eftirfarandi kom fram. í fyrsta lagi þá teljum við túlkun á aldursafslætti kenn- ara ekki rétta samkvæmt okkar samningum. I öðru lagi lítum við svo á að vinnuskýrsla kennara sé ráðn- ingarsamningur hans frá hausti til vors og að fræðsluskrifstofan geti ekki tekið það upp hjá sér að breyta henni. Réttur kennarans verður að vera sá aö samningur hans gildi fyrir viðkomandi skóia- ár. Sum atriði í okkar samningum velkjast á milli ríkis og sveitarfé- laga, svo sem mötuneytismál og seta kennarafulltrúa á skóla- nefndarfundum, þrátt fyrir að Helgi telji að fjármálaleg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga varð- andi rekstrarkostnað grunnskóla séu komin í viðunandi horf. Við sem stjórn stéttarfélags reynum að standa með okkar félagsmönnum og kröfum þeirra um rétta samninga þeim til handa. Helgi gerir mikið veður út af því að stjórnin hafi ekki haft samband við hann út af þessum málum. Við í stjórn Kennarafélags Reykjaness erum með bréf sem Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum Slysarannsóknadeild lög- reglunnar í Reykjavík hefur beóið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum í borginni. Simi deiidarinnar er 10200: Mánudaginn 1. júní var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-47665, sem er Volkswagen fólksbifr. græn að lit á stæði merkt hjóla- stólafötluðum við Hátún 12 Rvík. Átti sér stað frá því miðvikudag- inn 27. maí og fram til 1. júní kl. 15.30. Mánudaginn 1. júní var ekið á bifr. R-6179 sem er Toyota fólks- bifr. bakatil við Dómus, Laugavegi 91. Átti sér stað frá kl. 08.10 til 11.00. Mánudaginn 1. júní sl. var ekið á bifr. R-14404 sem er Ford vörubifreið frá Coca Cola við hús nr. 10 við Suðurlandsbraut. Átti sér stað frá kl. 13.25 til 13.35. Tjónvaldur gæti verið Mercedes Bens 17 manna, drapplituð. Sérstætt reiðhjól tapað UM MIÐJAN síðasta mánuð hvarf reiðhjól frá Eyjabakka 1 í Breið- holti og hefur það ekki fundist síðan. Reiðhjólið sem er í eigu 9 ára gamals drengs er mjög sér- stætt að útliti, bandarískt af tegundinni HUFLY. Það er grátt með svörtu stýri, ílöngu sæti og með einum dempara og torfæru- dekkjum. Má segja að hjólið sé eins og líking af torfæruaksturs- hjóli. Eru foreldrar og börn á svæðinu beðin um að svipast um eftir hjóli drengsins, sem einhver hefur freistast til þess að þeysa á og gefa upplýsingar vinsamlegast í síma 74001. okkur hafa borist um mál félags- manna. Þessi mál hafa farið í gegnum fræðsluskrifstofu Reykja- ness, en að mati félagsmanna okkar ekki hlotið viðunandi af- greiðslu og ættu því ekki að vera Helga ókunn. Umrædd auglýsing var því birt til að fá öll sams konar mál inn í einu svo að auðveldara væri að taka þau til athugunar. Það hlýtur að vera skylda hvers stéttarfélags að standa vörð um rétt sinna félagsmanna. Stjórnin reynir því að reka mál þeirra ef til hennar er leitað. Um það að kennarar hafi seint leitað til stjórnarinnar þá var trúnaðarmannanámskeið á vegum Kennarasambands íslands um miðjan april og þar komu fram ýmis kjaramál, sem full ástæða var til að taka til nánari athugun- ar. Stjórn Kennarafélags Reyjaness. KR-INGAR hafa nú ákveðið að nýta skíðaskálann i Skálafelli fyrir sumarbúðastarfsemi i sumar. Skálinn er mjög vel búinn og landið i kring ákjósanlegt fyrir hvers konar iþróttir og leiki. Fyrirhugað er að halda 3 námskeið fyrir drengi og stúlkur 7—12 ára sem dvelji þar uppfrá í 12 daga. Leiðbeiningar verða i knatt- spyrnu, hástökki langstökki, spjótkasti svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í reiðtúra frá Lax- nesi að Tröllafossi og víðar um, sundlaugarferðir að Varmá og skoðunarferðir m.a. til Þingvalla. Á kvöldin verða svo bíósýningar og kvöldvökur. Námskeiðin eru öllum opin. Upplýsingar eru veitt- ar í KR-heimilinu og síma Skála- fells eftir 15. júní. Kynntu þér betur Kyrr-r hæg- og hraðmynd — 3 glimrandi nýjungar frá Grundig. Nú ræður þú sjálfur ferðinni og getur sýnt myndina 3s var sinnum hægar til að fylgjast betur með framvindunni og stöðvað hana (á punktinum, ekkert hopp) ef þú vilt skoða eitthvert atvik nákvæmlega. Einnig getur þú sýnt á 3svar sinnum meiri hraða ef þú vilt renna hratt yfir ákveðin myndskeið eða ná fram sérstökum áhrifum. 8 stunda kassetta — Tvöfalt lengri á helmingi lægra verði pr. klst. Video2x4 plus ermeð kassettu sem hægt er að snúa við og gefur þá 2x4 klst. alls. Ekki nóg með það, heldur er hún einnig mun ódýrari pr. klst. Munurinn nemur allt að helmingi. APF — Sjálfvirkur myndleitari og minnistölva. Þú f innur efnið á methraða. Hann stoppar alltaf sjálfvirkt, við leit, þar sem upptökuskil eru og bregður upp kyrrmynd á skjáinn af stöðunni. Þú getur einnig stillt ákveðinn stað á spólunni inn á minni (memory) og fundið hann aftur á augabragði. Video 2X4 plus hefur 2umspólunar- hraða. DNS- þéttir útilokar truflanir og eykur tónsvið og gæði. Á hærra stiginu er hægt að umspóla 2x4 stunda kassettu á aðeins 105 sek. Bandið er alltaf þrætt í stýringuna til að auðvelda alla leit. tækið okkar! Forriti fyrir 10 daga upptökutímabil. Þú ræður dagskránni sjálfur. Þú ert kannski víðs f jarri, í vinnu, sumarfríi eða lúrir bara á þínu græna á meðan GRUNDIG mynd- segulbandið þitt tekur sjálfvirkt upp 4 útsendingar á 10 dögum. Þú skoðar efnið þegar þér hentar. Fullkomin rafeindastýring — Tækið sér við mannlegum mistökum. Reimalaus fullkomin rafeindastýring tryggir eins einfalda notkun og værirðu að stjóma plötuspilara. Intermix Electronic rafrás útilokar að rangar stillingar og óvitaskapur geti skaðað tækið. Nokkrir aukapunktar um Grundig video 2X4 plus. Video2x4 plus erbúið skerpustillingu fyrir mynd. Það hefur alsjálfvirkan stöðvaveljara. Mynd og tóngæði eru eins og best verður á kosið. Síðast en ekki síst: Kjörin eru fyrir alla. Júnítilboðsverð á GRUNDIG 2X4 plus myndsegulbandi (ásamt einni átekinni kassettu) er: 21.900 kr. Skilmálar sem allir ráða við: 5.000 kr. út og eftirstöðvar á 7—10 mánuðum. VIDEO 2000 Laugavegi 10 Sími: 27788 Þvíbetur sem þú kynnir þér myndsegulbönd því hrif nari verðurðu af Grundig 2x4 plus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.