Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 3 Skipan forstjóra Brunabótafélagsins: Framkvæmdastjórn félagsins átelur ákvörðun ráðherra - að ganga gegn áskorun hennar og skipa forstjóra án samráðs við stjórnina Framkvæmdastjórn Bruna- hotafélaKs íslands kom saman til fundar i nær vegna skipunar Inga R. Helgasonar i stöðu forstjóra Brunabótafélagsins, en eins ok kom fram i frétt Mbl. i i?ær skipaöi Svavar Gestsson Iniía í stöðu forstjórans, þrátt fyrir að framkvæmdastjórnin hefði farið fram á að núverandi forstjóri, Ásgeir Ólafsson, sæti áfram. enda hafði Ásgeir gefið samþykki sitt til þess. Fram- kvæmdastjórnin gerði á fundi sinum sérstaka ályktun þar sem hún átelur þessa ákvörðun ráðherrans. Fer ályktunin orð- rétt hér á eftir: „Út af skipun Inga R. Helga- sonar í stöðu forstjóra Bruna- bótafélags Islands, vill stjórn félagsins taka fram eftirfarandi: í marz sl. sagði forstjóri Brunabótafélags Islands, Ásgeir Ólafsson, starfi sínu lausu frá og með 1. júlí nk. Því starfi hafði hann gegnt frá 1957, en starfað óslitið hjá félaginu allt frá árinu 1944. Eftir ítrekaðar áskoranir framkvæmdastjórnar félagsins, féllst hann á, með fyrirvara um samþykki heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra að gegna for- stjórastarfinu áfram til ársloka 1982. Þann 20. maí sl. ítrekaði framkvæmdastjórn félagsins bréflega fyrri áskorun til ráð- herra um að hann féllist á þetta fyrirkomulag. í lögum félagsins frá 1955 er ákvæði, sem tekið er óbreytt úr fyrstu lögum þess frá 1917, þar sem gert er ráð fyrir skipunar- valdi ráðherra. Stjórnin minnir þó á, að félagið er í reynd eign þeirra sveitarfélaga, sem hafa við það gagnkvæman samning um brunatryggingar fasteigna. Það er því í hæsta máta eðlilegt og sjálfsagt, að ráðherra beiti þessu veitingarvaldi í samráði við forráðamenn Brunabótafé- lagsins. Framkvæmdastjórnin átelur því þá ákvörðun ráðherra, að ganga alveg gegn áðurnefndri áskorun og skipa nýjan forstjóra án samráðs við stjórn félagsins. Stjórn Brunabóta- félags íslands." Ingi R. Helgason hæstaréttarlögmaður: Stjórnin hefði átt að telja Asgeiri hughvarf er hann tilkynnti vilja sinn - Slíkt hefði afstýrt látum nú, þá hefði ég ekki sótt um „UM ÞESSI læti vil ég sem minnst segja. Ég tel að stjórn Brunabótafélagsins hefði átt að telja Ásgeiri Ólafssyni hug- hvarf og fá hann til að hætta við að segja upp starfi sinu sem forstjóri, þegar hann tilkynnti stjórninni vilja sinn i þvi efni á síðastliðnu ári, í stað þess að reyna að hafa áhrif á ráðherra, eftir að Ásgeir hafði sagt form- lega upp starfi sinu — og það á siöasta degi umsóknarfrests, sem ráðherra hafði þá fram- lengt að beiðni stjórnarinnar. Margir, meðal annars ég, tóku þennan umsóknarfrest alvar- lega. Slik vinnubrögð hefðu komið í veg fyrir þessi læti nú — þá hefði ég ekki sótt um.“ sagði Ingi R. Ilelgason hæsta- réttarlögmaður, er Mbl. spurði hann álits á yfirlýsingum fram- kvæmdastjórnar Bruna- bótafélags íslands og viðbrögð- um vegna skipunar Inga i embætti forstjóra félagsins. Mbl. reyndi einnig en árang- urslaust að ná sambandi við Svavar Gcstsson heilbrigðis- og félagsmálaráðhrrra vegna skip- unar þessarar en hann er stadd- ur erlendis um þessar mundir. Ingi sagði einnig: „Eg vil sem minnst segja um þessa frétta- tilkynningu stjórnarinnar. Hún snertir mig ekki. Eg þykist vita, að Svavar Gestsson ráðherra hafi ekki gert annað en það sem lög standa til. Lögin eru góð og í gildi þó þau séu síðan 1917. Eg vænti auðvitað góðrar samvinnu við stjórnina þegar ég kem að störfum." Nú hefur þú ekki starfað við vátryggingar og þær eru nokkuð sérhæfður málaflokkur. „Ég hlakka til að takast á við þau verkefni." Margir mótumsækjenda þinna hafa sérþekkingu og reynslu á þessu sviði. Telur þú þig hafa einhverja aðra hæfileika fram yfir þá? „Ég set enga mælistiku á það.“ Er þetta kannske bara pólitík, eins og sumir vilja halda fram? „Nei, nei, ég tel að menntun mín og reynsla komi mér að fullum notum í þessu starfi. Þar með er ég ekki að leggja nokkurn dóm á aðra umsækjendur." En þú telur ekki pólitík á bak við þetta? „Þú verður að spyrja ráðherra að því.“ Framleiðslugetan hefur aukizt um allt að 100% FRAMLEIÐSLUGETAN hefur aukizt gifurlega i ullariðnaðin- um á sl. ári, eða um allt að 100%. Á sama tima hefur söluaukning- in aðeins orðið á bilinu 20 — 30%. „Þetta hefur valdið mörgum saumastofum, sérstaklega úti um landið, miklum vandræðum. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd, að á síðasta ári voru stofnuð 26 ný fyrirtæki í sauma- og ullariðnaði,“ sagði Ingjaldur Hannibalsson, deildarstjóri tæknideildar Félags íslenzkra iðnrekenda, í samtali við Mbl. „Það er hins vegar ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd, að það eru fjölmörg fyrirtæki, sem hafa dágóða afkomu,“ sagði Ingj- aldur ennfremur. Richard A. Martini yfirmaður á Keflavíkurflugvelli: FerOum sovéskra flugvéla við Island f jölgar gífurlega - 120% aukning á ferðum kjarnorkuknúinna kafbáta síðan 1976 IIERNAÐARLEG umsvif Sovét- manna i lofti og á legi umhverf- is ísland hafa stóraukist undan- farin ár og sérstaka athygli vekur hve ferðir sovéskra her- flugvéla eru orðnar tiðari á fyrstu mánuðum þessa árs en á sama tíma i fyrra. Á öllu árinu 1980 fylgdist varnarliðið á Keflavíkurflugvelli með 119 sovéskum flugvélum á islenska loftvarnarsvæðinu. en að kvöldi 8. júni sl. hafði það séð 84 sovéskar herflugvélar á sama svæði frá áramótum. Þetta kom fram í ræðu, sem Richard A. Martini aðmíráll, yfirmaður varnarliðsins á Kefla- vikurflugvelli, hélt á fjölmenn- um fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á þriðju- dagskvöldið. Aðmírállinn sagði, að ferðir kafbáta úr norðurflota Sovét- ríkjanna, sem hefur bækistöðvar á Kola-skaga umhverfis Murm- ansk, hefðu aukist álíka mikið og flugferðirnar. Nefndi hann, að ferðum sovéskra kafbáta hefði fjölgað um 63% í hafinu um- hverfis Island á síðustu fimm árum. Ef aðeins væri litið til kjarnorkuknúinna kafbáta, væri talan enn hærri, ferðum þeirra hefði fjölgað um 120% síðan 1976. Aukin flotaumsvif Sovét- manna væru ekki takmörkuð við kafbáta, sagði Richard Martini, heldur næðu einnig til herskipa almennt. Þá hefðu Sovétmenn stundað víðtækar hafrannsóknir við ísland undanfarin ár. Rann- sóknaskipunum hefði fjölgað og þau væru búin fullkomnari tækj- um en áður. Sum þeirra væru í raun fljótandi rannsóknastöðvar og sinntu vísindastörfum, önnur, eins og til dæmis nýtt skip af gerðinni Balsam One, væru ein- ungis smíðuð til að stunda njósnir. Sýndi aðmírállinn mynd af slíku skipi, sem tekin var við Islandsstrendur. NÉ opnast þér npr mogulettcar á reglubundnu sambandl við Ákveðið hefur verið að m/s Mánafoss komi við í Þórshöfn í Færeyjum í annarri hverri ferð fram til áramóta. Brottfarardagar skipsins Reykjavík verða sem hér Þórshöfn 18. júni 8. október 16. júlí 5. nóvember 13. ágúst 3. desember 10. september \ 0 Umboðsmaöur: F.A. H.C. Möller Havnen 3800 Torshavn (Þórshöfn) Telex 81237 Símar 11511 & 11716 Vinsamlegast hafið samband við Norðurlandadeild félagsins, innnanhússsímar 227 (Jóhannes), 230 (Sigurður), 289 (Magnea). Vörumótttaka í Sundaskála. Opið kl. 07.55-16.40 Sími 27994 it Leynast e.t.v. nyir vióskiptamöguleikar fyrir þig í Færeyjum? Alla leið með EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.