Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981
Hvað er yoga?
Innrásin mikla
Bókaklúbbur AB gefur út 9. bindi
styrjaldarsögunnar
BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka
félaK-sins hefur sent frá sér þann
hluta styrjaldarsogu sinnar sem
fjallar um innrásina í Normandí
1943. Er þetta 9. bindi styrjaldar-
sOKunnar. Hofundur er brezki
saKnfræðinKurinn DouKÍas Hort-
inK ok þýðandi Bjorn Jónsson.
Þessi innrás var gífurlegum
erfiðleikum bundin, svo að oft er
að sjá eins og tilviljunin ein hafi
ráðið að hún fór ekki út um þúfur.
Bandamönnum heppnaðist inn-
rásin og ef svo hefði ekki verið
hefði heimurinn sennilega litið
öðruvísi út en hann gerir nú.
Bókin er 208 bls. að stærð og
með fjöldamörgum myndum eins
og aðrar bækur þessa bókaflokks.
Hún er sett í Prentstofu G.
Benediktssonar og prentuð á
Spáni.
(Frá BAB)
Hátíðasjóður Sænsk-ís-
lenska félagsins stofnaður
eftir Sigvalda
Hjálmarsson
Vegna ítrekaðra fyrirspurna um
yoga, leyfi ég mér að taka eftirfar-
andi fram:
Yoga byggist á mystískri
reynslu: að upplifa það að vera til
á miklu stórkostlegri hátt en
vanalega, finna allt í sér og sig í
öllu, upplifa háa návist — sem
sumir leyfa sér að kalla guðdóm.
Yoga er sú iðkun sem á að
auðvelda slíka reynslu og stefnir
að því að það „sálarástand" sem
kemur í mystískum glampa reyn-
ist viðvarandi. Það kallast
hugljómun (sanskrt: sahaja sam-
adhi). Orðið yoga þýðir beinlínis
sameining (við guð) og er það orð
sem í Austurlöndum notast yfir
það sem Vesturlandabúar kalla
mystík. I
Yoga er ætíð andleg iðkuií. Þótt
beinagrind iðkunarinnar sé lík-
amlegar stellingar (sbr. hatha
yoga) þá skiptir sálarástandið eitt
máli. Ailt annað telst einungis til
hjálpar. Þannig er öll yoga-iðkun í
rauninni hugleiðing.
Hvernig er yoga iðkað?
Hvað sem aðferðin heitir, hvaða
svokallaða yoga-grein sem um
skal ræða, hefst iðkunin alltaf á
því að leitast við að ná valdi yfir
athyglinni: „yoga’s citta-vrtti-
nirodhah", að hindra hræringar
hugans, eða ná valdi yfir myndun
hugsananna í huganum. Þá byrjar
maðurinn að verða var við sjálfan
sig eins og hann er. Þetta kallast
upphaf þess að þekkja sjálfan sig.
Þegar iðkandinn hefur náð valdi
yfir myndun hugsananna í hugan-
um, ræður við hugsunarhæfileik-
ann einsog hann ræður við hand-
legginn á sér, og getur jafnvel
verið í glaðvakandi alkyrrðar-
ástandi þótt hugsunarhæfileikinn
sé í gangi, óháður sínum eigin
svörunum — þá er komið þetta
sem kallast dhyana sem í rauninni
þýðir hugleiðing, en má vel kalla
hljMan huga á íslensku.
Að afreka þetta er fyrsta stig
yoga, hið hugræna stig.
Þegar iðkandinn hefur svo öðl-
ast þá færni að geta verið hljóður
hugur að einhverju marki kemur
annað stigið sem nefnist máttar-
stig. Það er leynilegt og hefur
varla fundist umrætt í bókum á
vestrænum málum fyrren á síð-
asta áratug (t.d. Siva Sutra), en
laya-yoga og kúndlíní-yoga, einsog
fólk þekkir þær greinar, má kalla
ófullkomnar slitrur úr byrjunar-
iðkunum þess stigs. Þótt talað sé
um mátt, ber ekki svo að skilja að
„Þá byrjar maðurinn
að verða var við sjálf-
an sig eins og hann er.
Þetta kallast upphaf
þess að þekkja sjálfan
* 44
Slg.
átt sé við mátt í vanalegum
skilningi, heldur óskilgreinanlegt
vald yíir því sem þú sjálfur ert,
og því er samfara mikill kærleik-
ur. Tekið skal fram að á þessu
stigi eru æfingarnar einvörðungu
hugræns eðtis.
Hæsta stigið og hið þriðja má
kalla hið guðlega stig.
Framangreind skilgreining á
yoga (í mjög stuttu máli) samrým-
ist þeirri fræðslu sem veitt er á
vegum helstu yoga-iðkenda, og má
þartil nefna þekkta menn einsog
Ramana Maharsi, Aurobindo,
Paramahamsa Yogananda, Ram-
akrsna og marga fleiri. Áherslu-
munur finnst nokkur eftir kerfum,
en aðalatriðin reynast hin sömu.
Þörf gerist ennfremur að greina
frá eftirfarandi:
• 1. Æfingar úr yoga má iðka sér
til heilsubótar (hatha-yoga o.fl.)
og til almennrar lagfæringar á
sjálfum sér (hugrækt: að ná valdi
yfir athyglinni). Ekkert mælir því
gegn að það sé þannig notað, og
þarf hinn hái tilgangur ekki að
falla úr augsýn fyrir því.
• 2. Á fyrsta og öðru stigi iðkun-
arinnar er möntrum oftlega beitt
(man: hugur, hugarástand: tra:
sem leysir, sbr. Jaideva Singh), en
mestöll orð í ósviknum möntrum
innihalda ekki hugtak, þær eru
ekkert nema ómur i huganum,
annars geta þær varla talist
möntrur. (Um hversu mantra-
iðkun verkar, sjá grein í Ganglera
1980,2. hl. bls. 72, HuKarstarf sem
leysir, eftir Sigvalda Hjálmars-
son.)
• 3. í Austurlöndum ríkir minni
tepruskapur um kynlíf en hér á
Vesturlöndum. Og í sumum tilfell-
um eru tákn um háan andlegan
árangur tekin úr samlífi karls og
konu (esóterísk tákn völdust yfir-
leitt fyrir langalöngu úr hvers-
dagslegu lífi). Þetta notast af
sumum Vesturlandabúum til að
afflytja yoga, enda hægt um vik,
því jafnvel á Indlandi hafa menn,
sem alls ekki geta talist yogar,
þótt þeir skreyti sig með yoga-
heiti, valið þessi tákn til að afsaka
hæpnar athafnir sem ekkert eiga
skylt við yoga, og þarf ekki austur
í lönd til að finna dæmi um að góð
málefni hljóti að þola þá hremm-
ingu að vera saurguð fyrir atbeina
óhlutvandra manna.
• 4. Hæpið reynist að fara eftir
bókum einvörðungu þegar leitað
er þekkingar á yoga. Sá einn veit
sem reynir. Fæstir textar yoga-
bókmenntanna, kannski engir,
voru upprunalega samdir til að
skýra yoga fyrir ókunnugum. Þeir
flokkast undir kennslurit, gagn-
orðar leiðbeiningar, oft í táknum,
og með styttingum sem iðkendur
einir skilja, enda þeim einum
ætlaðar, og aðalfræðslan falin
munnlegri geymd.
• 5. Fjarri fer því að yoga tengist
Indlandi einu og því síður sér-
staklega hindúatrú. Það hefur um
aldaraðir, raunar í þúsundir ára,
verið stundað um Asíu þvera og
endilanga, frá Japan allt vestur til
Afganistan (og Persíu um tíma).
Margir yogar teljast meirasegja
múhameðstrúar, þrátt fyrir
strangleika hins íslamska rétt-
trúnaðar, fyrir utan allan þann
mikla fjölda sem aðhyllist
búddhadóm, shinto, tao eða aðrar
trúargreinir — ellegar kannski
enga.
Að lokum skal þess getið að
yogar eða mystíkerar deila yfir-
leitt ekki um stefnur í andlegum
málum, bera naumast hönd fyrir
höfuð sér þótt að þeim sé sneitt og
láta nægja að kynna viðhorf sín
fyrir þeim sem til þeirra ieita í
einlægni...
Stokkhólmi. frá GuMinnu
RaKnarsdóttur. fréttaritara Mbl.
í SAMBANDI við opinbera heim-
sókn Gunnars Thoroddsens forsæt-
isráðherra til Sviþjóðar nýlega var
stofnaður hátiðarsjóður Sænsk-
íslenska félagsins i Stokkhólmi.
(Samfundet Sverige-Island.)
Sænsk-islenska félagið varð 50 ára
á síóastliðnu ári. Sjóðspeningunum
á að verja til að efla á alla lund
samskiptin milli tslands og Svíþj<>ð-
ar.
Það var fyrrverandi sendiherra
Svía á Islandi, Olof Kaijser, sem
gekkst fyrir stofnun sjóðsins, en í
sjóðinn, sem er 50.000 sænskar kr.
gáfu m.a. sænsku fyrirtækin Alfa
Laval, ASEA, Cementgjuteriet, LM
Ericsson, NOHAB-Tampella, SE-
banken og Volvo.
— Það er mér mikil ánægja að
þessi sjóður skuli hafa komist á
laggirnar, segir Olof Kaisjer. Félag-
ið hefur haft lítil peningaráð að
undanförnu og það hefur háð starf-
seminni. Nú vonumst við til að
starfsemin komist í fullan gang
aftur, það eru mörg og mikilvæg
verkefni sem bíða félagsins.
Sænsk-islenska félagið hefur aðal-
lega látið til sín taka á sviði
menningarmála og hefur gefið út
ýmsar bækur um Island, m.a. „En
fárd till Island 1857“ eftir Nils Olson
Gadd. Auk þess hefur félagið boðið
bæði íslenskum og sænskum menn-
ingarfrömuðum til fyrirlestrarhaids
um ísland og íslensk málefni.
Formaður sænsk-íslenska félags-
ins er Olov Isaksson, safnforstjóri,
en hann er mikill íslandsvinur og
hefur m.a. gefið út bækurnar „Is och
eld — en bok om Island" og „Island
— förr och nu“.
Norræn öldrunarfræðiráðstefna
Efla ber heima-
og stofnanaþjónustu
RÁÐSTEFNA um öldrunaríræði stóð yfir dagana 30. maí til 2.
iúní í Reykjavík. Að ráðstefnunni stóðu ÖldrunarfræðafélaK
Islands, í samvinnu við samtök öldrunarfræðafélaga á
Norðurlöndum sem nefna sig „Nordisk Gerontologisk fören-
inK“. Þetta er fimmta norræna öldrunarráðstefnan sem haldin
er. Öldrunarfræðin nær yfir þær breytingar sem verða á lífi
einstaklinK.sins þegar ellin færist yfir þ.e.a.s. likamlegar,
sálrænar og félaKsíegar svo og viðhröKÖ einstaklinjfsins og
þjóðfélagsins við þessum breytingum.
Á ráðstefnunni voru flutt 56
erindi og fjölluðu þau um ýmsa
málaflokka aldraðra s.s. endur-
hæfingu, geðræn vandamál, öldr-
unarþjónustu bæði á heimilum og
stofnunum. Einnig var fjallað um
aldursbreytingar á beinum og
vöðvum og efnahagsleg aðstaða
fólksins rædd.
Á blaðamannafundi sem að-
standendur ráðstefnunnar héldu
kom fram að sú skoðun var
ríkjandi á ráðstefnunni að efla
bæri verulega alla heimaþjónustu
þ.e.a.s. svo fólk gæti verið sem
lengst heima og breyta þyrfti
einnig stofnanafyrirkomulaginu
eins og elliheimilum, þannig að
fólkið gæti verið meira virkt í
störfum.
T.d. gæti það fengið að
taka þátt í almennum heimilis-
störfum svo því fyndist það vera á
heimili en ekki á hóteli sem væn
„biðsalur dauðans". Mikið af fólki
vildi endilega fá að dunda sér
eitthvað. Mönnum þótti einnig
Á myndinni eru, taldir frá vinstri, Þór Halldórsson ritari, Alvar Svanborg formaður „Nordisk
Gerontologisk förening“, Andrus Viidik ritari og ólafur ólafsson landlæknir.
óeðlilegt að ellilífeyrisaldur væri
bundinn við fastákveðinn aldur
þar sem fólk eldist misjafnlega.
Fólk ætti að fá að velja hvenær
það vill hætta störfum. Menn álitu
að þetta væri pólitísk ákvörðun og
gagnrýni kom fram á að 65 og 67
ára aldurinn væri úreit fyrir-
brigði.
Á blaðamannaflundinum gat
Alvar Svanborg, sem er formaður
„Nordisk Gerontologisk förening"
þess hvernig hægt væri að þjálfa
taugaviðbrögð verulega upp og
hvernig hægt væri að bæta við-
brögð tauga og vöðva aldraðra. Að
síðustu kom fram að enginn vafi
væri á því að þeir eltust verr sem
nota alkahól og tóbak.
Samanburður var gerður á að-
búnaði gamals fólks hérlendis og í
Skandinavíu og kom fram að
vinnutími væri mun lengri hjá
okkur en nágrannaþjóðum okkar
og að meðalaldur væri heldur
hærri. Húsnæðið sem aldrað fólk
býr í er síst verra á íslandi en á
hinum Norðurlöndunum.
Formaður Öldrunarfræðafélags
íslands er Alfreð Gíslason.