Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 17
'MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1981 J 7
r Atlantshafið Flugkeppnin yfir Atlantshafið Flugkeppnin yfir Atlantshafið Flugkeppnin yfir Atlantshafið
Elzta flugvélin reyndist
vel þótt hæggeng sé
„ÞETTA hefur gengið eins og í sögu, og flugvélin reynst
vel, eins og við var að búast, þrátt fyrir að hraðinn sé
ekki mikill,“ sagði Paul Dague flugmaður á elztu
flugvélinni í Atlantshafsflugkeppninni er hann lenti á
Reykjavíkurflugvelli klukkan hálfþrjú aðfaranótt
sunnudags. Flugvélin er af gerðinni De Havilland
Dragon Rapide, smíðuð árið 1937 og því 44 ára.
Flugfélag íslands átti tvær flugvélar af þessari gerð á
árunum 1944—1950. Franska flugvélin var máluð í
Ijósum litum, glæsileg á að líta og greinilega vel við
haldið. Trégrind er í skrokk hennar og vængjum og er
hún klædd með dúk.
„Við erum búnir að vera rúmar 13 klukkustundir frá París,
höfðum viðkomu á Stornoway til að taka eldsneyti," sgði Dague,
sem er atvinnuflugmaður. Hann sagði þá félaga ætla að fá sér
tveggja tíma blund áður en þeir héldu áfram, en næsti
áfangastaður var Narssarssuaq.
Rapidinn varð að fljúga blindflug síðasta spölinn, en hann var til
þess búinn góðum tækjum, eins og reyndar allar aðrar flugvélar í
keppninni. Fengu þeir Dague og Salis á sig ísingu á leiðinni til
landsins, einkum við Skotland, en ísinn varð þó ekki til trafala.
Þegar Morgunblaðsmenn voru að grennslast fyrir um ferðir
flugvélarinnr í gær, kom í ljós, að hún náði til New York seint á
mánudagskvöld, eftir samtals 65 klst. og 10 mínútna flug frá París,
en til samanburðar má geta, að nokkrar einshreyfilseinkaflugvélar
flugu á og um 17 klukkustundum í einum áfanga frá New York til
Parísar í gær.
De Havilland Dragon Rapide rennir í hlað á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Rapidinn er
elzta vélin i keppninni. 44 ára. Tvær flugvélar af þessari gerð voru í eigu Flugfélags tslands 1945 til 1950,
TF-ISO og TF-ISM.
Franskar stúlkur
fyrstar til Islands
urflugvelli í Atlantshafs-
flugkeppninni, klukkan
21.30 á laugardagskvöldið.
I>ær flugu hingað í einum
áfanga frá París og voru tíu
klukkustundir á leiðinni.
„Þetta hefur gengið alveg ágæt-
lega, fengum ísingu að vísu við
Skotland og slitnaði loftnet þá
niður. Héðan höldum við í einum
áfanga til Goose Bay og vonumst
til að vera í Bridgeport síðdegis á
sunnudag."
Nicole sagði þær stöllur útlærða
atvinnuflugmenn og eru þær flug-
kennarar að atvinnu. Sin á milli
hafa þær rúmar fimm þúsund
flugstundir, en þetta er þó í fyrsta
skipti sem þær fljúga yfir Atl-
antshafið. Þær eru báðar við
þrítugt.
Það var mikill keppnishugur í
þeim stöllum, ætluðu sér að vinna.
Þær voru vart lentar þegar að-
stoðarmenn tóku til við að laga
loftnetið á farkosti þeirra og gera
flugvélina ferðbúna fyrir áfram-
haldið. I þeim hópi var faðir
Nicole, en hann er eigandi flugvél-
arinnar sem er af gerðinni Part-
enavia Victor.
„Það er nóg við að vera. Við
fylgjumst með hvernig okkur mið-
ar áfram, hvort okkur rekur af
leið og gerum þá viðeigandi ráð-
stafanir. Við skiptumst á að
fljúga, spjöilum saman um heima
og geima, og jafnvel fáum okkur
hænublund til skiptis," sagði Nic-
ole.
Þegar þær Nicole og Helene
komu til Reykjavíkur á austurleið-
inni í gær, þriðjudag, hafði allt
gengið að óskum, en nú stönzuðu
þær enn skemur en fyrr. Aðstoð-
armaður þeirra, faðir Nicole, hafði
gengið frá öllum pappírum, gert
flugáætlun, greitt lendingargjöld
og eldsneyti, látið útbúa fyrir þær
örlítinn skrínukost, o.þ.h.
„Við verðum heima um kvöld-
mat. Það verður stórkostlegt að
koma heim aftur, en þetta hefur
samt verið skemmtilegur og eftir-
minnilegur sprettur. Það væri
gaman að taka aftur þátt í keppni
af þessu tagi,“ sagði Helene við
komuna til Reykjavíkur í gær-
morgun. Alls tók flug þeirra fram
og aftur yfir Altantshafið tæpar
50 klukkustundir.
„ÞETTA or keppni, þetta er
keppni ok við höfum ekki of
mikinn tíma fyrir blaða-
menn,“ sagði franska stúlk-
an Nicole Duval er við
gripum hana og vinkonu
hennar, Helenu Frankel-
Lacour, rétt eftir að þær
lentu fyrstar á Reykjavík-
Frönsku flugkonurnar ræðast við á Reykjavíkurflugvelli á vesturleiðinni, (f.v.) Nicole Duval og Helene
Frankel-Lacour.
Haldið austur á bóginn frá Reykjavík. Myndina tók Kristján Ginarsson skömmu eftir að stúlkurnar hófu
sig til flugs af Reykjavikurvelli á austurleið á þriðjudagsmorgun.
Nicole Duval setur smurolíu á annan
hreyfil flugvélarinnar.
Nauðlending
Þeir voru hressir í bragði Fransmennirnir Louis Dubost og
Jean Paul Durano er þeir stigu út úr Skyhawk-flugvélinni
sinni við komuna til Reykjavíkur frá Prestwiek á sunnudag.
eftir tæplega 14 klukkustunda flug frá Frakklandi. Flugið
hingað gekk svo til áfallalaust. fengu að vísu á sig örlitla
isingu sem sleit niður eitt loftnet hjá þeim, en það sama
gerðist á mörgum öðrum flugvélum.
Við komuna til Reykjavíkur hefur þá sjálfsagt ekki rennt
grun í að þeir a*ttu eftir að lenda í erfiðleikum við Grænland.
því á mánudag gerðu þeir árangurslausar tilraunir til að
lenda í Narssarssuaq. Urðu þeir frá að hverfa vegna veðurs.
Þá leituðu þeir norður á bóginn. ætluðu til Syðri Straumfjarð-
ar, en flugið endaði með því að þeir lentu á lítilli flughraut
laxveiðimanna í Paradísarfirði. sem er á milli Narssarssuaq
og Syðri Straumfjarðar. Af þessum sökum hafa þeir nú verið
da'mdir í siðasta sa‘ti í keppninni. og þrátt fyrir mótlætið
héldu þeir áfram til New York um Frobisher og Gwjse Bay í
gær.