Morgunblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981
Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins:
Dregið í kvöld
I DAG eru síðustu forvöð að
tryiínja sér miða í landshapp-
drætti Sjálfsta-ðisflokksins. því
dretfið verður í kvöld.
Öflugt flokksstarf kostar mikið
fé. Happdrættið gegnir veiga-
miklu hlutverki í fjáröflun flokks-
ins og því treystir hann á velvild
og skilning stuðningsmanna sinna
og væntir þess, að þeir vilji leggja
fram hver sinn skerf til styrktar
stefnu hans og verkefnum, sem
framundan eru.
Þeir, sem ennþá eiga ógerð skil
á heimsendum miðum, eru vin-
samlega beðnir að gera það strax í
dag — það verður aðeins dregið úr
seldum miðum.
Afgreiðsla happdrættisins er í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, og verð-
ur hún opin til kl. 19, — og geta
þeir, sem óska látið sækja greiðslu
til sín og eins er hægt að fá
heimsenda miða.
(FróttatilkynninK.)
Hljóðnemamálið í Þjóðleikhúsinu:
Þjóðleikhúsráð vill
skýrslu um búnaðinn
„ÞJÓÐLEIKIIÚSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í dag að Þjóðleikhús-
stjóri og það starfsfólk sem málið varðar geri nákvæma skýrslu um
þann húnað og tæki sem deilt er um í skrifstofu Þjoðleikhússtjóra og
síðan verður sú skýrsla birt mjög fljótlega,“ sagði Haraldur Ólafsson
formaður Þjoðleikhúsráðs í samtali við Mbl. í gær um segulbandið og
hljóðnema i skrifstofu Þjóðleikhússtjóra, sem deilt hefur verið um að
undanförnu, en aðspurður sagðist Ilaraldur telja eðlilegt að það verði
athugað hvort ekki eigi að fjarlægja umræddan tækjabúnað eða
eitthvað af honum.
Fyrsta sýning ökuþóranna í American Helldrivers fór
fram á Melavelli í gærkvöldi og tók Guðjón þessa mynd
af einu sýningaratriðanna.
Fyrsta kaþólska
messan í Odda eft-
ir siðaskiptin
FYRSTA kaþólska messan eftir
siðaskipti verður í kirkjunni á
Odda á Rangárvöllum i dag,
laugardag, en árleg safnaðar-
ferð kaþólskra verður á sögu-
slóðir Njálu. Að sögn Toría
Ólafssonar mun messan í dag
vera hin fyrsta siðan eftir siða-
skipti.
Um 60 manns munu taka þátt í
ferðinni og átti að leggja upp frá
Reykjavík kl. 8 í morgun. Ráðgert
var að halda rakleiðis í Odda með
stuttri viðkomu á Hellu og messa
í Odda fyrir hádegi. Séra Ágúst
K. Eyjólfsson í Landakoti mess-
ar. Áð lokinni messunni heldur
hópurinn á ýmsar söguslóðir
Njálu, Begþórshvol, Hlíðarenda
og fleiri staði og verður komið til
Reykjavíkur undir kvöld. Torfi
Ólafsson sagði þessar safnaðar-
ferðir farnar á hverju ári og hefði
t.d. verið nýlega farið að Hólum í
Hjaltadal og Kirkjubæjar-
klaustri.
Sveinn Einarsson Þjóðleikhús-
stjóri sagði í samtali við Mbl. í
gær að þetta leiðindamál væri
ekki eins alvarlegt og sumir teldu,
því þessi upptökubúnaður í
skrifstofu Þjóðleikhússtjóra hefði
alls ekki verið misnotaður með því
að taka upp tal fólks án vitundar
þess. Segulbandstæki hefði verið í
skrifstofu Þjóðleikhússtjóra um
árabil til þess að grípa til ef þörf
væri á en aldrei án vitundar fólks
og reyndar hefði þetta tæki verið
sáralítið notað. „Ef ég hefði haft
einhverju að leyna sýnist mér
ljóst að ég hefði látið fjarlægja
þennan búnað áður en hafist var
handa um breytingar á skrifstofu
minni,“ sagði Sveinn, en hann
kvaðst vonast til þess að fólk
treysti því að hann hefði ekki
misboðið neinum með þessu tæki.
Varðandi það hvort tækið yrði
þarna áfram sagði Þjóðleikhús-
stjóri að þótt það ætti að vera til
hagræðingar þá væri það varla
þess virði ef það kostaði þau
leiðindi sem orðið hafa.
Nokkrir fulltrúar starfsmanna
héldu í gær fund um þetta mál
með fulltrúa Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og talsmanm
Þjóðleikhúsráðs.
Mál þetta er sprottið vegna þess
að við breytingar á skrifstofu
Þjóðleikhússtjóra, þegar hann var
erlendis, fundust leiðslur undir
teppum í skrifstofunni tengdar í
segulband inni í skrifstofuskáp,
hljóðnema bak við gluggatjöld og
fótstigið stjórntæki fyrir segul-
bandið var við skrifborðsstól.
Nokkuð dró úr hækkun
peningalauna á sl. ári
- segir Þjóðhagsstofnun um breytingar á helztu hagstærðum
EFTIR hækkun verðbóta á
laun um ta’plega 6% 1. marz sl.
voru kauptaxtar launþega 54%
ha>rri en í marz 1980. Eftir
8,10% hækkun verðbóta á laun
1. júní eru kauptaxtar um 49%
hærri en í júni á liðnu ári,
þannig að nokkuð hefur drcgið
Vélageymsla og tæki
eyðilögðust í eldsvoða
VÉLAGEYMSLA að bænum
La'kjartúni í Ásahreppi í Rang-
árvallasýslu brann og tæki sem
þar voru geymd gereyðilögðust
aðfaranótt föstudags. Eldsins
varð vart um kl. 01:30 um
nóttina og var vélageymslan þá
alclda. Slökkvilið frá Hcllu,
Hvolsvelli og Selfossi komu á
vettvang og gekk slökkvistarf-
ið vel.
Sveinn Tyrfingsson bóndi
tjáði Mbl., að auk hússins sjálfs,
sem væri ekki talið mjög mikils
virði, hefðu brunnið bindivél,
rafsuðu- og logsuðutæki og
margs konar verkfæri og áhöld
er hann notar til viðgerðar-
starfa. Kvaðst hann áætla fjár-
hagstjónið milli 100 og 150
þúsund krónur, en verkfærin
voru lágt vátryggð. Sagði hann
bagalegt að geta nú ekki sinnt
viðhaldi tækjanna sjálfur, tíma-
frekt og dýrt gæti orðið að leita
annað ef bilanir kæmu upp.
Landsþing LÍV:
Leiðrétting kjaramála
stærsta viðfangsefnið
*
- segir Björn Þórhallsson, form. LIV
Á ÞINGI Landssambands ís-
lenskra verzlunarmanna. sem
sett var í ga-rmorgun og standa
mun til sunnudags. kom fram
að aóalmál þingsins yrðu kjara-
mál. leiðrétting launa-
mismunar og trygging kaup-
máttar. Morgunblaðið náði tali
af Birni Þórhallssyni LÍV. og
sagði hann að þingstörfin
gengju með ágætum.
„Helztu mái þingsins eru núm-
er 1, 2 og 3 kjaramálin í víðum
skilningi, það er verið að ræða
mótun kröfugerðar, en hún verð-
ur sennilega ekki fullmótuð á
þessu þingi, heldur aðeins í
megin dráttum. Þar verður lögð
áherzla á það að kaupmáttur
batni frá því, sem nú er og verði
síðan tryggður svo að hann falli
ekki sífellt niður eins og verið
hefur.
Þó má segja að okkur verzlun-
armönnum sé nærtækast að
jafna þann launamismun, sem er
á milli okkar annars vegar og
hins vegar ýmissra fjölmennra
launþegahópa í þjóðfélaginu,
sem vinna sambærileg störf, en
hafa mun hærra kaup. Þar á ég
við þá sem vinna hjá ríki og
sveitarfélögum, hvort sem þeir
eru í BHM eða BSRB og banka-
mennina, en samningskjör
þeirra eru miklu hagstæðari en
okkar á margan hátt.
Við munum einnig gefa því
nokkurn gaum að kauptaxtar
segja ekki alltaf hvað menn hafa
fyrir sína vinnu því að afkasta-
hvetjandi launakerfi, sem í flest-
um greinum eru orðin talsvert
algeng, eru varla til hjá okkur.
Þau geta gefið mönnum allt að
fjórföld laun fyrir sama vinnu-
tímann. Þarna er allt of mikill
munur á og einhvernveginn
verður að finna leið út úr þessu.
Þannig mætti hugsanlega
ákveða kauptaxta okkar talsvert
hærri en hjá þeim, sem þessa
möguleika hafa, eða að reynt
væri að koma þessu launakerfi á
í okkar greinum.
Við höfum alltaf haft þá
skoðun að það sé ekkert kapps-
mál að sækjast eftir stórum
krónutöluhækkunum í kaupi,
það er kaupmátturinn hverju
sinni sem máli skiptir. Við
þurfum auðvitað hækkanir til að
ná jafnstöðunni, en að henni
fenginni má beita öðrum ráðum.
Eg vil einnig segja það sem
skoðun mína, að ef að ná á til
hinna tekjulægstu og þeirra sem
raunverulega eru tekjulægstir,
ekki bara metið eftir einhverjum
kauptöxtum, en þá er ekki hægt
að finna, nema þegar menn gefa
tekjur sínar upp til skatts. Þarf
að leiðrétta laun þeirra í gegn
um skattakerfið og þá kemur
helzt til álita verulega aukin
beiting neikvæðs tekjuskatts.
Það held ég að sé álitlegasti
vegurinn til þess að ná til þessa
fólks og bæta þess hag,“ sagði
Björn Þórhallsson.
úr hakkun peningalauna.
Þetta segir m.a. í stuttu yíirliti
Þjóðhagsstofnunar um breyt-
ingar helztu hagstærða á fyrsta
ársfjórðungi.
Þá segir, að kaupmáttur kaup-
taxta launþega miðað við vísitölu
framfærslukostnaðar hafi verið
um 2% minni á fyrsta ársfjórð-
ungi en á sama tíma í fyrra og um
1% minni en á síðasta ársfjórð-
ungi í fyrra.
Sé litið á verðbreytingar á föstu
gengi frá 4. ársfjórðungi 1980 til 1.
ársfjórðungs 1981 hefur útflutn-
ingsverð án áls hækkað um 5,4%,
en innflutningsverð hins vegar um
2%. Viðskiptakjörin, séu álvið-
skiptin undanskilin, hafa batnað
um nærri 3,5% á þessu tímabili.
Þessi bati viðskiptakjara stafar að
verulegu leyti af gengisbreyting-
um að undanförnu, einkum hækk-
un Bandaríkjadollars gagnvart
Evrópumyntum. Um 2,5% af þeim
3,5%, sem viðskiptakjör hafa
batnað stafa af breytingu gengis.
Breyting viðskiptkjaranna frá
ársmeðaltali 1980 til 1. ársfjórð-
ungs 1981 er snöggtum minni en
frá 4. ársfjórðungi eða um 1%.
Útflutningsverð hækkar svipað
eða 5,8%, en breyting innflutn-
ingsverðs er 4,8%, eða nær 3%
meiri en frá 4. ársfjórðungi.
Að meðtöldum viðskiptum ál-
verksmiðjunnar reyndust við-
skiptakjörin á 1. ársfjórðungi 1981
um 2,8% lakari en að meðaltali
1980 og 1,2% lakari en á 4.
ársfjórðungi 1980.
Upplýsingar um söluskattsveltu
fyrsta ársfjórðung ársins eru ekki
fyrir hendi, en tölur ríkisbókhalds
um innheimtan söluskatt fyrstu
fjóra mánuði ársins gefa vísbend-
ingu um veltubreytingar, og þar
kemur fram um 8% samdráttur í
veltu söluskattsskyldrar vöru og
þjónustu á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs miðað við sama tíma í
fyrra. ■ . «, » «----
Matareitrunin
á Sauðárkróki:
Sjúklingarn-
ir virðast vera
á batavegi
„ÞETTA er alvarleg og langvarandi
matareitrun og annað veit maður
ekki um hana.“ sagði Óskar Jónsson
læknir á Sauðárkróki í samtali við
Morgunhlaðið er það innti hann eftir
þeirri matareitrun er tvö bórn, syst-
kini. og fra-nka þeirra urðu fyrir um
síðustu helgi. Sjúklingarnir voru
sendir á gjörga-sludeild hér í Reykja-
vík og liggja nú á harnadeild Landa
kotsspítala. Óskar sagði ennfremur
að þetta væri sérstök óþekkt tegund
matareitrunar er hefði áhrif á mið-
taugakerfið með lömun á vissum
taugum. Er haidið að börnin hafi
horðað það sem olli eitruninni viku
áður en hún kom fram.
Morgunblaðið hafði samband við
Ólaf Ólafsson landlækni vegna þessa
máls og sagði hann að þetta væri
trúlega matareitrun sem gæti hugsan-
lega verið frá pylsum. Annars hefðu
sýni verið send til Atlanta í Banda-
ríkjunum og er von á niðurstöðum
þaðan fljótlega.
„Mér er ekki kunnugt um eitrun líka
þessari en hún getur verið mjög
hættuleg. Það var gerð rannsókn á
mataræði krakkanna og erum við að
vinna úr henni. Sjóklingarnir virðast
vera á batavegi," sagði Ólafur að
lokum.
Spánarveikin:
Matarolía talin
orsakavaldurinn
NÚ ER talið nokkuð öruggt að
komizt hafi verið að orsök „Spán-
arveikinnar“ svokölluðu. Talið er
að ólögleg sala matarolíu hafi
valdið henni, en á Spáni er
óleyfilegt að selja slíka olíu nema
á lokuðum flöskum.
Að sögn landlæknis, Ólafs
Ólafssonar, hefur honum borizt
skeyti frá Alþjóða heilbrigðis-
stofnuninni og segir þar, að
tölfræðilegt samband sé á milli
sölu á ólöglegri matarolíu og
sjúkdómstilfella af Spánarveik-
inni, þó sé orsakavaldurinn, eða
hinn eiginlegi sýkill, enn ófund-
inn. Sagði þar, að ef sjúkdómstil-
fellum fækkaði nú eftir að sala
olíunnar hefði verið stöðvuð, teld-
ist það sanna, að hún hefði valdið
veikinni, en fyrr ekki.
Landlæknir sagðist fagna því,
að nú virtist vera ljóst hvað
veikinni hefði valdið og sagði, að
þar með féllu úr gildi ráðleggingar
þær, sem gefnar hefðu verið út til
ferðalanga hér á landi i samráði
við lungna- og farsóttasérfræð-
inga.