Morgunblaðið - 13.06.1981, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981
Sjómannadagurinn
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 sjómanna-
dagsmessa. Sr. Ólafur Skúlason
dómprófastur predikar. Sr. Hjalti
Guðmundsson þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur, organleikari
Marteinn H. Friöriksson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös-
þjónusta í safnaðarheimili Ár-
bæjarsóknar kl. 11 árd. Sr.
Guömundur Þorsteinsson.
ÁSPREST AK ALL: Messa aö
Norðurbrún 1 kl. 11. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
BREIOHOLTSPREST AK ALL:
Messa kl. 11 árd. í Breiöholts-
skóla. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚSTADAKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11. Sr. Hreinn Hjartarson
messar. Sóknarnefndin.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl.
10. Sr. Þorsteinn Björnsson
messar.
FELLA- og HÓLAPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Bústaöakirkju kl.
11. Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11. örn Báröur Jónsson
djákni predikar. Organisti Jón G.
Þórarinsson. Almenn samkoma
nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Þriójudagur 16. júní: Bænaguös-
þjónusta kl. 10.30. Beöiö fyrir
sjúkum. Landspítalinn: Messa
kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organleikari Ulf Prunner. Sr.
Tómas Sveinsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón-
GUÐSPJALL DAGSINS:
Jóh. 3.:
Kristur og Nikodemus
usta kl. 11. Sr. Þorbergur Krist-
jánsson.
LANGHOLTSKIRKJA: guösþjón-
usta kl. 11. Athugiö breyttan
messutíma. Sjómannafjölskyldur
og íbúar viö Gnoöarvog, Glaö-
heima og Hlunnavog heiöurs-
gestir okkar aö þessu sinni.
Organleikari Kristín Ögmunds-
dóttir. Prestur sr. Sig. Haukur
Guöjónsson. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Messa
fellur niöur vegna skemmtiferöar
safnaöarins um Borgarfjörö.
Lagt veröur af staö frá kirkjunni
kl. 9.30 árd. Fjölmennum. Þriðju-
dagur 16. júní: Bænaguösþjón-
usta kl. 18. Sóknarþrestur.
NESKIRKJA: Guösþjónusta kl.
11. Orgel og kórstjórn Reynir
Jónasson. Sr. Guömundur Óskar
Ólafsson.
SELJASÓKN: Guðsþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 11. Sr. Valgeir
Ástráösson.
FRÍKIRKJAN f Reykjavík: Messa
kl. 2. Organleikari Siguröur ís-
ólfsson. Prestur sr. Kristján Rób-
ertsson.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn
guösþjónusta kl. 20. Barnabless-
un. Ræðumaöur Jóhann Páls-
son. Fórn tekin fyrir innanlands-
trúboö.
DÓMKIRKJA Krists konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30
árd. Hámessa kl. 10.30 árd.
Lágmessa kl. 2 síöd. Alla rúm-
helga daga er lágmessa kl. 6
síöd., nema á laugardögum, þá
kl. 2 síöd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa
kl. 11 árd.
HJÁLPRÆOISHERINN: Útisam-
koma á Lækjartorgi kl. 16. Bæn
kl. 20 og hjálpræöissamkoma kl.
20.30. Ofursti Alf og Solveig Ajer
tala og syngja.
FÆREYSKA sjómannaheimilið:
Samkoma kl. 17.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garóabæ: Hámessa kl. 2 síöd.
VÍÐISTADASÓKN: Guösþjón-
usta kl. 11 árd. Sr. Siguröur H.
Guömundsson.
KAPELLAN St. Jósefsspítala
Hafnarf.: Messa kl. 10 árd.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30 árd. Rúmhelga daga
messa kl. 8 árd.
KEFLAVÍKUR- og NJARÐVÍK-
URPREST AKÖLL: Sjómanna-
messa í Keflavíkurkirkju kl. 11
árd. Sr. Ólafur Oddur Jónsson.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa
kl. 11 árd. Sóknarprestur.
SANDGERÐI: Sjómannamessa
kl. 11 árd. Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Sjómanna-
guösþjónusta kl. 13.30. Sóknar-
prestur.
AKRANESKIRKJA: Sjómanna-
guösþjónusta kl. 10.30 árd. Aldr-
aöir sjómenn heiöraöir. Drukkn-
aöra sjómanna minnst. Sr. Björn
Jónsson.
Jakobína
Guðmunds-
dóttir kosin
formaður
HeimilisiðnaðarfélaK ís-
lands hclt aðalfund 28. april
sl. að Kjarvalsstöðum.
Starfsemi félagsins er aðal-
lega fólgin í því að gefa út
ársritið „Hugur og hönd“ sem
kom nú út í 15. sinni á árinu
1980. í ritinu eru birtar greinar
og uppskriftir ýmisskonar.
Skóli á vegum félagsins er að
Laufásvegi 2, en í honum eru
bæði styttri og lengri námskeið
í ýmsum handmenntagreinum.
Verzlunin íslenskur heimilis-
iðnaður er nú rekinn á tveimur
stöðum í Reykjavík og á hún 30
ára afmæli í haust. Félagið tók
þátt í norrænu heimilisiðnaðar-
þingi sem haidið var í Tromsö
1.—3. júlí árið 1980.
Kosið var í stjórn á fundinum
en Stefán Jónsson arkitekt sem
hefur verið formaður síðan
1968 lét af formennsku. Einnig
gengu úr stjórn Soffía Þórar-
insdóttir og Sigríður Gísladótt-
ir. Nýkosinn formaður er
Jakobína Guðmundsdóttir.
Pottarím
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Nú blómstrar grilláhugi, ef
marka má matardálka blað-
anna, enda er nú sá árstími,
sem býður upp á útimatreiðslu
Og þeir sem ekki elda úti, vilja
kannski líka gjarnan borða
léttan og sumarlegan mat og
þá er glóðarsteikt kjöt tilvalið.
Það þarf ekki endilega að
fara út fyrir bæjarmörkin til
að glóðarsteikja. Garðar og
svalir eru kjörnir staðir, og
það þarf ekki mikið pláss til að
athafna sig. Gryfja, full af
kolum, og grind er allt sem
þarf. Síðan er auðvitað hægt
að kaupa sérstök grill, ef vill.
Það er ákjósanlegast að grind-
in sé úr pottjárni, en slíkt er
ekki jafn auðvelt að ná í og
veigaminni grindur. Pottjárnið
þykir betra vegna þess að það
hitnar vel, þannig að kjötið
stiknar um leið og það kemur á
heita grindina. En þetta er nú
kannski ekki aðalatriðið, held-
ur að skemmta sér við mat-
reiðsluna, og njóta hennar til
hins ýtrasta.
Þegar þið hyggist hefjast
handa, munið þá að kolin eiga
að vera án loga og hvítglóandi,
áður en þið byrjið að steikja,
og að það á að hita grindina
áður en kjötið er sett á hana.
Það er bezt að kjötið sé ekki
feitt, því þá brennur fitan, og
glóðarsteikt kjöt á alls ekki að
vera brennt fremur en annað
kjöt. Innmatur hentar t.d.
mjög vel til að glóðarsteikja,
enda bæði meyr ög magur.
Það tíðkast víða að leggja
kjöt í kryddlög, áður en það er
steikt, bæði til að meyra það og
eins til að gefa því gott bragð.
Víða um Evrópu er olía og svo
eitthvað súrt, t.d. edik, sítr-
ónusafi eða vín, aðaluppistað-
an. Eftir að Norðanmenn fóru
að streyma til sólarlanda, og
kynntust m.a. matnum þar-
lendis, hefur hvers kyns krydd-
legið kjöt verið afar vinsæll
matur, eins og glöggt má sjá í
matarblöðum og -dálkum, og
svo í veitingahúsum og búðum,
þar sem er boðið upp á krydd-
legið kjöt. Útgáfurnar eru
margar, og ekki allar jafn
glæsilegar eða hollustusamleg-
ar.
Ef litið er í austurátt, í
Indlandsátt, þá kemur í ljós að
Indverjar hafa svolítið annan
hátt á. Þeir nota t.d. jógúrt í
kryddlög. Uppskriftir að slík-
um lögum hafa fylgt nú í
kjölfar hreinu jógúrtarinnar.
En þeir hafa líka enn aðra
aðferð, enda margslungnir í
matargerðinni. Hún er sú að
búa til nokkurs konar krydd-
mauk, smyrja á kjötið og láta
það þorna inn í kjötið. Síðan er
kjötið glóðarsteikt ásamt
kryddinu, og e.t.v. penslað með
smjöri eða olíu á meðan. Það er
þessi aðferð sem ég ætla að
Kjöt í
kryddlegi
viðhafa í dag. Hún hefur ýmsa
kosti. Þegar kjöt er glóðar-
steikt, þarf það að vera sæmi-
lega þurrt, til að stikna vel.
Það þarf því oftast að strjúka
kryddlöginn af. Þess þarf ekki
hér, því kjötið þornar í krydd-
maukinu.
Með kjötinu hér á eftir er
tilvalið að bera fram gott
salat. Ég mæli eindregið með
að þið saxið niður tómata,
gúrkur og e.t.v. grænt salat,
allt fremur smátt, piprið e.t.v.
og bætið í fínsöxuðum lauk og
berið þannig fram. Það er
engin ástæða til að vera alltaf
með salatsósur, grænmetið er
býsna gott eins og það kemur
fyrir. Já, og gott brauð ...
Finnst ykkur það ekki tilvalið
meðlæti? Þettá tvennt fer
býsna vel með kjötinu og allir
ættu að geta orðið saddir og
sæiir ...
Góða skemmtun!
Kjöt í kryddlegi
á indverska vísu I
(Handa fjórum)
Uppskriftirnar eru ekki síð-
ur hugsaðar sem ábendingar.
Þið farið svo ykkar eigin leiðir
í kryddvalinu. Ef þið kjósið að
nota ekki jógúrt, þá er sítrónu-
safi góður í staðinn, en einnig
matarolía. Meginatriðið er að
búa til fremur þykkt mauk, til
að smyrja á kjötið. Indverjar
stinga í kjötið til að það dragi
betur í sig kryddið, en ég er
hálf feimin við það, því mér
finnst það þá fremur þorna
upp. Síðan er það þrætt upp á
teina og steikt yfir vel heitum
glóðum eins og áður er nefnt.
Þið gætið að snúa því, svo
ekkert brenni og steikja það
ekki of lengi, svo það þorni
ekki.
Ef þið notið ekki grill, hvort
sem það nú er útigrill eða ofn,
getið þið steikt kjötið í ofurlít-
illi feiti á pönnu.
Það skiptir ekki höfuðmáli,-
hvaða kjöt þið notið, þið takið
það sem ykkur lízt bezt. En
meyrt og magurt þarf það að
vera, eins og áður er nefnt.
Lambakjöt, t.d. lundir, nauta-
kjöt, svínakjöt, kjúklingar og
kálfakjöt, allt kemur þetta vel
til greina. Og ekki má gleyma
folaldakjöti, sem er prýðis
gott, ef það er folaldakjöt, en
ekki af einhverjum jálki.
En þá er það uppskriftin ...
800 gr beinlaust kjöt eða um 1
kg með beinum í
1 tsk. anísfræ
1 tsk. kanell
2 msk. graslaukur
2 negulnaglar
1—2 hvítlauksrif
3 msk. jógúrt
nýmalaður pipar
nokkrar msk. bráðið smjör eða
olía
1. Skerið kjötið í hæfilega
bita.
2. Steytið anísfræin og neg-
ulnaglana. Merjið hvítlaukinn,
saxið graslaukinn smátt.
Blandið kryddinu saman við
jógúrtina. Þetta á að verða
þykkt mauk. Ef það er full
þurrt, bætið þá svolítilli jógúrt
saman við. Makið þessu nú á
kjötið og látið það liggja í
a.m.k. 3—4 klst. en gjarnan
lengur. Það er óþarfi að setja
kjötið í kæliskáp, þó það bíði í
allt að 6 klst., en kjötið á þó
ekki að liggja í sól eða hita.
3. Þræðið kjötið á teina.
Einhvern tíma hefði slíkur
teinn verið kallaður sneis. Það
fást víða hentugir trépinnar,
mjög skemmtilegir. Smyrjið
þá með olíu, áður en þið setjið
kjötið á þá. Og svo steikið þið
það, eins og áður var nefnt.
Notið smjör/olíu til að pensla
kjötið með, en það á ekki að
vera löðrandi.
Kjöt í kryddlegi
á indverska vísu II
(Handa fjórum)
Þið notið jafn mikið kjöt og
áður er nefnt, en hér er önnur
uppástunga um lög:
Vk tsk. nýrifið múskat
2 hvítlauksrif
1 tsk. engifer, nýrifið eða duft
3 msk. fínsöxuð steinselja
3 msk. rifnar/fínsaxaðar
möndlur/heslihnetur
nýmalaður pipar
3 msk. sitrónusafi
1. Merjið hvitlaukinn.
Blandið öllu saman. Ef þetta er
of þurrt, bætið þá svolitlu af
sítrónusafa saman við. Farið
að eins og lýst er hér að ofan.
í staðinn fyrir sítrónusafa
er einnig tilvalið að nota app-
elsínusafa, eða jafnvel greip-
safa. Bragðið verður þá
óvenjulegt en gott...
í staÖ úðunar
á garða
Um daginn nefndi ég að það
er gamalt húsráð í Evrópu að
nota hvítlauk gegn alls kyns
meindýrum, og benti á þetta í
staðinn fyrir eiturausturinn.
Það má bæta við að það er
einnig húsráð að setja appel-
sínubörk í matjurtabeð.
Remman úr honum fælir
maðkinn. Fáið ykkur nú app-
elsínu að borða og setjið börk-
inn meðal matjurtanna. Auk
þess ku vera heillaráð að þvo
trén vel, þ.e. sprauta á þau
vatni úr garðslöngunni. Byrjið
strax á þessu áður en ófögnuð-
urinn hefur náð fótfestu og
haldið áfram í allt sumar
V