Morgunblaðið - 13.06.1981, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981
Matthías Johannessen:
TVEGGJA BAKKA VEÐUR.
Kápumynd: Árni Jörxensen.
Almenna bókafélaKÍð 1981.
Fyrir þremur árum kom út
Ijóðabók Matthíasar Johannes-
sens: Morgunn í maí. Þessi bók,
einn samfelldur bálkur um
bernsku skáldsins og þau áhrif
sem stríðið hafði á íslendinga,
var átakamikil, augljóslega búin
að vaxa lengi innra með skáldinu
og braust loks fram af því að
hún var ekki hamin lengur.
Það voru ekki síst persónuleg
Ijóð, einkalegar minningar og
viðkvæmar sem settu svip á
Morgunn í maí. Bókin hlýtur að
hafa verið töluverð blóðtaka, en
fórn að því leyti að sá sem lætur
undan veikleika sínum sigrast á
honum um leið. Með því að opna
hug sinn öðlast menn aukinn
styrk. Skáld eru líka alltaf að
játa, bæði fyrir sjálfum sér og
öðrum.
Tveggja bakka veður sem
kemur út á nýju vori ber því
vitni að hún er safn ljóða frá
nokkrum árum og sver sig í ætt
Fagur er dalur (1966), en þó
einkum Mörg eru dags augu
(1972).
„Frá einni tilfinningu til ann-
arrar" feraðst skáldið í Tveggja
bakka veður. Hér eru hrein
náttúruljóð, ástaljóð, ferðaljóð,
myndir úr erlendum borgum,
minningar um fólk, einkum
látna afreksmenn, ljóð úr næsta
nágrenni, ljóð sprottin úr frétta-
efni biaða, hnituð ljóð og marg-
orð, söguleg kvæði, heimspekileg
ljóð og margt sem dregur dám af
trúarumræðu. Þannig mætti
lengi telja. Fjölbreytnin bægir
ekki lesendum frá bókinni, held-
ur skammtar hverjum sitt.
Matthías verður ekki sakaður
um einhæfni. En það hve hann
kemur víða við gerir ekki ljóð
hans sundurlaus eða ólík eins og
þau séu verk margra skálda. Það
er ákveðinn svipur á öllu sem
Matthías yrkir, heildarmynd.
Stundum eru hin augljósu ein-
kenni hans of áberandi, skáldinu
Frá einni
tilfinningu
til annarrar
blöðum" stendur á einum stað.
Það er hreyfing í þessum ljóðum,
líf. Ekki síst er gaman að
ljóðunum sem sótt eru í hug-
myndaheim barna.
Farþegaflug er sérstaklega at-
hyglisvert ljóð í Smákvæði úr
næsta nágrenni II. Það er óvænt,
myndin einföld en sterk:
Himinninn
er blár
djúpur hylur.
Sílin
setjast
á botninn
og fólkið kemur
út úr sílunum
og gruggar vatnið.
hættir til endurtekninga, sum
orð eru notuð of oft, gripið er til
sama orðalags æ ofan í æ og
líkar eða eins myndir birtast
lesandanum. Þegar best lætur
hljómar þetta eins og stef sem
þarf að endurtaka til þess að
merkingin komist til skila,
hrynjandi málsins njóti sín.
Aftur á móti þykir mér alveg
nóg að nota orð eins og ögur-
stund einu sinni í bók. Það er
satt að segja of skáldlegt til að
hamra á því. Sama er að segja
um það að fara eldi, samanber
„Og skáldið fer eldi ævi sína“
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
(Borges) og „og kyrrðin fór vatn
ykkar eldi“ (Undir gullregni).
Annars hefur það verið rík
tilhneiging Matthíasar, fremur
má kalla slíkt viðhorf, að gæta
samhengis í skáldskap. Tveggja
bakka veður hefst til dæmis á
Ijóðum sem ort eru með sama
hætti og Hólmgönguljóð (1960).
Jafnvel sömu tilvitnanir og
skírskotanir ganga aftur. Ljóð
Steins Steinarrs og Tómasar
Guðmundssonar og ekki síður
ýmislegt sem þeir hafa sagt í
samtölum Matthíasar við þá
hefur orðið fyrirferðarmikið, til
dæmis er Tíminn og vatnið á
sínum stað eða stöðum í Tveggja
bakka veður og ekki verið að
leyna því.
En þess ber að geta að þótt
hrifning skáldsins á orðum ann-
arra sé auðsæ eru þau túlkuð á
hans hátt, skoðuð í ljósi reynslu
og þroska og verða með því móti
ný.
Mér virðast þau ljóð Matthías-
ar sem kalla má ferðaljóð þótt
fjalli engu síður um menn en
staði bæta nokkru við mynd
Iesandans af honum. Öll eru
þessi ljóð fersk, skemmtileg ef
þannig má komast að orði um
hátíðleg tilefni. Sögulegir og
mannlegir þættir eru ofnir sam-
an af kunnáttu og innsæi. Ég
nefni sem dæmi Wordsworth, í
Lake District; Picasso í Musée
Rath, Genf; Karlamagnús, Aach-
en og í Chartres.
í ljóðaflokkunum Smákvæði
úr næsta nágrenni I—II eru
mörg örstutt ljóð, sum aðeins
tvær línur, en oft ort með góðum
árangri. „Ljóðin eru farfuglar/
sem koma við/ á þessum hvítu
Maður óskar þess að Matthías
yrki fleiri slík ljóð. Sama gildir
um „Morðinginn kom með rauð-
ar rósir“, en það er innblásið af
óvenjulegri morðsögu í þýska
ritinu Bild.
Skáldinu Matthíasi Johann-
essen er eðlislægt að vera
mælskt og það væri einkennileg
bók eftir hann sem ekki bæri
þess merki. Þeir sem unna
mælskum og dálítið upphöfnum
ljóðum þurfa ekki að verða fyrir
vonbrigðum. Lokaljóð bókarinn-
ar, Lennon, er til dæmis af
þessum toga. Það mætti líka
nefna í Jórvík, Stríð og friður og
jafnvel fleiri. En það sem hefur
gerst í ljóðlist Matthíasar er að
hún er nú hnitmiðaðri og fágaðri
en áður. Oftar en áður bindur
skáldið sig nú við eina mynd og
lætur hana ganga upp í músík
orðanna. Orðalagið er að vísu
með sínu skrúði á köflum, en
Ijóðin markvissari. íslensk nátt-
úra og líf fólksins í landinu eru
óþrjótandi yrkisefni og sá
strengur brestur ekki. En það er
forvitnilegt að sjá hvernig þessi
yrkisefni verða æ persónulegri,
innhverfari í þeirri viðleitni
sinni að ná yfir stórt svið, fanga
eilífð andartaksins.
Mér er minnisstætt ljóð sem
nefnist Vetrarmynd, en fjölmörg
ljóð í Tveggja bakka veður búa
Matthias Johannessen
»Ef til vill munum
við meta Tveggja bakka
veður fyrst og fremst
sem mannlegan vitnis-
burð. Þegar að slíku
mati kemur er Matthí-
as Johannessen síður
en svo einn á báti. 44
yfir sömu eiginleikum, dýpka þá
mynd sem við eigum af skáldinu.
1
Tímalaus
var bláin
í augum þínum
svo blá
að hún var skærgræn,
nú gárast hún
af ókunnum vindum,
Sigurður Blöndal skógræktarstjóri
kenndi mér Ijóðið Skógarmannaskál eftir
Þorstein Valdimarsson, sem hann orti
árið 1959 fyrir árshátíð Markarbúa, en
svo nefnir vinnuflokkur skógræktarinn-
ar á Hallormsstað sig. Skógarmannaskál
er ort undir ítölskum kommúnistasöng,
Bandiera Rossa:
Er kyn þótt skógarmenn og konur drekki?
ég held nú ekki: Það er sjálfsagt mál,
að systkin hans þau uni
bezt við söng og skál.
Þau dafna blessuð trén sem daga og nætur
um djúpar rætur teyga jarðarmjöð
og kenna sér einskis meins
en eru kennd og glöð.
Og lærdóm tökum vér af trjánna dæmi,
ef til þess kæmi, að öll skógartré
þau hættu að drekka,
hvað haldið þið að mundi ske?
Æ, líf og heimsmenning, þau hlytu að
kvolast,
og hrörna og skolast út í grænan sjó.
Því tökum við líka glas
með okkar glaða skóg.
Björn Þórarinsson Víkingur, sem lengi
var bóndi á Víkingavatni og faðir þeirra
bræðra Þórarins skólameistara og
Sveins bónda þar var óvenju vel að sér
um ýmsan þjóðlegan fróðleik, allra
manna skemmtilegastur, ef J)ví var að
skipta, og góður stílisti. I Huld er
smáfrásaga eftir Björn:
„Einu sinni endur fyrir löngu reru
menn á báti til fiskjar, eins og gerist;
ekki getið, hvar það var. Ekkert varð til
tíðinda fyrr en að áliðnum degi, þá mæta
þeir stóru skipi, undarlega feigðarlegu;
seglin voru kolsvört og blöktu drauga-
Iega til í andsvölum, nöprum blæ, er lék
um skipið. Margt manna sáu þeir þar, en
einkanlega var einn, er bar langt af
öðrum, og sat hann við stjórn. Rennast
svo skipin á, og í því sama ávarpar
dólgur þessi formann bátsins:
Fögru skipi fleytirðu,
föstum steini þeytirðu,
bjartan öngul beitirðu,
birtu mér, hvað heitirðu.
En bátverjinn var þá fljótur til svars
og segir:
Stóru skipi stýrirðu,
sterka drengi hefirðu,
sjálfur niðri siturðu,
segðu mér hvað heitirðu.
Við þetta brá þeim svo á stóra skipinu,
að þeir sukku sem steinn og sáust aldrei
síðan.“
Ég vona að menn virði mér það til
vorkunnar þó að ég rifji upp gamía sögn
um draug, sem kveður vísu, en mér þykir
rétt að gera tilraun til þess að koma
limru Jóhanns Hannessonar réttri í
Vísnaleik og læt hana nú ganga aftur:
Að í lýrík sé mikið um mjúkyrði
og mikið í satíru um fúkyrði
er víst til að hrósa,
en í vönduðum prósa,
þá virðist mér hvorugt sé brúkyrði.
Fyrri hluti Margrétar Ólafsdóttur var
á þessa lund:
Saman hrannast skúra ský
skapi manna breyta.
Bergur Ingimundarson botnar:
Sigur vann þótt sólin hlý
sælu kann að veita.
Og svo er hér fyrri hluti eftir Móra:
Döpur stjórnvöld, dauður sjár,
doðinn vekur kvíða.
. Ekki verður meira kveðið að sinni.
Halldór Blöndal
Limran
(Þannig liggur í þessu, að höfundur
limrunnar þekkir auðsjáanlega ekki
forna eignarfornafnið yðvarr, en heyrist
Erlingur segja iðruðum, af því að hann
hefur vonda samvizku af kveðskap sín-
um. Svona misheyrn er kennd við Freud.
Auðvitað kennir höfundur skólunum um
þetta orðskrípi eins og sjálfsagt er.)
„Æ, ættum við ekki að róla,“
mælti Erlingur Skjálgsson á Sóla.
„Það dimmir nú óðum
í yðvörum ljóðum.“
Þetta „iðruðum" lærði hann í skóla.
KK