Morgunblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981
11
ókunnir eru vindarnir
í augum þínum.
2
Ain bláir upp
í augum þínum.
3
Senn kemur
svartur bakki
með él
tveggja bakka
veður
og þú kveður
augu þín.
Tveggja bakka veður, þeas.
tvísýnt veður, er grunntónn í bók
Matthíasar. Þessi vissa um að
allt getur gerst er ekki eins háð
samtímaefnum og löngum fyrr,
heldur er hún persónulegri, sár-
ari. Einstaklingurinn viil vera
hraustur og er það yfirleitt, en
hvernig getur hann verið það
ailtaf. Eins og segir í Höldumst í
hendur eru allir dánir í draumi
og um leið lifandi: „í draumi
hittum við vini okkar/ og þeir
hitta okkur í draumi." Óttinn við
dauðann er ekki einungis skelfi-
legur heldur getur iíka leitt til
jafnvægis. Við eigum það öll
sameiginlegt að deyja. Það getur
satt að segja verið dapurlegt
fyrir okkur þegar enginn kemur
í heimsókn, ekki einu sinni
dauðinn eins og hjá gömlu kon-
unni sem Matthías yrkir um.
Kannski skiptir mestu máli, að
hafa rúmgott hjarta og barna-
lega sál eins og trúarskáldið séra
Matthías í ljóðinu um hann.
Ef til vill munum við meta
Tveggja bakka veður fyrst og
fremst sem mannlegan vitnis-
burð. Þegar að slíku mati kemur
er Matthías Johannessen síður
en svo einn á báti.
En það er umhugsunarvert að
eftir því sem listrænn þróttur
skáldsins vex verður rödd þess
nærtækari og höfðar beint til
iesandans. Tilfinning og list eiga
alltaf samleið.
Bæklingur
um áfengismál
„Átak gegn áfengi" hefur
gefið út bækling sem nefnist
Hanastél. „Átak gegn áfengi"
er samstarf yfir 30 aðila sem
hafa það að markmiði að
breyta viðhorfum til áfengis-
neyslu svo að heildarneysla
minnki og dragi úr tjóni af
völdum áfengisneyslu. I bækl-
ingnum er að finna ýmsar
upplýsingar um það sem hlýst
af völdum áfengisneyslu hér á
landi sem annars staðar og
hvað hver einstaklingur getur
gert til að draga úr áfengis-
neyslu þjóðarinnar. Loks er þar
að finna ýmsar uppskriftir að
óáfengum drykkjum.
Áfengisvarnarráð sá um gerð
textans en Jóhannes Berg-
sveinsson læknir hannaði hann
og gaf ráð.
Hanastöli
„Minn
stíll að taka
stökk
u
— Hver ert þú, Kristján
Jóhannsson, sem byrjar á þvi
að móðga fjölda manns með þvi
að lýsa þvi yfir i blaðaviðtali að
þú sért svo upptekinn á óperu-
sviðinu erlendis, að þú getir
þess vegna ekki sungið i fyrstu
sýningum Þjóðleikhússins á La
Bohéme — annar tenór verði að
taka við hiutverkinu i þinn
stað? Svo kemurðu eftir nokkr-
ar vikur og gerir stormandi
lukku á tónleikum hjá Tón-
listarfélaginu. þannig að
hvorki tónleikagestir né gagn-
rýnendur eiga nógu sterk orð
til að lýsa hrifningunni og
þegar þú ferð svo að syngja
Rudolfo þá slærðu svo rækilega
i gegn að a.m.k. einn gagnrýn-
andinn fitjar upp á þvi að við
íslendingar séum að eignast
nýjan Stefán íslandi.
Kristján hlær hátt og lengi en
segir svo:
— Já, mér skilst að þessi
ummæli séu búin að valda miklu
fjaðrafoki. Ég hefði kannski átt
að orða þetta öðruvísi, en ég tel
mig ekki hafa móðgað einn eða
neinn. Ég hafði það reyndar á
tilfinningunni þegar ég prufu-
söng hér að hlutverkaskipanin
hefði þegar verið ákveðin en að
söngur minn raskaði þeirri
ákvörðun. Ég var raunverulega
um það spurður hvort ég gæti
sungið hlutverkið, en ég var
bundinn í Saarbrúcken og gat
því ekki verið hér fyrr en í maí.
Það var þetta sem ég var að
reyna að koma til skila, en
ætlunin var ekki að valda sár-
indum.
En þú spyrð hver ég sé. Ég er
31 árs plötu- og ketilsmiður frá
Akureyri, sem byrjaði 24ra ára
að læra söng fyrir alvöru. Ég bar
gæfu til að taka mark á mínum
góða kennara, Sigurði Demetz,
sem var svo viss um að röddin
væri í sérflokki, að ég ætti að
fara til færustu kennara á ítaliu,
svo ég tók mig upp með börn og
bú þegar ég var 26 ára, seldi
fyrirtækið sem ég var búinn að
byKgja upp fyrir norðan, og dreif
mig út. Mér hefur gengið vel, en
ég hef heldur ekki setið auðum
höndum. Ég er við nám hjá
einum bezta söngkennara heinis-
ins, Maestro Campogalliani, en
hann er raunar sérstæður fyrir
það m.a. að hann er ekki söngv-
ari sjálfur. Yfirleitt er það svo
að beztu söngvararnir eru beztu
kennararnir.
— Hvenær komst þú fyrst
fram á óperusviði?
— í september í fyrra. Það
var í Saarbrúcken í La Traviata
í hlutverki Alfredos. Rétt á eftir
söng ég svo í konsertuppfærslu á
La Bohéme í San Gallen í Sviss.
— Hvað er framundan?
— í haust á ég að syngja í
Sviss í André Chenee og í Tosca,
en þar að auki er ég með tilboð
frá Sviss og Þýzkalandi, sem ég
hef enn ekki tekið afstöðu til.
Héðan fer ég til Ancona á Ítalíu
þar sem ég syng í II Tabarro og
- segir Kristján
Jóhannsson
óperusöngvari
Gianni Schicchi eftir Puccini.
— Það hefur heyrzt að þú
hafir tekið heljarstökk, ef borinn
er saman söngur þinn nú og
þegar þú söngst hér á tónleikum
í fyrra, og sumir halda að
Dorriet Kavanna eigi heiðurinn
að því.
— Já, ég hef lært geysimikið
af henni, en þar að auki er þetta
minn stíll, ef svo má segja. Ég
tek ekki framförum hægt og
sígandi, heldur tek svona stökk.
Ekki bara í söngnum heldur
yfirleitt því sem ég tek mér fyrir
hendur. Én ég er mjög viðkvæm-
ur fyrir stöðnun. Ef ég verð þess
var að ekkert er að gerast, ef
mér fer ekki vel fram hjá
einhverjum kennara, þá er ég
fljótur að koma mér annað. Ég
nenni ekki að hanga yfir ein-
hverju sem ekki ber árangur.
— Ertu montinn?
— Montinn? Það veit ég ekki.
Það getur svo sem vel verið.
Kannski er ég bara raunsær. Ég
er mjög gagnrýninn á sjálfan
mig. Sit lon og don og hlusta á
upptökur með sjálfum mér. Ég
veit að ég hef alveg ágæta
tenórrödd og ég get sungið vel.
Ég kann músíkina og textana og
ég legg mig allan fram. Þegar ég
fæ góðar undirtektir þá
blómstra ég. En það er ekki mitt
að leggja dóm á það hver árang-
urinn verður — það er
áheyrendanna.
— Hvernig finnst þér að
koma hingað heim og syngja?
Kemurðu hingað heim til að
sanna sjálfan þig eða af ræktar-
semi?
— Fyrst og fremst af því að
ég tel að mér beri skylda til að
syngja fyrir íslendinga. Það er
m.a. fyrir tilstilli góðra manna
hér á Islandi að ég komst í þetta
nám.
— Hverra?
— Fyrst og fremst Vals Arn-
þórssonar, en einnig fleiri ein-
staklinga. En það er ekki til að
koma því inn hjá íslendingum að
ég eigi að standa látlaust hér á
sviðinu í framtíðinni sem ég
kem, heldur af því að mér finnst
mér bera skylda til að koma.
— Ertu að gefa í skyn að þú
sért búinn að gera skyldu þína
og hafir ekki sérstakan áhuga á
að koma til að syngja hér í
bráðina?
— Nei, ég væri alveg til í að
koma til að syngja hlutverk sem
hæfði mér vel, ef ég fengi
sæmilega borgað fyrir það.
— Hvað færðu fyrir að syngja
Rudolfo í Þjóðleikhúsinu?
— Þúsundkall á kvöldið og
svo eitthvað fyrir hverja æfingu,
þannig að það er ekki pen-
inganna vegna, eins og þú sérð.
— Færðu betur borgað ann-
ars staðar?
— Já, ég er farinn að fá það
núna. í Sviss í haust fæ ég t.d.
6—8 þúsund mörk fyrir kvöldið
og það er dálaglegur skildingur.
Ég sé ekki ástæðu til að hræsna
með það að auðvitað vill maður
fá sem bezt borgað fyrir sína
vinnu.
— Ertu ánægður með viðök-
urnar hér?
— Já, ég er hæstánægður með
það hvernig áheyrendur hafa
brugðizt við, svo og margt tón-
listarfólk. En það hefur líka
verið reynt að gera mér erfitt
fyrir og það tekur á taugarnar.
Þess vegna var ég óskaplega
taugatrekktur á fyrstu sýningu á
La Bohéme. Ég var bókstaflega
miður mín í fyrsta þætti, en svo
lagaðist það. Sieglinde Kahmann
hefur reynzt mér óskaplega vel
og ég tel það sérstakt lán fyrir
mig að hafa fengið að syngja á
móti henni. Hún er stórkostlegur
listamaður og alveg frá fyrstu
stundu hefur samvinna okkar
verið frábær. Manneskjan hefur
svo mikið að gefa og hún gefur
það af því örlæti sem miklum
listamönnum er eiginlegt.
— Eftirlætishlutverk?
— Beztu hlutverkin fyrir mig
eru lýrísk tenórhlutverk eins og
t.d. Rudolfo í La Bohéme, Mario
Cavaradochi í Tosca, Pinkerton í
Madame Butterfly, Duca di
Mantova í Rigoletto, Alfredo í
La Traviata og Edgardo í Lucia
de Lammermor, svo eitthvað sé
nefnt.
VIÐTAL:
ÁSLAUG RAGNARS
MYND:
GUÐJÓN BIRGISSON
Njörður gefur Grens-
ásdeild lyftibaðkar
Lionsklúbburinn Njörður af-
henti nýlega Grensásdeild Borg-
arspítalans að gjöf svonefnt lyfti-
haðkar. Er þetta í annað sinn á
árinu, sem deildin fær gjöf frá
klúbhnum. en áður gaf hann
myndsegulband.
Baðkarið er af gerðinni ARJO
frá Svíþjóð og er verðmæti þess
um 115 þúsund krónur. Fékk
klúbburinn eftirgefin aðflutnings-
gjöld og Eimskipafélagið gaf af-
slátt af farmgjöldum. Þá gaf
innflytjandinn, A. Karlsson, af-
slátt af tækinu. Baðkarið léttir
vinnu við sjúklinga og auðveldar
störf á Grensásdeild.
Daníel Þórarinsson formaður
Njarðar afhenti baðkarið og Adda
Bára Sigfúsdóttir tók við gjöfinni
og þakkaði fyrir hönd starfsliðs og
stjórnar spítalans.
Njarðarfélagar og fulltrúar Borgarspítalans við hið nýja lyftibaðker.