Morgunblaðið - 13.06.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981
17
ítalir eru sérfræöingar í matargerð og þaö eru þeir einnig í eldhúsum og
eldhúsinnréttingum.
Höfum tekiö upp mikiö úrval af eldhúsinnréttingum.
KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST
Opiö kl. 10—12.
húsgögn,
Langholtsvegi 111, Reykjavík
símar 37010 — 37144.
Fílabeinstum
yfirvaldsins
eftir dr. Matthías
Jónasson
Vegna samþykktar fræðsluráðs
Reykjavíkur 1. þ.m. að leggja
niður núverandi starfsemi með-
ferðarheimilisins að Kleifarvegi
15 og taka húsakynni og aðrar
eignir þess til annarra nota, finn
eg mig knúinn að benda á nokkra
annmarka þessarar ákvörðunar.
Til þess er nauðsynlegt að víkja
með nokkrum orðum að stofnun
meðferðarheimilisins. Eg átti
frumkvæði að stofnun Barna-
verndarfélags Reykjavíkur og
veitti því forstöðu í 25 ár. Mark-
mið þessa áhugamannafélags var
að glæða skilning almennings og
stjórnvalda á uppeldiskjörum
þeirra barna, sem lenda vegna
andlegs vanþroska eða líkamsfötl-
unar i sérstöðu og eiga aðeins að
nokkru leyti og með sérstakri
meðferð og tilhögun samleið með
alheilbrigðum börnum í námi. Til
liðs við Barnaverndarfélagið sner-
ust margar ágætar konur og
karlar, sem gerðu málstað þess að
sínum. Þannig varð unnt að flytja
mikinn fjölda fyrirlestra víðs veg-
ar um landið um nauðsyn þess að
veita börnum, sem skera sig út
með andlega, geðræna eða líkam-
lega fötlun, uppeldi við þeirra
hæfi, svo að þau mættu verða
nýtir þjóðfélagsþegnar. Mér sæm-
ir ekki að fjölyrða um árangur
þessa starfs, en þó töldum við að á
mörgum sviðum snerust málin til
réttrar áttar.
Utan við það stóð þó sá hópur
barna, sem þjáist af þeim kvilla,
sem við köllum taugaveiklum —
neurosis á fræðilegu máli. Þau
börn eru mestir smælingjar meðal
hinna smáu, því að hvorki þau
sjálf né foreldrar þeirra geta gert
sér grein fyrir, hvað að þeim
amar. Þau verða sífellt til vand-
ræða, oftast bæði á heimili sínu og
í skólanum, og vegna vanþekk-
ingar er taugaveikluðu barni lang-
oftast gefin sök á þess eigin
vandræðum og þannig enn aukið á
örðugleika þess.
Til þess að vísa leið út úr þessu
öngþveiti stofnaði Barnaverndar-
félagið Heimilissjóð taugaveikl-
aðra barna í þeirri von að unnt
yrði að koma upp meðferðar- og
endurhæfingarheimili fyrir börn,
sem vegna alvarlegrar taugaveikl-
unar þörfnuðust sérfræðilegrar
meðferðar um lengri eða skemmri
tíma. Við unnum árum saman að
söfnun í þennan sjóð og nutum
stuðnings fjölmargra velviljaðra
manna. Þegar Hvíta bandið, sem
um áratuga skeið hefir gegnt
leiðandi hlutverki i líknarmálum
tók höndum saman við stjórn
Heimilissjóðs, buðum við sameig-
inlega borgarstjórn Reykjavikur
fjárframlög til að stofna meðferð-
arheimili fyrir taugaveikluð börn.
Þáverandi borgarstjóri, Birgir Is-
leifur Gunnarsson, mætti viðleitni
okkar með velviljuðum skilningi.
Þannig varð Kleifarvegsheimilið
til og borgin tók að sér rekstur
þess.
Stjórn Heimilissjóðs tauga-
veiklaðra barna og stjórn Hvíta
bandsins stigu þetta skref í þeirri
trú, að borgin myndi hlúa vel að
þessu litla meðferðarheimili, sem
átti að bæta úr brýnni þörf
hennar eigin skólabarna. Sjálfur
Dr. Matthias Jónasson
vonaðist eg til að starfsemi þess
myndi leiða til stofnunar fleiri
slíkra heimila, sem gætu þá notið
sameiginlega aðstoðar klíniskt
sérmenntaðra sálfræðinga. Eg hef
reynslu af því í eigin starfi, að
meðal taugaveiklaðra barna finn-
ast einstaklingar gæddir frábær-
um gáfum, og að oft þarf lítið til
að losa þau við kvilla sinn. Mér
kom því sízt til hugar og varla
nokkrum öðrum heldur, að
Reykjavikurborg myndi kippa að
sér hendinni, vitandi um mikinn
fjölda taugaveiklaðra barna og þá
erfiðleika, sem þau búa við og
valda í skólum. I yfirgripsmikilli
rannsókn, sem Sigurjón Björnsson
og samstarfsmenn hans gerðu á
reykvískum skólabörnum kemur í
Ijós, að nálægt fimmta hvert
skólabarn sýnir einkenni alvar-
legrar taugaveiklunar. Um það
kemst Sigurjón m.a. svo að orði í
bók sinni Börn i Reykjavik.
Rannsúknarniðurstöður: „Slæm
geðheilsa er alltið hjá börnum í
þessu úrtaki. 18,6% eða tæplega
fimmta hvert barn er talið vera
við svo slæma geðheilsu, að þörf er
talin á meðferð" (154). Það hlýtur
því að vekja almenna undrun
borgarbúa, að fræðsluráð sam-
þykkir með naumum meirihluta
að leggja niður meðferðarheimilið
við Kleifarveg fyrr en búið væri að
minnsta kosti að tryggja tauga-
veikluðum börnum sambærilega
aðstöðu í annarri stofnun til að
njóta nauðsynlegrar meðferðar og
endurhæfingar. Áður en til hinnar
fljótfærnislegu samþykktar kom,
höfðu forstöðumenn sálfræði-
deilda skólanna bent fræðsluráði
á þar að lútandi skyldu samkvæmt
lögum.
Rétt er að minna á það, að
mannúðarfélög hafa margsinnis
stutt sjúkrahús og aðrar slíkar
stofnanir með því að gefa dýr tæki
eða bæta úr annarri vöntun. Tel eg
að slíkur stuðningur geti orðið til
„Þau börn eru mestir
smælingjar meðal
hinna smáu, því að
hvorki þau sjálf né
foreldrar þeirra geta
gert sér grein fyrir,
hvað að þeim amar
mikilla hagsbóta. Forsenda þess
er þó, að gjöfin sé þegin af jafn
heilum hug og hún er í té látin og
hagnýtt í því skyni sem til var
ætlazt. Þegar það bregzt, er hætt
við að einstaklingsframtakið dragi
sig til baka.
Að því er hlutdeild Heimilis-
sjóðs taugaveiklaðra barna varð-
ar, þá er ráðstöfun fjár hans
bundin af ákvæðum skipulags-
skrár sjóðsins. Samkvæmt henni
er óhefmilt að verja fé hans til
annarra þarfa en faglegrar með-
ferðar og endurhæfingar tauga-
veiklaðra barna.
Eg leyfi mér að vænta þess að
borgarstjórn Reykjavíkur taki
framangreinda samþykkt fræðslu-
ráðs til rækilegrar endurskoðun-
Hestamenn - Bændur
Nokkrir þægir og góögengir hestar óskast til leigu í
sumar til feröalaga.
Góöri meöferö heitiö. Uppl. í síma 54079 um helgina
og eftir kl. 19 næstu daga.
Italskt
andrúmsloft
f eldhúsinu
Dregið 17. júní í,
happdrætti SVFÍ
„VIÐ ÞÖRFNUMST þín, þú
okkar,“ eru einkunnarorð hinna
fjölmörgu félaga úr siysavarna-
deildum og björgunarsveitum,
sem þessa dagana eru að hefja
lokaátakið i sölu happdrættis-
miða Slysavarnafélags íslands.
Síðasti söludagur er 17. júni og
þá um kvöldið verður dregið í
happdrættinu. Drætti verður
ekki frestað.
Vinningar eru tíu talsins, að
verðmæti 135 þúsund krónur,
skattfrjálsir. Aðalvinningurinn er
bifreið af gerðinni Mitsubishi Gal-
ant 2000 GLX árgerð 1981. Þá er
land undir sumarbústað í Hafnar-
landi við Svalvoga í Dýrafirði, 1
hektari ásamt uppsátri fyrir smá-
báta, en þaðan er stutt að sækja á
fengsæl mið og gott berjaland er í
nágrenninu. Loks eru átta
DBS-reiðhjól, 10 gíra með full-
komnum öryggisbúnaði.
Miðar fást hjá slysavarna-
deildum og björgunarsveitum um
allt land, auk þess sem þeir eru
seldir í happdrættisbifreiðinni,
sem nú er til sýnis í Austurstræti.
Happdrættismiðar SVFÍ eru fjór-
blöðungar og að þessu sinni geym-
ir opna miðanna 10 heilræði í máli
og myndum um varúð við ár og
vötn.
Kálf ur get-
inn í til-
raunaglasi
Kennct Square. Pennsyl vaniu.
II. júnl. AP.
FYRSTI „glasakálfur" heims
hefur verið getinn í dýrafræði-
skóla háskólans i Pennsylvaniu.
Kálfinum heilsast vel og hann
er eðlilegur í alla staði. Þar með
er talið að tímamót hafi orðið í
húsdýrarækt.