Morgunblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1981
Richard A. Martini aðmíráll,
yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli:
Hlutverk okkar
hefur ekki breyst
- aðeins þau tæki sem
við beitum til að gegna því
Richard A. Martini
— FYRIR þrjátíu árum
miðaði varnarliðið störf
sín einkum við það, hvern-
ig brugðist skyldi við
hugsanlegri innrás frá
Sovétríkjunum. Herafli
Sameinuðu þjóðanna í
Kóreu átti þar í höggi við
kommúnista, „kalda stríð-
ið“ var háð af fullum
þunga og starfsemi varn-
arliðsins á Keflavíkur-
flugvelli einkenndist
óhjákvæmilega af þessum
ytri aðstæðum. Hugmynd-
ir manna á þeim tíma voru
þær að koma í veg fyrir, að
nokkur ' árásaraðili gæti
hertekið landið í því skyni
að kúga íslensku þjóðina
undir alræðisstjórn og
nýta aðstöðuna í landinu
til frekari landvinninga. Á
þessum árum þöndu Sovét-
menn út ríki sitt með því
að senda hermenn sína og
skriðdreka inn í hvert
Austur-Evrópuríkið á eftir
öðru, hins vegar fækkaði
ört í herafla Vesturlanda.
Svona var ástandið fyrir
þrjátíu árum. Hvað hefur
gerst síðan?
Með þessum orðum hóf Richard
A. Martini aðmíráll, yfirmaður
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli, ræðu sína á fundi Samtaka
um vestræna samvinnu og Varð-
bergs, sem haldinn var að kvöldi
þriðjudagsins 9. júní. Fundurinn
var vel sóttur. Guðmundur H.
Garðarsson, formaður Samtaka
um vestræna samvinnu, setti
fundinn en Jón Hákon Magnússon
framkvæmdastjóri gegndi störf-
um fundarstjóra. Richard A.
Martini nefndi ræðu sína: Varn-
arliðið á níunda áratugnum. Sýndi
hann fundarmönnum ljósmyndir
og kort, sem hér eru ekki birt, og
einnig kvikmynd, sem tekin var af
sovéskum herskipum undan
strönd íslands. Kvikmyndin var
tekin að næturiagi úr Orion-kaf-
bátaleitarflugvél með vél, þar sem
beitt er infra-rauð’ri tækni. Hér
verða rakin helstu atriðin í ræðu
aðmírálsins.
Útþensla Sovét-
manna
Eftir að aðmírállinn hafði lýst
stöðu alþjóðamála fyrir 30 árum
sagði hann, að sumir andstæð-
ingar varnarliðsins hefðu kosið að
taka ekkert mið af henni. Auðvelt
væri að átta sig á því, hvers vegna
þeir hefðu valið þennan kost.
„Sovéskir hermenn, skriðdrekar
og flugvélar eru enn í Austur-
Evrópu. Sagt er, að aðeins í
Austur-Þýskalandi séu 22 sovésk-
ar herdeildir. En frá því fyrir 30
árum hefur mikilvæg breyting
orðið: Sovéska hernaðarvélin (sem
sumir segja að gleypi á mánuði 3
milljörðum dollara meira fjár-
magn en herir Vesturlanda) hefur
breytt um flotastefnu. Sovéski
flotinn sinnir ekki lengur einvörð-
ungu strandvörnum — hann getur
látið til sín taka um heim allan.
Sovéski yfirflotaforinginn Sergei
Gorshkov aðmíráll hefur lýst
hlutverki flotans þannig „Sovéski
fáninn blaktir á öllum heimshöf-
unum.“ Raunar hefur Gorshkov
hann svo að orði: „Enn sem fyrr er
það eitt mikilvægasta hlutverk
flotans að trufla siglingar, að
reyna að rjúfa þær æðar, sem
veita þessum (óvina)ríkjum hern-
aðarlegan og efnahagslegan
styrk." Til þess að skera á þessar
samgönguæðar — samgönguæðar
okkar, samgönguæðar NATO —
verður sovéski flotinn að sigla í
norðurátt frá Suður-Atlantshafi
eða í suður fram hjá íslandi út á
Norður-Atlantshaf.
Frá því sögur hófust hafa menn
tæplega séð jafn mikinn herflota á
einum stað og stefnt hefur verið
saman í Norðurflota Sovétmanna.
Stærð þessa flota ein og staðarval-
ing. Nú á tímum fljúga Sovétmenn
oftar, lengra og hraðar en nokkru
sinni fyrr. Til dæmis má telja
líkiegt, að Sovétmenn hafi ráð-
stafað helmingi nýrra Backfire-
sprengjuþotna sinna á þann veg,
að þær eigi að nota til árása á skip
á hafi úti, ekki síst flutningaskip."
Þegar hér var komið ræðu
Richard A. Martinis gerði hann
grein fyrir umferð sovéskra her-
flugvéla við ísland undanfarin ár,
þróunin í þeim efnum sést á
súluritinu og línuritinu, sem hér
fylgja. Aðmírállinn sagði síðan, að
ekki væri síður ástæða til að geta
I
búin fullkomnum tækjum og eru
sum hver í raun fljótandi rann-
sóknarstöðvar. Þótt flest þessara
skipa stundi vísindastörf eru
nokkur þeirra aðeins smíðuð í
þeim tilgangi að stunda njósnir,
eins og til dæmis skipið Balsam
One.“
Aðmírállinn gat síðan um þau
nýju herskip, sem bæst hefðu í
sovéska flotann í nágrenni íslands
á síðustu fimm árum. Hann nefndi
sérstaklega flugmóðurskipið Kiev,
sem' Sovétmenn kalla raunar
beitiskip til gagnkafbátahernaðar.
Nú eru rétt fimm ár síðan það sást
Frá fundinum í Átthagasal Hótel Sögu á þriðjudagskvöldið.
látið í ljós það álit, að útþenslu
sovéska flotans megi líkja við
þróun kjarnorkunnar í hernað-
arskyni.
Með því að líta í herfræðirit-
gerðir Sovétmanna getum við átt-
að okkur á því, hvers vegna
flotastefna þeirra hefur breyst. V.
D. Sokolovsky herfræðingur sagði
í grein 1975: „Höfuðmáli skiptir,
(að) aðgerðir gegn samgönguleið-
um óvinarins (á sjó) verði hafnar
af fullum þunga strax í upphafi
átaka.“ Gorshkov aðmíráll sýnist
svipaðrar skoðunar. Nýlega komst
ið fyrir bækistöð hans gefa til
kynna, að á átakatímum eigi hann
að halda frá höfnunum á Mur-
mansk-svæðinu suður fram hjá
Islandi og til þeirra starfa, sem
Gorshkov aðmíráll lýsir svo:
„Mylja óvininn mélinu smærra,
eyðileggja lífsafl hans og auðlind-
ir.“
Jafnframt því sem sovéski her-
flotinn hefur þanist út hafa um-
svif flugvéla flotans og lang-
drægra sovéskra flugvéla marg-
faldast, svo að vélarnar geti veitt
herflotanum nauðsynlegan stuðn-
um tíðari skipaferðir Sovétmanna
við ísland síðustu ár en flugferðir.
„Á síðustu 5 árum hefur ferðum
sovéskra kafbáta fjölgað um 63%.
Sé aðeins litið til kjarnorkuknú-
inna kafbáta, er talan enn hærri,
ferðum þeirra hefur fjölgað um
120% síðan 1976.
Aukin flotaumsvif Sovétmanna
eru ekki takmörkuð við kafbáta á
hafinu umhverfis ísland. Sovét-
menn hafa stundað víðtækar haf-
rannsóknir við ísland undanfarin
ár. Rannsóknarskipum þeirra hef-
ur fjölgað jafnt og þétt, þau eru
fyrst á Noregshafi. Nýjasta skipið,
sem Norðurflotinn hefur fengið,
bættist við hann síðasta haust.
Það er fyrsta kjarnorkuknúna
„yfirborðsherskip" Sovétmanna,
orrustuskipið Kirov. Það er stærra
og betur vopnum búið en bestu
orrustuskip Þjóðverja í síðari
heimsstyrjöldinni, vopn þess eru
mjög langdræg. Á liðnum vetri
voru gerðar ýmsar tilraunir með
skipið í Norðurflotanum. Kvik-
myndin, sem Richard A. Martini
sýndi var einmitt af Kirov og
tundurspilli af Kashin-gerð.