Morgunblaðið - 13.06.1981, Side 19
19
Viðbúnaður
varnarliðsins
Þegar Richard A. Martini hafði
lokið lýsingu sinni á herbúnaði
Sovétmanna tók hann til við að
lýsa því, hvernig varnarliðið hefði
brugðist við þessari miklu út-
þenslu. Hann sagði:
„Orion-eftirlitsvélarnar á
Keflavíkurflugvelli hafa meira en
nóg að gera. Þær fylgjast ná-
kvæmlega með ferðum sovéskra
skipa, bæði neðansjávar og
ofnasjávar. Ef nauðsyn krefur
geta þær grandað bæði herskipum
og kafbátum. Varnarliðið hefur nú
síðustu og fullkomnustu gerð P3
Orion-vélanna í þjónustu sinni. í
upphafi héldum við þessu eftirliti
uppi með P2 Neptune-vélum.
Fyrstu P3 Orion-vélarnar voru
teknar í notkun hér 1966 og nú
notum við nýjustu gerð þessara
véla P3C Update II. Gerð þessara
véla hefur fleygt fram á næstum
öllum sviðum, að því er varðar
tölvubúnað, siglingatæki, hlustun-
artæki o.s.frv.
Með því að nota AWACS-vél-
arnar komum við í veg fyrir, að
sovéskar vélar geti nálgast Island
óséðar. Vélarnar geta starfað á
mjög stóru og breytilegu svæði, úr
þeim er unnt að finna flugvélar,
sem fljúga rétt yfir haffletinum
og í AWACS-vélunum eru flug-
stjórnartæki, sem gera okkur
kleift að nýta varnarþotur okkar á
hagkvæmasta hátt og til hins
ýtrasta. AWACS-vélarnar komu
hingað til lands á réttum tíma
(um mánaðamótin september —
október 1978.) Það er alls ekki víst,
að gömlu ratsjárvélarnar okkar
(Super Constellation) hefðu getað
haldið uppi eftirliti með stórauk-
inni umferð sovésku herflugvél-
anna.
Phantom-orrustuþoturnar not-
um við síðan til þess að fljúga í
veg fyrir sovésku vélarnar. Þær
má nota í hvaða veðri sem er og
þær duga enn vel til þeirra starfa,
sem þeim er ætlað að sinna. Þær
eru hraðfleygar, traustar og mjög
aflmiklar. Þeirra hlutverk er að
koma í veg fyrir loftárás á ísland.
Við höfum ekki setið aðgerðar-
lausir andspænis auknum hernað-
arumsvifum Sovétmanna. Varnir
íslands hafa krafist aðgerða af
okkar hálfu. Við höfum brugðist
við með þeim hætti, sem okkur
hefur sýnst liggja beinast við.
öllum er ljóst, að á okkur hvíla
ýmsar kvaðir, er snerta stærð
liðsafla og umsvif hans, þess
vegna höfum við lagt áherslu á að
bæta gæðin. Við höfum endurbætt
tækjakost okkar jafnt og þétt. Af
einhverjum ástæðum hafa ýmsir
lagt þetta út á þann veg, að
hlutverk okkar hafi breyst. Svo er
ekki.
Tækniframfarir Sovétmanna
hafa krafist þess, að við bættum
aðferðir okkar til að bregðast við
þeim. Hlutverk okkar hefur ekki
breyst. Aðeins þau tæki, sem við
beitum til að gegna því.
Vegna meiri notkunar flugvéla
höfum við orðið að auka störfin
við vélarnar á jörðu niðri. A
síðustu fimm árum höfum við
aukið þjónustu við flugvélarnar til
að þær gætu sinnt þyngri skyld-
um. Aðstaða vélanna á flugvellin-
um hefur verið bætt og öryggis-
tæki okkar eru betri en nokkru
sinni fyrr.
Sívaxandi ferðir sovéskra víg-
véla í nágrenni Islands hafa kraf-
ist þess, að við bættum fjarskipta-
samband okkar við bandamenn
okkar innan NATO. Við höfum nú
samband við önnur NATO-ríki í
gegnum gervitungl, því að skipti á
upplýsingum hafa afdrifaríkt gildi
fyrir sameiginlegt öryggi okkar.
Allt að einum þriðja af fram-
kvæmdafé okkar á síðustu fimm
árum hefur runnið til þess að
treysta einn þáttinn í starfi okkar:
loftvarnir. (Afgangurinn hefur að
mestu runnið til þess að bæta
búsetuskilyrði þeirra manna, sem
halda starfseminni uppi.)
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1981
Súluritið sýnir fjölda sovéskra flugvéla á íslenska
loftvarnasvæðinu árlega frá 1976 til 1980. 1976 voru
þær 62,1977 60,1978 120,1979 122 og 1980 119. Umsvif
Sovétmanna í lofti er einnig unnt að meta með því að
telja, hve oft orrustuþotur frá Keflavíkurflugvelli flugu
í veg fyrir sovéskar flugvélar (þ.e. eins og tölurnar sýna
er oftar en einu sinni flogið í veg fyrir sömu vélina).
Þessar tölur eru frá 1976 75 sinnum, 1977 83, 1978 153,
1979 150 og 1980 196.
Línuritið sýnir fjölda sovéskra flugvéla á loftvarnas-
væði íslands frá ársbyrjun til maíloka 1980 (brotna
línan) og á sama tíma 1981 (heila línan).
Ég hef verið svo heppinn að
hafa fengið að starfa hér á íslandi
undanfarin þrjú ár. Á þessum
tíma hef ég séð Sovétmenn auka
umsvif sín og getu okkar til
andsvara batna. Mesta ánægju hef
ég hins vegar haft af hinu nána
samstarfi varnarliðsins við ís-
lensk stjórnvöld. Við höfum starf-
að saman sem félagar. Aðeins með
slíkri samvinnu og á grundvelli
gagnkvæms skilnings, þar sem
jafnræði er með aðilum, geta bæði
Island og Bandaríkin staðið við
skuldbindingar sínar til að
tryggja sameiginlegt öryggi.
Næstu skref
Sovétmanna
Við búumst við því, að hernað-
argeta Sovétmanna eigi eftir að
breytast. Á nýlegum þingnefnd-
arfundi í Washington sagði yfir-
inaður leyniþjónustu bandaríska
flotans, að hann teldi eftirfarandi
þætti mundu setja svip sinn á
sovéska flotann á næstunni:
Smíði stærri, fullkomnari og
fjölhæfari herskipa.
Smíði stórra kjarnorkuknúinna
flugmóðurskipa í líkingu við þau,
sem Bandaríkjamenn eiga nú, þar
sem fullkomnustu flugvélar geta
athafnað sig.
Óbreyttan fjölda sovéskra kaf-
báta, hins vegat yrðu eldri og
viðkvæmari kafbátar teknir úr
notkun og í þeirra stað kæmu
nýrri og betri kjarnorkuknúnir
kafbátar eins og eldflaugakafbát-
urinn Typhoon, stýriflaugakafbát-
urinn Oscar og árásarkafbáturinn
Alfa.
Aukin geta til að beita afli sínu
á fjarlægum stöðum, hæfni til
innrása af sjó og flugvernd á
hafsvæðum.
Aðgangur að fleiri erlendum
höfnum á þeim slóðum, þar sem
líklegt er, að herflotanum yrði
beitt.
I stuttu máli sagt:
• Hlutverk okkar hefur ekki
breyst. Varnarliðið er hér á
landi til að verja ísland með því
að halda uppi nánu eftirliti með
hernaðarumsvifum Sovétmanna
og með því að vera við því búið
að bregðast við sérhverri ógn
gegn íslandi.
• Við höfum orðið að endur-
nýja tækjakost okkar vegna
útþenslu Sovétmanna á höfun-
um.
• Samskipti okkar við ríkis-
stjórn Islands og íslensku þjóð-
ina hafa verið og eru ágæt. í
félagi vinnum við saman að því
að fullnægja skyldum okkar
sem aðilar að Atlantshafs-
bandalaginu.
Varnarliðið varð til fyrir þrjá-
tíu árum. í þrjátíu ár höfum við
sinnt skyldu okkar. Við erum enn
til þess búnir í upphafi níunda
áratugarins."
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Er um ribs-
lús ad ræda?
Guðrún Rergmann. Vestur-
bergi 108, hringdi og spurði
hvað orsakaði það að bóndarós
yrði brún vð blaðhálsinn og
blaðið skemmdist.
Hún vildi einnig vita hvort
klippa mætti allar greinar af
birki sem væri vanskapað að
lögun og hvort þá yxu greinar
aftur af stofninum.
Að síðustu vildi hún vita hvort
um ribslús væri að ræða þegar
nýjustu blöðin á ribstrjánum
sneru inn og yrðu brúnleit.
SVAR:
Mestar líkur eru á að bónda-
rósin hafi hlotið bruna af of
sterkum áburði. Oftast má
stjórna vexti á birki að verulegu
leyti. Þó vaxa greinar sem stífð-
ar eru af við bol ekki að nýju.
Mörg tré sem verða afbrigðileg í
vexti geta orðið mikil garðaprýði
því ekki er allt fengið með
beinum og hávöxnum trjám.
Á ribsrunna geta sótt fleiri
tegundir lúsa, en algengastar
eru venjulegar blaðlýs og álmlýs
og oft kiprast blöðin við mikla
ásókn þeirra. Ef tiltölulega fá
blöð verða fyrir áreitni skorkvik-
inda má fjarlægja þau, en sé
runninn meira eða minna undir-
lagður er úðun eflaust nauðsyn-
leg.
Vel getur þá nægt að hella yfir
runnana úrgarðkönnu skordýra-
eitrinu ROGOR sem afgreitt er
án sérstaks eiturefnaleyfis og
blandað er saman við vatn.
Leiðarvísir um blöndun fylgir
hverju glasi af efninu.
síðustu áratugum hefur þó mjög
dregið úr ræktun þeirra, þar sem
nú er komið fjölbreytilegt úrval
stofujurta sem fyrirhafnar-
minna er að fást við. Þær rósir
sem einkum hafa verið notaðar
til pottaræktunar eru fremur
lágvaxnar smáblaða og þunn-
blaða með smáum fylltum blóm-
um sem geta verið hvít, bleik eða
fagurrauð. Hæfileg stærð á
jurtapotti er um 12 sm.
Jarðvegur þarf að vera léttur
og áburðarríkur. Best er mold úr
vel ræktuðum gömlum mat-
jurtagarði sem bætt er með vel
rotnuðum húsdýraáburði. Á
fyrsta ári er rósin lítið klippt
niður, á öðru ári nokkru neðar og
á þriðja ári og eftirleiðis alveg
niður að neðstu brumum á
hverjum'stilk. Að vetri er plant-
an geymd á heldur svölum stað
og lítið vökvað, en strax þegar
sól hækkar á lofti er efsta
moldarlagið í pottinum krafsað
upp og endurnýjað með frjó-
samri mold og þá um leið er
plantan klippt niður. Nú er
potturinn settur í sólríkasta
glugga hússins og þess gætt vel
að moldin sé ávalt hæfilega rök,
en aldrei of blaut. Þegar blóm
fölna er sjálfsagt að klippa þau
af svo þau óprýði ekki og koma
þá fljótlega ný blóm í stað þess
sem fjarlægt var.
Þetta verður að nægja Jóni og
vona ég að reynslan við ræktun-
ina kenni honum það sem á
vantar.
Sólberja-
græðlingar
Kristjana Sigurðardóttir,
Granaskjóli 12, hringdi og lang-
aði til að spyrja um sólberja-
græðlinga sem hún setti saman í
hrúgu, 5—6, í vor. Á hún að taka
þá upp núna og setja á endan-
legan stað eða á hún að geyma
þá til næsta vors?
SVAR:
Það er vissulega ekki heppi-
legt að hafa marga græðlinga
saman á þann hátt sem mér
skilst að Kristjana geri. Senni-
lega væri hagkvæmast fyrir
hana að vökva græðlingana vel
að kvöldi og taka síðan upp
næsta morgun og gróðursetja þá
hvern og einn græðling sem
myndað hefur rót, með plöntu-
skeið, þannig að bil milli þeirra
sé 10—15 sm, og leyfa þeim að
vaxa þannig næstu tvö árin. Þá
en tæpast fyrr eru þeir nægilega
kröftugir til að gróðursetjast á
framtíðarvaxtarstað. Framtíð-
armillibil milli sólberjarunna
þarf að vera 1,50 til 1,75 sm, ef
ætlunin er að rækta þá til
berjanýtingar. Vegna óþægilegr-
ar lyktar eru sólber ekki fýsileg
til skrúðgarðaræktunar. Því
miður virðist ræktun berjarunna
hjá flestum sem við þá ræktun
fást, vera um margt áfátt og
runnarnir oftar ætlaðir sem
limgerði en til berjauppskeru.
Medhöndlun
stofurósa
Jón Guðmundsson, Norður-
mýri. hringdi og spurði hvernig
fara ætti með stofurósir, á að
klippa þær niður og hvernig á að
meðhöndla þær?
SVAR.
Rósir hafa lengi verið ræktað-
ar hér á landi sem stofublóm og
lengur en öll önnur inniblóm. A
Hvenær á að taka
plastið af
Lára Eðvarðsdóttir, Torfu-
felli 13, hringdi og sagðist vera
með trjágræðlingabeð og setti
hún græðlingana niður í gegnum
plast eins og sýnt var í sjónvarp-
inu. Hvenær á hún að taka
plastið af?
SVAR:
Græðlingum er nú almennt
hjá gróðarstöðvum stungið í
gegnum þunnan svartan plast-
dúk sem lagður hefur verið yfir
beðið, eftir að jarðvinnsla og
vandlegur undirbúningur upp-
eldisbeðsins hefur farið fram. í
því sambandi er áburður t.d.
mjög mikilvægt atriði. Dúkurinn
nær stundum milli gróðurbeðs
og þá er sandur borin ofan á
hann í götuslóða sem skilur
beðin hvort frá öðru.
Plastdúkurinn gerir hvort-
tveggja að halda raka og hita í
beðinu, lengur en ef beðið væri
ábreiðulaust, og það sem
kannski er mikilvægast er að þá
kemst enginn grænn gróður til
lífs undir svörtu plasti og þar
með þarf lítið að hugsa um arfa
eða aðra illgresishreinsun. Til að
halda plastdúknum niðri þannig
að hann blási ekki upp, er
nauðsynlegt að dreifa sandi yfir
hann eftir að græðlingum hefur
verið stungið. Þetta er orðið
langt svar við lítilli spurningu,
sem var sú hvort plastið mætti
vera yfir beðinu að vetrinum.
Plastið er alls ekki fjarlægt fyrr
en græðlingarnir eru færir um
að flytjast á framtíðar vaxtar-
stað. Þá er það stungið upp með
plöntum og engu um það skeytt
þótt það fylgi að einhverjum
hluta með við flutningana
Venjulega þurfa græðlingar að
standa í uppeldisbeði í tvö sum-
ur en vekja vil ég athygli Láru á
að nauðsynlegt kann að vera
fyrir hana að klippa ofan af
græðlingunum næsta vor svo
þeir greini sig og verði að
sterkum plöntum vorið eftir þeg
ar hún plantar þeim á nýjan stað
til frambúðar.