Morgunblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JUNI1981
21
ÞJÓNUSTA
Hemlock-samtökin hafa þad á
sinni stefnuskrá að mönnum
sé frjálst að stytta sér aldur..
„Frænka“
kann ráð
við því
Þarftu að senda pandabjörn til
Pamplona? Vantar þig svaramann
við skyndibrúðkaup? Úr þessu og
fjölmörgu öðru bæta Allsherjar-
frænkur, en það er harðsnúin sveit
fólks á aldrinum 18—80 ára, sem
starfar í Bretlandi. Kjörorð þeirra
er: — Hvað sem er, hvenær sem er
fyrir hvern sem er, og þessi
gunnreifu orð hafa gert það að
verkum að allmargir halda að hér
sé um að ræða eina af helztu
stofnunum Breta.
Allsherjarfrænkur hafa starfað
í 60 ár, og raunar hafa að
undanförnu nokkrir frændur
bætzt í hópinn. Félagið hefur haft
ýmislegt á sínum snærum á
starfsferli sínum. Það útvegar fólk
til þess að sýna börnum Lundúna-
borg, pakka niður búslóð vegna
flutninga, kaupa fágæta muni,
útvega íbúðir og svara spurning-
um um nálega allt milli himins og
jarðar.
Aðalbækistöðvar Allsherjar-
frænkna eru í London. Ef fólk er í
vandræðum, getur það snúið sér
til þeirra til að fá ráðleggingar um
það til dæmis hvernig það á að
vera klætt í garðveizlum, hvernig
það eigi að fá listaverk sín metin,
skipuleggja heimsreisur og stór-
veizlur og þar fram eftir götunum.
Verðið fer eftir þjónustunni.
Upphaf Allsherjarfrænkna má
rekja til ársins 1921. Það var
Gertrude MacLean, þekkt kona úr
samkvæmislífi Lundúnaborgar,
sem stofnaði félagið, en aðalmark-
mið þess var að stytta börnum
stundir í skólaleyfum, á meðan
foreldrar þeirra voru að störfum í
nýlendum Breta víðs vegar um
heim. Nafnið Allsherjarfrænkur
er til komið vegna þess, að Ger-
trude MacLean var í miklum
metum hjá ungu skylduliði sínu,
— eins konar eftirlætisfrænka.
Ari síðar færði félagið út kvíarnar
og verkefnin hlóðust upp. Nú
starfa um 400 manns á vegum
þess, þar af um 20 frændur.
Kate Herbert Hunting, fram-
kvæmdastjórinn, svaraði nýlega
nokkrum spurningum um félagið.
Hún sagði: — Fólk skrifar okkur
og spyr hvernig það eigi að ávarpa
kóngafólkið, ef það hittir það í
garðveizlum, hvar það eigi að láta
þræða perlurnar sínar á sem
ódýrastan hátt. Við veitum alhliða
upplýsingar um almenn málefni
Ungur íþróttamaöur aö nafni
Kenenth Wright slasaðist ekki
alls fyrir löngu viö íþróttaiökanir
og lamaöist svo, aö fyrirsjáanlegt
var, að hann yrði bundinn hjóla-
stólnum það sem eftir væri
ævinnar. Kenneth fékk talið tvo
vini sína á að fara meö sig inn í
skóg og skilja þar vió hann
ásamt byssu, sem hann notaói
síðan til aó binda enda á líf sitt.
Vinir Kenneths voru sakaóir um
manndráp og dæmir í fjögurra
ára skilorðsbundið fangelsi.
Humpry segir, aö þetta mál sé
dæmigert fyrir mann, sem ekki
getur rætt ákvörðun sína við
fjölskylduna eða lækni sinn.
„Kenneth tók þessa ákvöröun
aleinn og setti meö því vini sína í
mikinn vanda. Ósjaldan erum við
þeir einu, sem fólk getur talað
við, oft getum viö talið því
hughvarf."
- WILLIAM SCOBIE
(SJA: Bókmenntir)
Frænkurnar vita upp á hár
hvaða klæðnaður hælir garðveisl-
um
og aðeins þær sem nýjastar eru
hverju sinni. Við útvegum viðgerð-
armenn, húshjálp, barnfóstrur,
einkaritara og skipuleggjum skoð-
unarferðir. Ef svör við fyrirspurn-
unum krefjast sérþekkingar er
þeim beint til sérfræðinga.
Sérstök deild innan félagsins
fæst við öllu flóknari viðfangsefni.
Til hennar er hægt að leita ef
menn eru í vandræðum við að
flytja símaklefa til Mílanó eða
þurfa að hafa upp á nógu stóru
grilli til að grilla naut i heilu lagi
eða flytja brauðhleif flugleiðis til
Kenya. Þessi deild skipuleggur
einnig ýmiss konar uppákomur í
veizlum, og ef mann langar til
þess að láta yngismær í silkipapp-
ír spretta upp úr keri í samkvæmi,
gefa Allsherjarfrænkurnar allar
ráðleggingar þar að lútandi.
Þá vaknar sú spurning, hvort
Allsherjarfrænkurnar neiti
mönnum aldrei um nokkuð. Jú
reyndar. Þær telja ekki í sínum
verkahring að afla upplýsinga um
lagaleg viðfangsefni né heldur
læknisfræðileg og þær líta ekki á
félagið sem hjúskaparmiðlun. Þar
fyrir utan getur fólk snúið sér til
þeirra og fengið ráð við nánast
hverju sem er, svo framarlega sem
það er reiðubúið til að reiða fram
þá þóknun sem upp er sett.
Frú Fry, sem er ein af Allsherj-
arfrænkunum segir: — Þessar
tekjur gera það að verkum að við
getum leyft okkur ýmislegt eins og
Hrói höttur — t.d. að fara á
bókasafnið fyrir gamlar konur án
þess að taka eyri fyrir.
Fegursta
bölið
í Banda-
ríkjunum
Niagarafossar í Ameríku eru
náttúruundur, sem vart á sinn
líka. Þangað koma milljónir for-
ríkra ferðamanna árlega og raf-
orkuframleiðsla þar hefur verið
styrkasta stoðin í efnahagslífi
byggðanna í grennd í nærfellt
heila öld.
Ferðamenn koma og fara, en
íbúar nærliggjandi byggða bera
ugg í brjósti vegna vandamála,
sem eru jafn stórfengleg og foss-
arnir sjálfir. Það eru milljónir
tonna af eitruðum úrgangsefnum,
sem þeytt hefur verið víðs vegar
um Niagara-sýsluna, en hún er
337,8 ferkílómetrar.
„Það var Niagaraáin og vatns-
orkan úr henni, sem olli því, að
hér spruttu upp efnaverksmiðjur
eins og mý á mykjuskán. Nú
eigum við á hættu, að þessi
iðnaður geri útaf við okkur,“ segir
frú Joan Gipp, en hún á sæti í
bæjarráði Lewiston.
A síðasta áratug tóku gildi í
Bandaríkjunum ströng umhverfis-
verndarlög, og það var fyrir daga
þeirra, sem obbanum af hinum
eitruðu úrgangsefnum var dreift á
þessum slóðum. Enda þótt slíkt
atferli sé nú bannað hefur málið
ekki fengið endanlega lausn. Talið
er að árlega komi 1,2 milljón
tonna af eitruðum úrgangsefnum
frá iðnaði í New York og 44% eiga
upptök sín í sýslunum Niagara og
Eire.
Niagara-sýslan markast í vestri
af Niagaraánni, en í norðri af
Ontariovatninu. Borgin Buffalo er
Rétt ofan við fossbrúnina breytist hin lygna og sakleysislega á allt í
einu í heljandi iðu.
í Eire og við hinn endann á
Niagaraánni.
Embættismenn í þessum sýslum
komu á árinu 1979 tölu á 305
hauga með úrgangsefnum. Voru
þeir ýmist af völdum einkaaðila,
sveitarfélaga, ríkis eða aðila á
vegum sambandsríkisins.
I Niagara-sýslu eru helztu bæki-
stöðvar ýmissa stórfyrirtækja,
sem eru alræmd fyrir mengun á
umhverfinu, svo sem eins og
Hooker, Carborundum, Olin, Du-
pont, og Union Carbide.
Umhverfis svokallaðan „Ást-
arskurð" stendur nú myndarleg,
yfirgefin skólabygging og fjöldi
húsa, þar sem enginn býr. í
þennan skurð var sökkt úrgangi úr
efnaiðnaði á árunum 1942—1953,
og einkum átti þar hlut að félag
það sem nú heitir Hooker Chemi-
cals og Plastic Co.
Fylkis- og sambandsstjórnin
ákváðu að taka í taumana áriö
1978, þegar ítrekaðar fréttir höfðu
borizt af allskyns dularfullum
sjúkdómum í grennd við „Ástar-
skurðinn". Var hann ásamt næsta
nágrenni yfirlýstur hættusvæði og
700 fjölskyldur fluttar þaðan í
burt.
- JOHN C.GIVEN
Ein á ferð
í fljótu bragði mætti ætla
aö stúlkan sú arna heföi
annaðhvort fariö halloka í
viöureign viö eina af hinum
rammgeröu mæöiveikigirö-
ingum okkar íslendinga elleg-
ar aö hún heföi stigið eitthvaö
óvarlega niður á einhverjum
svellbunkanum sem hrjáöi
okkur Reykvíkinga á síöast-
liönum vetri. Hvorugt er þó
rétt. Theresa Pharms heitir
stúlkan og hún er bara aö
læra eina af hinum einfaldari
SIGLINGAR
Raka saman
peningum undir
fölsku flaggi
Á öllum heimshöfunum sigla
stórir flotar sannkallaöra mann-
drápsfleytna undir svonefndum
hentifána og í skjóli hans stunda
samviskulausir skipakóngar alls
konar svindl og svikastarfsemi.
Þannig er komist aö oröi í nýútkom-
inni skýrslu Samelnuöu þjóöanna
um siglingar og er ekkert veriö aö
skera utan af því, enda segja
höfundar hennar, aö seint veröi
ofsögum sagt af ófremdarástand-
inu, sem ríkir í þessum málum.
í skýrslu SÞ segir ennfremur, aö
sjaldan takist aö hafa hendur í hári
þessara „útgeröarmanna", því aö
þeir stundi starfsemina í skjóli
gervifyrirtækja og gæti þess jafnan
vel aó koma aldrei fram í dagsljósiö
sjálfir. Nærri þriöjungur alls flutn-
ingaskipaflota í heiminum flaggar
fána Líberíu eða Panama þó aö
ekkert þessara skipa sé í raun í eigu
þessara þjóða, heldur eru þaö
Bandaríkjamenn, Hong Kong-búar
og Japanir, sem eiga þau aö
þremur fjóröu.
Skipaeigendur halda því gjarna
Hentifáninn auðveldar eigendum
að fara huldu hófði.
fram, aö hentifáninn hafi í för meö
sér ýmis skattfríöindi og ódýrt
vinnuafl en skýrsla UNCTAD vekur
fremur athygli manna á öörum og
vafasamari þáttum þessarar starf-
semi. Með því aö sigla undir
hentifána geta eigendur skipanna á
auðveldan hátt „teflt á tvær hættur
og stundað beina svikastarfsemi"
vegna þess, aö það er hægðarleik-
ur aó láta eitt gervifyrirtækiö taka
viö af öðru þegar þurfa þykir.
Þessi gervifyrirtæki eru ekkert
annað en nafnspjald á einhverri
skrifstofubyggingunni í Monróvíu
eöa Panamaborg og yfirleitt þaö
eina, sem vitaö er um hina raun-
verulegu eigendur. Jafnvel þó aö
einhver dallurinn farist meö manni
og mús láta eigendurnir sjaldan svo
lítiö aö mæta fyrir rétti í Líberíu eöa
Panama.
í skýrslunni segir, aö glæpsamleg
vanræksla eigenda þessara henti-
fánaskipa sé „miklu algengari en
ætla mætti af opinberri rannsókn á
ýmsum skipsskööum". Á þessum
skipum er hvorki verið að vanda til
tækjabúnaóar né viðhalds og skip-
unum oft stefnt úr höfn án nokkurs
tillits til öryggis áhafnarinnar.
Yfirvöld í Líberíu neita harölega
öllum ásökunum og vilja ekki láta á
sig sannast, aö skip undir hentifána
sé einhver sótraftur sem hafi verið á
sjó dreginn. Phillip Bowen, yfirmað-
ur siglingamála í Líberíu, sagði í
London nú nýlega, að „fánar sökktu
ekki skipum", og hélt því fram, aö
Líberíumenn geröu sömu kröfur til
sjóhæfni skipanna og kveðiö væri á
um í alþjóðlegum samþykktum.
Hér tala þó tölurnar ööru máli. Á
árinu 1979 fórst nærri 1% skipa
undir hentifána í hafi — þrefalt fleiri
skip en þau sem sigla undir raun-
verulegum þjóðfánum.
lexíum sem fólk í hennar
starfi má læra, nefnilega aö
komast leiöar sinnar þrátt
fyrir allar torfærur og þó aö
þaö kosti, eins og í þessu
tilviki, forarbað af versta tagi
Theresa er með öörum orö-
um óbreyttur dáti í Banda-
ríkjaher, sem nú hefur á aö
skipa þúsundum kvenna sem
víla ekki einu sinni fyrir sér aö
gerast fallhlífaliöar. Theresa
komst í fréttirnar fyrir
skemmstu þegar hún varö til
þess fyrst kvenna aö komast
klakklaust yfir torfæruvöll
bandaríska hersins
Sherman-virki í Panama, en
völlurinn sá er talinn ein
djöfullegasta þolraunin sem
Bandaríkjaher ræður yfir.