Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 33 Gjálp fyrrverandi methafi í þeirri vegalengd en Don núverandi met- hafi. í þriðja sæti varð svo Skelf- ir-Ægir á 27,1 sek. Eigandi hans er Hans Einarsson en knapi var Hrafnkell Guðmundsson. óvænt úrslit í unghrossahlaupi í unghrossahlaupi voru mætt til leiks tvö kunn hlaupahross sem stóðu framarlega í eldlínunni í fyrra, þau Lýsingur og Litbrá, og var talið að þau myndu berjast um fyrsta sætið. En það fór á annan veg, því ungur og óreyndur foli sem hljóp þarna í fyrsta skipti á kappreiðum stal frá þeim senunni. Þessi foli heitir Mansi og hljóp hann vegalengdina á 18,9 sek. Eigandi Mansa er Sigurjón Úlfar Guðmundsson, en nafn knapa vantaði í skrána. I öðru sæti varð svo Lýsingur á 19,0 sek. Eigandi hans er Fjóla Runólfsdóttir, en knapi var Steingrímur Ellertsson. í þriðja sæti varð svo Litbrá Ólafar Guðbrandsdóttur á 19,4 sek., knapi á Litbrá var Hinrik Bragason. í 250 m skeiði sigraði Skjóni nokkuð örugglega á mjög góðum tíma við slæmar aðstæður. Tími hans var 22,9 sek. og má mikið vera ef hann á ekki eftir að höggva nærri metinu sem hann á sjálfur og er 21,6 sek. Eigandi Skjóna er Helgi Valmundsson, en knapi var Aðalsteinn Aðalsteinsson. I öðru sæti varð Villingur Harðar G. Albertssonar á 23,3 sek. Knapi á Villing var Trausti Þór Guð- mundsson. í þriðja sæti varð Þór á 23,6 sek. Eigandi hans er Þorgeir Jónsson í Gufunesi, en knapi var Sigurður Sæmundsson. I 150 m skeiði náði bestum tíma Börkur Ragnars Tómassonar á 15,2 sek. Knapi var Tómas Ragn- arsson. Annar varð Vafi, eigandi og knapi Erling Sigurðsson, á 15,4 sek. í þriðja sæti varð svo „brokk- arinn mikli“, Fengur, á 15,8 sek. Ekki verður annað séð en menn séu ánægðir með frjálsa þátttöku í 150 m skeiðinu, enda hefur komið í ljós að sumir hestar eiga ekkert erindi í 250 m skeið, sama hversu oft þeir eru reyndir á þeirri vegalengd. Aftur á móti geta þessir sömu hestar náð ágætum árangri á 150 m sprettfæri. Greinilegt er að skeiðið á mest- um vinsældum að fagna meðal áhorfenda, og kom það hvað gleggst í ljós þegar keppni hófst í skeiðinu. Þá var grenjandi rigning og farið að fækka verulega á áhorfendastæðunum, en þegar vekringarnir voru teymdir fram fyrir dómpall og kynntir flykktist fólk á ný í áhorfendastæðin og lét sig hafa það að standa úti í rigningu og kuldanepju, frekar en að missa af skeiðinu. I heild sinni má segja að þetta hafi verið nokkuð gott mót. Er það einkum tvennt sem því veldur, annarsvegar eru það vel sýndir og jafnir hestar að gæðum í góð- hestakeppni og hinsvegar mjög góður árangur í 800 m stökki og brokki og 250 m skeiði. Tímasetn- ingar fóru lítillega úr skorðum en þó tókst að vinna þann tíma upp sem tapaðist með harðfylgi og dugnaði starfsmanna mótsins. Einn áhorfenda kom'í dómpall og kvartaði undan lélegu upplýs- ingastreymi frá dómpalli og var kannski ekki vanþörf á því, en ekki hefði sá óánægði skaðað málstað sinn þótt hann hefði sparað raddstyrkinn örlítið meira en hann gerði. Sérstök ástæða er til að minnast á þul mótsins, en hann var greinilega ekki rétti maðurinn til að standa í slíku. Nauðsynlegt er að þulur þekki eitthvað til þeirra hrossa er keppa og ekki síst ef starfandi er veð- banki eins og þarna var. Það er hálf hjákátlegt þegar annar hver hestur á hlaupabrautinni er orð- inn efnilegur og þá að hinir sem eftir eru lofi góðu. VK Blekiðjufólk Sölumaður Unitor, Per Torbjörnsen. tekur nokkur sundtök i Reykjavíkurhöfn. klæddur björgunarbúningnum. Fríðrik Á. Jónsson: Ný tegund björg- unarbúninga kynnt Ritstjórn og lesendur! Eftirfarandi úrsögn mína úr Rithöfundasambandi íslands sendi ég stjórninni nýverið: Eg undirrituð segi mig hér með úr söfnuði þeim er nefnist Rithöf- undasamband Islands. Um leið geri ég þá kröfu, að gjald af bókum mínum í söfnum landsins verði ekki framar notað til að fita ákveðinn hóp innan sambandsins! Nánari skýringar koma hér: Mér er lífsins ómögulegt, sem hver önnur erfiðismanneskja í þessu þjóðfélagi, að styðja þá Guðrún Jacobsen Fjölbrautaskólanum á Akranesi var slitið laugar- daginn 23. maí 1981 og lauk þar með f jórða starfsári skól- ans. Á skólaárinu braut- skráðust 96 nemendur frá skólanum, af heilbrigðissviði 2, listasviði 1, samfélagssviði 10, tæknisviði 41, viðskipta- sviði 29 og af raungreinasviði 13 nemendur. Þar af luku 30 nemendur stúdentsprófi. Ólafur Ásgeirsson skóla- meistari flutti ræðu. í janúar tók öldungadeild til starfa og voru nemendur í henni á sjöunda hundrað. Húsnæð- isskortur hefur hrjáð skólann og er þörfin mest fyrir heima- vistarrými en nú sækja skól- ann um 100 utanbæjarnem- endur. Á vorönn hófst í skólanum kennsla í tölvufræði og forrit- un og mun tölvufræði verða skyldugrein í skólanum næsta vetur. Við skólaslitaathöfnina lék Björn Steinar Sólbergsson nýstúdent píanósónötu eftir Mozart og söng kór skólans undir stjórn Jensínu Waage. Benjamín Jósefsson nýstúdent flutti ávarp. Viðurkenningu fyrir bestan námsárangur hlaut Þorbjörg Skúladóttir nemandi á samfél- agssviði, verðlaun úr sjóði Elínar írisar Jónasdóttur hlaut Elín Árnadóttir á sam- félagssviði en Björn Steinar Sólbergsson fékk viðurkenn- ingu fyrir kunnáttu í tónlist- argreinum og Víðir Bragason fyrir ágæta frammistöðu í stærðfræði. Viðurkenningu Trésmiðafélags Akraness hlaut Ingibjörg Reynisdóttir, stjórn, sem ár eftir ár hefur hönd í bagga með að veita fé og ferða'styrki í sömu lúkur innan sambandsins, meðan aðrir fá aldrei neitt nema gíróreikning uppá óheyrilegt félagsgjald. (Núna 500 nýkr.) Ég er líka ófær um að styðja „hugsjónafélag", sem aldrei kjapt- ar á sínum fundum um annað en peninga eða kröfur um meiri peninga, meðan gamalt fólk, rún- um rist af mótlæti lífsins, er að burðast við að sjá sér farborða með því að bera út dagblöð í Reykjavík! Ég er líka búin að missa alla respekt fyrir þeirri stjórn sem sigtar inn nýja félagsmeðlimi eftir einhverjum þeim prívathvötum, sem ég hef aldrei hleypt inn í mitt sálarlíf. — Ég tek aðeins tvö nýjustu dæmin: María Skagan og Jón Birgir Pétursson, sem fengu ekki inn- göngu í sambandið meðan allra- handa tötralýður, sem aldrei hef- ur gefið út mannbæra bók, fleytir rjómann af vinnu annarra við styrkúthlutun á fyrsta félagsári! Ef þetta er ekki einn af lög- vernduðu þjófnuðunum á íslandi, veit ég ekki hvað það er að steia! Og ég get ekki lengur virt þá sömu rithöfunda, með unga og heilbrigða fætur, sem alla daga taka við öllum þessum fimmþús- undköllum án þess að kunna að skammast sin! 3. júní 1981, Guðrún Jacobsen, matráöskona. Helgi Helgason hlaut svo við- urkenningu frá Félagi ís- lenskra rafvirkja. Jón P. Björnsson hlaut við- urkenningu fyrir elju sína í leiklist og félagsmálum. KKÍIsstaAir. TÓNKÓR Fljótsdalshéraðs átti 10 ára afmæli i vor. Kórinn hefur haldið nokkra tónleika á Egils- stöðum og viðar i tilefni afmælis- ins, m.a. kom kórinn fram þegar fyrstu stúdentarnir voru útskrif- aðir frá Menntaskólanum á Eg- ilsstöðum i sl. mánuði. Nú í júni hélt kórinn í söngferð FRIÐRIK A. Jónsson heíur haf- ið sölu á nýrri tegund björgun- arhúninga, sem ekki heíur áður sést hérlendis en verður brátt lögleidd i öll skip i Noregi. Búningur þessi er af gerðinni Unitor og er framleiddur i Kanada. Hér á landi er nú staddur sölumaður frá Noregi og sýndi hann hvernig búning- urinn er notaður að viðstöddum blaðamönnum í Reykjavikur- höfn. Búningurinn er gerður úr gúmmíefni, neoprene, og er með lokuðum hólfum þannig að hann flýtur í sjó. Hólfin gegna jafn- framt einangrunarhlutverki og búningurinn tapar ekki eiginleik- um sínum þótt hann rifni. Líflík- til Danmerkur og Noregs og hófst ferðin með tónleikum í Bústaða- kirkju á annan í hvítasunnu. Kórinn mun halda tvenna tón- leika í Danmörku: í Grundvigs- kirken í Kaupmannahöfn og í Sorö-kirkju. Að því búnu heldur kórinn til Noregs og tekur þátt í vinabæjamóti á Eiðsvöllum, en Eiðsvellir er vinabær Egilsstaða. ur manns, sem klæðst hefur þessum búningi eru að meðaltali 13 klst. í 0°C heitum sjó en þær aukast mjög ef sjór er heitari. Búningurinn er 5 millimetra þykkur og þolir allt að 800 gráða hita og þolir eld að því marki að það slokknar í honum um leið og logarnir hætta að leika um hann. Á olíuborpöllum í Noregi er skylda að klæðast búningi með þessa eiginleika við ákveðin störf, en búningurinn þolir olíu mjög vel, að sögn framleiðenda. Sölumaður Unitor tók nokkur sundtök fyrir blaðamenn í höfn- inni. Við góðar aðstæður tekur aðeins um hálfa mínútu að klæð- ast slíkum búningi og fötin sem viðkomandi klæðist innanundir blotna ekki. A efnisskrá kórsins verða verk eftir Bach, Þorkel Sigurbjörnsson, Sigursvein D. Kristinsson, Jón Ásgeirsson, Inga T. Lárusson og fleiri. Einsöngvari með kórnum er Laufey Egilsdóttir, en stjórnandi er Magnús Magnússon. Kórfélagar eru 40, en alls verða í ferðinni 70 manns. J.D.J. Tölvufræði gerð að skyldugrein Tónkór Fljótsdalshéraðs í söngför til Norðurlanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.