Morgunblaðið - 13.06.1981, Side 34

Morgunblaðið - 13.06.1981, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 „ I>áttaskil í íslenzkri hagsögu“ Orkustofnun — Orkusjóður Stefnan í orkumálum varðar tvennt. Annars vegar er það stefna um skipulag orkumála. Hins vegar er það stefna um framkvæmdir í orkumálum. Skipulag orkumálanna lýtur í fyrsta lagi að rannsóknum á orkulindum landsins, áætlanagerð og stefnumótun í orkumálum, í öðru lagi að eignaraðild og rekstri orkuvera og orkuveitna og í þriðja lagi að fjármögnun orkufram- kvæmda. Framkvæmdir i orku- málum fara eftir því, hvað menn vilja leggja mikla áherzlu á hag- nýtingu orkulinda landsins. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur skýrt af- markaða stefnu í öllum þessum efnum. Það hefur verið hlutverk Orkustofnunar að annast þann þátt orkumálanna, sem viðkemur rannsóknum og skyldum viðfangs- efnum. Verður að telja grundvall- aratriði í framkvæmd orkumál- anna, að þau verkefni sem Orku- stofnun er falið að sjá um, fari vel úr hendi. Hér er því mest um vert, að Orkustofnun hafi sem bezt tök á að gegna sínu mikilvæga hlut- verki. Með tilliti til þess vill Sjálfstæðisflokkurinn gera breyt- ingar á Orkustofnun. Er þá miðað að því í meginatriðum í fyrsta lagi að styrkja stjórnun stofnunarinn- ar, í öðru lagi hnitmiða verksvið stofnunarinnar við rannsóknir á orkulindum landsins, áætlanagerð um orkubúskapinn og aðstoð og ráðgjöf um stefnumótun í orku- málum og í þriðja lagi að efla áhrifavald stofnunarinnar og þátt hennar í heildarstjórn orkumál- anna. Allri stefnumótun í orkumálum hefur verið mjög ábótavant. Þess vegna leggur Sjálfstæðisflokkur- inn til, að meginmarkmið í orku- málum þjóðarinnar verði sett fram í sérstakri orkumálaáætlun tii langs tíma. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla og auka hlutverk Orkusjóðs frá því sem verið hefur. Er þá gert ráð fyrir, að Orkusjóður stuðli al- mennt að hagkvæmni orkubú- skapar þjóðarinnar auk hagnýt- ingar orkulinda landsins, svo sem nú segir í lögum. Við viljum, að Orkusjóður verði efldur til þess að tryggja eftir því sem með þarf framkvæmd orkumálaáætlunar. Landsvirkjun — landshlutaíyrirtæki í tillögum sínum um skipulag orkumála gerir Sjálfstæðisflokk- urinn ráð fyrir Landsvirkjun og landshlutafyrirtækjum, sem geti hvert á sínu veitusvæði reist og rekið raforkuver. Ef landshluta- fyrirtæki, sem fyrir eru eða stofn- uð kunna að verða, óska ekki eftir að annast orkuvinnslu eða engin landshlutafyrirtæki eru fyrir hendi, viljum við, að Landsvirkjun geti reist þar og rekið raforkuver. Sjálfstæðisflokkurinn gerir ráð fyrir, að það sé hlutverk sveitarfé- laga eða sameignarfélaga þeirra að reisa og reka orkuver hita- veitna, þar sem hagkvæmt þykir. Hlutverki sveitarfélaga geti í þessu sambandi, ef svo ber undir, verið gegnt með þátttöku í orku- fyrirtæki, sem aðrir en sveitarfé- lög eiga aðild að, sbr. Orkubú Vestfjarða og Hitaveita Suður- nesja, sem ríkið er aðili að. Það er stefna Sjálfstæðisflokks- ins, að sveitarfélögin skuli hafa Orkumálin hafi algjöran forgang það hlutverk að annast dreifingu raforku, en ríkið geti samt komið þar við sögu, ef henta þykir. Gert er þá ráð fyrir, að umdæmi landshlutafyrirtækja og annarra rafveitna taki mið af landfræði- legum og stjórnunarlegum að- stæðum, svo að náð verði sem mestri hagkvæmni í raforkudreif- ingunni. Samkvæmt stefnu Sjálfstæðis- flokksins er gert ráð fyrir, að Rafmagnsveitur rikisins verði Þorvaldur Garðar Kristjánsson lagðar niður jafnóðum og aðstæð- ur leyfa. Leiðir þetta af því að rétt þykir, svo sem ég áður sagði, að landshlutafyrirtæki hafi á hendi raforkudreifinguna. Verður þá ekki ástæða til að halda áfram rekstri Rafmagnsveitna ríkisins til orkuvinnslu, þar sem önnur orkufyrirtæki með aðild ríkisins verði fær um slíkt. Markmið Sjálfstæðisflokksins í stefnumótun um skipulag orku- mála hefur verið annars vegar að auka stjórnunaráhrif og ákvörð- unarvald landshlutanna bæði í orkuframleiðslu og orkudreifingu, og hins vegar að koma á sterkari heildarstjórn til markvissrar 8tefnumótunar og framkvæmda í orkumálum. Með tilliti til þessa koma lands- hlutafyrirtæki til sem aðili ekki einungis til að annast dreifingu raforku, heldur og til að reisa og reka raforkuver. Stefna Sjálfstæð- isflokksins felur þó ekki í sér, að lögfest skuli, að landshlutafyrir- tæki skuli annast raforkuvinnsl- una. Slíkt væri ekki mögulegt. Landshlutafyrirtækin verða ekki stofnuð nema viðkomandi sveitar- félög óski þess, þegat þau óska þess og með þeim hætti, sem þau óska að hafa á í því efni. Hins vegar er það grundvallaratriði í stefnu Sjálfstæðisflokksins, að fólkinu út um landsbyggðina og sveitarfélögum þess sé heimilt að fást við verkefni orkuvinnslunnar ef þau hafa vilja og getu til. Innan ramma þessa skipulags getur t.d. hvort heldur Laxárvirkjun starfað áfram sem sjálfstæð virkjun eða sameinast Landsvirkjun. I andófi gegn þessum tillögum Sjálfstæðis- flokksins hefur heyrzt, að þær samræmdust ekki því ástandi þeg- ar landið væri orðið eitt samveitu- svæði. Þá væri eðlilegt eða nauð- synlegt, að öll meginorkufram- leiðslan væri á einni hendi. Hér er ruglað saman tæknimáli og skipu- lagsmáli og hélt ég raunar, að ég þyrfti ekki á þessum vettvangi að vekja athygli á því. Auðvitað geta fleiri en einn aðili selt raforku á sama veitukerfi, sem alkunna er erlendis, ekki einungis innan landamæra eins ríkis heldur á milli ríkja. Heildarstjórnun Sumir segja, að ekki sé hægt að koma á sterkri heildarstjórn á orkuvinnslunni nema með lands- fyrirtæki sem annist meginorku- framleiðsluna. En það er eins með orkubúskapinn og aðra þætti þjóð- arbúskaparins, að Sjálfstæðis- flokkurinn gengur ekki út frá því sem fyrirfram gefnu, að skipulagi verði ekki komið við, nema að í viðkomandi atvinnurekstri verði komið á fót einu landsfyrirtæki er fari með alla meginþætti þess rekstrar. Ég segi þetta í fullri vitund þess, að auðvitað hefur raforkuvinnslan vissa sérstöðu í þessu efni, sem óþarft er að rekja hér. Stefna Sjálfstæðisflokksins fel- ur í sér, að gert er ráð fyrir að komið verði á heildarstjórn raf- orkuvinnslunnar, virkjunar- framkvæmda og stofnlínukerfis- ins. Gerðar eru tillögur um skipan slíkrar heildarstjórnar og hlut- verk hennar um að samræma framkvæmdir á sviði orkuvinnslu með tilliti til staðsetningar, stærðar og tímasetningar nýrra virkjana, svo að tryggi sem bezt hagkvæmni og öryggi fyrir lands- menn. Gert er ráð fyrir, að þessi stjórnunaraðili geri tillögur til ráðherra um einstakar virkjunar- framkvæmdir og um það, hvaða orkufyrirtækjum skuli ætlað að reisa og reka einstök ný orkuver. Er og hlutverk þessa stjórnunar- aðila að samræma framkvæmdir við stofnlínukerfið með tilliti til samrekstrar orkuveranna. Það er stefna Sjálfstæðisflokks- ins, að Landsvirkjun taki við eignarráðum á þeim stofnlínum, sem ríkið hefur þegar látið byggja, þ.e. Norðurlínu, Austurlínu og Vesturlínu. Þá vill Sjálfstæðis- flokkurinn, að Landsvirkjun ann- ist samrekstur orkuvera landsins. Þykir það leiða af sjálfu sér, þar sem Landsvirkjun yrði í senn eigandi meginorkuveranna og stofnlinukerfisins. Ennfremur er gert ráð fyrir, að sama gjaldskrá gildi fyrir raforkusölu frá öllum úttaksstöðum stofnlínukerfisins. En það er ekki nægilegt að jafna orkuverðið, ef það er hærra en nauðsyn ber til. Mest er um vert, að skipulagið sjálft stuðli að sem lægstu orkuverði. Eitt landsfyrir- tæki með meginorkuvinnsluna er ekki trygging fyrir því, þó að með þeirri skipan væri verðjöfnun ein- föld í framkvæmd. Hins vegar felur skipulag landshlutafyrir- tækja í sér beztu trygginguna fyrir því að fram komi í dagsljósið hvaða orkuver eru vel rekin og hvaða miður. Þannig fæst mæli- kvarði á takmörk þau sem setja verður allri verðjöfnun með því að verðlauna ekki lélegan rekstur. Aftur á móti er sama súpan í sömu skál, ef um eitt landsfyrir- tæki er að ræða. Ekki er þá hægt að hafa eins gott aðhald með hinum einstöku orkuverum, en það leiðir til lélegri rekstrar og þar með hærra orkuverðs. Verð- jöfnun á að vera til jöfnunar á sem lægstu orkuverði, en í sjálfu sér er verðjöfnun ekki keppikefli, ef hún óbeint leiðir til hærra orkuverðs, jafnvel þó að hið háa verð sé jafnt um allt land. Skipulag orkumála Stefna Sjálfstæðisflokksins um skipulag orkumálanna, sem ég hef hér vikið að, var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 1979 og frumvarp til orku- laga, sem sjálfstæðismenn lögðu fram á síðasta Alþingi, felur í sér þessa stefnu. Þetta frumvarp náði ekki fram að ganga. En við erum ýmsu vanir á Alþingi um þessar mundir og kom ekki heldur á óvart hinn óttalegi leyndardómur, sem hvílir nú yfir stefnu ríkis- stjórnarinnar um skipulag orku- málanna. Aftur á móti þykir mér kasta tólfunum, þegar efnt er til fyrsta orkuþings Islendinga, að þá skuli þessi mál ekki vera á dagskrá. Það er býsna laglega gert að halda þriggja daga ráðstefnu um orkumál með um 40 framsögu- erindum, án þess að skipulag orkumálanna komi þar við sögu. Þó eru það einmitt þessi atriði, sem oftast hefir borið hæst í umræðum um orkumálin á undan- förnum árum. Þannig hefur t.d. Samband íslenzkra rafveitna margoft tekið þessi mál sérstak- lega fyrir á fundum sínum að undanförnu. Ekki þarf að minnast á mikil- vægi skipulags í orkumálum sem í öðrum efnum. Nú er það einmitt svo, að skipulagsleysið hamlar í ýmsum efnum eðlilegum vinnu- brögðum í orkumálunum til traf- ala og stórskaða fyrir framvindu þessara mála og þjóðarbúið i heild. Ég geri ráð fyrir, að menn vilji ekki una þessu ástandi. Það dugar ekki að skipulagið sé inn- byggt í iðnaðarráðherra. Það er að minnsta kosti ekki varanleg skip- an, því að ráðherrar koma og fara. Það má ekki taka skipulagið af dagskrá, þar sem við ræðum orkumálin. Nýting orkunnar Allar umræður um fram- kvæmdir í orkumálum hljóta að mótast af því, hver á að vera stefnan um nýtingu orkunnar. Markmið okkar er að efla hagsæld og velferð þjóðarinnar. Til þess ' þarf að auka þjóðarframleiðsluna, sem er eina örugga undirstaða batnandi lífskjara hér á landi. Islendingar eiga í orkulindum sinum stórkostleg náttúruauðæfi, sem þar að auki eru óþrjótandi, en annars staðar í heiminum fæst meginhluti orkunnar úr lífrænu eldsneyti sem gengur óðum til þurrðar. Það er því höfuðatriði að nýta þessa miklu auðlegð, sem fólgin er í orkulindum landsins til þess að örva hagvöxt. Samkeppn- isaðstaða íslenzkrar vatnsorku hefur stórbatnað vegna þverrandi orku og hækkandi orkuverðs í heiminum. Það er þetta, sem liggur til grundvallar umræðunni um orkufrekan iðnað eða stóriðju. Þetta ber að hafa i huga þegar metið er, hve stór átök beri nú að gera í virkjunarmálum okkar Is- lendinga. Þá horfum við fram til gjaldeyrisöflunar í útflutningi orkunnar í formi iðnaðarvöru og til þeirra möguleika til gjaldeyris- Ræða Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar á Orkuþingi sparnaðar, sem geta verið fólgnir í orkulindum landsins í framleiðslu innlends eldsneytis. En leiðin til þess eru stórvirkjanir í fallvötn- um landsins. Framkvæmdir í orkumálum Með tilliti til þessa hefur Sjálf- stæðisflokkurinn markað stefnu sína um framkvæmdir í orkumál- um. í samræmi við þá stefnu flutti flokkurinn á síðasta Alþingi frum- varpið um ný orkuver í Jökulsá í Fljótsdal, í Blöndu, við Sultar- tanga auk stækkunar Hrauneyja- fossvirkjunar. Hér er um að ræða framkvæmdir sem nema samtals 710 MW og gert er ráð fyrir að ljúka á einum áratug. Hafa ber í huga, að ekki er nægilegt að vilja slíkar fram- kvæmdir í virkjunum, sem ráð er fyrir gert í frumvarpi okkar sjálf- stæðismanna. Menn verða að hafa vilja til þess að skapa forsenduna fyrir þessu risaátaki í orkumálun- um. Menn verða að vilja stóriðju til hagnýtingar orkunnar. Það þýðir að fara verður af alefli í undirbúning stóriðjufram- kvæmda. Þess vegna vill Sjálf- stæðisflokkurinn, að þingkjörin nefnd vinni skipulega að þessum málum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.