Morgunblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 48
Sími á ritstjóm og skrifstofu: 10100 Síminn á afgretóslunni er 83033 fllfógitittbliifrto LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 Vatnsborð Gríms- vatna óvenju hátt - þó er ekki búizt við að væntanlegt Skeið- arárhlaup valdi meira tjóni en fyrri hlaup VATNSBORÐ í Gríms- vötnum í Vatnajökli er nú hærra en verið hefur síðan mælinKar hófust 1955 og er því talið líklegt að vamtanlega verði næsta Skeiðarárhlaup stærra en undanfarna 4 áratugi. W> er ekki talin mikil hætta á að skemmdir á vejfum ojí hrúm verði meiri en í síðasta hlaupi, sem varð 1970. Að sögn Helga Björnssonar hjá Rannsóknarstofnun Háskólans kom þetta í ljós í vorleiðangri Joklarannsóknarféiansins, sem farinn var fyrir skömmu til að maela vatnshæð í tírímsvötnum og ákomuna, eða vetrarsnjóinn. Auk þess var þarna sett upp sendistöð, sem í framtíðinni mun senda upplýsingar ýmiskonar til bygKÖa- Þessi stöð var sett af þeim Eggert Briem og Þorbirni Sigurgeirssyni og eiga þeir allan heiður af því verki skilið. Helgi sagðist engu vilja spá um það hvort væntanlegt Skeiðarár- hlaup yrði stærra en að undan- förnu vegna þessara auknu vatns- hæðar, en tók fram að á fyrstu 4 áratugum aldarinnar hefði vatns- borð Grímsvatna venjulega risið hærra en hina fjóra seinni og að þá hefðu hlaupin verið stærri. Hann sagði ennfremur að ekki væri alveg ljóst hvers vegna vatnsborðið hefði nú hækkað meira en undanfarin ár, tvennt gæti komið til, annars vegar að jökullinn væri að þykkna vegna aukinnar ákomu, eða hins að fyrirstaðan, eða haftið hefði færzt til lengra inn undir jökulinn og fyrirstaðan því orðið meiri. Því þyrfti vatnsborðið að rísa hærra til að geta þrengt sér undir jökulinn og runnið niður á Skeið- arársand. Helgi sagðist ekki vilja spá neinu um það hvenær hlaupið gæti hafizt, en sagði að héðan í frá yrðum við að vera viðbúin því. Að sögn Helga Hallgrímssonar, forstjóra tæknideildar Vegagerð- ar ríkisins er ekki talin hætta á verulegum vegaskemmdum vegna þessa væntanlega hlaups og þrátt fyrir aukna vatnshæð í Gríms- vötnum þyrfti hámark væntanlegs hlaups alls ekki að verða meiri en í undanförnum hlaupum. Þó vatnsmagnið yrði meira væri það hámarkið sem máli skipti. Hann sagði einnig að vegir og brýr á sandinum væru þannig byggð að það sem ódýrara væri gæfi fyrst eftir og því mæddi minna á brúm og uppfyllingum að þeim, svo og meiriháttar varnargörðum. Því væri ekki ástæða til að óttast að skemmdir yrðu meiri í þessu hlaupi en öðrum, en auðvitað þyrftu menn að vera á varðbergi. Rita MS 13 strandaði í gær KITA MS 13. 118 tonna eikarhátur frá Vopnafirði. strandaði um kl. 14 i ga>r við Gjögurvita. Eyborg EA .r>9 og Otur EA 162 komu Ritu til hjálpar og drógu hana af strand- stað á floðinu á milli kl. 18 og 19 í ga*r. Blíðskaparveður var er Rita strandaði og var hvorki áhöfn né skipið í hættu. Ekki er ljóst hvernig óhappið átti sér stað, en Rita var á leið frá Akureyri til Vopnafjarðar eftir að hafa verið í slipp á Akureyri. Skemmdir eru enn ókannaðar, en Eyborg og Otur fylgdu Ritu til Akureyrar í gærkvöldi og var hún væntanleg þangað fyrir miðnætti. Minnismerki um Flugsveit 330 i norska flughern- um var afhjúpað i Nauthólsvík i gær. Sveitin hafði bækistöðvar hér á landi i síðari heimsstyrj- öldinni og hafði það verkefni að verja skipalestir. sem komu frá Ameríku. fyrir árásum þýskra kafbáta. Einn íslendingur, Njörður Snæhólm, yfirlögregluþjónn, harðist með sveitinni en nokkrir norskir félagar úr sveitinni komu til landsins til þess að vera viðstaddir afhjúpunina þvi fjörutíu ár eru nú liðin síðan sveitin kom hingað fyrst 1941. Frú Annemarie Lorentzen, sendiherra Noregs, afhjúpaði minnismerkið en Steffen Olsen. félagi i flugsveitinni, flutti ræðu fyrir hönd flugsveitarmanna. Að athöfninni lokinni var lagður blómsveigur að minnismerki um fallna félaga úr sveitinni i Fossvogskirkju- garði. Hjörleiíur Guttormsson iðnaðarráðherra: Tilboð fengin í 30 þús- und tonn af kisilmálmi Verksmiðja á Reyðarfirði gæti komist í gagnið 1984-1985 Á FUNDI sveitarstjórnar- sambands Austurlands, sem haldinn var að Hall- ormsstað í j?ær sajjði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra m.a. i er- indi, sem hann flutti á fundinum, að ónafngreind- ir aðilar hefðu gert tilboð í kaup á 30 þúsund tonnum Sjúklingar sendir til spítala varnarliðsins? ÞEIRRI hugmynd hefur skotið upp meðal yfirlækna á sjúkrahúsum I Reykjavík. hvort möguleiki væri á samstarfi við sjúkrahús varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli ef sjúkrahúsin i Reykjavík myndu ekki anna nauðsynlegri neyðarþjónustu nú meðan starfsemi þeirra er i lágmarki. Nokkur brögð hafa verið að þvi. að læknar varnarliðsins hafi leitað aðstoðar islenzkra starfsbræðra sinna og hafa ýmis gagnkvæm samskipti átt sér stað á milli þeirra i mörg ár. Sjúkrahús varnarliðsins hefur allfjölmennt starfslið og er nokkuð vel búið tækjum, en sjúkrarúmin eru milli 20 og 30. í greinargerð stjórnarnefndar ríkisspítala um ástandið á sjúkra- húsum, sem birt er á bls. 3, segir m.a., að spítalar úti á landi geti ekki að jafnaði veitt sömu þjón- ustu og spítalarnir í Reykjavík og af samtölum við lækna hefur Mbl. þær upplýsingar, að vegna skorts á mannafla og tækjum, auk þess sem spítalarnir séu fullnýttir, sé vart um að ræða neina aðstoð frá þeim. Við sjúkrahús varnarliðsins starfa 7 til 8 sérfræðingar og ef um er að ræða samvinnu íslenzkra og bandarískra lækna hefur hún ekki farið gegnum varnarmála- deild, sem sér annars um öll samskipti við varnarliðið, heldur hafa þeir ráðgast sín á milli og starfað saman persónulega. Lækn- ar munu því hafa nokkurt sjálf- dæmi um hvort málið verður tekið upp á stjórnmálalegum grunni, þ.e. að utanríkisráðuneytið hlutist til um ákveðna aðstoð lækna varnarliðsins eða hvort þeir muni áfram starfa saman á sama hátt. í almannavarnalögum er gert ráð fyrir að í neyðartilvikum geti Islendingar þegið aðstoð sjúkra- húss varnarliðsmanna. Samninganefndir lækna og ríkisvaldsins ræddust við í gær og hefur annar fundur verið boðaður kl. 14 á morgun, sunnudag. aí árlegri framleiðslu kísilmálmverksmiðju, sem fyrirhugað er að reisa á Reyðarfirði. í viðtaii við Mbl. í gær sagði Hjörleif- ur, að unnið væri að athug- un þessa máls og hugsan- lega gæti slfk verksmiðja verið komin i gagnið 1984 til 1985. Aðspurður sagði Hjörleifur að borist hefðu tilboð í hráefnissölu vegna framleiðslunnar og einnig hefði borist tilboð í kaup á 30 þúsund tonnum af framleiðsl- unni. Ekki vildi hann gefa upp hverjir þessir aðilar væru. „Þetta 'eru aðilar sem íslenzk stjórnvöld hafi rætt ítrekað við og ég tel ekki ástæðu til að gefa upp hverjir þeir eru,“ sagði hann. — Hversu stóra verksmiðju eru hér uppi hugmyndir um að reisa? „Stærð verksmiðjunnar miðast við 30 þúsund tonna ársfram- leiðslu eða þar um bil og orku- notkunin er á milli 400 til 500 gigawattstundir." — Þarf Fljótsdalsvirkjun ekki að vera komin í gagnið áður en slík verksmiðja yrði reist og hver eru tímatakmörk að uppsetningu hennar? „Það er náttúrulega stefnt að Fljótsdalsvirkjun hér og gert ráð fyrir að hún rísi innan 10 ára. — Það hefur oft komið fram. Það er til athugunar að verksmiðja rísi áður en virkjunin er komin í gagnið og fái straum eftir byggð- arlínukerfinu. Þetta er ekki meiri orkuþörf en svo að það á að vera hægt að sjá henni fyrir því. Þetta er bara spurning um skipulagn- ingu framkvæmda. Eg vil ekki nefna neinar dag- setningar í sambandi við hvenær verksmiðjan gæti komist í gagn- ið, það fer eftir ákvörðunum, en 1984 til 1985 gæti út af fyrir sig sjálfsagt verið kleift, ef allt gengi upp. — Hversu margir gætu fengið vinnu við verksmiðjuna? „Það er miðað við um 170 ársverk sem er eitthvað minna í starfsmannafjelda. Mætti nefna 120—170 manns, en það fer eftir því hvernig samningar eru. — Hvernig miðar athugun og hvenær verður hægt að taka ákvörðun um að verksmiðjan skuli reist? „Það er unnið að frumáætlun- um um þetta og gert ráð fyrir að þær liggi fyrir á næsta vetri. Þá verður hægt á grundvelli þeirra að taka frekari ákvarðanir."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.