Morgunblaðið - 06.08.1981, Side 15

Morgunblaðið - 06.08.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 15 Nokkur kveðjuorð frá tíomlum félögum í Haukum. Það þóttu eigi nein sérstök tíðindi þegar nokkrir drengir á fermingaraldri allir innan KFUM komu saman í húsi þess félags og stofnuðu íþróttafélag 12. apríl 1931. Þó er það svo að þessi tiltekt hinna 13 drengja varð upphaf að öðru stærra og mótaði stórt spor i íþróttamálum Hafnarfjarðar, svo sem öllum var ljóst þegar félag þetta „Knattspyrnufélagið Hauk- ar“ minntist 50 ára afmælis síns í maí mánuði síðast liðnum. Á meðal stofnenda Hauka var Magnús Kjartansson, sem var í reynd meira en stofnandi, þar sem heimili hans og foreldra hans Kjartans Ólafssonar bæjarfull- trúa og Sigrúnar Guðmundsdóttur varð einnig heimili hinna ungu HAUKA þar sem þeir áttu sitt athvarf og höfðu sína félagslegu aðstöðu. Hana áttu þeir líka í húsi KFUM að því ógleymdu að hinn mæti maður Kjartan Ólafsson var ekki einungis góðvinur heldur og einnig ráðgjafi Haukanna þeirra fyrstu ár og reyndar lengur. Þótt iðkun íþrótta væri að sjálfsögðu aðalmarkmiðið í starfi hins unga félags, þá voru viðfangsefnin fleiri og beindust þá einkum að því að vinna að bættum skilyrðum til íþróttaiðkana og auka áhuga Hafnfirðinga fyrir íþróttum. I því starfi var hlutur Magnúsar stór, eldlegur áhugi hans leiddi til þess að innan Hauka var gefið út handskrifað blað „íþrótta- pilturinn" sem látið var berast milli félaga. Á árinu 1934 réðust Haukar í blaðaútgáfu og gáfu út prentað blað er nefnt var Haukur, var það borið út og dreift ókeypis í hvert hús í Hafnarfirði. Magnús Kjartansson var í rit- nefnd þess blaðs og skrifaði í það margar greinar um íþróttamál, var hann þá yngstur þeirra er í blaðið skrifuðu, sem voru þó allir innan tvítugsaldurs. Þá var hlutur Magnúsar mikill í því stórræði er Haukarnir réðust í að efna til almenns borgarafundar í Hafnarfirði þar sem rædd voru skilyrði til íþróttaiðkana og nauð- synlegar úrbætur. Til þessa borgarafundar var sérstaklega boðið bæjarfulltrúum, skólastjórum og kennurum. í troðfullum gamla bæjarþing- salnum gerðu hinir ungu menn grein fyrir áhugamálum sínum, skiptust á skoðunum við bæjar- fulltrúa og fleiri og þótti hlutur þeirra góður. Fullyrða má að borgarafundur þessi hafi haft strax mikil áhrif á framvindu íþróttamála og reyndar lengi á eftir. Um nokkurra ára skeið var starfrækt málfundadeild í Haukum, þar var Magnús mjög virkur, flutti framsöguerindi og tók þátt í umræðum sem oftast voru mjög líflegar. Þessi málfundastarfsemi Hauka var ungum mönnum góður félags- málaskóli. Margt og mikið meira mætti hér fram taka um bernskuár Hauka og þátt Magnúsar Kjartanssonar, því minningarnar hlaðast upp nú þegar Magnús er kvaddur hinstu kveðju, en hér skal staðar numið, en undirstrikað að brautryðjenda- starf hans mun seint verða full- þakkað. Fyrir hönd gamalla félaga í Haukum þakka ég Magnúsi Kjart- anssyni samfylgdina og óska hon- um góðrar ferðar yfir og handan móðunnar miklu. Hermann Guðmundsson Þegar Magnús Kjartansson varð ráðherra heilbrigðis- og trygg- ingamála sumarið 1971, var hann þegar orðinn þjóðkunnur maður sem ritstjóri og alþingismaður af skrifum sínum og ræðum. Hann hafði því er hann tók við ráðherrastarfi gífurlega mikla stjórnmálalega og þjóðfélagslega þekkingu og reynslu og hafði mjög ákveðnar skoðanir um uppbygg- ingu og þróun félagslegrar og heilbrigðislegrar þjónustu, sem hann hafði áður sett fram í ræðu og riti. Atvikin höguðu því svo að per- sónulega höfðum við Magnús Kjartansson ekki sést fyrr en hann kom sem húsbóndi í heil- brigðisráðuneytið, en frá fyrstu byrjun tókst milli okkar samvinna og samstarf, sem ekki bar skugga á í ráðherratíð hans, og vináttu- tengsl, sem héldust æ síðan. Þegar Magnús Kjartansson varð heilbrigðisráðherra, var heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið ekki orðið eins árs og því í mótun en það var stofnað með breytingu á lögum um stjórnarráð Islands, sem gildi tóku 1. janúar 1970. Það kom því, með vissum hætti, í hlut okkar Magnúsar sameigin- lega að móta vinnutilhögun og starf ráðuneytisins og taka af- stöðu til þess á hvaða þætti mála ætti að leggja höfuðáherslu í hinu nýja ráðuneyti. Eitt fyrsta verk Magnúsar eftir að hann varð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra var að hafa forgöngu um að setja bráða- birgðalög um breytingu á lögum um almannatryggingar þannig, að ýmis ákvæði þeirra laga, sem áttu að taka gildi hinn 1. janúar 1972, tóku gildi hinn 1. ágúst 1971. Hér var bæði um að ræða ákveðnar hækkanir bóta almanna- trygginga en einnig kom þá til framkvæmda nýmælið um tekju- tryggingu, sem haldist hefur í lögum síðan og orðið æ stærri þáttur af bótum elli- og örorkulíf- eyrisþega. Fyrir 10 árum, þegar Magnús Kjartansson tók við ráðherra- starfi í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti, voru heilbrigðismál dreifbýlisins mjög til umræðu og hafði reynst erfitt um alllangt skeið að fá heilbrigðisstarfslið til starfa úti um landið, en þá voru í gildi hin gömlu læknaskipunarlög, sem eingöngu gerðu ráð fyrir fastráðnum læknum til starfa við almennar lækningar, en engu öðru heilbrigðisstarfsliði. Vorið 1971 hafði nefnd, sem þáverandi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra hafði skipað til að gera tillögur um úrbætur í heilbrigðismálum, skilað áliti og drögum að frumvarpi til laga um héilbrigðisþjónustu, sem gerði ráð fyrir mjög breyttu skipulagi heil- brigðisþjónustu um landið allt. Það kom í hlut Magnúsar Kjart- anssonar sem heilbrigðisráðherra að taka við þessu máli og leiða það í gegnum Alþingi og árangur þess starfs voru lög um heilbrigðis- þjónustu, sem samþykkt voru á vorþingi 1973 og gildi tóku hinn 1. janúar 1974. Segja má að með setningu þessara laga hafi verið brotið blað í heilbrigðisþjónustumálum lands- byggðarinnar sérstaklega, því að þar er gert ráð fyrir að byggt sé upp kerfi heilsugæslustöðva um allt land og gert ráð fyrir stórauk- inni þjónustu við landsmenn alla á þessu sviði. Þetta mál var mikið hjartans mál Magnúsar og átti hann oft við ramman reip að draga að koma fram skoðunum sínum og tillögum í sambandi við þessa lagasmíð og varð að lokum að sættast á að lögin yrðu samþykkt með því skilyrði, að 2. kafli þeirra um læknishéruð og stjórnun heil- brigðismála í héruðum, tæki ekki gildi fyrr en við síðari ákvörðun Alþingis. Magnús leit á setningu laga um heilbrigðisþjónustu sem hluta þeirrar byggðastefnu, sem hann var talsmaður fyrir, og taldi uppbyggingu heilbrigðisþjónust- unnar eina meginforsendu þess að byKgð gæti haldist við og þróast vítt um landið. I lögum um heilbrigðisþjónustu eru fjölmörg nýmæli. Hér vil ég minnast á eitt sérstaklega, sem Magnús átti frumkvæði að, en það var hlutdeild starfsmanna í stjórnun sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva. Um þetta atriði voru nokkrar deilur þegar málið var til umræðu á Alþingi en reynslan hefur sýnt að hér var stigið stórt skref til þess að reyna að gera starfsmenn heilbrigðisstofnana virkari og ábyrgari um stjófn stofnananna. Svo sem fyrr sagði þá var á þeim tíma, sem Magnús tók við ráðherrastarfi, mjög erfitt að manna læknishéruð og var margt gert til þess að hvetja lækna til að koma til starfa í hinum dreifðu byggðum landsins. I ársbyrjun 1973 tók Magnús sér ferð á hendur til London, Stokk- hólms og Gautaborgar ásamt for- manni Læknafélags íslands og undirrituðum og hélt fundi með íslenskum læknum, sem dvöldust á þessum stöðum eða í nánd við þá. Tilgangur ferðarinnar var að ræða við læknana um heilbrigð- ismál á íslandi, starfsaðstöðu hér heima, fyrirhugaðar breytingar á læknaskipun og heilbrigðismálum og hvetja þá til þess að koma til starfa á íslandi. Það er enginn vafi á því að þessar ferðir höfðu nokkur áhrif í þá átt að tengja þá lækna, sem langdvölum höfðu verið erlendis, við íslenska heilbrigðisþjónustu að nýju og hafði því þegar fram í sótti tilætluð áhrif. Eitt af markmiðum þeirrar rík- isstjórnar, sem tók við sumarið 1971, var að endurskoða lyfja- verslunina í landinu og setja lyfjaverslun og lyfjaframleiðslu í landinu undir félagslega stjórn. Magnús Kjartansson skipaði snemma á starfsferli sínum nefnd til þess að gera tillögur um endurskoðun af þessu tagi, en jafnframt lét hann vinna efnis- mikla greinargerð um lyfjasölu og lyfjagerð, sem kom út sem rit heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins no. 2/1973. Frumvörp um breytingar á fyrirkomulagi lyfjamála lagði Magnús fram, en þau náðu ekki fram að ganga á Alþingi. Af merkum lagafrumvörpum, sem unnin voru í ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar, má nefna lög um vátryggingastarf- semi, sem samþykkt voru vorið 1973 og tóku gildi 1. janúar 1974. Að baki þeirri lagasetningu lá mjög mikil vinna og lögin marka tímamót í sambandi við starfsemi tryggingafélaga og ábyrgð þeirra hér á landi. Þá má nefna lög um dvalar- heimili aldraðra, sem gildi tóku vorið 1973 og voru fyrstu lög um það efni hér á landi. Lögin gerðu ráð fyrir skipulegri uppbyggingu á dvalarheimilum aídraðra og það var gert ráð fyrir þátttöku ríkisins í kostnaði við byggingar, en því miður var þess- um lagaákvæðum síðar breytt og þar með minnkaði gildi þeirra. í ráðherratíð Magnúsar lauk heildarendurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar og ný lög um atvinnuleysistryggingar öðl- uðust gildi vorið 1973 og leystu af hólmi eldri lög hér að lútandi. Mjög snemma í ráðherratíð Magnúsar kom í ljós áhugi hans á mengunarvörnum og má í því sambandi minna á að jafnframt því að vera heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra var hann iðnað- arráðherra. Hann hafði mikinn áhuga á að settar yrðu strangar reglur um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna og setti á laggir nefnd til að gera tillögur um það hvernig að því máli skyldi staðið. Árangur þess nefndarstarfs varð reglugerð um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna, sem tók gildi í júní 1972. Ákvæði þessarar reglugerðar hafa haft gífurlega þýðingu í sambandi við allt eftirlit með mengunarmálum og mengunar- vörnum og hefur þetta sérstaklega haft þýðingu í sambandi við byrj- unaruppbyggingu stóriðjufyrir- tækja hér á landi, en einnig almennt í sambandi við mengun- armál. Þessi reglugerð hefur verið i gildi óbreytt síðan hún var sett og hefur komið að tilætluðum notum. Það mætti að sjálfsögðu æra óstöðugan að telja upp allar þær reglur og reglugerðir, sem settar eru í ráðuneyti, en ég get ekki látið hjá líða að minnast hér á eina reglugerð; sem markaði veru- !eg tímamót og sett var í ráð- herratíð Magnúsar Kjartansson- ar, en það var heilbrigðisreglu- gerð, sem sett var í samræmi við lög um hollustuhætti og heilbrigð- iseftirlit og var sú fyrsta sinnar tegundar, sem gilti fyrir landið allt ásamt landhelgi og lofthelgi, áður voru til fjölmargar heilbrigð- issamþykktir fyrir einstaka kaup- staði og sveitarfélög. Að sjálf- sögðu verður að geta þess að að baki reglugerðasmiða af þessu tagi liggur löng og mikil vinna og' ef til vill ræður því stundum tilviljun, hvaða ráðherra það er, sem að lokum gefur reglugerðina út. En þó svo sé, ber þess að minnast, að sá ráðherra, sem reglugerðina gefur út, hefur á lokastigi haft síðasta tækifærið til þess að gera þær breytingar og viðbætur, sem hann taldi eðlilegar og viðeigandi. Ég vil hér minnast tveggja kannana, sem Magnús Kjartans- son kom af stað í sinni ráðherra- tíð, annað var könnun, sem gerð var á árinu 1972 á rekstrarhag- ræðingu í Tryggingastofnun ríkis- ins og birtist sem rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 1/1973 en hitt var könnun á vistunarrýmisþörf heilbrigðis- stofnana, sem gerð var á árunum 1972 og 1973 og birtist sem rit heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins nr. 3/1973. Síðari könnunin hefur orðið til viðmiðunar í sambandi við upp- byggingu sjúkrastofnana hér á landi og er enn í meginatriðum við hana stuðst í gambandi við áætl- anagerð um þörf sjúkrarýmis. í ráðherratíð Magnúsar Kjart- anssonar tíðkaðist það að heil- brigðis- og félagsmálaráðherrar Norðurlanda hittust annað hvort ár og bæru saman bækur sínar. Ráðherrafundur af þessu tagi var haldinn hér á landi í júlí 1973 og kom það í hlut Magnúsar að halda framsöguerindi á þessum ráðherrafundi þar sem rætt var um framtíðarfyrirkomulag elli- tryggingarmála. Þennan fund sóttu allir ráðherr- ar, sem þá fóru með félagsmál á Norðurlöndum. í erindi sínu á þessum fundi lagði Magnús fyrst og fremst áherslu á nauðsyn þess að elli- tryggingarmál á Islandi yrðu sam- ræmd svipað því sem gerst hefur á öðrum Norðurlöndum og lagði áherslu á frekari útfærslu þess tvöfalda bótakerfis, grunnlífeyris og tekjutryggingar, sem þá nýlega hafði verið lögfest hér á landi. Strax frá upphafi sýndi Magnús málefnum geðsjúkra mikinn áhuga. Hann skipaði tvær nefndir til undirbúnings bygginga fyrir geðsjúka, aðra, sem undirbjó hyggingu vegna áfengissjúklinga að Vífilsstöðum og er löngu tekin til starfa, og hina, sem undirbjó byggingu geðdeildar á Landspít- ala, en um það mál urðu sem kunnugt er harðar deilur. Magnús lifði þó ekki að sjá geðdeildina í fullri notkun enda þótt nú sé tæpur áratugur síðan framkvæmdir hófust. Ásamt öðrum hafði Magnús forgöngu um samvinnu mennta- málaráðuneytis (Háskólans) og heilbrigðisráðuneytis (Landspit- ala) um byggingar Landspítala og læknadeildar á landspítalalóð og um skipan yfirstjórnar mann- virkjagerðar á lóðinni, sem enn hefur umsjón þeirra verkefna. í ráðherratíð sinni sótti Magnús Kjartansson tvívegis þing Evrópu- svæðis Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar í Kaupmannahöfn og í Vín og var þá við vígslu húsakynna svæðisskrifstofunnar í Kaupmannahöfn og afhenti þar fyrir íslands hönd stofnuninni málverk að gjöf. Ég sagði í upphafi, að þegar Magnús Kjartansson kom til starfa i heilbrigðisráðuneytinu, þekkti ég hann ekki persónulega og vissi því ekki hvernig háttað væri vinnubrögðum hans eða hvaða starfsaðferðir hann hefði tileinkað sér. Fljótlega komst ég að raun um að hann vildi helst haga störfum í ráðuneytinu eins og hann var vanur af ritstjórn- arskrifstofunni, það er að láta ekki bíða til morguns það sem hægt er að gera í dag og hafa helst aldrei óafgreiddan skjalabunka á skrifborði sínu. Þetta er að sjálfsögðu útilokað að útfæra til fulls en sé þetta sjónarmið haft að leiðarljósi, þá kemst oft meira í verk en annars og því varð samstarfið við Magnús bæði ánægjulegt og tilbreytinga- ríkt. Vissulega verður að geta þess að á ráðherraárum Magnúsar hafði uppbygging heilbrigðismálanna meiri byr en hún virðist hafa nú með ráðamönnum og jafnvel með þjóðinni allri og enginn ræddi á þeim árum um að of miklu fé væri eytt til heilbrigðismála eins og æ oftar heyrist nú til dags. Meginhluta ráðherratíðar sinn- ar gekk Magnús Kjartansson ekki heill til skógar, en við sem unnum með honum urðum þessa sjaldan vör og töldum raunar á tímabili að tekist hefði að yfirbuga sjúkleika hans. Svo reyndist þó ekki og afleið- ingar sjúkdómsáfalla urðu til þess að hann hætti þingmennsku á árinu 1978 og átti við mikla vanheilsu og örorku að stríða síðustu árin. Sjúkdómsreynsla Magnúsar opnaði augu hans betur en áður hafði verið fyrir því, hve þjóðfé- lagið hafði lítið sinnt málefnum öryrkja og síðustu árin var hann ötull talsmaður hvers konar um- bótamála í þeirra þágu enda þótt honum fyndist hægt ganga og skilningsleysi hinna heilbrigðu með ólíkindum. Enginn vafi er þó á því að greinar hans og ræður hans um málefni öryrkja hafa vakið ýmsa til umhugsunar um málefni þessara þegna þjóðfélags- ins, sem svo oft verða afskiptir og fá ekki tækifæri til að njóta hæfileika sinna við nám eða störf. í þessum fáu orðum, sem ég hef hér látið frá mér fara, hef ég eingöngu rætt um starf Magnúsar Kjartanssonar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þann tíma, sem hann var þar ráðherra, en ekki rætt um störf hans að stjórnmálum, ritstörfum, félags- málum eða að öðru leyti, því ég veit að fjölda margir eru til þess miklu færari og þekkja betur til en ég. Ég taldi hins vegar nauðsynlegt að minna á ráðherratíma hans í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu með þessu móti og gera grein fyrir því, hvaða þátt hann átti í uppbyggingu ráðuneyt- isins. Ég heimsótti Magnús á sjúkra- húsið tveim dögum fyrir andlát hans. Eins og alltaf þegar við hittumst, þá ræddum við um okkar sameiginlegu áhugamál, og þó hann væri helsjúkur ræddi hann af fullum skilningi um það nýja verkefni, sem ég hafði fengið, að gera tiilögur í málefnum aldr- aðra. Hann var gagnrýninn á hve menn einblíndu á uppbyggingu stofnana fyrir aldraða en vildi í stað þess koma upp kerfi sem verkaði hvetjandi á fjölskyldur til að hafa aldraða á heimilum, byggja stórfjölskylduna upp að nýju. Nú er Magnús Kjartansson burtsofnaður og ekki tækifæri framar til að eiga við hann skoðanaskipti, en eftir lifir minn- ingin um ánægjuleg samstarfsár og áratugs viðkynningu. Við Guðrún sendum Kristrúnu og fjölskyldunni allri samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni, því þau hafa misst mikið. Páll Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.