Morgunblaðið - 22.08.1981, Side 10

Morgunblaðið - 22.08.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 Sísí flutt á Frakkastíg VERZLUNIN Sísí hefur flutt í nýuppgert og rýmra húsnæði að Frakkastíg 12, sem er rétt ofan við Laugaveg. Húsnæði þetta var á sinum tima starfrækt sem bakari og einnig sem Vagna- smiðja Kristins. Núverandi eigendur keyptu verziunina Sísi árið 1970, sem þá var að Laugavegi 53, og verzlaði með ungbarnafatnað og kvenund- irfatnað. Nokkrum áruð síðar flutti verslunin yfir götuna að Laugavegi 58, og hefir verið þar fram að þessu. Verzlunin hefur sl. 10 ár sér- hæft sig í fatnaði fyrir bðrn frá 2—12 ára, frá fyrirtækinu Steff- ens í Danmörku og einnig nú sl. 2 ár í sportfatnaði fyrir unga fólkið frá fyrirtækinu Oasis, sem er systurfyrirtæki Steffens. Ljówm. Mbl. RAX. Við opnun verzlunarinnar á nýja staðnum. talið frá vinstri: Dóra Hilmarsdóttir og ólöf Hilmarsdóttir, afgreiðslustúikur, og Sigrún Ólafsdóttir og Hilmar Guðmundsson, sem eru eigendur verzlunarinn- ar. Ráðstefna félagsráðgjafa: „Þjóðfélagið í for- eldra stað - eða hvað?“ NORRÆN samtök félagsráðgjaía halda ráðstefnu dagana 16.—21. ágúst nk. að Laugarvatni. Efni ráðstefnunnar verður „Þjóðfélagið í foreldra stað — eða hvað?“ Fjallað verður um ábyrgð foreldra annars vegar og þjMfélagsins hins vegar hvað snertir kjör og uppeldis- aðstæður harna og unglinga og störf félagsráðgjafa á þessum vett- vangi. Innlendir og erlendir sérfræð- ingar munu flytja fyrirlestra á þinginu og kynntar verða rannsókn- ar á þessu sviði. Til umfjöllunar verður m.a. vernd barna og unglinga, meðferð geðveikra barna, fíkniefna- notkun unglinga, aðstæður þroska- heftra barna, vistun barna á stofn- unum og einkaheimilum, vinnu- markaðurinn og unglingarnir, æsku- lýðsstarf. — Fjallað verður um hin ýmsu efni í starfshópum. Fjöldi þátttakenda á ráðstefninni verður um 100 frá öllum Norður- löunum. Af íslands hálfu verða einníg fulltrúar annarra starfs- stétta, sem starfa að þessum málum hér á landi. Samtök norrænna félagsráðgjafa hafa starfað um árabil. Islenskir félagsráðgjafar hafa átt aðild að samtökunum undanfarin 10 ár. Markmið samtakanna er m.a. að efla samvinnu norrænna félagsráðgjafa og að stuðla að endurbótum á sviði félagsmála á norrænum og alþjóð- legum vettvangi. — Á vegum sam- takanna er gefið út fræðiritið „Nord- isk Socialt Arbeid", sem hóf göngu sína á þessu ári. Ráðstefnur norænna félagsráð- gjafa eru haldnar ár hvert, og er þetta í annað sinn sem Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa sér um ráðstefnuhaldið. Fyrsta ráðstefnan hérlendis var haldin árið 1975. Voru þá aðeins 16 félagsráðgjafar starf- andi hér á landi en þeir eru nú 50 að tölu. Á götum Parísar Rigning hefur herjað á Parísarbúa bæði í vor og sumar. Þrátt fyrir það eru kaffihúsin á aðalbreiðgötu Parísarborgar, Champs-Elysée þétt setin bæði daga og nætur. Texti og myndir Anna Nisael. Snyrtivöruverzlunin Brá opnar á Laugavegi VERZLUNIN Brá var nýlega opnuð að Laugavegi 74. Eigendur verzlunarinnar eru þær Sigriður Tómasdóttir og Ingigerður Jóhannsdóttir. Ýmiss konar snyrtivörur eru á boðstólum í nýju verzluninni, en mest áherzla er lögð á eftirtalin merki: Jean d’Aveze, Coryse, Salome og Mary Quant. Ögri og Vigri „kassa- væddir“ - kostnaður rúmlega 18 milljónir SKIP Ögurvíkur hí., Vigri og Ögri, eru nú í lengingu í Póllandi auk þess sem miklar endurbætur^ verða gerðar á skipunum. Áætlað er endurbót- unum verði lokið 10. september á Ögra og 30. á Vigra. Kostnað- ur mun nema um 1,1 milljón dollara á hvort skip. Að sögn Gísla Jóns Her- mannssonar, eins af eigendum skipanna, verða þau, auk leng- ingarinnar, kassavædd, sett í þau grandaraspil svo hægt verði að vera með tvöfaldar skeiðar, ísvélar, kranar og skutrennulok- ar. Þá verða skipin styrkt og í þeim endurnýjað allt, sem þörf er á. Sagði hann að verkið væri vel unnið og skipin yrðu nánast eins og ný. Þó að skipin yrðu lengd um 8 metra myndu þau ekki rúma meiri afla, þar sem kassarnir tækjum mun meira pláss en stíurnar, sem verið hefðu í skipinu. En það væri mikil framför að geta verið með kassana, því þá fengist 10% meira fyrir aflann. Eins og lestar skipsins hefðu verið áður, hefði verið mjög erfitt að vera með kassa í þeim. Nú hefur einnig verið gengið frá samningum um svipaðar breytingar á togurunum Engey og Viðey og munu þær væntan- lega hefjast í október. Þá munu fleiri aðilar hér á landi vera að reyna að afla sér svipaðra samn- inga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.