Morgunblaðið - 22.08.1981, Síða 11

Morgunblaðið - 22.08.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 11 Skyldi herlið Senegals fara aftur frá Gambiu? Upproisn var gerð i heimalandi Sir Dawda á meðan hann sat konunglegu brúðkaupsveisluna i Bretlandi. Kort með höggmyndum Einars Jónssonar LISTASAFN Einars Jónssonar hefur látið prenta kort með fjór- um höggmyndum Einars Jónsson- ar, Dögun, Hvíld, Útlagar og Fæðing Psyches. Kortin eru seld í listasafni Einars Jónssonar. Hér er mynd af höggmyndinni „Hvíld“, sem Einar vann að á tímanum milli heimsstyrjaldanna. Tapaði hestum - selur hey STEFÁN Jónsson frá Möðrudal hefur komið að máli við Morgun- blaðið. og óskað eftir þvi að skýrt verði frá þvi að hann hefur nú úrvalshey tii sölu. Sagðist Stefán hafa slegið heyið og hirt í gamla kirkjugarðinu og við Pólana gömlu sunnan við Umferð- armiðstöðina. Stefán sagði þetta vera kraftmikið hey, úrvais reið- hestafóður, og mætti ríða hestum þeim dag og nótt, er það væri gefið. Stefán kvaðst vera við störf í Rammagerðinni í Hafnarstræti um þessar mundir, þar sem ná mætti tali af honum. Jafnframt óskaði Stefán eftir því, að þeir sem kynnu að hafa orðið varir við tvö hross hans, er horfið hafa úr haga Fáks að Ragnheiðar- stöðum í Fióa, hafi samband við sig. Um er að ræða rauðskjótta hryssu, 7 vetra, og rauða, glófexta meri, 14 eða 15 vetra, sagði Stefán, og hefur ekkert til þeirra spurst um nokkra hríð. Vinstrisinnaðir uppreisnar- menn í Gamhiu gerðu byltingu i siðasta mánuði. á meðan forseti landsins. Sir Dawda Jawara. sat konungiegu brúðkaupsveisl- una i Bretlandi. Sir Dawda þurfti að biðja forseta Senegals, Abdou Diouf. um aðstoð, og 5000 manna herlið var sent inn í Gambíu sama dag. Eins og flestar aðrar byltingar hófst þessi með árás á forseta- höllina og útvarpsstöðina í höf- uðborginni Banjul. Marxistinn Kukoi Samba Sanyang er talinn hafa leitt byltinguna. Hann hef- ur sambönd í kommúnista- flokknum, sem er bannaður og gerði byltingartilraun í október. Hann virðist hafa verið sann- færður um, að Gambíuher, sem telur 500 manns, myndi styðja byltinguna að þessu sinni. Aðeins þriðjungur hermann- anna, sem Bretar hafa þjálfað, veittu honum stuðning. Eftir að höllinni miðvikudaginn 29. júlí var haldið í útvarpsstöðina. Senegalar flæmdu uppreisnar- mennina þaðan á þriðjudeginum, sex dögum siðar. Bardaginn barst í sendiherrahverfið 10 km fyrir utan Banjui, og uppreisnar- mennirnir tóku 70 Evrópumenn í gíslingu. Senegölum tókst að bjarga gíslunum með aðstoð breskrar flugbjörgunarsveitar á miðvikudeginum. Ein kona Sir Dawda og átta af börnum hans voru í hópi gísianna. Alls er talið að 300 manns hafi farist í bardögunum. Sir Dawda er sannfærður um, að erlent veldi hafi þjálfað uppreisnarmennina og útvegað þeim vopn. Hann hefur neitað að nefna nokkurt land, en frönsk blöð hafa nefnt Líbýu í þessu sambandi. Senegaiar hafa ekki verið eins orðvarir og Sir Dawda. Þeir hafa birt myndir af rússneskum Kalashnikov-riffl- um, sem voru teknir af uppreisn- armönnunum. Þeir fullyrða einnig, að rússneskt skip hafi affermt 60 fjögradrifa Lödu- bifreiðir í Banjul fjórum dögum fyrir byltinguna og uppreisnar- mennirnir hafi sest upp í þær strax og hafist var handa. Sir Dawda sagði eftir bylt- ingartilraunina, að hann hefði áhuga á, að herlið Senegals og Gambíu yrðu sameinuð. Frétta- skýrendur telja, að hugmynd um „Senegambíu" gæti einn góðan veðurdag orðið að veruleika. Varnarsáttmáli var undirritaður milli landanna 1965. íhlutun Senepala nú var í samræmi við hann, en upphafiega átti samn- ingurinn að koma í veg fyrir, að þeir fengju afsökun til að fara með herlið inn í Gambíu. Sene- gal umlykur Gambiu, sem er 320 km á lengd og 29 km á breidd og liggur inn í Vestur-Afríku frá Atlantshafi. íbúar Gambíu eru 600.000 talsins. Forseti Senegal sagði í út- varpsræðu, að honum hefði þótt byltingin í Gambíu ógna stjórn Senegals og íhlutunin hefði bæði verið lögmæt og nauðsynleg. Átta af níu stjórnarandstöðu- flokkum Senegals hafa gagnrýnt íhiutunina. Ekki er ljóst, hvenær Gambíumönnum finnst þeir hafa bolmagn til að biðja Sene- gala að fara úr landi og með hvaða skiimálum þeir gera það. Sir Dawda hefur beðið Breta um aðstoð við að endurþjálfa herlið- ið. Mikið ber á Senegölum í Banjul. Þeir hafa stillt vopnuð- um vörðum upp á ýmsum stöð- um og sjá um löggæslu í Banjul með gambísku lögreglunni. Lýðræði hefur löngum verið mikils metið í Gambíu. Sir Dawda vonast til, að alþjóða- stofnanir líti nú alvarlegri aug- um á óskir landsins um efna- hagsaðstoð vegna mikilla þurrka, sem hafa skert jarð- hnetuuppskeru verulega, en jarðhnetur eru helsta útflutn- ingsvara Gambíu. Leiðtogar löglegu stjórnarandstöðuflokk- anna þriggja vona, að forsetinn kalli bráðlega til þingkosninga og þá komi í ljós, að Gambíu- menn eru enn hlynntari lýðræði en ofbeldi. Ileimildir: Economist. Her- ald Tribune, AP. Þýð. ab. sn criclnr vorn teknir í forseta- Norræn samtök um umönnun aldraöra á fundi í Varmahlíð ÁRIÐ 1973 voru stofnuð sam- norræn samtök um umönnun aldraðra, NORSAM (Nordisk Samraad for Eldreomsorg). Aðil- ar þessa norræna öidrunarráðs eru nú mörg félagasamtök sem hafa á stefnuskrá sinni að vinna að hagsmuna- og menningarmál- um aldraðra Norðurlandabúa. Rauði kross íslands hefur frá upphafi tekið þátt i samstarfi við NORSAM af Islands hálfu, fyrst með því að senda áheyrnarfull- trúa til funda. síðar með fullri aðild. í fyrra gerðist ellimála- nefnd þjóðkirkjunnar aðili að NORSAM. Undanfarin ár hefur sr. Sigurður H. Guðmundsson, ritari stjórnar RKÍ, verið af íslands hálfu aðalfulltrúi i stjórn NORSAM. Á aðalfundi í fyrra var ákveðið að aðalfundur NORSAM árið 1981 yrði haldinn á íslandi dagana 8. og 9. ágúst. Þessi aðalfundur var haldinn að Varmahlíð í Skaga- firði. Til fundarins komu 30 gestir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð auk 10 þátttakenda frá íslandi. Fundinum stýrði formað- ur NORSAM, dr. Arne Brusgaard, læknir frá Noregi. Erindi voru flutt um öldrun- armál á öllum Norðurlöndum, hlutverk sjálfboðaliða í öldrunar- þjónustu, menningartengsl milii kynslóða, brýnustu úrlausnarefni í öidrunarmálum og samvinnu Norðurlanda innan NORSAM. Miklar umræður urðu um alla erindafiokkana. Var þar m.a. vak- in athygli á nauðsyn þess að leita aukins samstarfs við aldraða um leiðir tii farsælia úriausna í vandamálum þeirra. Þátttakendur skoruðu á öll fé- lagasamtök, sem eiga aðild að NORSAM og aðra sem vinna að öidrunarmáium á vegum ríkja og sveitastjórna, að hefja nú þegar Þátttakendur á aðalfundi NORSAM sóttu forseta tslands heim að Bessastöðum og var þessi mynd tekin við það tækifæri. undirbúning þess að á ári aldr- aðra, 1982, verði hafin stórsókn til þess að bæta kjör aldraðra á öllum sviðum uns því takmarki er náð að allir aldraðir Norðurlandabúar njóti mannsæmandi lífskjara. Stjórnin fjallaði um öldrunar- ráðstefnu sem haldin verður í Vínarborg á næsta ári og aðalfund NORSAM sem haldinn verður í Helsingfors í marsmánuði 1982. Þá á einkum að ræða um sveigj- anleg aldursmörk á rétti og skyld- um til greiðslna á eftirlaunum en breytingar á núgildandi ákvæðum um greiðslur eftirlauna hafa víða verið á dagskrá að undanförnu. (Ur fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.