Morgunblaðið - 22.08.1981, Side 13

Morgunblaðið - 22.08.1981, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 13 Úr myndinni um Snorra Sturluson: Sturlungar með alvæpni á hestbaki. albúnir til orrustu. Sturlungaöld í sjónvarpinu 20. og 27. næsta mánaðar Nú styttist óðum í að ís- lendingar fái að sjá kvik- myndina um Snorra Sturlu- son. því ákveðið hefur verið að sjónvarpið sýni hana dag- ana 20. til 27. september nú í haust. að því er Hinrik Bjarnason, framkvæmda- stjóri Lista- og skemmtideild- ar sjónvarpsins, sagði í sam- tali við Hlaðvarpann í vik- unni. Kvikmyndin er sem kunnugt er langdýrasta verk- efni, sem íslenska sjónvarpið hefur ráðist í, en sjónvarps- stöðvar á hinum Norðurlönd- unum tóku þátt í kostnaðin- um að verulegu leyti. Myndin hefur þegar verið sýnd í Danmörku eins og komið hefur fram í fréttum hér. Hlaut myndin nokkuð misjafna dóma, svo sem búast mátti við, og voru ekki allir jafn hrifnir. Þeir íslendingar sem fjölmiðlar töluðu við voru þó heldur jákvæðir ef eitthvað var. Enda mun það svo, að þeir sem eitthvað þekkja til efnis- ins, fá vafalaust mun meira út úr myndinni en þeir, sem ef til vill hafa aldrei heyrt Snorra og Sturlunga nefnda. Ekki virðist því úr vegi, að hvetja landsmenn nú til að blása rykið af Sturlungu, og lesa hana áður en Snorri, Sturla Sighvatsson, Gissur jarl og fleiri sómamenn Sturlunga- aldar birtast á skjánum. Húsavík: 4 flokkur kveður þjálf ara sinn Helgi Benediktsson „hjúkr- unarkona“ og knattspyrnu- kappi var kvaddur með virkt- um þegar hann lék á dögunum sinn síðasta heimaleik fyrir Völsung á Húsavík. í tilefni dagsins var Helgi fyrirliði leiksins. Helgi hefur dvalið á Húsavík í 2 ár við miklar vinsældir bæjar- búa, sem sést vel á því að félagar hans í Völsungsliðinu héldu honum samsæti að leik loknum og 4. flokkur, sem Helgi þjálfaði, færði honum gjafir í leikslok. Var myndin tekin við það tækifæri. Helgi er á förum til Reykja- víkur, þar sem hann hyggur á framhaldsnám í hjúkrunarfræð- um. Ljósm. Mbl. SS. Greta Garbo fyrr og nú Fréttir af fólki Bette Davis Mæðgurnar Olivia de Ilavilland og Giseile Gallant. Olivia de Havilland Það eru áreiðanlega margir sem enn muna eftir leikkonunni Olivia de Havilland úr kvik- myndum, má þar t.d. benda á hlutverk hennar í myndinni Á hverfanda hveli. Leikkonan er búsett í París og á fullorðna dóttur, Giselle Gall- ant, 24 ára að aldri og lögfræð- ingur að mennt. Olivia de Havilland þykir enn falleg kona, og er hún var spurð að hvað hún gerði fyrir húð sína, til að halda henni svo ungri og frískri var svarið á þessa leið: „Þegar ég var um fertugt keypti ég mér barðastóran stráhatt til að skýla andlitinu fyrir sól. Ég hef aldrei farið út í sólskin hattlaus síðan." Bette Davis Þess var getið hér í Heimilis- horni að Bette Davis ætlaði að leika í sjónvarpskvikmynd, sem NBC-sjónvarpsstöðin hæfi töku á snemma sumars. Það hefur áreiðanlega glatt marga að- dáendur leikkonunnar að eiga ef til vill von á að fá að sjá þessa mynd. Er skemmst frá því að segja, að leikkonan hefur ekki brugðist vonum manna með frammistöðu sinni, ef marka má skrif um leik hennar í myndinni „Family Re- union" þar sem hún leikur sjö- tuga kennslukonu, Elizabeth Winfield að nafni. Hún hefur kennt í barnaskóla í 50 ár og er komin á eftirlaunaaldur þegar sagan gerist, og skilnaðargjöf nemenda hennar er vægast sagt óvenjuleg, þ.e. miði uppá ótak- mörkuð ferðalög með rútubílum. Best er að segja ekki meira frá efninu í þeirri von að við eigum eftir að fá að sjá þessa mynd hér. Myndin tekur um fjóra tíma í sýningu og því skipt niður á tvö kvöld í sjónvarpi. Þess má að lokum geta, að barnabarn Bette Davis, J. Asley Hyman að nafni, leikur drenginn sem hún tekur með sér í ferðalagið. Greta Garbo Það hefur heyrst fyrr, að Greta Garbo ætli að leika á ný, án þess að nokkuð hafi orðið úr því. En nú segir sænskt blað, að ákveðið sé að Greta Garbo leiki í nýrri gerð „Gösta Berlingssaga" eftir Selmu Lagerlöf. En það var einmitt í fyrstu kvikmyndinni, sem gerð var eftir þeirri sögu, að Greta Garbo sló í gegn árið 1924. Leikkonan hefur ekki leikið í kvikmyndum í 40 ár, er orðin 75 ára að aldri, en lifir enn á fornri frægð. Frystihúsin í Vestmannaeyjum: Hef ja móttöku á mánudag inn Vestmannaeyjum, 20. ágúst. Frystihúsin hefja aftur mót- töku hráefnis næstkomandi mánudag 24. ágúst. Sem kunn- ugt er hafa húsin verið lokuð síðan um þjóðhátið. Þó hafa nokkrir starfsmenn verið í vinnu í hverju húsi og hefur tíminn verið notaður til ým- issa lagfæringa, viðgerða á vélum. málningarvinnu og fleira, sem ekki vinnst tími til þegar vinnsla á sér stað. Þá hefur verið unnið í skreið, bæði við að taka skreið af hjöllum og pakka skreið og einnig hafa farið fram ýmsar afskipanir á fiski. Reikna má með að húsin fari fremur ró- lega af stað því fáir bátar eru á veiðum og togarar hafa verið í siglingum. Þó munu einhverjir bátar fara á net og einnig verða bátar eitthvað á trolli, auk þess sem nokkrir bátar fara á rek- net. Bv. Sindri mun væntanlega landa hér í næstu vikum, en hann fór á veiðar í fyrradag. Klakkur landaði í gær í Fær- eyjum um 120 tonnum, en næst mun hann landa heima. Breki er í Bodö í Noregi og verið er að yfirfara spilakerfið, en togar- inn seldi um 190 tonn í síðustu veiðiferð í Vestur-Þýskalandi. Vestmannaey fór í siglingu á Þýskaland með 190 tonn. Það eina sem unnið hefur verið í þessum fimm frystihús- um, sem nokkru nemur í fiski, það sem af er þessum mánuði, var í frystihúsi Five í þessum mánuði, en frekar rólegt hefur það verið. Þar hefur nær ein- göngu verið unninn koli. Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.