Morgunblaðið - 22.08.1981, Page 14

Morgunblaðið - 22.08.1981, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 Kanadískir kvikmyndagerðar- menn hér á landi: Tóku upp 2 þætti um lax-, silungs- og sjóstangaveiði STADDIR voru hér á landi í síðustu viku fjórir monn frá kanadísku kvikmyndafyrirtæki í þeim tilnanyi aö taka hér kvikmynd í þáttaröð um útilíf (>){ íþróttir sem heitir „The Red Fisher Show“. Framleiðandi þessara þátta. sem í gangi hafa verið i 14 ár i Kanada, er B.H. „Red“ Fisher. Þættir þessir eru geysivinsælir í Kanada og eru gerðir 13 hálftima þættir á ári. Það er í samvinnu við Ferðamálaráð íslands. sem þessir þættir eru gerðir um landið. en þeir verða sennilega tveir. Auk þess að taka myndir af lax-, silungs- og sjóstangaveiðum. sem er aðaluppistaðan í þessum þáttum, hafa þeir tekið myndir af helstu stöðum sem ferðamenn sækja hér á landi, Þingvöllum. Geysi. Gullfossi. Mývatni og fleiri stöðum. Þetta eru allröskir menn. voru ekki nema fjóra daga að taka upp efni í þessa þætti. Með þeim í förinni um ísland var Birgir Þorgils en hann er hjá Ferðamálaráði. Þættirnir eru byggðir þannig upp að „Red“ Fisher fær í lið með sér frægan Kanada- eða Bandaríkja- mann, leikara eða íþróttamann, og þeir ferðast vítt og breitt um heiminn og taka útilífsmyndir. Sá sem var með Fisher hér á Islandi var Ted Williams, en hann er Banda- ríkjamaður og frægur fyrir leikni sína í beisbolta, lék um árabil með Boston Red Socks. Hann er einnig þekktur fyrir lax- og sjóstangaveiði og þykir með betri laxveiðimönnum í sínu heimalandi. Hann veiðir ein- ungis á flugu. Með í förinni var R. Cameron Macaulay, en hann er forstjóri kvikmyndafyrirtækisins og er giftur konu, sem er af íslensku bergi brotin. Myndatökumaður ferðarinn- ar var kanadískur, Paul Dunlop að nafni. Blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðsins hittu þessa menn að máli niður á Hótel Holti, daginn sem þeir fóru af landi brott. Eftir nokkrar kynningar var blaðamaður spurður hvort hann væri mikill veiðigarpur, hverju hann neitaði en kvaðst þó hafa af rælni einhverntíma veitt lax. Þeir urðu fullir áhuga og spurðu hvort það hefði verið á flugu. Því var neitað og sagt að maðkur hafi verið notaður í því tilviki. Þá hófust miklar umræður um maðk, spún og flugu og hvað af þessu væri best að nota. Ted Williams tók það skýrt fram að hann notaði ekki annað en flugur og þá þær sem hann gerði sjálfur. Best þótti honum að nota litlar flugur númer tíu eða átta. Þegar þeir fengu að vita hvað stykkið af maðkinum kostaði hér á landi, 40 cent í gjaldeyri, urðu þeir ákaflega undrandi og sögðust aldrei hafa heyrt annað eins. Þeim var sagt frá því að hér færu menn út á næturnar í rigningu, með vasaljós, og tíndu upp maðkinn eins og ber. Þá var farið örlítið út í sálarfræði laxins með tilliti til hvaða beita notuð væri. Á fluguna sagðist Ted fá stærstu laxana. Löxunum fyndist hún ertandi og ef lax væri á annað borð þá stykki hann á fluguna fyrr eða síðar. Þegar um maðk væri að ræða töldu þeir það nokkurs konar árás á laxinn og snerist hann til varnar. Eins var með spúninn. „í dag er litið á ísland sem mesta laxveiðiland í heimi," sagði Ted Williams og kinkaði kolli. „The very best.“ Fisher tók undir það og sagði að um allan heim væri laxi í ám og vötnum sífellt að fara fækkandi. Þeir hefðu farið um Noreg, Ný- fundnaland, Skotland og fleiri lönd til laxveiða, en hvergi væri meira af honum en hérna. Þeir höfðu veitt í Elliðaám, Laxá í Kjós og Aðaldal, auk þess að fara á sjóstangaveiði frá Húsavík. Þeir höfðu þegar gert ráðstafanir fyrir því að koma hér að ári liðnu og þá á eigin vegum og veiða lax í nokkra daga. Ted Williams þótti íslenski hest- urinn vera stórkostlegur og þótti honum það stórfengleg sjón þegar hann sá bónda nokkurn fyrir norðan á hesti tölta framhjá án þess að lyftast af hnakkinum eitt andartak. Eins og áður sagði eru þetta geysivinsælir þættir í Kanada og er reiknað með að þessa þætti sjái um tvær milljónir manna og síðan verða þeir sýndir í Bandaríkjunum og sjá þættina þar sennilega mörgum sinn- um fleiri. Verða þeir sýndir í Kan- ada á næsta ári. Ekki eru gerðir nema 13 þættir á ári og eru þeir margendursýndir í kanadíska sjónvarpinu árið um kring. Það var mest fyrir tilstilli Macaulay sem þeir komu hingað til lands, en hann hefur komið hér áður og þekkir hér marga ættingja konu sinnar sem er af íslenskum ættum og talar hún íslensku. ai. Talið frá vinstri: Ted Williams, Macaulay og „Red“ Fisher. Ljósmynd Mbl. Kristján. B«kí «k drenKÍrnir á myndinni faKna hér K«öum Kesti. Jóni G. Sólnes «k frú. sem á ýmsan hátt hafa stutt starfift vift Astjörn. Ærsla- belgir við As- tjörn Húsavík 19. ágúst. Sumardvalarheimili hefur um áratuga skeið verið rekið við Ástjörn í Kelduhverfi, 1 vegum Sjónarhæðarsafnaðarins á Ak- ureyri. Astjörn er innan þjóðgarðsins Ásbyrgi — Jökulsárgljúfur og er því í hinu fegursta umhverfi, enda una drengirnir sér þar vel. Bogi Pétursson, verkstjóri frá Akureyri, hefur í 35 ár eytt sumarleyfi sínu í það að stjórna þessum sumarbúðum, svo hann minnist nú ýmsra þjóðþekktra manna, sem drengja hjá sér við Ástjörn. — Fréttaritari. Aft jafnafti eru um 80 drenKÍr I húðunum vift Ástjnrn svo mörK eru leiktækin þeim til afþreyinKar. Gítartónleikar Gítarinn er einn af yngstu landnemunum í tónmennt ís- lendinga, þrátt fyrir að hljóð- færið eigi sér lengri sögu en flest önnur hljóðfæri nútímans. Á meðan maðurinn var upptekinn við að magna hljóðstyrk hljóð- færa sinna, var þessu hljóðláta hljóðfæri vikið af sviðinu. Þegar því marki hafði verið náð, að menn voru komnir að því að ærast, var gítarinn tekinn fram, því hlustun með nærveru þagnarinnar varð stórkostleg andstæða þess miskunnarleysis Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON er einkennir ofurhljómgunina í dag. Arnaldur Arnarson gítar- leikari stundar nám við konung- lega tónlistarskólann í Man- chester en hefur þegar haldið nokkra tónleika hér heima. Arn- aldur er sérlega efnilegur gítar- leikari og verður fróðlegt að fylgjast með þroska hans sem listamanns. Tónleikar hans að þessu sinni voru haldnir í tilefni af 195 ára afmæli Reykjavíkur- borgar. Það, sem er óvenjulegt við þessa tónleika, er að í stað þess að skipa saman styttri verkum á móti einu löngu, er efnisskráin sett saman af þrem- ur löngum tónverkum, sem hvert fyrir sig hefði vel getað verið meginuppistaða heilla tónleika. Það er auðvelt að finna stutt verk, sem erfitt er að leika, en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.