Morgunblaðið - 22.08.1981, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.08.1981, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 „íg veit ab þú yíL-t ekki gQnqa um meé e'mhwern helling a-P Smcí-töLum." Ást er... hvenær hann hring- ir. TM ÍWS U.S. P»t. 0«f.—All rightt raMrwd Brinum augunum aö bjartari hliðinni og maöur hcfur þaö á tilfinninKunni að það sé hærra til lofts! Með morgunkaffinu HÖGNI 11REKKVÍSI £/? 40 /(0/44 Avro ri/A/A/c/A/4. Um Shakespeare-þýðingar og Völuspá: „Þar með eru ráðin örlög ýmissa dularfullra verau Hér birtist fyrri hluti bréfs sem Þórunn Guðmundsdóttir sendi Valvakanda. Síðari hlutinn verður birtur á sunnudag en hann fjallar um annað og óskylt efni. Góði Velvakandi! Þegar ég heyrði að Helgi Hálfdanarson væri orðinn sjö- tugur, var ég einmitt nýbúin að lesa enn einu sinni bók hans: „Maddömuna með kýrhausinn". Löngum hefur verið borið mikið og verðugt lof á Shakespeare- þýðingar Helga. Ætla ég ekki að fjölyrða hér um það stórvirki. En mig langar til að láta í ljós þakkir fyrir og aðdáun á bók hans um Völuspá. Mikla þekkingu á báðum tung- um, þrotlausa vinnu og natni, mikla hagkvæmni og skáldlega innsýn þarf til þess að leysa af hendi slíkt verk sem Shake- speare-þýðingarnar eru. Ég álít að ennþá meiri hagkvæmni og skáldlega nærfærni þurfi til að gera Völuspá þau skil sem Helgi hefur gert. Með því að breyta fáeinum stafkrókum, tilfærslu á nokkrum erindum og brottfell- ingu annarra, sem mörg höfðu þegar af fræðimönnum verið gerð útlæg úr kvæðinu, hefur Helgi gert þessu dýrlega kvæði þau skil að það birtist sem fuglinn Fönix í nýjum glæsileik. Fræðimenn hafa öldum saman glímt við Gullveigu, þursameyj- ar og vassaher og horft agndofa á þann dularfulla Hveralund. Um þessar og fleiri annarlegar verur hafa verið ritaðar bækur af fræðimönnum og lítt skýrð tilurð þeirra að heldur. Með miklu hugviti og litlum breyt- ingum, gefur Helgi orðum þess- um og heitum nýja merkingu, svo þau falla að efninu, hvert á sínum stað, svo það verður ljóst og auðskilið. Þar með eru ráðin örlög ým- issa dularfullra vera. En eins og höfundur segir í niðurlagi, mun ýmsum þykja að hyski þessu of mikill missir, til að þýðast þau örlög sem hann býr þeim í bók sinni. Ég hef aldrei séð neinn dóm um bók þessa, hvorki góðan né illan. Ég skrifa þetta ekki af fræði- mennsku, en bið þó engan afsök- unar á þessum ummælum mín- um. Þórunn Guðmundsdóttir. Seinagangur á gangstéttalagningu við Yztasel: „Verkinu átti að vera lokið í fyrra“ íbúar hér í Yztaseli eru orðnir langþreyttir á því hversu dregist hefur hjá borginni að ganga frá gangstéttum hér við götuna. Ekki fæ ég betur séð en framkvæmdir allar hjá borginni einkennist af einkennilegum seinagangi og skipulagsleysi síðan vinstri meiri- hlutinn tók við. Sl. þriðjudag birtist t.d. mynd í Morgunblaðinu af væntanlegu íbúðahverfi í Selja- hverfi og var þar engin malbikuð gata, eins og reglugerð hefur gert ráð fyrir síðastliðin 15 ár. Víða um borgina sér maður þess merki að um afturför sé að ræða og efast ég ekki um að ástæðan er óstjórn þessa svokallaða vinstrimeiri- hluta, sem ekki kemur sér saman um neitt annað en að láta málefni borgarinnar reka á reiðanum. En svo ég víki aftur að aðalefni bréfsins. Við íbúar við Yztasel höfum nú ritað borgarráði og borgarstjóra bréf þar sem við förum framá að gangstéttin verði lögð hið fyrsta. Þá höfum við einnig sent gatnamálastjóra bréf um sama efnið. Ekki bólar þó á framkvæmdum. Verkinu átti að vera lokið í fyrra, en þá gerðist ekki neitt og er áreiðanlegt að ekkert verður gert í sumar heldur nema við íbúarnir við götuna stöndum saman í málinu. Okkur húseigendum þykir það hastarlegt að þurfa að samþykkja víxla hjá borginni sem tryggingu fyrir því að við göngum frá lóðum okkar á tilsettum tíma og höfum snyrtilegt í kringum hús okkar — á sama tíma og borgaryfirvöld standa ekki við orð sín gagnvart okkur, varðandi frágang á gang- stígum og opnum svæðum. Þá hafa húseigendur þegar greitt fyrir þessa vinnu — með greiðslu gatnagerðargjalda og annara opinberra gjalda. Hvað verður af þessum peningum? Það er áreiðanlegt að húsbyggj- endur verða ekki búnir að gleyma þessum seinagangi og skipulags- leysi þegar gengið verður að kjör- borði í borgarstjórnarkosningum í vor. íbúi við Yztasel Vill Matthías Vestfirðinga- þingmaður segja álit sitt? Fullyrða má að umsögn fyrrum sjávarútvegsráðherra, Matthíasar Bjarnasonar alþm., í blaði þínu, Velvakandi, hér á dögunum, um nauðsyn þess að fullur jöfnuður skuli ríkja milli ríkisrekinna fyrirtækja og hinna sem eru í eigu hlutafélaga (síldarbræðslurnar) hafi vakið verðskuldaða athygli.. Það er ekki oft núorðið sem sú rödd heyrist úr hinu 60 manna þingliði, sem telur að á þessu sviði ríki ójöfnuður, sem leiðrétta beri. En því minnist ég á þetta, að nefna má önnur dæmi um slíka mismunun, þar sem réttsýnir stjórnmálamenn geta haft úrslita- áhrif. Oskandi væri að hinn skel- eggi þingmaður þeirra Vestfirð- inga fylgdi sjónarmiðum sínum eftir á starfsvettvangi sínum»— í þingsölum Alþingis. Hin dæmin sem ég vil benda á eru fyrirtækið sem skotið var undir Inga R. Helgason gullkistu- vörð, Brunabótafélag íslands. Þetta tryggingarfélag greiðir ekki neinn tekjuskatt eins og önnur tryggingarfélög í landinu. — Og sama máli gegnir um Samábyrgð íslands á fiskiskipum, sem ekki heldur greiðir neinn tekjuskatt og er auk þess leyft að hagræða aðstöðugjaldi sínu á hagstæðari hátt, en samkeppnisaðilar þess verða að sætta sig við. Og loks eru svo stimpilgjöld ekki tekin af tryggingum, sem það hefur, en þau geta orðið verulegur útgjaldapóst- ur, jafnvel allt að 8 prósent af iðgjaldi. Spurningin er svo hvort Matthí- as þingmaður myndi vilja segja álit sitt í Mbl. á þessum viðskipta- háttum eða öllu heldur foréttind- um hinna ríkisreknu fyrirtækja: Brunabótar og Samábyrgðarinnar. — Já, Guð láti það vita á gott, að Matthías Bjarnason alþm. virðist jafnvel fyrstur núverandi þing- mannanna 60, sem hefur komið auga á eitt af því sem rennir stoðum undir lýðræðið í landinu er að atvinnufyrirtækjunum sé ekki mismunað og þeim tryggð sam- bærileg rekstrarskilyrði, þar á meðal skattalega, án tillits til rekstrarforms. Friðþjófur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.