Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 1
80 SÍÐUR
191. tbl. 68. árg.
SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Árás á bæna-
hús gyðinga
í Vínarborg
VinarborK. 29. áKÚst. AP.
VOPNAÐIR hermdarverkamenn
Mynd: Snorri Snorraaon.
Kúba hótar átökum
við Suður-Afríku
réðust á bænahús líyðinKa í mið-
borjf Vínarborgar i mortfun. Um
200 manns voru 1 bænahúsinu.
Einn beið bana i árásinni ok 17
særðust, sumir lífshættulcKa.
Hermdarverkamennirnir voru
vopnaðir hríðskotahyssum ok
handsprenKjum. Að minnsta kosti
ein sprcnKja sprakk en skcmmdir
urðu ekki miklar.
LögreKlan handtók tvo menn
vegna árásarinnar og leitar nú
þriðja mannsins. Þegar Mbl. fór í
prentun var ekki ljóst hverrar
þjóðar hermdarverkamennirnir
voru, en heimildir segja, að einn
þeirra sé Arabi. Sjónarvottur segir,
að til skothríðar hafi komið og
handsprengja hafi sprungið.
Líbýumenn
ógna Súdan
kaíro. 29. ágúst. AP.
KIIADAFY Líbýulciðtogi hefur
dregið saman fjölmennt heriið i
Mið-Afrikurikinu Chad til und-
irbúnings innrás i Súdan með
stuðningi Rússa, að sögn viku-
ritsins „Akhbar E1 Yom“ i
Kaíró í dag.
Þrjú líbýsk herfylki, alls 25.000
hermenn búnir sovézksmíðuðum
skriðdrekum, herflugvélum og
flugskeytum, hafa tekið sér stöðu í
þorpinu Abeche, 200 km frá landa-
mærum Súdan, segir í frétt frá
fréttaritara blaðsins í Washing-
ton.
Rússar hafa jafnframt skipað
sumum flotadeildum sínum á
Rauðahafi og í Eþíópíu að vera í
viðbragðsstöðu samkvæmt frétt
blaðsins.
Stjórnir Egyptalands og Súdan
hafa gert með sér hermálasamn-
ing og eru andvígar nærveru
Líbýumanna í Chad. Líbýskt her-
lið hefur verið í Chad síðan í fyrra
og hjálpaði Goukouni Oueddi for-
seta að sigra aðalkeppinaut sinn,
Hissen Habre fyrrum varnar-
málaráðherra.
KÚBUSTJÓRN hefur lýst
því yfir að ef suður-
afrískar hersveitir komi í
námunda við 20.000
manna herlið Kúbumanna
í Angóla muni kúbönsku
hermennirnir „berjast
með öllum tiltækum ráð-
um“.
Angólastjórn segir að suður-
afrískt herlið haldi áfram árás-
um á landi og úr lofti, þrátt
fyrir yfirlýsingar Suður-Afríku-
manna um að herlið þeirra hafi
verið flutt til Suðvestur-Afríku,
Namibíu, og talar um mikið
mannfall óbreyttra borgara.
José Eduardo dos Santos for-
seti hefur skorað á SÞ að
skerast í leikinn til að afstýra
„jafnvel meiri árekstrum" og
gefur í skyn að kúbanska herlið-
inu verði beitt gegn Suður-
Afríkumönnum. Hann segir að
Fidel Castro Kúbuforseta sé
jafnóðum skýrt frá gangi mála.
Neyðarástandi hefur verið
lýst yfir í héruðunum Cunene,
Huila og Cunado-Cubango ná-
lægt landamærunum vegna
árásanna frá Namibíu. Luanda-
stjórnin segir að Suður-Afríku-
menn hafi eyðilagt skóla,
sjúkrahús, byggingar fyrir-
tækja, samgöngutæki og um-
ferðarmannvirki.
Fulltrúi Angóla hefir krafizt
brottflutnings suður-afríska
herliðsins í Öryggisráðinu, sem
kom saman að kröfu ríkisstjórn-
ar landsins, en gat ekki náð
samstöðu um orðalag yfirlýs-
ingar um málið.
Fulltrúi Bandaríkjanna sak-
aði Rússa og Kúbumenn á fundi
ráðsins um að magna átökin í
sunnanverðri Afríku, en kvaðst
mundu styðja kröfu ráðsins um
skjótan brottflutning suður-
afríska herliðsins.
„Síldaríjalliö*4 nýjasta
deiluef nið innan EBE
„EBE hefur á sinni könnu
kjötfjöll, smjörfjöll ok önnur
fjöll, en nýjasta „fjall“ Efna-
hagshandalagsins hefði auð-
veldlega mátt koma i veg fyrir.
Vart er hægt að finna nógu
sterk lýsingarorð til að lýsa
vanþóknun á því. en það er
cngu að síður staðreynd, að
gæðasild fer í gúanó. Þannig
skýrir Fishing News frá því að
síldarmjölsverksmiðjurnar á
Brctlandi anni vart nýjasta
„fjallinu“; EBE-síldinni,“ er
skrifað í „Dansk Fiskeri Tid-
endc“, málgagn Fiskifélags
Danmerkur i síðustu viku.
Blaðið skýrir frá því, að síld-
arbátar hafi komið með 600 tonn
af síld til Ullapool á norð—
DANSK
FISKERI
TIDENDE
Nr. 34______Torsdaq 20 auyuat 1961 99 ár;
|_________________Orundlagt 1882
Det glade vanvid:
EF-
sildebjerg
tl har kadbjerg*. »tn»rbjerge og wdrt bjerge, men Ati
UDHlr bjerg kunn* man I hvert faid have undgáet. Dei aw
«an»kcligl al flnde ord. der tr atttrfce nok fur. at rlrkellg
flne kon»umfkk gár i molten.
vestur Skotlandi. Aðeins var
hægt að vinna 70 tonn til
manneldis, afgangurinn fór í
bræðslu. Til Fraserbourg komu
síldarbátar með 400 tonn af síld
að landi. Aðeins var hægt að
vinna 80 tonn til manneldis.
Daginn eftir færðu síldarbátar
984 tonn að landi í Ullapool.
Aðeins var hægt að vinna 70
tonn til manneldis, afgangurinn
fór í bræðslu.
„Stjórnarnefnd EBE ber áb-
yrgð á þessari ringulreið með því
að heimila veiðar. Síldveiðibann
síðustu ára hefur leitt til þess,
að síldin, sem nú veiðist norð-
vestur af Skotlandi er einstök
gæðasíld. í hverju kílói eru 3 til
5 síldir. Fyrir bannið voru 7 til 9
síldir í hverju kílói," skrifar
Dansk Fiskeri Tidende.
Peter Walker, sjávarútvegs-
ráðherra Breta, hefur lýst van-
þóknun sinni á þessum veiðum,
því þær hafa leitt til offramboðs
og hann telur að stjórnarnefnd
EBE hafi tekið fram fyrir hend-
urnar á ráðherranefnd EBE, án
þess að hafa til þess nokkurt
umboð. Karl Hjortnæs, sjávar-
útvegsráðherra Dana, hefur og
mótmælt þessum veiðum.
Stjórnarnefnd EBE hefur sent
fyrirspurnir til aðildarlanda um
veiðarnar, að því er danska
sjávarútvegsráðuneytið hefur
upplýst.
Allt í lagi
í Voyager
Pasadena. 29. september. AP.
MYND af hringum Satúrnusar
birtist á sjónvarpsskermum í
fyrsta skipti í þrjá daga í gær-
kvöldi þegar tekizt hafði að koma
myndavélapallinum, sem laskaðist
í Voyager II, aftur fyrir á réttum
stað.
Þótt myndin væri ekki góð var
hún spennandi, að sögn vísinda-
manna.
Khadafy bauð
í bandaríska
sprengjumenn
Los Anjfeles, 29. ágúst. AP.
LÍBÝSKIR sprengjusérfræð-
ingar leituðu hófanna hjá um
30 sprengjusérfræðingum 1
Kaliforníu — þeirra á meðal
yfirmanni sprengjudeildar
lögreglunnar í Los Angeles —
og reyndu að fá þá til kcnnslu-
starfa í æfingamiðstöð hryðju-
verkamanna og sprengju-
framleiðslu í Tripoli. að sögn
„Los Angeles Times“ i dag.
Sérfræðingarnir neituðu,
enda höfðu leyniþjónustustarfs-
menn sagt þeim hvernig í pott-
inn væri búið. í orði kveðnu
áttu þeir að gera sprengjur
óvirkar í grennd við fyrrverandi
bandarískar herstöðvar. Aðrir
Bandaríkjamenn tóku boðinu,
að sögn blaðsins.
Yfirmaður sprengjudeildar-
innar, Arleigh McCree, sagði, að
Líbýumennirnior hefðu boðið
70.000 dollara út í hönd og aðra
70.000 dollara síðar. Þeir vildu
fá hann til að stjórna liðinu.
Fær ekki að
kanna öryggi
Ottawa, 29. áKÚst. AP.
BANDARÍSKA flugmálastjórnin
(FAA) hefir meinað formanni fé-
lags kanadískra flugmálastjóra.
Bill Robertson. að koma i fiugturn-
inn i Cleveland til að kanna
flugöryggi.
Þar með gerði FAA að engu
fyrirætlanir, sem áður hafði verið
skýrt frá, um sameiginlega rann-
sókn flugumferðarstjóra og stjórn-
valda á hæfni þeirra manna sem var
falið að sjá um flugumferð vegna
verkfalls flugumferðarstjóra. Ro-
bertson og félag hans, segja að
staðgenglarnir hafi gert hættulegar
skyssur og stofnað flugumferð í
hættu.
Embættismenn telja hins vegar
flugferðir með öllu hættulausar og
vitna til könnunar sem gerð var
eftir lausn tveggja daga verkfalls
kanadískra flugumferðarstjóra 12.
ágúst. Kanadískir flugumferðar-
stjórar reyndu árangurslaust á
fimmtudag að fá Kanadastjórn til
að stöðva flugferðir til Bandaríkj-
anna af öryggisástæðum.
Sprenging
í Beirut
Beirut. 29. ágúst. AP.
ÖFLUG sprengja sprakk við dyr
skrifstofu íranska útvarpsins í Beir-
ut í morgun. Einn maður beið bana
og þrír særðust, en þeir voru staddir
á hóteli í næsta húsi. Einn maður
var á skrifstofum útvarpsins og þó
þær hafi gjöreyðilagst, þá slapp
hann nánast ómeiddur. Miklar
skemmdir urðu á húsinu.