Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 21 hinna andríku og safamiklu til- svara og skrítillegu, oftast óhefl- uðu, grófu sagna, sem hún mælti gjarnan af munni fram heilu næturnar. Eftir að japanski málarinn Foujita hafði flutt á Montparn- asse, varð Kiki helzta fyrirsæta hans: „Hún kom einn góðan veður- dag á vinnustofu mína við Rue Lalambre," sagði hann, „undir kápunni var hún allsnakin." Þó að hún yrði aldrei ástkona Foujitas, virti hann hana mikils, og er hún dó, þá fylgdi hann henni til grafar. Kiki var fyrirsæta fjölda lista- manna, m.a. Modigliani, Dongen, Norðmannsins Per Krogh, en þó öðrum fremur Moise Kislings, sem nefndi vini sína einnig „Kiki". Hún var nokkur ár ástkona hins fræga, ameríska dada-málara og ljósmyndara Man Ray og lék aðalhlutverkið í stuttri kvikmynd hans, „Etoile de Mer“ (Stjarna hafsins). Hið stormasama sam- band stóð í sex ár. Það einkenndist af rifrildum og sundrung, af heiftúðugum upphlaupum opin- berlega og kraftmiklum löðrung- um, slagsmálum, aðskilnaði og sáttum. Þegar Kiki var á annað borð ástfangin af málurum, þá flutti hún iðulega á vinnustofu þeirra og eldaði ofan í þá og deildi með þeim sæng. En hún seldi sig aldrei fyrir peninga. Sem fyrr segir, þá var Kiki gædd margvíslegum hæfileikum, hún hafði ágæta söngrödd og tróð upp á næturklúbbum Montparn- asse við miklar vinsældir. Henni var boðinn samningur í Ameríku. En varla var hún komin þangað, fyrr en hún tók næsta skip til baka og hélt rakleiðis á Montparn- asse. Utan Montparnasse-hverfis- ins fannst henni hún sem rifin upp með rótum, hinn litríki persónu- leiki hennar missti flugið. Hún hóf að teikna og mála. Sýning hennar á naivískum, lit- glöðum myndum varð að viðburði á Montparnasse og seldust allar myndirnar við opnunina. Hún skrifaði og endurminningar sínar. Með stuttum, hvössum setningum sagði hún mjög biturlega frá erfiðleikum uppvaxtaráranna úti á landsbyggðinni, áhyggjum sín- um í skóla, og erfiðleikum í ungengni við nunnurnar, ástar- ævintýrum sínum og lífi sem fyrirsæta á Montparnasse. Bókin náði miklum vinsældum og jafnvel enska þýðingin seldist fljótlega upp. En Kiki hafði enga tilfinn- ingu fyrir veraldlegu hliðinni. Öllum hinum miklu gáfum sínum stráði hún rausnarlega út í veður og vind. Líf Kiki endaði sorglega. Líkt og svo mörg fórnardýr dreggja Mont- parnasse hóf hún að drekka og neyta eiturlyfja, í smáum skömmtum er slíkt örvandi, en í stórum banvænt. Margir hinna „vitfirrtu" þriðja áratugarins drógu sig í hlé til að deyja eða lifa rólegu lífi, en Kiki vildi standa áfram í brúnni og fylgja farkost- inum í djúpið. Drukkin, full af eitri, auk þess sem hún þjáðist af illkynjaðri vatnssótt, sem hún hirti næsta lítið um, reikaði hún frá einu öldurhúsinu í annað. Með sinni ótakmörkuðu andlitsförðun og þykku lögum af litríkum augn- skuggum byrjaði hún smám sam- an að minna á Mome Bijou. Það, að upplifa hnignun og endalok Kiki, var öllum þeim, er þekkt höfðu hana á blómaskeiði hennar, mikill harmleikur. Þegar hún svo dó árið 1953, grét allt hverfið drottningu sína. Með henni grófu menn í kirkju- garðinum „Thiais", dálítið af sál Montparnasse. Dýrðartími Montparnasse fyrri ára leið undir lok með henni. Bragi Ásgeirsson EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIIGLVSINGA- SIMINN ER: 22480 ERTU BARNSHAFANDI? MEÐGANGA OG FÆÐING suarar þuí sem allar konur uilja uita um meðgönguna og nýfædda bamið . . . GUDJÓN GUDNASON, yfirlaeknir mæðradeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur og Fæðingarheimilis Reykjavíkur, skrifar formála íslensku útgáfunnar og segir þar m. a.: „Bamsfæðing er einn merkasti atburður í lífi konu, og allt verður að gera til þess að hún takist sem best. Ég tel útkomu þessarar bókar í íslenskri þýðingu stuðla meðal annars að því að svo megi verða. “ - - SIGURÐUR THORLACIUS læknir þýddi bókina. Hvemig veistu fyrir víst að þú sért bamshafandi? Verður bamið þitt eðlilegt? Hvaða mataræði er hollast fyrir bamið og fyrir þig sjálfa? Hvaða lyf er óhætt að taka inn á meðgöngutímanum? Þartu að borða á við tvo? Er óhætt að hafa samfarir á meðgöngutímanum? Hvað geturðu gert til þess að varðveita vöxt þinn og útlit? Hvenær þarf að leggja af stað á fæðingarstofnunina? Hvemig slökunaræfingar henta best? Hvemig fer fæðingin fram? Hvemig er fæðingarstofan? Laurence Pemoud ^Jeóganga og fæóins* I býður upp á mikið safn hagnýtra V upplýsingaogsegirþéralltsemþú > þarft að vita um bamið þitt og þig sjálfa, frá getnaði til fæðingar. L Bræðraborgarstíg 16, Simar: 12923 og 19156 „Bókin ergædd mikilli hlýju og nákuæmni, allt niður í minnstu smáatriði. . . framsetningin er traustuekjandi og hefur ueitt mörgum konum öiyggiskennd. “ FIGARO ,, Þú geturfræðst um allt sem þú þarft að uita um meðgöngu ogfæðingu bams . . . skrifuð af nærfæmi og samúð. “ FEMINA OBREYTT VERÐ fram að næstu sendingu! KARNABÆR LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 92 «tHiHtiínoM i: 'riiH .uoy8 jmoM bJ riri nm ,ðnani:D );l i itlvsid T«tkn*ð hji Tómasi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.