Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 „Mysuna er hægt að nýta mun betur en nú er gert“ RÆTT VIÐ LEIF FRANZSON LYFJAFRÆÐING „Það má segja að þessar mysurannsóknir séu framhald af þeim lífefnavinnslurann- sóknum, sem unnið hefur verið að á Raunvisindastofnun Há- skólans undanfarin ár,“ sagði Leifur Franzson lyfjafræðinjí- ur í viðtali við Mbl. fyrir stuttu. Leifur er ábyrgðarmað- ur rannsóknar. sem nú er verið að gera á nýtinKU mysu. en Vísindasjóður veitti nýiega 50.000 króna styrk til rann- sóknarinnar. „Lifefnavinnsla hefur lenKÍ verið mikið áhugamál Sík- munds Guðbjarnarsonar próf- essors, stofustjóra efna- fræðistofu, en hann heíur um lanKan tíma beitt sér af mikl- um krafti og duxnaði fyrir rannsóknum á sviði lífefna- vinnslu ok stutt dyKKÍIcga við hakið á öðrum, sem farið hafa út i hliðstæðar rannsóknir. Þær rannsóknir á sviði líf- efnavinnslu, sem unnið hefur verið að á Raunvisindastofnun, hafa fyrst ok fremst beinst að því að kanna hvað hægt er að framleiða úr þcim úrKanKÍ. sem til fellur úr sjávarútveKÍ ok landbúnaði. IIvernÍK er ha'Kt að vinna hin verðmætu efni (>k hvað kostar það? betta eru spurninKar, sem meðal annars hefur verið reynt að leita svara við.“ Leifur sagði að ástæðuna fyrir því, að hann fékk áhuga fyrir að rannsaka hvernig hægt væri að nýta mysuna, mætti rekja til þess er honum var fyrir nokkrum árum boðið á Nordforsk-ráðstefnu í Kaupmannahöfn, ásamt dr. Jóni Braga Bjarnasyni, dósent við Há- skóla Islands, sem haft hefur umsjón með lífefnavinnsluverk- efninu ásamt Sigmundi. „Á þessari ráðstefnu voru vandamál mysunnar meðal ann- ars rædd og kynntar leiðir til úrbóta. Það kom í ljós að mysan er alls ekki eins gagnslaus og áður hefur verið haldið. Okkur þóttu þær leiðir, sem ræddar voru til úrbóta það áhugaverðar að við ákváðum að sækja um styrk til Vísindasjóðs til þess að kanna þær betur,“ sagði Leifur. Aðspurður sagði Leifur að erfitt hefði reynst að afla sér nákvæmra upplýsinga um árlega framleiðslu mysu hér á landi. „Árið 1974 voru framleiddir um 25 milljónir lítra af mysu og voru stærstu framleiðendurnir á Akur- eyri og Sauðárkróki. Ekki er óeðlilegt að ætla að í dag séu framleiddir um 30 milljónir lítra af mysu árlega, en aðeins örlítið brot af heildarmysuframleiðsl- unni er nýtt. Afgangnum er fleygt og veldur hann stórfelldri mengun í náttúrunni. Til fróðleiks má geta þess að til að búa til eitt kíló af osti þarf tíu lítra af mjólk, en við það myndast níu lítrar af mysu. Skyr er búið til úr undanrennu, en úr 100 lítrum af undanrennu myndast um tutt- ugu kíló af skyri, en afgangs verða áttatíu lítrar af mysu. Mysan inniheldur um 4,7% lakt- osa eða mjólkursykur, sem er 30 til 60% af orkuinnihaldi mjólkur, allt eftir fituinnihaldi hennar. Mysan inniheldur um 0,7% prót- ein, en próteinin innihalda tölu- vert af nauðsynlegum amínosýr- um og eru sem slík mjög nær- ingarrík. Þau hafa um það bil sama lífgildi og hænsnaeggja- hvíta, en hún er talin sú besta sem völ er á og eru þess vegna ákjósanleg sem fóðurbætir." Mjólkursykurvandamálið Leifur sagði að það sem einkum hefði hindrað frekari nýtingu mysunnar fram til þessa væri mjólkursykurinnihald hennar. „Segja má að mjólkursykurinn sé vandræðaefni á mörgum svið- um og er hann lítið nýttur enn sem komið er. Mjólkursykurinn er það sem kallað hefur verið tví- sykur. Hann er myndaður úr glúkósa (þrúgursykri) og galakt- ósa. mjólkursykurinn fer ekki út í blóðið fyrr en sérstakur lífefna- hvati eða ensím, sem heitir laktasi og er í þörmum manna og dýra, hefur klippt eða rofið tenginguna milli glúkósans og galaktósans. Laktasinn hverfur smám saman úr þörmunum og af ýmsum orsök- um getur manninn eða dýrið skort það efni. Vannærð börn í þróun- arlöndum þjást til dæmis oft af laktasaskorti þannig að þau hætta að geta nýtt sér mjólkursykurinn í jafn ríkum mæli og áður. Laktasaskorturinn lýsir sér einkum í því að maðurinn þolir ekki að drekka meira en M til Vfe lítra af mjólk án þess að fá magaverk eða annað þess háttar. Orsakirnar eru meðal annars þær að mjólkursykurinn dregur í sig vatn og innihald þarmanna verður því þynnra, en einnig eiga sumar bakteríur auðvelt með að notfæra sér hann. Þeim getur þá fjölgað óeðlilega mikið og afleiðingarnar eru niðurgangur og lystarleysi, en fleiri sjúkdómar geta fylgt í kjöl- farið. I ársriti risafyrirtækisins NOVO frá árinu 1977 er greint frá því að allt að 90% mannkyns þjáist af laktasaskorti. Ef til vill eru þessar tölur eitthvað ýktar, en þau 10% sem eftir eru, eru fyrst og fremst þær þjóðir, sem drukkið hafa mjólk frá alda öðli, t.d. þjóðir Norður-Evrópu, Norður-Ameríku, Norð-Austur Afríku og fleiri," sagði Leifur. Leifur Franzson lyfjafræðinKur Ljósm. Mbl.: Guójón Leita hagkvæmra leiða við að kljúfa mjólkursykurinn Á undanförnum árum hafa ýmsir aðilar sýnt mysunni áhuga og reynt að finna leiðir til að nýta hana á- einhvern hátt. í því sambandi nefndi Leifur tilraunir, sem framkvæmdar voru á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Þá var mysan meðal annars síuð og bætt í hana bragðefnum og sykri, en þannig er Mango-sopinn til dæmis búinn til. „Tilraunabúið á Möðruvöllum, undir stjórn Jóns Árnasonar, hef- ur einnig gert tilraunir til að nota mysu sem skepnufóður og enn- fremur hyggst Rannsóknastofnun landbúnaðarins gera fóðurtilraun- ir með mysuþykkni, til dæmis með því að bæta því saman við gras- Tvær nítján ára sænskar stúlkur, með mörg áhugamái, skrifa á ensku: Asa Bengtsson, Oxhagsvágcn 29, 29142 Kristianstad, Sverige og Katarina Eriksson, Möllegatan 31, 280 6.3 Sibbhult. Sverige. Sextán ára indverskur námsmað- ur, tónlist og dans helztu áhuga- mál: Atul Pandherpatte, Anu-Lux, Plot no. 40, Shivaji housing society, Satara 415 001, M.s. India. Frá Sri Lanka áður Ceylon, barst bréf frá 24 ára karlmanni er ritar á ensku og óskar eftir pennavin- um: G.G. Ranashinghe handa, C/4, „Nidahsa Madura“, Mapitiya, pattampitya, Rambukkana, Sri Lanka. Frá smáeynni Guam í Kyrrahafi barst bréf frá manni er ekki getur um aldur. Hann skrifar á ensku og óskar að eignast pennavini á Islandi. Frímerkjasöfnun er eitt áhugamála hans: Jose D. Estrellado, P.O. Box 6444, Tamuning, Guam 96911. Eiginkona mín og móöir okkar GEIRLAUG STEFÁNSDÓTTIR, Langholtsvegi 17, andaöist í Borgarspítalanum 23. ágúst sl. Jaröarförin hefur fariö fram. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Geöhjálp og Geðverndarfélag fslands. Asgeir Jakobsson og börn. t Utför systur okkar GUÐRÚNAR GUDMUNDSDÓTTUR frá Lœk, Freyjugötu 5, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 2. september kl. 13.30. Þorgeir Jónsson, Bjarni Guömundsson, Ebba Guömundsdóttir, Sverrir Guömundsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa ÞORBJÖRNS SIGURHANSSONAR vélstjóra, Skólabraut 7. Málfríöur Helgadóttir, Peta Ása Þorbjörnsdóttir, Bragi Sigurðsson, Sigurhans Þorbjörnsson, Bára Einarsdóttir, og barnabörn. t Móöir mín og tengdamóöir ELÍSABET BREIDFJÖRD veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánud. 31. ágúst kl. 13.30. F.h. aöstandenda, Kristlaug Gunnlaugsdóttir, Valtýr Jónsson. t Systir mín og mágkona okkar INGIBJÖRG MARGRÉT EINARSDÓTTIR veröur jarösungin frá Dómkirkjunnl, þriöjudaginn 1. september kl. 3. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Elli- og hjúkrunarheimiliö Grund. Guóbjörg Einarsdóttir, Hjörtur Hafliöason, Jóhanna Zoöga Henriksdóttir, Sæunn Gísladóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu, viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa. SIGURÐAR SÆMUNDSSONAR frá Hallormsstaö í Vestmannaeyjum. Torfhildur Siguröardóttir, Óskar Friðbjörnsson, Björn Sigurösson, Jóhanna Ingimundardóttir, Þórarinn Sigurösson, Perla Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar og tengdamóöur RAGNHEIDAR HAFSTEIN THORARENSEN fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 1. september, kl. 13.30. Ragnheiður Thorarensen, Oddur C.S. Thorarensen, Unnur L. Thorarense Alma Thorarensen, Bjarni Bjarnason, Svala Thorarensen, Reynir Sigurösson, Katrín Erla Thorarensen, Elín Hrefna Thorarensen, Haukur Clausen. t Hjartans þakkir fyrir auösýndan vinarhug og samúö viö fráfall GUDJONS VÍGLUNDAR GUÐMUNDSSONAR Sérstakar alúöar þakkir færum viö öllu því mjög svo ágætu starfsfólki Borgarspítalans sem stundaöi hann af einstakri natni og alúö fyrr og síöar. Oddfellow félögum úr Hallvelgu 111 færum viö okkar bestu þakkir fyrir dyggan stuöning. Eyrún Eiríksdóttir, Stefanía Víglundsdóttir, Helgi Guómundsson, Eiríkur Ormur Víglundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Rannveíg Víglundsdóttir, Albert Albertsson, Guömundur Helgi Viglundsson, Helgi Guömundsson. t Hugheilar þakklr, fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför dóttur mlnnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu, og langömmu, ÞÓRUNNAR JÓNÍNU MEYVANTSDÓTTUR Hagamel 45. Meyvant Sigurðsson, Sigrún Guónadóttir, Vigfús Ólafsson, Þórhallur Halldórsson, Guöbjörg Jónsdóttir, Már Halldórsson, Jóna G. Jónsdóttir, Lilja Halldórsdóttir, Hafþór Jónsson, Sigurbjörn Halldórsson, Gunnhildur Arnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.