Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981
Haust- og vetrartískan ’81
Rætt við Helgu Björnsson fatahönnuð hjá tískuhúsi Louis Feraud í París
Síð og við pils
með buxum i stíl
- er meðal þess, sem verður í tísku í vetur
Helga Björnsson hefur starfað sem fatahönnuður hjá tískuhúsi Louis Feraud í París i átta ár.
Tískuhús Louis Feraud er eitt þekktasta sinnar tegundar þar í borg, og meðal viðskiptavina þess er
hin nýja forsetafrú Frakka Danielle Mitterand.
Helga Björnsson hannar hátiskuklæðnað, en það er sá fatnaður, sem gefur tískulínuna hverju sinni
vor og haust.
Morgunblaðið bað Helgu, sem var hér í sumarfríi að lýsa komandi haust- og vetrartísku.
„Helstu breytingarnar á Par-
ísartískunni í vetur eru að nú
verður fatnaðurinn efnismikill
og síddin á pilsunum nær niður
fyrir kálfa. Það er líka eftirtekt-
arvert hve kvenfatnaðurinn er
mun kvenlegri og sígildari en
hann hefur verið.“
„Áhrifa frá Austurlöndum
gætir nokkuð, svo og áhrifa frá
þjóðlegum hetjusögnum frá mið-
öldum.“
í vetur verður mikið með
dragtir og stök pils, sem eru víð
og síð úr þunnum ullarefnum
eða ullarblöndu. Undir pilsunum
eru gjarnan síðbuxur úr sama
efni. Jakkarnir eru stuttir og
aðskornir."
„Minna verður um stakar síð-
buxur, en þær sem verða á
markaðinum eru víðar og beinar
niður og er síddin á þeim við
ökkla."
„Stórmunstraðar prjónapeys-
ur verða áberandi, þá ekki hvað
síst jakkapeysur með treflum
við.“
„Blússurnar eru úr bómull,
blúndu eða silki, bróderaðar að
framan eða með pífum upp í
hálsinn. Blússurnar eru margar
hverjar með maokrögum eða
hnepptar á hliðinni."
„Vetrarkápurnar í ár eru víðar
og efnismiklar og jafnvel með
hettu."
„Stór kápusjöl, sem hægt er að
vefja um hálsinn, verða mjög í
tisku og eru þau einkum notuð
fyrir dragtarjakka eða kápur."
„Við þennan fatnað eru jafnan
stígvél, sem ná upp á miðja
kálfa. Skófatnaðurinn er með
lágum hæl og mjórri tá.“
Helga Björnsson fatahönnuður hjá tiskuhúsi Louis Feraud.
LjÓNm. Mbl. Emilla.
Slákápa með hettu frá Basile. Teikning: Basile Þunn kápa með viðu pilsi og kósakka- Rómantiskur kjóll úr svörtu flaueli og blúndu.
buxur undir frá Perry Ellis. Teikning: frá Montana. Teikning: Lynne Robinson.
Pcrry Ellis.
Víð ullarkápa og barðastór hattur við. Vitt uilarpils og jakki niður i mitti frá Ullarkápa með buxum i stíl frá Cloé. Teikning:
Kjóliinn er úr fíngerðri ull með Montana. Teikning: Lynne Robinson. ^arl Lagerfeld.
Mao-sniði frá Montana. Teikning:
Lynne Robinson.
„Kvöldklæðnaðurinn er afar
glæsilegur. Töluvert verður um
síða samkvæmiskjóla, sem ná
niður á ökkla, flegna að framan
með klauf í hliðinni og þunnar
buxur undir. Einnig verða víðir
kjólar úr silkitafti i tisku með
rykktum, víðum ermum og
skáskornum pífum.“
„Skórnir, sem hafðir eru við,
eru með litlum hæl, sem hallar
fram, mjórri tá og eru skórnir
lokaðir.“
„Leður- og rúskinnsfatnaður
verður áberandi, þá ekki hvað
síst rúskinnsfatnaður. Nú er
rúskinnið ekki aðeins notað i
sportlegan fatnað heldur einnig í
fína kvöldkjóla."
„Tískulitirnir verða náttúru-
legir litir, haustlitirnir, eins og
brúnrautt, sinnepsgult, dökk-
grænt, einnig verður kirsuberja-
rautt, vínrautt, dökkblátt og
grátt í tísku. Hvað varðar kvöld-
kjóla verður svart mjög áber-
andi, þá einkum slétt flauel og
eru flauelskjólarnir gjarnan með
blúndum og pífum.“
„Hattar voru áberandi á Par-
ísarsýningunum í vor, þeir eru
fremur barðastórir með kúptan
koll.“
Við spurðum Helgu nánar út í
hátískufatnaðinn, sem hún
hannar.
„Þetta er mjög dýr fatnaður
og ekki nema á færi mjög efnaðs
fólks að kaupa hann. Hátisku-
sýningarnar í París eru til þess
að gefa til kynna, hvað er
framundan og auglýsa viðkom-
andi tiskuhús. Það er líka nokk-
uð um það, að frægt fólk fær
þennan fatnað lánaðan, til að
fara í samkvæmi, er það góð
auglýsing fyrir tískuhúsið, því í
blöðum og tímaritum er þess
jafnan getið í hverju stjarnan
hafi klæðst og hvaðan fatnaður-
inn er.“
„Það er þó fjöldaframleiðslu-
fatnaðurinn, sem sýndur er á
Prét á Porte-sýningunum, sem
tískuhúsin lifa af. Þessi fatnaður
er orðinn mjög smekklegur og
góður og svo virðist, sem bæði
efnameira fólk og þeir, sem hafa
minna á milli handanna, kaupi
þennan fatnað jöfnum höndum."
Hvað um framtíðaráætlanir,
ætlar Helga að vera áfram hjá
tískuhúsi Louis Feraud?
„Ég kann mjög vel við vinnu
mina hjá Louis Feraud og hef
engin ákveðin plön í huga. Ég
gæti þó hugsað mér að koma upp
verslun eða tiskuhúsi, en til þess
þarf gífurlegt fjármagn og því
veit ég ekki hvað verður.“
HE.