Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Indverji, 24 ára, með bókalestur, tónlist og íþróttir sem helztu áhugamál. Starfar við kaupsýslu. Skrifar á ensku: Shailendra Sali, fi Shivthirtha Society, MG: Rd. Naupada, Thane. 400 602, M.S. India. Annað bréí barst frá Indlandi, frá 43 ára karlmanni, sem hefur ferðalög, tónlist og bréfaskriftir að helztu áhugamálum: Fr. M.A. Colas, St. May's Church, Koneripatti P.O., Salem. Dt., 636 113, India. Indónesískur karlmaður, 23 ára, hefur mörg og margvísleg áhuga- mál, safnar m.a. frímerkjum og póstkortum: A. Artadjajas, Jl. Keadilan 11/45, Jakarta Barat, I ndónesía. Frá Kenýu kom stutt og laggott bréf þar sem óskað er eftir pennavinum. Viðkomandi getur þess eins að hún safni frímerkjum og mynt: Lucy Rao, P.O. Box 37. Nakuru, Kenya. Tvacr tvítugar sænskar stúlkur vilja skrifast á við pilta eða stúlkur á aldrinum 20—25 ára. Skrifa á ensku: Britt-Marie Anderson, Ortvágen 33, 61165 Nyköping, Sweden og Maud Lundgren, Ahlbergersvág 6, 61138 Nyköping, Sweden. Prettán ára sænsk stúlka skrifar á ensku: Zanna Hansson, Bergengatan 3 nb., 163 35 Spanga, Sweden. Fjórtán ára indverskur piltur, hefur áhuga á bókalestri, sundi og öðrum íþróttum: Vaibhav Dahakc, Dahake Bungalow, MG: Rd. Naupada, Thane 400 602, M.S. India. Sextán ára sænsk stúlka með mörg áhugamál, skrifar á ensku. Býr í sveit: Karin Emilsson. Ivarshytten 2107, S-77600 Hedemora, Sweden. Vestur-þýsk stúlka, 22 ára bók- sali, skrifar á ensku og hefur mörg áhugamál. Óskar eftir pennavin- um á aldrinum 22—28 ára: Mechthild Labs, Kurfiirstenstr. 28a, 5300 Bonn 1, W-Gcrmany. Belgískur bankamaður, 24 ára, hefur áhuga á frímerkjum, flug- vélum, landafræði, bókum, borð- víni, tónlist og sögu. Skrifar á ensku: Luc Beeldens, Klcine Hondstraat 12, B-2000 Antwerp, Bclgium. „Vorkenni þeim, sem þykjast ekki þurfa á Guði að halda“ Flestir munu kannast við Hugrúnu skáldkonu, hvort heldur er af upplestri hennar úr verkum sínum í útvarpi á undanförnum áratugum, eða af bókum hennar, sem fylla nú brátt þriðja tuginn. Telja þær skáldsögur, smásögur, ljóðabækur og leikrit, svo og ævisögur og skrif um draumspeki. Einnig hefur hún haft almenna þætti í útvarpinu, svosem ferðaþætti, þætti um daginn og veginn, og barnatíma. Er hún því ein af forystukonum sinnar kynslóðar á ritvellin- um. „Hugrún“ er reyndar aðeins skáldanafn, þótt hún sé nú orðin svo þekkt undir því að færri vita nú að hún heitir í raun Filippía Kristjánsdóttir. Hún er fædd árið 1905, bóndadóttir frá Svarfaðardal. Hún er því 75 ára í ár, en heldur þó áfram að skrifa af kappi. Búast má því við að slík skörungskona hafi frá ýmsu að segja, um verk sín og viðhorf til lífsins. „Hvernig hefur þér gengið á ritvellinum?" Eg hef upplifað bæði súrt og sætt á þeim vettvangi. Hef ég glaðst innilega yfir því þegar bókum mínum hefur verið vel tekið, enda verða þar fáir smiðir í fyrsta sinn. Ég hef alltaf vel kunnað að meta góð heilræði og áminningar, og ritdóma sem auðfundið var að skrifaðir voru af sanngirni og drengskap. „Forðast klám og óþverra“ Tvær fyrstu bækur mínar fengu báðar þægilega dóma. Þær voru ljóðabækur, og komu út á hernámsárunum. Fyrsta bókin mín í óbundnu máli var þó tætt í sundur af vissum gagnrýnanda dagblaðanna. Þetta voru ósköp meinlausar smásögur, í trúar- legum anda. Líklega hefur mað- urinn ekki þolað það, sennilega líkað betur ef bókin hefði inni- haldið klám og óþverra. En ég sel aldrei samvisku mína fyrir frægð eða fé. Kristinn maður hlýtur að láta trúarreynslu sína koma fram í öllu sem hann gerir. „Hverjir voru það helst sem gerðu aðsúg að þér?“ Það skiptir ekki máli nú orðið, ég vil helst ekki . nefna nöfn. Hver maður verður að svara fyrir sínar gjörðir að lokum. Ég hafði sennilega bara gott af því að kynnast veröldinni fljótlega eins og hún er. Við verðum öll að vaða hreinsunareldinn. „Þú átt við að hver maður verði að hljóta sína eldskírn?" Já, því „enginn verður óbarinn biskup". Einhver notalegasti rit- dómurinn sem ég hef fengið kom eitt sinn í Alþýðublaðinu frá bókmenntagagnrýnanda sem ég þekkti ekkert, aðeins nafnið. Það var eftir að ljóðabókin „Stjörnu- blik“ kom á markaðinn, á her- námsárunum. Þar stóð á þessa leið: „Maður þarf ekki að lesa lengi til þess að sjá að Hugrún er skáld, henni er meira að segja létt um að yrkja. Kvæðið „Föru- konan" er eitt besta kvæði sem ég hef lengi lesið." Svona um- mæli gleðja mann. „Ljóð sem strengjakliður“ „Getur þú ekki kastað fram einhverju kvæði eftir þig?“ Þetta er fyrsta erindið úr bókinni „Strengjaklið", frá 1977: _Mátt á þoKHÍn þunxa þúsund radda kllðinn. Eyrað hann ri heyrir. Ileillar tónafloðið. Í.aniít af bjortum hrautum berast þessir ómar. Strjúka létt um strenid styrkir finKurKÓmar.** „Stundar þú enn ritsmíðar?" Ég á von á að ný skáldsaga komi út eftir mig á þessu ári. Efnið mun þykja forvitnilegt, enda fer ég mínar eigin leiðir. Skáldsögur mínar hafa yfirleitt fengið góða dóma, og ekki síst þær sem ég hef flutt í útvarpi. „Um hvað fjalla skáldsögur þínar helst?" Eigingirni og afbrýðisemi haldast gjarnan í hcndur í bók- um mínum. Tökum til dæmis „Drauminn um ástina", sem kom út 1975. Þar segir frá afbrýði- semi ungrar stúlku í garð stjúp- dóttur föður síns, vegna þess að sú er falleg. ímyndar söguhetjan sér að faðir sinn hafi vanrækt sig eftir að hann giftist móður stjúpdótturinnar. Tekur sögu- hetjan því upp á öllu mögulegu til að sverta hina og upphefja sjálfa sig. Margt fleira skrifa ég auðvitað um. Ég hef opin augu fyrir því sem ég sé og heyri, og það vefur síðan utan um sig í huganum. Þannig fæðist skáldsagan. „Um hvað hafa útvarpsþættir þínir helst fjallað?" fundi á Akureyri þar sem leiddu saman hesta sína þeir Jónas frá Hriflu og Jón Þorláksson. Þetta voru engin smámenni, og hnútu- kastið eftir því. Mér fannst afskaplega sniðugt þegar Jónas bar Jóni á brýn að hann hegðaði sér „eins og mannýgt naut í leirflagi, leirgusurnar gengju í allar áttir". Seinna átti ég þess kost að ganga inn í innsta hring í stjórnmálaflokki einum. Ég varð þó fljótt vör við óheilindi mikil og hrossakaup. Hét ég því þá að skipta mér aldrei af stjórnmál- um framar. „Þú gefur í skyn að þú sért trúuð?“ að við höfum nóg að gera með okkar eigin veröld og stjórnun hennar. Það ætti að vera öllum ljóst, svo mikil sem átökin eru hérna megin. „Heldur þú að til sé huldu- fólk?“ Já, það er ég viss um, og hef ég sannanir fyrir því. Meira hef ég ekki leyfi til að segja. Það er margt í kring um okkur sem við sjáum ekki. „Draumspök og berdreymin“ „Ertu draumspök?" Það fer lítið fyrir því nú orðið. Ég var mjög berdreymin á yngri árum. Draumar geta verið mjög eftirtektarverðir. Sérstaklega fékk ég oft viðvaranir í draum- um. Það er fylgst með manni bæði í vöku og svefni. Ég trúi því að hver maður hafi sinn vernd- arengil. Sá er vansæll þegar maður er neikvæður og hugar- farið óhreint. „Alkóhólisminn: Fullorðnir eiga sökina“ „Hefur þú komist í kynni við aikóhólismann?" Já, því miður. Það er eitt mesta böl sem til er, það fylgir því svo margt skelfilegt. Ég fæ aldrei skilið hvernig fólk hættir á það að byrja nokkurn tíma að smakka vín, þegar það sér hörm- ungina í kringum sig. Það ætti ekki að vera neinn vandi að láta fyrsta staupið vera. Maður á þá ekkert á hættu. Hvað þetta varðar er almenningsálitið gjör- samlega ruglað. Unglingum finnst þeir ekki vera menn með mönnum nema að „vera með“. Ég held þó að fullorðnir eigi alla sökina. „Ferðast til að fræðast“ „Hefur þú ferðast mikið um ævina?" Já, ég hef haft mikla ánægju af því að ferðast um heiminn. Hef ég einnig verið á námskeið- um erlendis og haft þaðan mik- inn lærdóm. Meira að segja hef ég fengið ámæli fyrir „flæking". Ég hef líka heyrt út undan mér að ég hafi átt að vanrækja heimilið og fjölskylduna vegna ferðalaga minna, en sá rógburð- ur snertir mig ekki; ég veit betur. Ég hef aldrei farið í ferðalag nema með samþykki minna nánustu. Báðir mennirnir mínir sem og börnin hafa glaðst yfir því að ég fengi tækifæri til að afla mér efnis til ritstarfa minna. Ég hef ferðast í þeim tilgangi að kynnast löndum og þjóðum, en ekki til að stunda næturklúbba og þess háttar líf- erni. Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að ferðast, en þó hefur heimkoman alltaf verið best. Hér kveð ég þessa dugmiklu konu, en hún er aftur farin að gjóta augum sínum til ritvélar sinnar, síns trygga förunautar. Viðtal við Hugrúnu skáldkonu Eftir Tryggva V. Líndal Þar má nefna framhaldssögur, ferðaþætti, þætti um daginn og veginn, og mín eigin ljóð. Nokk- ur leikrit eftir mig hafa einnig verið útvarpssett. Um tíma sá ég einnig um barnatíma fyrir yngstu hlustendur. „Stjórnmál: Óheil- indi og hrossakaup“ „Ert þú virk í stjórnmálum?" Nei, en ég nota atkvæðið mitt þegar kosningar fara fram, og þá lendir það auðvitað á réttum stað. Ég sótti stundum kosninga- fundi á ungdómsárum mínum. Þá þótti mér furðulegur tví- skinnungur að heyra stórkarl- ana brigsla hver öðrum um skammir og vammir á framboðs- fundum, og sjá þá svo á eftir ræða saman eins og bestu bræð- ur. Þetta var mér ómögulegt að skilja. Einu sinni var ég á framboðs- Ég vona að ég geri meira en að gefa það í skyn. Mér er engin launung á því. Trúin á Guð og friðþægingarverk Krists er það sem ætti að vera eftirsóknar- verðast í lífi hvers manns. Að trúa er „lífið“. Ég vorkenni þeim sem þykjast ekki þurfa á Guði að halda. Sú stund rennur upp að þeir verða að taka afstöðu til þeirra mála, fyrr eða síðar. Þá er betra að hafa valið rétt. „Spíritisminn er hættulegur leikur“ „Trúir þú á dulræn fyrir- bæri?“ Ef þú átt við spíritismann, þá svara ég hiklaust að ég vil ekki taka þátt í þeim hættulega leik. Við erum vöruð við því í Ritning- unni að ganga ekki til frétta hjá framliðnum. Það er enginn vafi á því að hægt er að komast í samband við einhverjar verur frá öðrum heimi. Ég lít þó svo á,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.