Morgunblaðið - 30.08.1981, Síða 48

Morgunblaðið - 30.08.1981, Síða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 SÍS-verksmiðjur á Akureyri: Alvarlegur taprekstur - segir Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri „Það er um mjöK alvarlei{an taprekstur á verksmiðjum SIS á Akureyri að ræða ok sérstaklcKa er staðan í ullar- ok skinnaiðnað- inum erfið. bess vejfna hefur verið ákveðið að boða til fundar um málið næstkomandi þriðju- da«.“ sajfði Hjörtur Eiríksson, fTamkvæmdastjóri iðnaðardeild- ar Samhandsins er Morgunblaðið innti hann eftir stöðu verksmiðj- anna í gær. „Eins og staðan er í dag og þær forsendur sem framundan eru, er rekstrargrundvöllur verksmiðj- anna ákaflega hæpinn og eitthvað áhrifamikið verður að koma til eigi ástandið að batna, þar sem nú er um mjög alvarlegan taprekstur að ræða. Það er útflutningurinn, sem stendur verst sérstaklega í ullinni og skinnunum, þessar af- urðir fara nær eingöngu á Evróp- umarkaðinn, sem er verulega óhagstæður nú, en afurðalánin verður að greiða í dollurum. Nú vinna um 700 manns hjá verk- smiðjum Sambandsins á Akureyri og það er mjög alvarlegt mál þegar atvinnuöryggi svo margra manna er í hættu. Því hefur það verið ákveðið að boða til fundar hér á Akureyri næstkomandi þriðjudag með starfsmönnum verksmiðjanna, bæjaryfirvöldum, alþingismönnum kjördæmisins og fréttamönnum og verður þar gerð nánari grein fyrir stöðunni," sagði Hjörtur. Iðnskólinn og Vélskólinn: Vilja fá áfangakerfi Síðustu leifar Rauðku fjarlægðar NÚ ER verið að hreinsa burt siðustu rústir sildarverksmiðj- unnar Rauðku á Siglufirði. Sigur- jón Sæmundsson, stjórnarformað- ur Þormóðs ramma hf., sem á lóóina. sagði, að rætt hefði verið um að reisa hús fyrir saltfisk, skreið og veiðarfærageymslu á þvi svæði, sem nú er verið að hreinsa, en óvíst væri, hvenær af þeim framkvæmdum gæti orðið. „Það hafa margir haft á orði. að þeir sakni Rauðku.“ sagði Sigur- jón. „Sjálfum finnst mér athugandi að láta strompinn, sem eftir er, standa áfram, ef hægt er, sem minnisvarða um þetta merka fyrirtæki og einhvern tíma setti ég fram þá hugmynd að nota hann sem undirstöðu fyrir skjaldar- merki bæjarins og þannig minnis- merki um síldina í Siglufirði. Ekki veit ég, hvort af þessu getur orðið en gaman væri að tengja Rauðku einhverju slíku síldarminni. Ríkis- ábyrgðasjóður yfirtók vélakost verksmiðjunnar og seldi og mér var sagt vel fyrir skuldum, þannig að Rauðka skuldaði engum neitt, þegar yfir lauk, en hins vegar mættum við Siglfirðingar íhuga, hvort við skuldum Rauðku ekki eitthvað í líkingu við gott minnis- merki." LjÓHm. Mhl.: SteinRrimur. Steingrímur Hermannsson um beiðni Arnarflugs um áætlunarflug til Evrópu: „I>á verður að skipta leiðum“ „Hluthafar blekktir ef skipta á um stefnu,“ segir Sigurður Helgason forstjóri „ÉG HEF ekkcrt nema gott um VÉLSKÓLINN og Iðnskólinn hafa sótt um að fá að taka upp áfanga- kerfi, eins og tíðkast i nokkrum Vilja tryggingu gegn vondu fótboltaveðri FLUGLEIÐIR og knattspyrnu- deild Vals eru um þessar mund- ir að kanna það hjá Lloyd's- tryggingarfyrirtækinu i Lund- únum, hvort félögin geti tryggt sig gegn vondu veðri vegna komu bandaríska knattspyrnu- liðsins New York Cosmos hingað til lands í október næst- komandi. Cosmos kemur til landsins 9. október og leikur einn leik á Laugardalsvellinum 10. eða 11. október. Af hálfu vallaryfirvalda hefur verið tilkynnt, að leikurinn geti ekki farið fram, ef frost verður við jörðu, ef stórrigning verður, eða ef veðurhæð verður meiri en sex vindstig. „ÞAÐ ER misskilningur, að tófan lifi að miklu leyti á sauðfé. Sannleikurinn er sá, að það heyrir til undantckninga ef tófa leggst á sauðfé,“ sagði Páll llersteinsson meðal annars er Morgunblaðið raddi við hann á dogunum. Ilann hefur unnið að rannsóknum á tófunni undan- farin ár og vinnur nú að doktorsritgerð um þetta efni við Oxford háskóla. í samtalinu sagði Páll, að áður fyrr hafi það verið algengara að tófan legðist á fé, en þá hafi fé ekki verið eins vel hirt og nú er, auk þess sem féð hafi þá gengið mun meira úti að vetrum en nú gerist. Féð hafi þá oft verið veikburða og því átt erfitt með fjölbrauta- og menntaskólum lands- ins. Aö sögn Ingvars Asmundssonar, skólastjóra Iönskólans í Reykjavík, mun það verða að öllum líkindum á næsta ári sem þetta kerfi verður sett á laggirnar. Mun þá verða sett upp punkta- eða einingakerfi, þar sem nemendur þyrfu þá að ná ákveðnum fjölda eininga á önn, og til að ljúka námi þyrfti að ljúka vissum eininga- fjölda. Bekkjarkerfið verður leyst upp, ef af þessu verður. Einnig er, að sögn Ingvars, verið að athuga þann möguleika hvort skólinn geti brautskráð stúdenta af tækni- sviði. Ef af því verður, að áfangakerfi yrði komið á, verður það gert á næsta hausti. Andrés Guðjónsson, skólastjóri Vélskólans, sagði, að markmiðið með að koma á áfangakerfi í Vélskólan- um væri, að menn gætu með því tekið þó nokkurn hluta af sínu námi í sinni heimabyggð. Það yrði þá hægt að meta fyrra nám nemanda, sem stytti þó námið í Vélskólanum. Bekkir verða lagðir niður og komið á punktakerfi. að verja sig. Þá bendir Páll á, að fráfærur séu hættar og lömb með mæðrum sínum séu ekki eins varnarlaus og með öðrum umsókn Arnarflugs að segja varðandi áætlunarflug til Evr- ópu, en umsóknin fer til Flugráðs og verður rædd þar,“ sagði Stein- grimur Hermannsson samgöngu- og sjávarútvegsráðherra í sam- tali við Mbl. í gær þegar hann var spurður álits á hugmyndum Arnarflugsmanna um áætlunar- lömbum í hóp. Hann útilokar þó ekki þann möguleika að fækkun tófunnar hafi haft einhver áhrif í þessu sambandi. flug til Evrópu. „Ég legg áherzlu á það að slík framkvæmd þarf að vera í sam- starfi við Flugleiðir og harma að ekki náðist samkomulag um slíkt í stjórn Arnarflugs, þar sem Flug- leiðir eiga tvo menn í stjórn. Eg held að það sé eðlilegt að reyna að koma á slíku samstarfi til þess að nýta flugvélakost félaganna og Páll segist oft hafa lent í erfiðleikum við rannsóknir sínar og segir, að viðbrögð einstakra manna hafi einstaka sinnum verið furðuleg, en þau stafi af því hversu lítið fólk viti um íslenzka refinn og hátterni hans. Samkvæmt laganna bókstaf er Páll að brjóta lög með því að rannsaka háttu lifandi tófa hér á landi. Samkvæmt lögunum er hver sá maður, sem var verður við refi að láta viðkomandi yfirvöld vita, en þau eiga síðan að senda skyttu á staðinn til að vinna á dýrinu ef þess er kostur. í viðtalinu kemur fram, að tófan er ekki aðeins réttdræp heldur er það skylda hvers borgara að stuðla að útrýmingu tegundar- innar. Sjá nánar viðtal við Pál Hersteinsson á bls. 18—19. tryggja að jafnvægi sé í rekstrin- um. Eg mun ræða þetta mál við Flugleiðir." Morgunblaðið spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að þrjú íslenzk flugfélög myndu annast farþegaflug milli íslands og Evr- ópulanda. „Það verður að minnsta kosti að skipta leiðum þannig að óeðlileg samkeppni skapist ekki,“ svaraði ráðherrann, en hann kvaðst að- spurður ekki vita hvort Iscargo myndi halda uppi flugi milli íslands og Amsterdam yfir vetur- inn. „Ef breyta á um stefnu í flug- málum Islendinga og opna áætl- unarflug fleiri aðila til útlanda er spurning hvort hluthafar Flugfé- lags íslands og Loftleiða árið 1973 hafi ekki verið blekktir, því stjórnvöld þá beittu sér fyrir sameiningu flugfélaganna vegna „banvænnar samkeppni", eins og það var orðað þá,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í samtali við Mbl. í gær, aðspurður um álit á umsókn Arnarflugs til áætlunarflugs til Evrópu. „Við erum með reglubundnar flugferðir bæði til Þýzkalands og Frakklands og teljum,“ sagði Sig- urður, „að það sé vel séð fyrir því. Við erum ekki með reglubundið flug til Sviss, sem er þriðja landið sem Arnarflug sækir um leyfi til að sinna áætlunarflugi, en hins vegar er þetta svæði allt sama markaðssvæðið og vandamálið í hnotskurn er það að markaðurinn er svo lítill og flugrekstrarein- ingarnar hér svo litlar í saman- burði við nágrannalöndin að það skapar vanda ef það á að skipta þessu upp.“ „Heyrir til undantekninga ef tófan leggst á sauðfé,“ - segir Páll Hersteinsson, sem vinnur að rannsóknum á lifnaðarháttum refsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.