Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Við Tryggvi höfðum dvalið dagstund í Pére Lachaise-kirkju- garðinum, átt þar mörg hljóð augnablik fyrir framan grafir snillinga listasögunnar er við dáum. Sól skein glatt þótt komið væri að kveldi og við vorum ánægðir með fagran og viðburða- ríkan dag. Svo hagaði til, að ég fór aðeins á undan Tryggva úr garðin- um og var á leið frá honum, er á vegi mínum á þröngri gangstétt varð skyndilega tíguleg, hávaxin svertingjakona með tvö lítil börn. Ég greip andann á lofti er mér varð litið á hana, þar sem hún ósköp rólega gekk eftir gangstétt- inni í skósíðum, bláum, skrautleg- um kyrtli og með vefjarhött-* á höfði. Það var líkast því sem að fá fegurð mannlífsins á móti sér eftir að hafa ráfað um í kirkjugarðin- um drjúga stund. Ég greip frá mér numinn af hrifningu til myndavél- arinnar en fylltist um leið örvænt- ingu er ég mundi eftir að filman var búin. Konan mun hafa séð geðbrigði mín, því að hún brosti sinu ljúfasta brosi um leið og hún vék úr vegi fyrir mér á þröngri gangstéttinni. Ég gekk dálítinn spöl áfram en beið svo eftir Tryggva og sá var ekki síður hugfanginn af þessum myndræna fyrirburði er á vegi okkar hafði orðið. Ég bað hann um að fara til baka og taka mynd af konunni og börnunum með sinni myndavél og hann gerði það, var svo háttvís að spyrja hvort hann mætti mynda fólkið, en fékk kurteislegt afsvar. I slíkum tilvikum á maður ekki að spyrja heidur taka einfaldlega áhættuna og því eigum við félagar einungis endurminninguna í lífsmalnum. En þetta atvik kom mér til að hugsa um frægar og sérkennilegar konur og af því að ég hef valið greinarflokki mínum samheitið „Punktar úr dagbók lífsins" lang- ar mig til að gera hlé á skýrslum um kirkjur, söfn og sýningar og greina hér í staðinn frá tveim nafnkenndum furðum Parísar- borgar. Hér koma fram meinleg örlög og sviðið eru hin tvö lista- mannahverfi er hæst hafa borið í sögu Parísarborgar, Montmartre og Montparnasse. Þættina hef ég þýtt frjálslega úr hinni frægu bók Brassai, „Le Paris secret des années 30“ (Leyndardómar París- arborgar á árunum kringum 1930). Að sjálfsögðu eru myndirn- ar af La Mome Bijou og Kiki á Montparnasse teknar af hinum mikla ljósmyndara. La Mome Bijou Á Montmartre-hæðum mátti á þriðja og fjórða áratugnum líta undarlega mannveru, er reikaði á milli veitingahúsa og skemmti- staða af allri mögulegri gerð og tegundum. Átti hún þó sína uppá- haldsstaði, þar sem hún hafði viðdvöl á hverri nóttu og drakk rauðvín sitt. Enginn vissi, hver þessi kona var né hvað hún hét, en hún var einfaldlega skilgreind sem Mome Bijou (litla gersemið) og undir því nafni var hún þekkt um gjörvallt Montmartre-hverfi. Viðurnefnið fékk hún vegna sægs skartgripa, er hún jafnan bar, og þótti ótrúlegt, hve miklu af skrauti hún gat á sig hlaðið og var þetta einna líkast víravirki óvinn- andi víggirðingar eða ofhlöðnu jólatré. Hún var klædd í stíl aldamótaáranna og fötin gátu allteins verið frá þeim tíma, — dökkur veloui-kvöldkjóll og þar yfir kápa með mölétnum pels- kraga. Andlit hennar var þakið þykku lagi af andlitsfarða og augnskuggarnir voru óvenju fjöl- breyttir í lit. Glingrið, sem hún skreytti sig með, fingurgull, arm- bönd og hálsfestar, var skærlitað, grænt, fljólublátt, upplitaðir rósa-litaðir, falskir rúbínsteinar, gimsteinar, blásteinar, smaragðar og margvíslegar perlur. Þetta allt líktist helst palletti symbólistans Gustave Moreau. Viðamikill grænn hattkúfur úr flauelsgrisju með slöri og stórri rós var um- gjörð andlits hennar, er virkaði sem hvítföl ásjóna trúðs. Væri forvitnast um hana hjá barþjónum, sögðu þeir: „að skartkonan Mome Bijou hefði vís- ast fyrrum lifað við ríkdóm og allsnægtir og á tímum útreiðar- túra aldamótaáranna hefði hún ekið í skrautvagni um „Avenue du Bois“ (Skógarbreiðgötuna). En nú drægi hún fram lífið í sárustu neyð og fátækt á ölmusum, auk þess sem hún spáði fyrir um örlög fólks með lófalestri...“ Og þrátt fyrir allt skynjuðu menn blik æskutöfra og lífsseiðs í augum hennar, eins og þau væru það eina, sem hrörnun ellinnar ynni ekki á af manneskjunni. í þeim þóttust menn sjá ímynd ungrar, fagurrar, brosandi stúlku baðaða töfraljóma aldahvarfanna „Belle Epoque". Menn tóku fljótlega eftir þess- ari konu innan um alkóhóldampa og reykþokur öldurhúsanna, eins og hún væri sjaldgæf skrautjurt og drottning þeirrar marglitu næturflóru, er gefur myrkri gleð- innar auknar víddir. La Mome Bijou gat skotið upp kollinum hvar sem var á Mont- martre fram undir morgun og enginn varð hissa á að sjá hana, hvort heldur það væri á ölkrá við „Boulevard Clichy" eða í svína- kjötbúð á „Place Pigalle", því það var sem hún væri samgróin um- hverfinu. Skuggalegir næturhrafnar borguðu henni með bjúga og rauðvíni fyrir að segja þeim gróf- ar, óheflaðar sögur. A hverjum morgni sást hún einhvers staðar öfurölvi og aldrei brosti hún eða hló. Fráhrindandi, en þó hrífandi aldin kona, sem jafnan virtist á mörkum úrkynjunar og brjálunar en þó með merkilegu ívafi yndis- þokka og ástar. Svo sjaldan sem hún skipti skapi varð hún viti sínu fjær og jós skömmum yfir þá, er höfðu misboðið henni, sýndi þá á sér hliðar, sem engum datt í hug, að hún ætti til. Leyndardómurinn um líf hennar, æsku og uppruna fór með henni í gröfina, og þó mun hafa munað litlu, að forvitnir menn græfu sitthvað upp, því að maður nokkur, er bjó á gömlu aðalshóteli, kvaðst geta upplýst ýmislegt, þar sem hann væri gamall æsku- og ástvinur hennar. En þegar menn komu á vettvang á hótelið, þar sem hann bjó, hafði hann látist um nóttina ... - O - Sagt er, að La Mome Bijou sé fyrirmyndin í hinu fræga leikriti Jean Giraudoux, „Hin brjálaða frá Challiot", er var samið hernáms- árið 1943 og frumleikið í desember 1945. Þar með komst hún aftur í sviðsljósið, og er leikritið var flutt í London og New York, varð hún heimsþekkt. Sá, er hér ritar, minnist þess, er hann sá hina miklu leikkonu Klöru Pontoppidan leika hlutverk „hinnar brjáluðu“ á sviði Kon- unglega leikhússins í Kaupmanna- höfn árið 1952, og gleymir hann seint þeim svipmiklu tilþrifum. Kikiá Montparnasse Af yngri árgangi var hin nafn- kennda „Kiki á Montparnasse". Sem barn og persónugervingur ástarinnar hafði hún líkast til allar forsendur þess að geta séð fyrir sér. Móðir hennar eignaðist sex börn, sem öll voru getin af óþekktum feðrum, hún yfirgaf þau svo sem munaðarleysingja á heimaslóðum í Búrgund til þess að fylgja nýjasta ástmanninum til Parísarborgar. Alice litla, sem seinna varð Kiki á Montparnasse, ólst upp hjá fórnfúsri ömmu ásamt óskilgetnum bræðrum sín- um og systrum. En dag nokkurn mundi móðirin skyndilega eftir henni og sótti til Parísar. Var það til að ala hana upp, gefa henni ást og hlýju? Nei engan veginn, held- ur til að vinna. Hún byrjaði í prentsmiðju, síðan vann hún í skóverksmiðju og loks hjá blóma- sala í Rue Mouffetard. I þessari myndrænu götu nálægt Mont- parnasse kom gamall myndhöggv- ari auga á hana og réði sem fyrirsætu. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul... Sagði svo seinna: „Það snerti mig að vísu að verða að fara úr fyrir gamla manninn, en úr því að svo varð að vera þá ...“ Er „dyggðug" móðir hennar frétti af þessu, ruddist hún viti sínu fjær inn á vinnustofu myndhöggvarans, kallaði dóttur sína hóru, afneitaði henni og úthýsti. Þannig varð úr blóma- stúlkunni, sem skyndilega stóð uppi á götunni, alein, snauð og slypp, hin nafntogaða fyrirsæta. Hún flutti alfarið yfir á Mont- parnasse, sem þá hafði tekið við af Montmartre sem miðstöð og snertipunktur listviðburða París- arborgar. Kiki var gædd vissu aðdráttar- afli, hörundsliturinn var brúnleit- ur, en hún þótti eiginlega ekki falleg í sígildum skilningi. Var líkast því sem fuglshöfuð með spaugilegu oddnefi sæti á löngum hálsi, svart hárið greiddi hún þétt að höfðinu svipað unglingi, langir kögrar féllu niður ennið og undir bogaformuðum augnabrúnum vörpuðu löng, þykk augnalok skuggum sínum yfir tjáningarrík raflit augu, lítinn, hjartalaga munn með máluðum hvössum hornum, þar sem fyrirmyndin var söngkonan Yvette Guilbert, svo sem við þekkjum á teikningum Toulouse-Lautrec. Glettið bros beraði skjannahvítar tennurnar. Ung Búrgundarstúika með fagur- lita húð og undursamlegan lík- ama: há, framsett brjóst, mjótt mitti yfir breiðum mjöðmum og löngum, kröftugum fótleggjum. Kiki var sem blóm, sem blómstrað hafði milli götusteina Parísar- borgar með útgeislun, er var í senn í hæsta máta tælandi og tákn ríkrar lífsgleði. Munaðarfullt augnaráð hennar og töfrandi líkami afhjúpuðu taumlausar ástríður. í raun og veru voru líkami og sál Kiki án nokkurs votts af blygðunarsemi, í eðlilegri óskammfeilni sinni í raun réttri allsnakin. Þegar sem ungl- ingur sýndi hún brjóst sín ... fyrir þrjá fránka. Undir fegursta klæðnaði var hún hvorki í undir- buxum né með brjóstahaldara, en svört sokkabönd prýddu hvít lær- in. Þegar hún beygði sig, sýndi hún annars vegar sjnn fagra, lostafulla barm, en hins vegar steig og hneig afturhluti pils hennar upp og niður líkast leik- hústjaldi. Það var aðeins eitt, sem ergði Kiki, og það var, að á henni uxu engin blygðunarhár, og er hún sat fyrir hjá ókunnugum lista- mönnum teiknaði hún gjarnan með biksvörtu teiknikoli, það sem hér skorti á. Kiki gerði blygðun- arleysið að rismikilli list. Hún afskræmdi ei heldur anda sinn með undirfötum né nokkrum teg- undum af pífum. Hún nefndi hlutina óhikað og opinskátt sínum réttu nöfnum án nokkurrar upp- gerðar. Hún hikaði aldrei við að láta sér um munn fara óhefluð orð, en vegna hinnar hreinu og sakleysislegu raddar urðu þau mildari og fengu jafnvel yfir sig blæ prúðmennsku og tiginleika. Að sjálfsögðu varð hún ókrýnd drottning þess frelsis og þeirrar hreinskilni, sem Montparnasse varð tákn fyrir á blómaskeiði sínu. Þessi frjálsborna kona, er naut lífsins út í æsar, varð lifandi tákn þeirrar fríhyggju, er ríkti i þessu hverfi. í tuttugu ár stóð ljómi af nafninu Kiki og var jafnan tengt hinum magnaða hljómi „Mont- parnasse". í Kiki sameinuðust andríki og margvíslegir hæfileikar og á paldri veitingastaðanna Dome, Select og Rotonde, safnaðist hópur aðdáenda hennar hverja nótt. Enginn vildi missa af einu orði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.